Þrjár ástæður til að skella sér kjörstað

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir hvetur fólk til að kjósa.

Auglýsing

Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum að á næstu dögum verður for­seti Íslands kos­inn af þjóð­inni. Tveir fram­bjóð­endur verða á kjör­seðl­in­um, hinn sitj­andi for­seti Guðni Th. Jóhanns­son og Guð­mundur Frank­lín Jóns­son. Samt fjallar þessi grein ekki um þá, þó svo ég fari seint leynt með að ætla mér að kjósa Guðna. Aft­ur. Það sem þessi grein fjallar um eru þrjár ástæður þess að ég kem til að skella mér í kjör­klef­ann í ár eins og fyrri ár. Því sama hversu fárán­legt mörgum gæti þótt að halda for­seta­kosn­ingar í þessum aðstæð­um, breytir það því ekki að þær verða haldn­ar. Þá er ekk­ert eftir en að gera það besta úr þessu, hita upp vöfflu­járn­ið, þeyta rjómann og skipu­leggja kosn­inga­vöku fyrir þig og þína. Hér eru þrjár ástæður til að skella sér á kjör­stað:#1: Það er ófrá­víkj­an­leg stað­reynd að það er ákveðin stemn­ing sem fylgir því að mæta á kjör­stað.

Mögu­lega er þetta mats­at­riði, en mögu­lega hefur þú líka lúm­skt gaman að því að skella þér í betri föt­in, valsa þarna inn rekast á hinn og þennan sem þú hefur ekki séð í ein­hvern tíma og haka við þinn mann/­konu á seðl­in­um. Margir taka með sér börnin til að sýna þeim lýð­ræðið í fram­kvæmd og fara svo að fá sér eitt­hvað gott í gogg­inn. Aðrir eiga kannski frænkur, ömmur og afa eða aðrar fjöl­skyldu­með­limi sem muna tím­anna tvenna þegar það var ekki jafn sjálf­gefið að fá að kjósa. Fyrir vikið fagna þessir fjöl­skyldu­með­limir oft rétt­indum sínum inni­lega með því kjósa og bjóða svo heim í kosn­inga­kaffi. Hver sem þín áform eru á kjör­dag, verður því ekki neitað að það er stemn­ing­ar­dag­ur, og ekki veitir af fyrir þjóð­arsál­ina að svo stödd­u. 

Auglýsing
#2: Þú vilt geta tekið þátt í sögu­legum atburð­u­m. 

Flestir vita hvar þeir voru þegar Ísland vann Eng­land árið 2016 í EM, eða þegar Eyja­fjalla­jök­ull gaus fyrst. Aðrir muna vel eftir því hvar þeir voru þegar Vala Flosa­dóttir vann brons á Ólymp­íu­leik­unum árið 2000 fyrir stang­ar­stökk eða þegar Hildur Guðna­dóttir hlaut Ósk­arsverð­laun fyrir tón­list sína í Jókernum (og sóp­aði að sér nán­ast öllum öðrum verð­launum í leið­inn­i). Að sama skapi muna margir eftir tíma­bil­inu þegar Almar var í kass­an­um, og ég man hvar ég var þegar ég frétti fyrst að Ólafur og Dor­rit höfðu látið klóna hund­inn sinn Sám, þar sem eft­ir­myndin nefnd­ist Sam­son. Árið 2020 er löngu búið að stimpla sig inn í sögu­bæk­urnar og verður fólki lengi í minn­um, bæði hvað varðar leik­skóla­verk­föllin og Covid19. Þessar kosn­ingar eru því ekki síður sögu­legar hvað varðar tíma­setn­ing­una í sam­hengi alls ann­ars sem hefur gerst á árinu. Eftir 50 ár þegar það verða gerðar heim­ilda­myndir um árið getur þú sagt frá því hvernig var að mæta á kjör­stað í þessu umhverf­i. #3: Hvert atkvæði skiptir máli. Kannski ekki fyrir þig en fyrir fram­bjóð­and­ann þinn. 

Að kjósa er ekki bara réttur hvers og eins, heldur einnig áhrifa­vald hvers og eins. Þar sem hvert atkvæði lýsir vilja fólks­ins, er sér­stak­lega mik­il­vægt að sleppa ekki að kjósa því þú heldur að fram­bjóð­and­inn þinn sé pott­þéttur til sig­urs eða taps. Nið­ur­staða kosn­ing­anna verður túlkuð sem þinn vilji, og ef þú nennir ekki á kjör­stað verður það áhuga­leysi túlkað sem áhuga­leysi gagn­vart þínum fram­bjóð­anda. Auð­vitað ætti eng­inn að pína sig á kjör­stað bara fyrir fram­bjóð­and­ann, en þú ættir að vita að ein­stak­lingur í alvöru fram­boði almennt sefur ekki meira en 5 klst. að með­al­tali í tvær vik­ur, eld­ist um 10 ár í and­lit­inu á tíma­bil­inu og grenn­ist um svona 10 kg. Vegna þess að þegar maður er með kvíða­hnút í mag­anum og á enda­lausum hlaupum hingað og þang­að, hringj­andi kvölds og morgna er erfitt að muna eftir því að borða. Auð­vitað geta þessir fram­bjóð­endur bara sjálfum sér um kennt, en að einhver skuli vera til í að leggja þetta á sig and­lega er að mínu mati góð ástæða til að skella sér á kjör­stað. Fyrr mitt leyti á ég alltaf minn kjör­stað­ar­kjól og boð í góða kosn­inga­vöku, eða þá að ég held hana barasta sjálf (ef eng­inn skyldi hafa boðið mér). Hver sem þín kjör­dags­hefð gæti verið þá óska ég okkur öllum gleði­legs kom­andi kjör­dags, ylhýru sumri og megum við öll muna eftir skil­ríkj­un­um. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar