Þrjár ástæður til að skella sér kjörstað

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir hvetur fólk til að kjósa.

Auglýsing

Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum að á næstu dögum verður for­seti Íslands kos­inn af þjóð­inni. Tveir fram­bjóð­endur verða á kjör­seðl­in­um, hinn sitj­andi for­seti Guðni Th. Jóhanns­son og Guð­mundur Frank­lín Jóns­son. Samt fjallar þessi grein ekki um þá, þó svo ég fari seint leynt með að ætla mér að kjósa Guðna. Aft­ur. Það sem þessi grein fjallar um eru þrjár ástæður þess að ég kem til að skella mér í kjör­klef­ann í ár eins og fyrri ár. Því sama hversu fárán­legt mörgum gæti þótt að halda for­seta­kosn­ingar í þessum aðstæð­um, breytir það því ekki að þær verða haldn­ar. Þá er ekk­ert eftir en að gera það besta úr þessu, hita upp vöfflu­járn­ið, þeyta rjómann og skipu­leggja kosn­inga­vöku fyrir þig og þína. Hér eru þrjár ástæður til að skella sér á kjör­stað:#1: Það er ófrá­víkj­an­leg stað­reynd að það er ákveðin stemn­ing sem fylgir því að mæta á kjör­stað.

Mögu­lega er þetta mats­at­riði, en mögu­lega hefur þú líka lúm­skt gaman að því að skella þér í betri föt­in, valsa þarna inn rekast á hinn og þennan sem þú hefur ekki séð í ein­hvern tíma og haka við þinn mann/­konu á seðl­in­um. Margir taka með sér börnin til að sýna þeim lýð­ræðið í fram­kvæmd og fara svo að fá sér eitt­hvað gott í gogg­inn. Aðrir eiga kannski frænkur, ömmur og afa eða aðrar fjöl­skyldu­með­limi sem muna tím­anna tvenna þegar það var ekki jafn sjálf­gefið að fá að kjósa. Fyrir vikið fagna þessir fjöl­skyldu­með­limir oft rétt­indum sínum inni­lega með því kjósa og bjóða svo heim í kosn­inga­kaffi. Hver sem þín áform eru á kjör­dag, verður því ekki neitað að það er stemn­ing­ar­dag­ur, og ekki veitir af fyrir þjóð­arsál­ina að svo stödd­u. 

Auglýsing
#2: Þú vilt geta tekið þátt í sögu­legum atburð­u­m. 

Flestir vita hvar þeir voru þegar Ísland vann Eng­land árið 2016 í EM, eða þegar Eyja­fjalla­jök­ull gaus fyrst. Aðrir muna vel eftir því hvar þeir voru þegar Vala Flosa­dóttir vann brons á Ólymp­íu­leik­unum árið 2000 fyrir stang­ar­stökk eða þegar Hildur Guðna­dóttir hlaut Ósk­arsverð­laun fyrir tón­list sína í Jókernum (og sóp­aði að sér nán­ast öllum öðrum verð­launum í leið­inn­i). Að sama skapi muna margir eftir tíma­bil­inu þegar Almar var í kass­an­um, og ég man hvar ég var þegar ég frétti fyrst að Ólafur og Dor­rit höfðu látið klóna hund­inn sinn Sám, þar sem eft­ir­myndin nefnd­ist Sam­son. Árið 2020 er löngu búið að stimpla sig inn í sögu­bæk­urnar og verður fólki lengi í minn­um, bæði hvað varðar leik­skóla­verk­föllin og Covid19. Þessar kosn­ingar eru því ekki síður sögu­legar hvað varðar tíma­setn­ing­una í sam­hengi alls ann­ars sem hefur gerst á árinu. Eftir 50 ár þegar það verða gerðar heim­ilda­myndir um árið getur þú sagt frá því hvernig var að mæta á kjör­stað í þessu umhverf­i. #3: Hvert atkvæði skiptir máli. Kannski ekki fyrir þig en fyrir fram­bjóð­and­ann þinn. 

Að kjósa er ekki bara réttur hvers og eins, heldur einnig áhrifa­vald hvers og eins. Þar sem hvert atkvæði lýsir vilja fólks­ins, er sér­stak­lega mik­il­vægt að sleppa ekki að kjósa því þú heldur að fram­bjóð­and­inn þinn sé pott­þéttur til sig­urs eða taps. Nið­ur­staða kosn­ing­anna verður túlkuð sem þinn vilji, og ef þú nennir ekki á kjör­stað verður það áhuga­leysi túlkað sem áhuga­leysi gagn­vart þínum fram­bjóð­anda. Auð­vitað ætti eng­inn að pína sig á kjör­stað bara fyrir fram­bjóð­and­ann, en þú ættir að vita að ein­stak­lingur í alvöru fram­boði almennt sefur ekki meira en 5 klst. að með­al­tali í tvær vik­ur, eld­ist um 10 ár í and­lit­inu á tíma­bil­inu og grenn­ist um svona 10 kg. Vegna þess að þegar maður er með kvíða­hnút í mag­anum og á enda­lausum hlaupum hingað og þang­að, hringj­andi kvölds og morgna er erfitt að muna eftir því að borða. Auð­vitað geta þessir fram­bjóð­endur bara sjálfum sér um kennt, en að einhver skuli vera til í að leggja þetta á sig and­lega er að mínu mati góð ástæða til að skella sér á kjör­stað. Fyrr mitt leyti á ég alltaf minn kjör­stað­ar­kjól og boð í góða kosn­inga­vöku, eða þá að ég held hana barasta sjálf (ef eng­inn skyldi hafa boðið mér). Hver sem þín kjör­dags­hefð gæti verið þá óska ég okkur öllum gleði­legs kom­andi kjör­dags, ylhýru sumri og megum við öll muna eftir skil­ríkj­un­um. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ferðamenn á ferð í Reykjavík, í veröld sem var. „Enginn ætti að geta ferðast um Ísland án þess að komast að því að hér á landi er talað sérstakt tungumál en ekki aðeins enska,“ segir Íslensk málnefnd í nýrri ályktun.
Sóknarfæri vegna farsóttarinnar
Íslensk málnefnd segir í nýrri ályktun sinni um stöðu íslenskrar tungu að sóknarfæri hafi myndast fyrir tungumálið vegna farsóttarinnar, sem nýta mætti til að hvetja fyrirtæki til að bjóða þjónustu sína fram á íslensku, en ekki bara á ensku.
Kjarninn 25. september 2020
Örn Bárður Jónsson
Guð og náttúran
Kjarninn 25. september 2020
Steingrímur J. Sigfússon
Upplýsingamengun í annarra boði!
Kjarninn 25. september 2020
Ljóst er af FinCEN-skjölunum að stórir bankar sem hafa milligöngu um fjármagnshreyfingar í dollurum vita mætavel að þeir eru að hreyfa mikið magn peninga sem eiga misjafnan uppruna
Glæpirnir sem gera aðra glæpi mögulega
Fordæmalaus gagnaleki frá bandaríska fjármálaráðuneytinu hefur vakið mikla athygli í vikunni. Hann sýnir fram á brotalamir í eftirliti bæði banka og yfirvalda þegar kemur að því að því að stöðva vafasama fjármagnsflutninga heimshorna á milli.
Kjarninn 25. september 2020
Eimskip staðfestir að félagið hafi verið kært til héraðssaksóknara
Eimskip hafnar ásökunum um að hafa brotið lög í tengslum við endurvinnslu tveggja skipa félagsins í Indlandi. Eimskip segist ekki hafa komið að ákvörðun um endurvinnslu skipanna tveggja.
Kjarninn 25. september 2020
Eftir að ferðamönnum tók að hríðfækka hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins hefur atvinnuleysi vaxið hratt.
Almenna atvinnuleysið stefnir í að verða jafn mikið og eftir bankahrunið
Almennt atvinnuleysið verður komið í 9,3 prósent í lok október gangi spá Vinnumálastofnunar eftir. Það yrði jafn mikið atvinnuleysi og mest var snemma á árinu 2010. Heildaratvinnuleysið, að hlutabótaleiðinni meðtalinni, verður 10,2 prósent í lok október.
Kjarninn 25. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Telur rétt að skoða Félagsdómsmál ef Samtök atvinnulífsins segja upp lífskjarasamningnum
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins grípi til tæknilegra útúrsnúninga þegar þau segi forsendur lífskjarasamninga brostnar og telur rétt að skoða að vísa uppsögn samninga til Félagsdóms, ef af þeim verður.
Kjarninn 25. september 2020
45 ný smit – 369 greinst með COVID-19 á tíu dögum
Fjörutíu og fimm manns greindust með COVID-19 hér á landi í gær. Nýgengi innanlandssmita er nú komið yfir 100 á hverja 100 þúsund íbúa.
Kjarninn 25. september 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar