Forsetakosningar

Dr. Janus Guðlaugsson fjallar um í aðsendri grein hvern hann ætlar að kjósa á morgun og af hverju.

Auglýsing

For­seta­kosn­ingar fara fram 27. júní næst­kom­andi þar sem við kjósum okkur þjóð­höfð­ingja. Kjósum ein­stak­ling, fyr­ir­liða, til að koma fram fyrir hönd þjóð­ar, bæði hér á landi og erlend­is. Við þurfum að kjósa ein­stak­ling sem þarf að vera góð fyr­ir­mynd en ekki síður frum­kvöð­ull sem til­bú­inn er að láta til sín taka þegar kemur að verndun nátt­úr­unn­ar, almennum mann­rétt­ind­um, vel­ferð og heilsu þjóð­ar­innar sem mun eld­ast nokkuð hratt á næstu árum. Við þurfum að kjósa okkur ein­stak­ling sem til­bú­inn er af heið­ar­leika, mann­gæsku og auð­mýkt að fylgja eftir þeirri stjórn­ar­skrá sem við búum við hverju sinni.Að móta emb­ættið

Þrátt fyrir að hver for­seti geti mótað emb­ættið með sínum hætti setur stjórn­ar­skráin honum nokkuð fastar skorð­ur. Starfs­sviði for­seta og völdum má skipta í grófum dráttum í eft­ir­far­andi sjö þætti:

  1. Að fara með form­legt hlut­verk í skipun land­stjórn­ar.
  2. Að beita valdi við að sam­þykkja eða synja lögum þings­ins.
  3. Að hafa áhrif á póli­tíska umræðu með orðum og gerð­um.
  4. Að kynna land okkar og sögu.
  5. Að sinna störfum á ýmsan hátt í þágu sam­fé­lags­ins.
  6. Að vera sam­ein­ing­ar­tákn þjóð­ar.
  7. Að vera fyr­ir­mynd til orða og verka.Þrátt fyrir að for­seti láti ráð­herra fram­kvæma vald sitt þá getur hann gegnt lyk­il­hlut­verki í störfum þings og þjóð­ar. Hann getur nýtt sveigj­an­legt rými lag­anna til að móta fram­tíð­ar­stef þjóðar í upp­hafi 21. ald­ar. Sá for­seti sem nú situr á Bessa­stöð­um, Guðni Th. Jóhann­es­son, hefur gegnt hlut­verki for­seta í eitt kjör­tíma­bil eða fjögur ár. Hann sæk­ist nú eftir end­ur­kjöri. Það er mér sönn ánægja að geta gefið sitj­andi for­seta atkvæði mitt og hvet ég aðra til að gera slíkt hið sama. Guðni er maður heið­ar­leika og sam­vinnu, alþýð­legur og hroka­laus með sterka ábyrgð­ar­til­finn­ingu fyrir landi og þjóð. Hann hefur sýnt það í verki að geta tek­ist á við ofan­greind verk­svið for­seta, ekki síst það síð­asta; að vera fyr­ir­mynd bæði til orða og verka.

Auglýsing


Öldr­un­ar­sam­fé­lagið

Það er ósk mín að Guðni Th. Jóhann­es­son fái tæki­færi til að halda áfram sínum góðu störfum sem leið­togi þjóð­ar­inn­ar. Sam­hliða því að halda uppi arf­leifð for­tíðar er nú nauð­syn­legt fyrir for­set­ann að búa til arf fyrir kom­andi tíma. Íslenska þjóð­in, hvort sem henni líkar það betur eða verr, er að eld­ast. Þjóðin er á hraðri leið að breyt­ast í öldr­un­ar­sam­fé­lag þar sem eldri ald­urs­hópum mun fjölga gíf­ur­lega á næstu árum og ára­tug­um. Hinir eldri lifa lengur og þeir sem yngri eru koma til með að halda því áfram. Þetta þýðir ein­fald­lega að breyt­inga er þörf á ýmsum þáttum sam­fé­lags­ins sem bæði þing og þjóð þarf að takast á við. Það sem öllu máli skiptir er að gera breyt­ing­arnar jákvæð­ar, búa þjóð­ina undir að geta tek­ist lengur á við athafnir dag­legs lífs og lifað í sjálf­stæðri búsetu lengur þrátt fyrir hækk­andi ald­ur. Þessi tvö atriði fyrir utan það að reyna eins og kostur er að seinka inn­lögn hinna eldri inn á dval­ar- og hjúkr­un­ar­heim­ili geta orðið til þess að okkar ágæta heil­brigð­is­kerfi getur sinnt hlut­verki sínu óhindrað áfram. Að eld­ast heima er ögrandi mark­mið stjórn­enda þessa lands. Þessi nálgun er og á að vera hjartað í aðgerða­á­ætl­unum leið­toga í stjórn­málum fram­tíð­ar. For­seti getur lagt ýmis­legt að mörkum en betur má ef duga skal. Guðni Th. Jóhann­es­son kom meðal ann­ars að opnun Lífs­gæða­set­urs St Jó í Hafn­ar­firði á síð­asta ári auk þess að ávarpa ráð­stefnu Öldr­un­ar­ráðs Íslands árið 2017 sem bar heit­ið: Aldrei of seint – Heilsu­efl­ing eldri ald­urs­hópa. Þar sagði hann m.a. eft­ir­far­and­i: 

„Þessi ráð­stefna er mikið þarfa­þing. Góð heilsa er lyk­ill að ham­ingju­lífi, holl hreyf­ing færir okkur heilsu og vellíð­an. Þetta á við um alla, frá vöggu til graf­ar. Hins vegar lýtur hvert ævi­skeið sínum sér­stöku lög­mál­um. Og vissu­lega er það svo að ýmsir kvillar gera frekar vart við sig þegar árin fær­ast yfir. En einmitt þess vegna er svo brýnt að beina sjónum sér­stak­lega að heilsu­efl­ingu eldri ald­urs­hópa.“

Að kom­ast þangað sem maður kemst ekki einn síns liðs

Próf­raun góðs leið­toga eða þjálf­ara er hvort hann geti tekið liðið eða þjóð­ina með sér á þann stað þar sem liðið eða þjóðin hefði ekki getað kom­ist ein og óstudd. Hið sama á við um okkar ágætu alþing­is­menn og rík­is­stjórn. Það mun því reyna á for­seta að leiða okkur inn á nýjar braut­ir. Hér gæti þjóðin orðið alþjóð­leg fyr­ir­mynd, meðal ann­ars í nátt­úru­vernd og heil­brigð­is­mál­um. Við tókum á erf­iðum far­aldri á tímum Covid-19 og erum enn að. Fram­kvæmdum undir for­ystu ráð­herra heil­brigð­is­mála og val­inna leið­toga. Heilsu­efl­ing­ar­ferli fram­tíðar þarf að und­ir­búa vel og til þess er gott að vita að í brúnni sitji þjóð­höfð­ingi sem til­bú­inn er að láta þennan mála­flokk til sín taka. Til slíka verka er Guðni Th. Jóhann­es­son verð­ugur leið­togi. Hans bak­land er alþýð­legt að yfir­bragði gegnum upp­eldi hans, fjöl­skyldu­hagi og mennt­un. Það gefur til­efni til að hann láti enn frekar að sér kveða á ýmsum sviðum þjóð­mála, lands­mönnum öllum til heilla.Góður leið­togi

Það þarf góðan leið­toga til að leiða Google áfram um alnetið í gegnum ára­tugi. Það þurfti góðan leið­toga til að leiða körfu­boltalið Chicago Bulls til sex titla á sínum tíma. Það hefur þurft og þarf áfram góða leið­toga til að leiða okkar íþrótta­fólk til afreka á heims- og Evr­ópu­mótum eða Ólymp­íu­leik­um. Það þarf einnig að leiða hóp eldri ein­stak­linga, sem og þjóð­ina alla, að bættum heilsu­tengdum for­vörnum og auknum lífs­gæð­um, með það að mark­miði að íslenskt heil­brigð­is­kerfi geti fjár­magnað sig sjálft og haldið reisn sinni. Fyr­ir­byggj­andi for­varnir þurfa að koma til af auknum þunga. Slíkt mun skila sér marg­falt til baka, hvort sem er í fjár­magni eða lífs­gæð­um. For­seti verður að hafa hug­mynd um hvernig hann getur skipt máli. Hann verður að skapa eitt­hvað fyrir fram­tíð­ina svo sam­fé­lags­leg gildi verði öðru­vísi og betri. Guðni Th. Jóhann­es­son hefur sýnt það í verkum að hann er til­bú­inn að fara ótroðnar slóðir að þessum mark­mið­um.Hann er hér með hvattur til að móta sér skýra hug­mynd um hvernig hann getur í krafti síns emb­ættis skapað betri fram­tíð fyrir okkar þjóð. Þetta hljómar ef til vill eins og klisja, enda glat­ast oft góðar hug­myndir í dag­legri bar­áttu emb­ætt­is­verka. Þetta ger­ist hjá þing­mönn­unum og einnig ráð­herr­un­um. En við viljum hafa leið­toga sem þarf að takast á við dag­legt amst­ur. Við viljum einnig hafa leið­toga sem missir aldrei sjónar á sínu helsta mark­miði og kemur því í verk. 

For­ystu­fólki þjóðar ögrað á næstu árum

Hvað getur orðið öðru­vísi að fjórum árum liðnum vegna for­ystu Guðna Th.? Hvað hefur orðið öðru­vísi nú þeg­ar? Auð­vitað mun for­seti eins og fram­kvæmda­stjóri eða fjár­mála­ráð­herra búa við ákveðna og trygga fjár­hags­á­ætl­un, hafa skýr mark­mið og verk­ferla, til að ná því sem stefnt er að. En að hafa kjark og þor til að skapa fram­tíð sem er öðru­vísi og betri fyrir fólk á öllum aldri, ekki síst þeirra sem eru í elstu ald­urs­hópum þjóð­ar­inn­ar, er áskorun sem leið­togi þarf að láta til sín taka. Það er mín skoðun að Guðni Th. Jóhann­es­son hafi allt til að bera til að setja enn frek­ari mark sitt á emb­ætti for­seta Íslands á næstu fjórum árum. Hann hefur dug til að færa lands­menn á þann stað sem þeir kæmust ekki án hans aðstoð­ar. Þingið má að sjálf­sögðu fylgja honum í verki en til þess þarf það að öðl­ast sömu sýn, láta ný mál og nýjar áherslur til sín taka.Við sáum Covid-19 far­ald­ur­inn ekki fyrir árið 2016 en vorum vel undir hann búinn. Þökk sé fag­mennsku í heil­brigð­is­kerf­inu. Tek­ist var á við verk­efnið af festu og fag­mennsku með ráð­herra heil­brigð­is­mála og rík­is­stjórn í brúnni auk ein­stakra sér­fræð­inga á borð við Þórólf, Ölmu, Víði, Pál, Kára og að ógleymdu starfs­fólki þeirra stofn­ana eða fyr­ir­tækja sem þau til­heyra. Vandi öldr­un­ar­sam­fé­lags­ins er þegar far­inn að banka að dyrum hjá íslenskri þjóð. Bíðum ekki eftir að vand­inn verði óyf­ir­stíg­an­leg­ur. Til slíkra verka er gott að eiga traustan leið­toga, for­seta, með yfir­sýn á allt þjóð­fé­lag­ið. Það er þess vegna sem ég gef Guðna Th. Jóhann­essyni atkvæði mitt og hvet þig les­andi góður til að gera slíkt hið sama.Góðar stund­ir.

Höf­undur er íþrótta- og heilsu­fræð­ing­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Kærunefnd jafnréttismála verði einnig stefnt en ekki bara kæranda einum
Forsætisráðherra hefur lagt fram drög að breytingum á stjórnsýslu jafnréttismála, sem fela meðal annars í sér að kærendum í jafnréttismálum verði ekki lengur stefnt einum fyrir dóm, uni gagnaðili ekki niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu.
Forseti Brasilíu greinist með COVID-19 en segist ekkert óttast
Jair Bolsonaro forseti Brasilíu greindi frá því í dag að hann hefði greinst með COVID-19, en hann hefur fundið fyrir slappleika frá því á sunnudag. Forsetinn hefur kallað veiruna aumt kvef, en 65.000 Brasilíumenn liggja í valnum eftir að hafa smitast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Mikið var um að vera á COVID-19 göngudeild Landspítala í mars og apríl.
Færri alvarlega veikir – en er veiran að mildast?
Nokkrar ástæður geta verið fyrir því að alvarlegum kórónuveirutilfellum hefur fækkað verulega. Í nýju svari á Vísindavefnum er farið yfir nokkra möguleika sem kunna að útskýra hvers vegna veiran virðist vera að veikjast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins.
Þórólfur þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir samstarfið
Sóttvarnalæknir segir að Íslensk erfðagreining hafi „nokkuð óvænt“ lýst því yfir í gær að hún muni hætta að skima á landamærum í næstu viku. Leitað verður annarra leiða til að halda landamæraskimun áfram.
Kjarninn 7. júlí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Skrifist á Sjálfstæðisflokkinn og „hamfarakapítalismann þeirra“
Þingmaður Pírata segir að sama hvert litið er hafi Sjálfstæðisflokkurinn undanfarna áratugi notað valdastöðu sína til að moka verkefnum yfir á einkageirann en að ábyrgðin sé samt áfram hjá ríkinu. Þar vísar hann meðal annars til ástandsins í skimunum.
Kjarninn 7. júlí 2020
Lárus Sigurður Lárusson er fyrsti stjórnarformaður nýs Menntasjóðs námsmanna.
Lilja skipar Lárus sem stjórnarformann Menntasjóðs námsmanna
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Lárus Sigurð Lárusson lögmann sem stjórnarformann nýs Menntasjóðs námsmanna. Hann leiddi lista Framsóknar í Reykjavík norður til síðustu alþingiskosninga.
Kjarninn 7. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Kári: Þú hreyfir þig ekki hægt í svona ástandi
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur boðið forsætisráðherra að koma til hans á fund í Vatnsmýrinni þar sem fyrirtækið er til húsa.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jakob Már Ásmundsson, forstjóri Korta.
Fjártæknifyrirtækið Rapyd kaupir Korta
Fjártæknifyrirtækið Rapyd hyggst samþætta og útvíkka starfsemi Korta í posa- og veflausnum, ásamt því að „efla starfsemina á Íslandi með áframhaldandi vexti og ráðningu starfsfólks“.
Kjarninn 7. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar