Hvað þýðir ásættanleg áhætta?

Auður Jónsdóttir rithöfundur veltir því fyrir sér hvað raunverulega sé átt við þegar talað er um ásættanlega áhættu, nú þegar ný staða er komin upp í baráttunni við kórónuveiruna.

Auglýsing

Þú mátt sitja til klukkan ell­efu á mat­sölu­stað, en ef þú ferð í strætó áttu að vera með grímu. Þú mátt fara í rækt­ina þar sem sviti þyrl­ast af fólki að ham­ast á tækjum en um leið áttu að halda tveggja metra fjar­lægð við aðrar mann­eskj­ur. Und­an­farið hefur manni helst skilist á yfir­völdum að ferða­menn smiti ekki aðra af þess­ari dul­ar­fullu veiru, en þó aðeins ferða­menn frá sumum lönd­um, því ein­hverjir telj­ast vera frá óör­ugg­ari lönd­um. Samt ekki ferða­menn frá til dæmis Þýska­landi, fjöl­mennri umferð­aræð í miðri Evr­ópu, en Þýska­land telst víst öruggt land, í augna­blik­inu.



Ofan­verð upp­taln­ing er hluti af þeim mis­vísandi skila­boðum sem ég reyni að átta mig á þessa dag­ana. Svo var það í vik­unni að ég las frétt um að fjöl­miðlar í Sví­þjóð sættu nú gagn­rýni fyrir að hafa ekki staðið undir hlut­verki sínu og verið nógu gagn­rýnir þegar hin svo­kall­aða sænska leið var farin í Sví­þjóð. 

Auglýsing



Svo maður spyr sig: Eru íslenskir fjöl­miðlar nógu gagn­rýn­ir?



Eða, getur verið að það loði við fjöl­miðla að vilja sýna sam­stöðu í aðstæð­um, sem eru okkur öllum fram­andi, með því að valda ekki óróa með of ögrandi spurn­ingum eða dýpri grein­ing­um? Ég veit það ekki, en ég veit þó að mér finnst vanta tölu­vert upp á að verið sé að greina nóg af við­miðum og vend­ingum sem við virð­umst nú knúin til að beygja okkur hratt und­ir. Ég rabb­aði um þetta við einn vin minn, sem er hægri sinn­aður hag­fræð­ingur en velkt­ist samt í sömu vanga­veltum og ég eftir að hafa heyrt talað um ásætt­an­lega áhættu, eftir að ný staða kom upp í vik­unni.



Hvað eiga ráða­menn við með því þegar talað er um ásætt­an­lega áhættu? veltum við fyrir okk­ur.  



Hættu­lega raun­veru­legur fárán­leiki

Þegar ég var rúm­lega tví­tug var þessi vinur að skrifa rit­gerð í hag­fræði­námi sínu og bað mig um að lesa hana yfir. Eftir lest­ur­inn við­ur­kenndi ég að hafa ekki skilið neitt í henni en samt fund­ist rök­leiðslan sann­fær­andi; frekar skrýtið að lesa eitt­hvað óskilj­an­legt en láta samt sann­fær­ast.



Þá sagði hann: Þú þarft ekki að skilja neitt. Þetta þarf bara að vera á vatns­heldri íslensku.



Mig rámar í að megnið af þess­ari rit­gerð hafi hljó­mað á þessa leið: Ef BXY leiðir til ÖVI með hlið­sjón af áður­nefndum afleiðum er rök­studd CCQA næsta breyta ...  Ég man ekk­ert hvað stóð þarna og ég hef aldrei til­einkað mér hag­fræði­legt tungu­tak, ég er að bulla, en þyk­ist þó muna að svona hafi rit­gerðin komið mér fyrir sjón­ir.



En þegar vin­ur­inn var að velta hug­tak­inu ásætt­an­leg áhætta fyrir sér, þá varð mér hugsað til gömlu rit­gerð­ar­innar hans, óskilj­an­legu rök­vís­innar í henni, og um leið hugs­aði ég um Daniil Kharms, hinn rúss­neska skálda­meist­ara fárán­leik­ans, sem kunni svo vel að leika með essens­inn í því óskilj­an­lega og er sagður hafa búið yfir full­komnu virð­ing­ar­leysi fyrir við­teknum hug­mynd­um; fárán­leik­inn var þó svo sannur í Sov­ét­ríkj­unum á þeim tíma að hann dó úr hungri á spít­ala í Lenín­grad, þar sem hann var fangi – en nýverið kom út á íslensku örsögu­verk hans Gamlar konur detta út um glugga. 



Í spjalli okkar spurði vin­ur­inn: Er ein­hver búinn að greina hvað felst í ásætt­an­legri áhættu? Var búið að afmarka merk­ing­una fyrir aðgerð­irn­ar? Er til sund­ur­liðað plagg þar sem er farið í hvað felst í óásætt­an­legri áhættu ann­ars vegar og hins vegar ásætt­an­legri áhættu? Eru fjöl­miðlar til dæmis búnir að greina hvaða áhætta felst í versta falli – og í besta falli – við þá ákvörðun að standa að hlut­unum eins og er núna gert, og hafa landið opið á þann hátt sem það hefur ver­ið. Er ein­hver staðar búið að fara í saumana á því hversu háan fórn­ar­kostnað sam­fé­lagið er til­búið að greiða og hvers eðlis hann á að vera, umfram ann­að?



Gamlar konur detta út um glugga, var ég næstum því búin að svara, í ábúð­ar­fullum tón. Og ef hann hefði hváð hefði ég getað sagt: BXY er ÖVI og þá veistu það! Eða bara: Eigum við að detta í það á góðum ressa og fara síðan með grímur í strætó heim? Og ég gæti síðan farið í sleik við túrista því hann smitar ekki ef hann kemur frá Þýska­landi!



Ég hefði líka getað sagt honum frá leik­list­ar­há­tíð í Berlín sem ég fór á snemma árs 2010 í leik­hús­inu Schaubühne en hátíðin var til­einkuð upp­lausn kerfa á þann hátt að öll verkin fjöll­uðu um kerfi í upp­lausn á einn eða annan hátt. Þetta var alþjóð­leg hátíð, haldin í kjöl­far upp­lausnar fjár­mála­heims­ins stuttu áður, og á rúmri viku horfði ég á að með­al­tali tvö til þrjú leik­rit á dag bundin þessu þema. Gegnum gang­andi, í ann­ars ólíku verk­um, var að orðin glutr­uðu niður inni­haldi sínu. Frasar urðu merk­ing­ar­laus­ir. Fólk not­aði orð sem það var hætt að skilja. Alvar­leg orð urðu hlægi­leg og öfugt. Orð sem eng­inn skildi urðu að við­teknum sann­leika – sem rugl­aði alla.



Stund­um, nefni­lega, þýða orð ekki neitt. Og stundum virð­ast þau standa fyrir meira en þau gera í raun og veru.



Hvað felst í orð­unum ásætt­an­leg áhætta?



Túristar á Tinder

Er ásætt­an­leg áhætta til dæmis móðir sem deyr frá barni af því að hún var með und­ir­liggj­andi sjúk­dóm? Er ásætt­an­leg áhætta að sjoppu­eig­andi verði gjald­þrota því að umferðin féll niður á hring­veg­in­um? Er ásætt­an­leg áhætta að kvik­mynda­tök­ur, sem kosta hund­ruð millj­óna, fari í vaskinn af því að allt í einu verður að hætta tök­um? Er ásætt­an­leg áhætta að menn­ing­ar- og tón­list­ar­há­tíðir sem hafa verið í bígerð mán­uðum saman falli allt í einu nið­ur? Er ásætt­an­leg áhætta að fólk sem var orðið heilsu­tæpt í vor út af inni­lokun þurfi nú að loka sig aftur inni – hvað segja lýð­heils­u­rann­sóknir um það? Er ásætt­an­leg áhætta að stórir vinnu­staðir eins og leik­húsin þurfi að vera lok­að­ir? Er ásætt­an­leg áhætta að að fríl­ans­ar­ar, lista­menn og frum­kvöðlar í sam­fé­lag­inu geti ekki haft nein við­mið að leið­ar­ljósi í frum- og atvinnu­sköpun sinni – og öflun lífs­við­ur­væris – ef það á að opna og loka öllu á víxl? Er ásætt­an­legt að stór hluti af þjón­ustu­störfum glutrist nið­ur? Og, er vit í að telja að tugir þús­unda ferða­manna vegi efna­hags­lega á móti sam­fé­lags­legri lömun sem verður þegar þarf að loka öllu?



Ég veit það ekki en um leið held ég að tím­arnir séu þannig að við þurfum öll að hugsa gagn­rýnið um leið og við stöndum sam­an. Við þurfum að skilja inni­hald orð­anna sem eru not­uð, til að geta greint og borið saman mögu­leika í for­dæma­lausum aðstæð­um. Því ráða­menn eru líka í for­dæma­lausum aðstæð­um.



Hvað er ger­legt?

Ráða­menn, eins ágætir og þeir kunna að vera, eru líka bara mennskir; sumir hverjir atvinnupóli­tíkusar sem hafa aldrei reynt á eigin skinni hvað það er að vera fríl­ans­ari í harki eða reka eigið fyr­ir­tæki í áhættu­sömum aðstæð­um. Eitt er að setja óhemju háa upp­hæð í að laða sem flesta ferða­menn til lands­ins, til að hand­keyra ferða­þjón­ust­una sem hag­fræði­vinur minn taldi hafa verið um 8% af þjóð­ar­fram­leiðsl­unni, en ekki má gleyma að sköp­un­ar­mátt­ur­inn hér inn­an­lands, í alls­konar ólíkum grein­um, fyr­ir­tækjum og fram­kvæmd­um, er fjöregg­ið.



Raunar hafa Íslend­ing­arn­ir, sem flæða á milli landa, helst smit­að, þó að nú sé búið að rekja veiruna til a.m.k. eins ferða­manns. En það að halda því fram að ferða­menn smiti ekki hljómar eins og öfugur ras­ismi. Því ekki eru ferða­menn úr öðru efni en við, fyrir nú utan að skimun dugir ekki alltaf til. Ferða­menn sofa hjá Íslend­ingum (já, sumir eru á Tind­er), þeir borða með Íslend­ing­um, þeir gera líka það sem við gerum – alla­vega geri ég það í útlönd­um.



Samt er þetta ekki spurn­ing um að opna ekki landið – að loka því alfarið er líka ófýsi­legur val­kostur – heldur hvernig er staðið að því og þar vand­ast mál­in. Á að skima alla eða og þá hversu oft, eða setja fleiri eða alla í sótt­kví? Hvað er ger­legt og hversu lengi?



En þegar maður heyrir hluti eins og að það þurfi ekki að tékka á fólki frá Þýska­landi eða fra­s­ann um að ferða­maður smiti ekki, þá líður manni svo­lítið eins og Daniil Kharms, svo það reyn­ist strembið að halda í virð­ing­una fyrir við­teknum hug­mynd­um. 



Nýi Gleði­bank­inn

Í fyrri bylgju COVID-19 á Íslandi hjálp­aði sam­staðan í sam­fé­lag­inu; kunn­ug­leg Júró­visjón-­stemn­ing sveif yfir vötn­um, við sungum öll með Helga Björns og héldum okkur heima, nema þessi í heimapar­tí­unum sem löggan setti met í að stöðva ein­hverja helg­ina stuttu eftir að neyð­ar­á­stand var skollið á. Þrí­eykið varð nýi Gleði­bank­inn og Kári Stef­áns­son var allt í einu orð­inn eins og ein af sögu­hetj­unum í Harry Potter sem var stöðug ávítt fyrir að standa ekki nógu mikið með góðu öfl­unum um leið og hún fórn­aði sér fyrir þau. Í stað­inn fyrir að fylgj­ast með Daða lenda kannski í öðru sæti í Júró­visjón fylgd­umst við með þremur hetjum og einni and­hetju sigr­ast á lífs­hættu­legri veiru, um stund­ar­sakir, og fannst við öll eiga okkar þátt í því, þessu meinta íslenska afreki – eins og var farið að lýsa af því.



Þessar for­dæma­lausu aðstæð­ur, eins og þær hafa verið kall­að­ar, hafa jú skollið svo skyndi­lega á að við erum dæmd til að gera mis­tök. Bara orðið for­dæma­laust segir okkur að það er sama hversu sér­frótt og klárt fólk er, þá hefur ekk­ert okkar verið áður í aðstöðu sem þess­ari. Og í for­dæma­lausu ástandi þurfum við sem aldrei fyrr á djúpum grein­ingum fjöl­miðla að halda, hlut­verk þeirra er bæði að halda okkur upp­lýstum svo við getum farið eftir fyr­ir­mælum yfir­valda, en um leið nógu upp­lýstum til að efast ef orðin fá skringi­legan hljóm. Við verðum að þora að gagn­rýna og spyrja ágengra spurn­inga, jafn­vel þó að við tökum séns­inn á að hljóma heimsku­leg eða tauga­veikluð. Ég hlýði Víði þegar ég segi þetta því í við­tali nýverið sagði hann: „Þessi umræða þarf að vera í gangi. Ég hef oft sagt það í þessu ferli að það hættu­leg­asta sem getur gerst fyrir okkur í svona krísu­stjórnun er að allir verða bara sam­mála okk­ur. Að við förum að spila ein­hvern leik án þess að nokkur spyrji okkur spurn­inga. Það væri mjög vont.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit