Forsetakosningar

Dr. Janus Guðlaugsson fjallar um í aðsendri grein hvern hann ætlar að kjósa á morgun og af hverju.

Auglýsing

For­seta­kosn­ingar fara fram 27. júní næst­kom­andi þar sem við kjósum okkur þjóð­höfð­ingja. Kjósum ein­stak­ling, fyr­ir­liða, til að koma fram fyrir hönd þjóð­ar, bæði hér á landi og erlend­is. Við þurfum að kjósa ein­stak­ling sem þarf að vera góð fyr­ir­mynd en ekki síður frum­kvöð­ull sem til­bú­inn er að láta til sín taka þegar kemur að verndun nátt­úr­unn­ar, almennum mann­rétt­ind­um, vel­ferð og heilsu þjóð­ar­innar sem mun eld­ast nokkuð hratt á næstu árum. Við þurfum að kjósa okkur ein­stak­ling sem til­bú­inn er af heið­ar­leika, mann­gæsku og auð­mýkt að fylgja eftir þeirri stjórn­ar­skrá sem við búum við hverju sinni.



Að móta emb­ættið

Þrátt fyrir að hver for­seti geti mótað emb­ættið með sínum hætti setur stjórn­ar­skráin honum nokkuð fastar skorð­ur. Starfs­sviði for­seta og völdum má skipta í grófum dráttum í eft­ir­far­andi sjö þætti:

  1. Að fara með form­legt hlut­verk í skipun land­stjórn­ar.
  2. Að beita valdi við að sam­þykkja eða synja lögum þings­ins.
  3. Að hafa áhrif á póli­tíska umræðu með orðum og gerð­um.
  4. Að kynna land okkar og sögu.
  5. Að sinna störfum á ýmsan hátt í þágu sam­fé­lags­ins.
  6. Að vera sam­ein­ing­ar­tákn þjóð­ar.
  7. Að vera fyr­ir­mynd til orða og verka.



Þrátt fyrir að for­seti láti ráð­herra fram­kvæma vald sitt þá getur hann gegnt lyk­il­hlut­verki í störfum þings og þjóð­ar. Hann getur nýtt sveigj­an­legt rými lag­anna til að móta fram­tíð­ar­stef þjóðar í upp­hafi 21. ald­ar. Sá for­seti sem nú situr á Bessa­stöð­um, Guðni Th. Jóhann­es­son, hefur gegnt hlut­verki for­seta í eitt kjör­tíma­bil eða fjögur ár. Hann sæk­ist nú eftir end­ur­kjöri. Það er mér sönn ánægja að geta gefið sitj­andi for­seta atkvæði mitt og hvet ég aðra til að gera slíkt hið sama. Guðni er maður heið­ar­leika og sam­vinnu, alþýð­legur og hroka­laus með sterka ábyrgð­ar­til­finn­ingu fyrir landi og þjóð. Hann hefur sýnt það í verki að geta tek­ist á við ofan­greind verk­svið for­seta, ekki síst það síð­asta; að vera fyr­ir­mynd bæði til orða og verka.

Auglýsing


Öldr­un­ar­sam­fé­lagið

Það er ósk mín að Guðni Th. Jóhann­es­son fái tæki­færi til að halda áfram sínum góðu störfum sem leið­togi þjóð­ar­inn­ar. Sam­hliða því að halda uppi arf­leifð for­tíðar er nú nauð­syn­legt fyrir for­set­ann að búa til arf fyrir kom­andi tíma. Íslenska þjóð­in, hvort sem henni líkar það betur eða verr, er að eld­ast. Þjóðin er á hraðri leið að breyt­ast í öldr­un­ar­sam­fé­lag þar sem eldri ald­urs­hópum mun fjölga gíf­ur­lega á næstu árum og ára­tug­um. Hinir eldri lifa lengur og þeir sem yngri eru koma til með að halda því áfram. Þetta þýðir ein­fald­lega að breyt­inga er þörf á ýmsum þáttum sam­fé­lags­ins sem bæði þing og þjóð þarf að takast á við. Það sem öllu máli skiptir er að gera breyt­ing­arnar jákvæð­ar, búa þjóð­ina undir að geta tek­ist lengur á við athafnir dag­legs lífs og lifað í sjálf­stæðri búsetu lengur þrátt fyrir hækk­andi ald­ur. Þessi tvö atriði fyrir utan það að reyna eins og kostur er að seinka inn­lögn hinna eldri inn á dval­ar- og hjúkr­un­ar­heim­ili geta orðið til þess að okkar ágæta heil­brigð­is­kerfi getur sinnt hlut­verki sínu óhindrað áfram. Að eld­ast heima er ögrandi mark­mið stjórn­enda þessa lands. Þessi nálgun er og á að vera hjartað í aðgerða­á­ætl­unum leið­toga í stjórn­málum fram­tíð­ar. For­seti getur lagt ýmis­legt að mörkum en betur má ef duga skal. 



Guðni Th. Jóhann­es­son kom meðal ann­ars að opnun Lífs­gæða­set­urs St Jó í Hafn­ar­firði á síð­asta ári auk þess að ávarpa ráð­stefnu Öldr­un­ar­ráðs Íslands árið 2017 sem bar heit­ið: Aldrei of seint – Heilsu­efl­ing eldri ald­urs­hópa. Þar sagði hann m.a. eft­ir­far­and­i: 

„Þessi ráð­stefna er mikið þarfa­þing. Góð heilsa er lyk­ill að ham­ingju­lífi, holl hreyf­ing færir okkur heilsu og vellíð­an. Þetta á við um alla, frá vöggu til graf­ar. Hins vegar lýtur hvert ævi­skeið sínum sér­stöku lög­mál­um. Og vissu­lega er það svo að ýmsir kvillar gera frekar vart við sig þegar árin fær­ast yfir. En einmitt þess vegna er svo brýnt að beina sjónum sér­stak­lega að heilsu­efl­ingu eldri ald­urs­hópa.“





Að kom­ast þangað sem maður kemst ekki einn síns liðs

Próf­raun góðs leið­toga eða þjálf­ara er hvort hann geti tekið liðið eða þjóð­ina með sér á þann stað þar sem liðið eða þjóðin hefði ekki getað kom­ist ein og óstudd. Hið sama á við um okkar ágætu alþing­is­menn og rík­is­stjórn. Það mun því reyna á for­seta að leiða okkur inn á nýjar braut­ir. Hér gæti þjóðin orðið alþjóð­leg fyr­ir­mynd, meðal ann­ars í nátt­úru­vernd og heil­brigð­is­mál­um. Við tókum á erf­iðum far­aldri á tímum Covid-19 og erum enn að. Fram­kvæmdum undir for­ystu ráð­herra heil­brigð­is­mála og val­inna leið­toga. Heilsu­efl­ing­ar­ferli fram­tíðar þarf að und­ir­búa vel og til þess er gott að vita að í brúnni sitji þjóð­höfð­ingi sem til­bú­inn er að láta þennan mála­flokk til sín taka. Til slíka verka er Guðni Th. Jóhann­es­son verð­ugur leið­togi. Hans bak­land er alþýð­legt að yfir­bragði gegnum upp­eldi hans, fjöl­skyldu­hagi og mennt­un. Það gefur til­efni til að hann láti enn frekar að sér kveða á ýmsum sviðum þjóð­mála, lands­mönnum öllum til heilla.



Góður leið­togi

Það þarf góðan leið­toga til að leiða Google áfram um alnetið í gegnum ára­tugi. Það þurfti góðan leið­toga til að leiða körfu­boltalið Chicago Bulls til sex titla á sínum tíma. Það hefur þurft og þarf áfram góða leið­toga til að leiða okkar íþrótta­fólk til afreka á heims- og Evr­ópu­mótum eða Ólymp­íu­leik­um. Það þarf einnig að leiða hóp eldri ein­stak­linga, sem og þjóð­ina alla, að bættum heilsu­tengdum for­vörnum og auknum lífs­gæð­um, með það að mark­miði að íslenskt heil­brigð­is­kerfi geti fjár­magnað sig sjálft og haldið reisn sinni. Fyr­ir­byggj­andi for­varnir þurfa að koma til af auknum þunga. Slíkt mun skila sér marg­falt til baka, hvort sem er í fjár­magni eða lífs­gæð­um. For­seti verður að hafa hug­mynd um hvernig hann getur skipt máli. Hann verður að skapa eitt­hvað fyrir fram­tíð­ina svo sam­fé­lags­leg gildi verði öðru­vísi og betri. Guðni Th. Jóhann­es­son hefur sýnt það í verkum að hann er til­bú­inn að fara ótroðnar slóðir að þessum mark­mið­um.



Hann er hér með hvattur til að móta sér skýra hug­mynd um hvernig hann getur í krafti síns emb­ættis skapað betri fram­tíð fyrir okkar þjóð. Þetta hljómar ef til vill eins og klisja, enda glat­ast oft góðar hug­myndir í dag­legri bar­áttu emb­ætt­is­verka. Þetta ger­ist hjá þing­mönn­unum og einnig ráð­herr­un­um. En við viljum hafa leið­toga sem þarf að takast á við dag­legt amst­ur. Við viljum einnig hafa leið­toga sem missir aldrei sjónar á sínu helsta mark­miði og kemur því í verk. 





For­ystu­fólki þjóðar ögrað á næstu árum

Hvað getur orðið öðru­vísi að fjórum árum liðnum vegna for­ystu Guðna Th.? Hvað hefur orðið öðru­vísi nú þeg­ar? Auð­vitað mun for­seti eins og fram­kvæmda­stjóri eða fjár­mála­ráð­herra búa við ákveðna og trygga fjár­hags­á­ætl­un, hafa skýr mark­mið og verk­ferla, til að ná því sem stefnt er að. En að hafa kjark og þor til að skapa fram­tíð sem er öðru­vísi og betri fyrir fólk á öllum aldri, ekki síst þeirra sem eru í elstu ald­urs­hópum þjóð­ar­inn­ar, er áskorun sem leið­togi þarf að láta til sín taka. Það er mín skoðun að Guðni Th. Jóhann­es­son hafi allt til að bera til að setja enn frek­ari mark sitt á emb­ætti for­seta Íslands á næstu fjórum árum. Hann hefur dug til að færa lands­menn á þann stað sem þeir kæmust ekki án hans aðstoð­ar. Þingið má að sjálf­sögðu fylgja honum í verki en til þess þarf það að öðl­ast sömu sýn, láta ný mál og nýjar áherslur til sín taka.



Við sáum Covid-19 far­ald­ur­inn ekki fyrir árið 2016 en vorum vel undir hann búinn. Þökk sé fag­mennsku í heil­brigð­is­kerf­inu. Tek­ist var á við verk­efnið af festu og fag­mennsku með ráð­herra heil­brigð­is­mála og rík­is­stjórn í brúnni auk ein­stakra sér­fræð­inga á borð við Þórólf, Ölmu, Víði, Pál, Kára og að ógleymdu starfs­fólki þeirra stofn­ana eða fyr­ir­tækja sem þau til­heyra. Vandi öldr­un­ar­sam­fé­lags­ins er þegar far­inn að banka að dyrum hjá íslenskri þjóð. Bíðum ekki eftir að vand­inn verði óyf­ir­stíg­an­leg­ur. Til slíkra verka er gott að eiga traustan leið­toga, for­seta, með yfir­sýn á allt þjóð­fé­lag­ið. Það er þess vegna sem ég gef Guðna Th. Jóhann­essyni atkvæði mitt og hvet þig les­andi góður til að gera slíkt hið sama.



Góðar stund­ir.

Höf­undur er íþrótta- og heilsu­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar