Heilsutengt: Við þurfum ekki að heimsækja heilsugæslu í eigin persónu nándar nærri eins oft og fyrir COVID19. Spörum ærna fyrirhöfn, kolefnisspor og kostnað fyrir alla. Fjarlækningar og fjarráðgjöf verða fyrsti kostur.
Ferðamannaiðnaðurinn: Hann mun byggjast upp á innlendum ferðamönnum næstu eitt til tvö árin. Verðlag verður sanngjarnt og miðað við getu Íslendinga til að kaupa þjónustuna. Kaffi fer úr 700 krónum bollinn í 200 kall. Flatkaka með smjöri og áleggi, ¼, fer úr 1.040 krónum í 200 kall. Hamborgari og franskar fara úr 2.000 krónum í 1000 kall. Já og nóttin á hóteli kostar í tveggja manna herbergi 9.000 krónur. Það verður gaman að ferðast um landið og hafa efni á því.
Aðgengismál: Ríki og sveitarfélög krefjast þess að framkvæmdastyrkir innifeli alla og tryggi aðgengi. Þau munu láta flokka fólks lagfæra aðgengi á gangstígum og almennings svæðum á meðan atvinnuleysi er hátt.
Loftslag: Minni mengun vegna heimavinnu og heimanáms. Við klárum orkuskipti á bílum. Almenningssamgöngur verða bættar þannig að þær verði raunverulegur valkostur fyrir alla.
Við getum notað þetta sem tækifæri og svo getur maður alltaf látið sig dreyma.
Njótum lífsins, finnum lækningu við COVID19 og svona í leiðinni MND sjúkdómnum.
Baráttukveðjur að heiman.
Höfundur er formaður MND félagsins á Íslandi.