Auglýsing

Í jan­úar síð­ast­liðnum var aug­lýst til sölu stórt hús á rót­grónum stað mið­svæðis í Reykja­vík, Bræðra­borg­ar­stíg 1. Eig­andi þess vildi fá 195 millj­ónir króna fyrir hús­ið, sem var byggt 1906 og er alls um 452 fer­metr­ar. 

Í aug­lýs­ingu sem birt­ist á fast­eigna­vef eins stærsta vef­mið­ils lands­ins sagði að um íbúð­ar- og atvinnu­hús­næði sé að ræða. Það skipt­ist í eitt atvinnu­rými, dag­heim­ili, tvö íbúð­ar­rými og skrif­stofu. „Hús­næðið er í dag leigt út sem 18 her­bergi og ein tveggja her­bergja íbúð og er öll í útleigu. Tæki­færi fyrir fram­kvæmda aðila að þróa eign­ina áfram. Laus strax.“

Síð­degis á fimmtu­dag varð þetta hús elds­voða að bráð. Þrír íbúar lét­ust. Fjöldi fólks sem bar að horfði hjálp­ar­vana á það ger­ast. 

Alls eru 73 ein­stak­lingar skráðir til heim­ilis í hús­inu. Tugir bjuggu þar þegar eld­ur­inn braust út. Í næsta húsi, sem er í eigu sömu aðila, eru skráðir heim­il­is­menn 134. 

Spáð fyrir um fólk að steypa sér út um glugga

Allir hinna látnu voru erlendir rík­is­borg­arar sem komu lík­ast til hingað til lands til að vinna. Í leit að betra lífi og nýjum tæki­fær­um. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum innan úr verka­lýðs­hreyf­ing­unni hefur meðal ann­ars fólk sem flutt er til lands­ins á vegum þekktr­ar, og alræmdr­ar, starfs­manna­leigu hafst við í hús­inu á und­an­förnum árum. Eig­andi húss­ins er, sam­kvæmt Vísi, stór­tækur í útleigu á ólög­legu íbúð­ar­hús­næði þar sem erlendir rík­is­borg­arar án atvinnu­leyfis bjugg­u. 

Stundin fjall­aði um húsið sem brann í umfjöllun sem birt­ist síðla árs árið 2015. Þar var það meðal ann­ars kallað „óhæfur manna­bú­stað­ur­“. 

Í umfjöll­un­inni sagði síðan að í hús­inu væru „engar bruna­út­göngu­leiðir fyrir utan aðal­inn­gang­inn upp á aðra og þriðju hæð. Ef kvikn­aði í stiga­gang­inum yrði fólk að steypa sér gegnum glugg­ana af 2-3 hæð eða verða elds­mat­ur.“

Rætt var við bygg­inga­full­trúa Reykja­vík­ur, sem sagð­ist ætla að láta skoða hús­ið. 

Fjórum og hálfu ári síðar dóu þrjár af þeim mann­eskjum sem urðu inn­lyksa í alelda hús­inu og steyptu sér meðal ann­ars út um glugga þess. 

Auglýsing
Þótt grunur sé um að einn íbú­anna, maður á sjö­tugs­aldri, beri ábyrgð á því að hafa kveikt eld­inn þá blasir við að bruna­varnir voru enn í ólestri, það hafi legið fyrir árum saman og að yfir­völd hafi ekki gert neitt í því að koma í veg fyrir að eig­endur húss­ins gætu leigt út her­bergi til fólks þrátt fyrir þá stöðu.

Skópu góð­ærið en fyrst til að vera ýtt til hliðar

Síð­asta góð­æri á Íslandi, sem lauk nýver­ið, var knúið áfram af erlendu vinnu­afli. Hér fjölg­aði starf­andi fólki á íslenskum vinnu­mark­aði, aðal­lega í ferða­þjón­ustu og bygg­ing­ar­iðn­aði, um 32 þús­und frá árinu 2012 og fram á síð­asta ár. Á sama tíma fjölg­aði erlendum rík­is­borg­urum á Íslandi um 29.990 tals­ins. Þá eru ekki taldir með þeir sem koma hingað á vegum starfs­manna­leiga. 

Stærð­fræðin er til­tölu­lega ein­föld. Þessi mann­afls­freku, og oft lágt laun­uðu en erf­iðu, verka­manna- og þjón­ustu­störf í þessum lág­fram­leiðni­geirum voru að uppi­stöðu mönnuð með inn­fluttu vinnu­afli. 

Þegar í harð­bakk­ann slær er þessi hópur fyrstur til að vera ýtt til hlið­ar. Fjórir af hverjum tíu sem voru hefð­bundnir atvinn­u­­leit­endur í maí, þ.e. voru atvinn­u­­lausir að öllu leyti en ekki á hluta­bót­um, voru erlendir rík­­is­­borg­­ar­­ar. Alls voru 6.320 slíkir án atvinnu í síð­­asta mán­uði sem sam­svarar því að um 17,6 pró­­sent atvinn­u­­leysi er á meðal erlendra rík­­is­­borg­­ara sem búa á Íslandi. Til sam­an­­burðar var almennt atvinn­u­­leysi í heild sinni 7,4 pró­­sent í maí mán­uð­i. 

Gróði fram yfir mann­legra reisn

Fjöl­margar fréttir hafa verið flutt­ar, árum sam­an, af hörmu­legum aðbún­aði hjá hluta þessa fólki, sem kom til Íslands til að reyna að vinna og bæta sinn hag. Það er svikið um laun. Sumir fá eng­in. Það sem fólkið fær er svo oft dregið af þeim í okur­leigu fyrir óboð­legt hús­næði eða annan til­bú­inn kostn­að. Við vitum þetta og við vitum að það er hægt að koma í veg fyrir þessi níð­ings­verk. En stjórn­völd ákveða að for­gangs­raða ekki í þágu rétt­inda þessa fólks. Hags­munir þeirra sem græða á þeim eru látnir njóta for­gangs. 

Þolend­urnir eru í erf­iðri stöðu. Þeir tala oft ekki tungu­mál sem gagn­ast þeim til að leita réttar síns í íslenskum kerf­um, þekkja illa þann rétt sem þeir eiga og hræð­ast það að verða sendir úr landi ef upp á sam­skipti við vinnu­veit­anda slett­ist. Það er vart hægt að kalla þetta neitt annað en nútíma þræla­hald. En stjórn­völd ákveða að for­gangs­raða ekki í þágu rétt­inda þessa fólks. Hags­munir þeirra sem græða á þeim eru látnir njóta for­gangs. 

Auglýsing
Yfirvöld áætla að um fjögur þús­und manns búi í atvinnu­hús­næði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þá eru ótaldir hjall­arnir sem erlendu fólki er holað niður í og skil­greindir eru sem íbúð­ar­hús­næði. Eins og sá sem brann á fimmtu­dag. En stjórn­völd ákveða að for­gangs­raða ekki í þágu rétt­inda þessa fólks. Hags­munir þeirra sem græða á þeim eru látnir njóta for­gangs. 

Athugað hvort þeir séu þeir sem þeir segj­ast vera

Þrátt fyrir að kallað hafi verið eftir því árum saman að dóms­mála­ráðu­neytið geri aðgerð­á­ætlun gegn mansali, og að það ákall komi jafnt frá verka­lýðs­hreyf­ing­unni, lög­regl­unni, félags­mála­yf­ir­völdum og fleirum hag­að­il­um, þá hefur það ekki gerst. Algjöran póli­tískan vilja hefur skort til þess að móta nýja slíka áætl­un. Sú afstaða er bein­línis á skjön við alþjóða­sam­þykktir sem Ísland er aðili að. 

Þess í stað var meðal ann­ars lögð áhersla að koma í gagnið sér­hönn­uðum landamæra­eft­ir­lits­bíl sem notuð er til að fara á vinnu­staði og leita að starfs­fólki sem vinnur ólög­lega á Íslandi. Nýlega vakti athygli þegar yfir­lög­reglu­þjónn, sem kynnti virkni bíls­ins, sagði að lög­reglan væri að stöðva „bíla með Albönum eða Rúm­en­um. Þá athugum við hvort þeir séu þeir sem þeir segj­ast ver­a.“  

Þrátt fyrir að lofað hafi ver­ið, við gerð lífs­kjara­samn­ings­ins, að lög­festa aðgerðir gegn félags­legum und­ir­boðum og sekt­ar­á­kvæðum vegna kjara­samn­ings­brota þá bolar ekk­ert á þeim. Frum­varp gegn kenni­tölu­flakki, sem felur meðal ann­ars í sér atvinnu­rekstr­ar­banns­heim­ild, var fyrst lagt fram í maí 2020. Og er enn óaf­greitt á þingi.

Stjórn­völd ákveða ein­fald­lega að for­gangs­raða ekki í þágu rétt­inda þessa fólks. Hags­munir þeirra sem græða á þeim eru alltaf látnir njóta for­gangs. 

Smán­ar­blettur

Þetta er ekk­ert flók­ið. Á Íslandi er níðst á erlendu fólki. Það er komið fram við hluta þess eins og skepn­ur. Ástæðan sem liggur að baki þeirri hegðun er græðgi. Vilji til að auðg­ast með því að skapa mann­lega eymd. 

Á Íslandi ríkir þar af leið­andi kerf­is­lægur ras­ismi sem hefur þá birt­ing­ar­mynd að við sem sam­fé­lag tökum ekki á ömur­legri fram­komu og níð­ings­skap sem á sér stað í auðg­un­ar­skyni, vegna þess að þeir sem verða fyrir honum eru útlend­ing­ar. Níð­ing­arnir sleppa við alla refs­ingu. Og þeir vita að gjörðum þeirra fylgja engar alvar­legar afleið­ingar aðrar en mögu­lega pöntun á nýrri kenni­tölu og heila­brot um nýtt nafn á óhæfu­starf­sem­ina. 

Þessi staða er val. Það er póli­tískt val, og með­vituð for­gangs­röð­un, að eyða frekar tíma og afli í að elt­ast á sér­út­búnum bílum við ein­staka erlenda verka­menn sem eru mögu­lega vit­laust skráðir eða hafa ekki rétt leyfi, í stað þess að lög­festa almenni­lega umgjörð sem refsar þeim sem níð­ast á öðrum mann­fólki með man­sali eða annarri glæp­a­starf­sem­i. 

Þeir sem vald­efla níð­ing­anna, og gera þeim kleift að gera það sem þeir gera, eru oft fínir menn sem njóta virð­ingar í sam­fé­lag­inu. Þeir telja sig ekki ábyrga fyrir ömur­leg­heit­unum sem þeir valda þar sem að við­skipti þeirra eru við fólkið sem níð­ist á inn­flutta vinnu­afl­inu. Þolend­urnir verða með þeim hætti ekki lengur mennskir, heldur tölur í hag­kvæmri rekstr­ar­á­ætl­un. Þessir fínu menn taka ákvörðun um að líta undan og græða á gang­verk­inu. Í eigin huga að fullu und­an­þegnir ábyrgð­ar­keðj­unni.

Kerfið á Íslandi ræðst alltaf á litla mann­inn en lætur þann fína, sem sleikir út um, saddur og full­nægð­ur, vera. Þannig er til að mynda lítil vilji til að koma upp almenni­legu eft­ir­liti og rann­sókn­ar­getu gagn­vart fjár­magns­eig­endur sem mögu­lega stunda millj­arða króna skatta­snið­göngu og pen­inga­þvætti, en hart eft­ir­lit er með því að bóta­þegar með mán­að­ar­legar greiðslur undir öllum eðli­legum fram­færslu­við­miðum fái alveg örugg­lega ekki krónu meira en þau eiga rétt á. Veikar eft­ir­lits­stofn­anir með pen­inga­fólki, hörð eft­ir­fylgni gagn­vart launa­mann­inum eða bóta­þeg­anum er íslenska leið­in. 

Þessi nálgun end­ur­spegl­ast líka í afstöðu kerfa okkar gagn­vart erlendu vinnu­afli. Hún er for­kast­an­leg og smán­ar­blettur á íslenskri þjóð.

Og í fyrra­dag dóu þrír vegna henn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari