Þrjár ástæður til að skella sér kjörstað

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir hvetur fólk til að kjósa.

Auglýsing

Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum að á næstu dögum verður for­seti Íslands kos­inn af þjóð­inni. Tveir fram­bjóð­endur verða á kjör­seðl­in­um, hinn sitj­andi for­seti Guðni Th. Jóhanns­son og Guð­mundur Frank­lín Jóns­son. Samt fjallar þessi grein ekki um þá, þó svo ég fari seint leynt með að ætla mér að kjósa Guðna. Aft­ur. Það sem þessi grein fjallar um eru þrjár ástæður þess að ég kem til að skella mér í kjör­klef­ann í ár eins og fyrri ár. Því sama hversu fárán­legt mörgum gæti þótt að halda for­seta­kosn­ingar í þessum aðstæð­um, breytir það því ekki að þær verða haldn­ar. Þá er ekk­ert eftir en að gera það besta úr þessu, hita upp vöfflu­járn­ið, þeyta rjómann og skipu­leggja kosn­inga­vöku fyrir þig og þína. Hér eru þrjár ástæður til að skella sér á kjör­stað:



#1: Það er ófrá­víkj­an­leg stað­reynd að það er ákveðin stemn­ing sem fylgir því að mæta á kjör­stað.

Mögu­lega er þetta mats­at­riði, en mögu­lega hefur þú líka lúm­skt gaman að því að skella þér í betri föt­in, valsa þarna inn rekast á hinn og þennan sem þú hefur ekki séð í ein­hvern tíma og haka við þinn mann/­konu á seðl­in­um. Margir taka með sér börnin til að sýna þeim lýð­ræðið í fram­kvæmd og fara svo að fá sér eitt­hvað gott í gogg­inn. Aðrir eiga kannski frænkur, ömmur og afa eða aðrar fjöl­skyldu­með­limi sem muna tím­anna tvenna þegar það var ekki jafn sjálf­gefið að fá að kjósa. Fyrir vikið fagna þessir fjöl­skyldu­með­limir oft rétt­indum sínum inni­lega með því kjósa og bjóða svo heim í kosn­inga­kaffi. Hver sem þín áform eru á kjör­dag, verður því ekki neitað að það er stemn­ing­ar­dag­ur, og ekki veitir af fyrir þjóð­arsál­ina að svo stödd­u. 

Auglýsing




#2: Þú vilt geta tekið þátt í sögu­legum atburð­u­m. 

Flestir vita hvar þeir voru þegar Ísland vann Eng­land árið 2016 í EM, eða þegar Eyja­fjalla­jök­ull gaus fyrst. Aðrir muna vel eftir því hvar þeir voru þegar Vala Flosa­dóttir vann brons á Ólymp­íu­leik­unum árið 2000 fyrir stang­ar­stökk eða þegar Hildur Guðna­dóttir hlaut Ósk­arsverð­laun fyrir tón­list sína í Jókernum (og sóp­aði að sér nán­ast öllum öðrum verð­launum í leið­inn­i). Að sama skapi muna margir eftir tíma­bil­inu þegar Almar var í kass­an­um, og ég man hvar ég var þegar ég frétti fyrst að Ólafur og Dor­rit höfðu látið klóna hund­inn sinn Sám, þar sem eft­ir­myndin nefnd­ist Sam­son. Árið 2020 er löngu búið að stimpla sig inn í sögu­bæk­urnar og verður fólki lengi í minn­um, bæði hvað varðar leik­skóla­verk­föllin og Covid19. Þessar kosn­ingar eru því ekki síður sögu­legar hvað varðar tíma­setn­ing­una í sam­hengi alls ann­ars sem hefur gerst á árinu. Eftir 50 ár þegar það verða gerðar heim­ilda­myndir um árið getur þú sagt frá því hvernig var að mæta á kjör­stað í þessu umhverf­i. 



#3: Hvert atkvæði skiptir máli. Kannski ekki fyrir þig en fyrir fram­bjóð­and­ann þinn. 

Að kjósa er ekki bara réttur hvers og eins, heldur einnig áhrifa­vald hvers og eins. Þar sem hvert atkvæði lýsir vilja fólks­ins, er sér­stak­lega mik­il­vægt að sleppa ekki að kjósa því þú heldur að fram­bjóð­and­inn þinn sé pott­þéttur til sig­urs eða taps. Nið­ur­staða kosn­ing­anna verður túlkuð sem þinn vilji, og ef þú nennir ekki á kjör­stað verður það áhuga­leysi túlkað sem áhuga­leysi gagn­vart þínum fram­bjóð­anda. Auð­vitað ætti eng­inn að pína sig á kjör­stað bara fyrir fram­bjóð­and­ann, en þú ættir að vita að ein­stak­lingur í alvöru fram­boði almennt sefur ekki meira en 5 klst. að með­al­tali í tvær vik­ur, eld­ist um 10 ár í and­lit­inu á tíma­bil­inu og grenn­ist um svona 10 kg. Vegna þess að þegar maður er með kvíða­hnút í mag­anum og á enda­lausum hlaupum hingað og þang­að, hringj­andi kvölds og morgna er erfitt að muna eftir því að borða. Auð­vitað geta þessir fram­bjóð­endur bara sjálfum sér um kennt, en að einhver skuli vera til í að leggja þetta á sig and­lega er að mínu mati góð ástæða til að skella sér á kjör­stað. 



Fyrr mitt leyti á ég alltaf minn kjör­stað­ar­kjól og boð í góða kosn­inga­vöku, eða þá að ég held hana barasta sjálf (ef eng­inn skyldi hafa boðið mér). Hver sem þín kjör­dags­hefð gæti verið þá óska ég okkur öllum gleði­legs kom­andi kjör­dags, ylhýru sumri og megum við öll muna eftir skil­ríkj­un­um. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar