Lokun álversins í Tiwai Point og veikleikar stóru íslensku orkufyrirtækjanna

Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur í orkumálum, skrifar um þau vandræði sem upp geta komið í löndum þar sem orkan er strönduð og notendahópurinn er einhæfur.

Auglýsing

Námu- og álris­inn Rio Tinto hefur sagt upp raf­orku­samn­ingi sínum á Nýja Sjá­landi og til­kynnt að álver­inu þar á Tiwai Point verði lokað á kom­andi ári (2021). Einnig hefur fyr­ir­tækið sagst þurfa taf­ar­lausa lækkun á raf­orku­verð­inu á Íslandi og muni ella íhuga lokun álvers­ins í Straums­vík. Sá óvænti mögu­leiki er því fyrir hendi að Rio Tinto loki brátt tveimur þraut­reyndum vatns­aflsknúnum álver­um. Í þess­ari grein er sjónum einkum beint að álveri fyr­ir­tæk­is­ins á Nýja Sjá­landi, auk þess sem vikið er að mögu­legri lokun Rio Tinto í Straums­vík. 

Þetta mál er til þess fallið að minna okkur á þau vand­ræði sem upp geta komið á í löndum þar sem orkan er strönduð og not­enda­hóp­ur­inn ein­hæf­ur. Þar er Ísland því miður í mun við­kvæm­ari stöðu en Nýja Sjá­land. Það skapar vissa veik­leika fyrir stóru orku­fyr­ir­tækin hér sem eru afar háð raf­orku­sölu til álver­anna þriggja.

Offram­leiðsla af áli orðið við­var­andi ástand

Bresk-ástr­alska námu- og álfyr­ir­tækið Rio Tinto er einn af stærstu álf­ram­leið­endum heims­ins og er í dag lík­lega í 4.-5. sæti ásamt rúss­neska Rusal, á eftir þremur mjög stórum kín­verskum álfyr­ir­tækj­um. Meðal ann­arra stórra álf­ram­leið­enda eru mörg kín­versk fyr­ir­tæki, banda­ríska Alcoa, Norsk Hydro og álf­ram­leið­endur í Persaflóa­ríkj­un­um. Mest af álf­ram­leiðslu Rio Tinto fer fram í Ástr­alíu og í Kanada. Einnig er fyr­ir­tækið með sitt hvort álverið á Nýja Sjá­landi og á Ísland­i. 

Und­an­farin ár hefur offram­leiðsla af áli í Kína þrengt að hagn­að­ar­mögu­leikum vest­rænna álvera. Í Kína er ódýrt vinnu­afl, mik­ill aðgangur að kola­orku og marg­vís­leg aðstoð hins opin­bera óspart nýtt til að knýja sífellt meiri álf­ram­leiðslu og kín­verski furðukap­ít­al­ism­inn lætur offram­leiðslu lítt á sig fá. Svo virð­ist sem Rio Tinto sjái nú sæng sína útbreidda og sé reiðu­búið að loka flestum álverum sínum utan Kana­da, nema fyr­ir­tækið nái að bæta rekstr­ar­skil­yrðin veru­lega á hverjum stað með lækkun raf­orku­verðs, sem er risa­stór kostn­að­ar­liður í álbræðslu. 

Auglýsing
Þarna virð­ast tvö álver fyr­ir­tæk­is­ins, ann­ars vegar á Nýja Sjá­landi og hins vegar á Íslandi, nú vera lík­leg­ust til að verða lokað fyrst. Einnig hefur Rio Tinto viðrað hug­myndir um lokun álvera sinna í Ástr­alíu. Þetta er ekki alveg óvænt því ástandið núna end­ur­speglar offram­leiðsl­una í Kína sem vel að merkja var varað við fyrir nokkrum árum síðan. Það er athygl­is­vert að bæði umrædd álver sem eru efst á lok­un­ar­lista Rio Tinto ganga fyrir vatns­afli, meðan fyr­ir­tækið er enn að reka nokkur álver knúin kola­orku. Því miður hefur raun­veru­leiki alþjóð­legra stór­fyr­ir­tækja lítið með umhverf­is­vernd eða lofts­lags­mál að ger­a. 

Álver á vatns­aflsút­kjálkum heims­ins

Syðst í strjál­býl­inu á Suð­ur­eyju Nýja Sjá­lands, þar sem heitir Tiwai Point, liggur eina álverið í því fal­lega landi. Fram­leiðslu­getu þess svipar til álvers Alcoa á Reyð­ar­firði og Tiwai Point notar ámóta mikið af raf­orku eins og fram­leidd er í Kára­hnjúka­virkjun (Fljóts­dals­stöð). Tiwai Point er sem sagt nokkuð stórt álver; þó ekki jafn stórt eins og sum nýj­ustu álverin við Persafló­ann en mun stærra en t.a.m. álver Rio Tinto í Straums­vík (ISAL). 

Rétt eins og í Straums­vík er það álris­inn Rio Tinto sem starf­rækir álverið í Tiwai Point. Í júlí sem leið (2020) til­kynnti Rio Tinto áætlun um að álverið í Tiwai Point loki á næsta ári (2021). Jafn­framt sagði álverið upp raf­orku­samn­ingi sínum við ný-­sjá­lenska rík­is­orku­fyr­ir­tækið Mer­i­dian Energy (eins árs upp­sagn­ar­frest­ur). Þar með stefnir í að hálfrar aldar gömul gríð­ar­stór vatns­afls­virkjun Mer­i­dian verði í bili nán­ast gagns­laus, en þangað sækir álverið hátt í 600 MW af vatns­afli. Virkj­unin sú kall­ast Mana­po­uri og vegna tak­mark­ana í flutn­ings­kerf­inu þarna syðra yrði ekki unnt að koma raf­magn­inu til nýrra fjar­læg­ari kaup­enda nema með veru­legri upp­bygg­ingu í flutn­ings­kerfi Nýja Sjá­lands. Það myndi taka ein­hver ár.

Auglýsing
Álverið á Tiwai Point reis á svip­uðum tíma og álver Alusu­isse í Straums­vík, þ.e.a.s. fyrir um hálfri öld. Hag­stæðir stór­skipa­flutn­ingar voru komnir til sög­unnar og álfyr­ir­tæki leit­uðu stað­setn­inga á svæðum sem buðu upp á mjög ódýrt og öruggt vatns­afl, góða hafn­ar­að­stöðu og hag­stætt skattaum­hverfi. Á þeim tíma má eflaust segja að bæði Ísland og Nýja Sjá­land hafi þótt útkjálk­ar. En þar var sem sagt orðið mjög áhuga­vert að nýta vatns­aflið til að fram­leiða ál og fá hag­kvæma skatta­samn­inga við stjórn­völd. 

Ísland hefur veðjað miklu meira á áliðnað en Nýja Sjá­land

Ýmis eig­enda­skipti hafa í gegnum tíð­ina orðið að báðum þessum álverum, en þau hafa um skeið bæði verið rekin af Rio Tin­to, sem eins og áður sagði er annar af tveimur stærstu álf­ram­leið­end­unum utan Kína. Reyndar er Tiwai Point álverið ekki alfarið í eigu Rio Tin­to, því jap­anska við­skipta­sam­steypan Sumitomo er þar minni­hluta­eig­andi og lengi vel fór mest af álf­ram­leiðslu Tiwai Point einmitt til Jap­an. 

Mer­i­dian Energy, eig­andi Mana­po­uri-­virkj­un­ar­inn­ar, er eins konar Lands­virkjun þeirra Ný-­Sjá­lend­inga. Þó svo íbúa­fjöld­inn á Nýja Sjá­landi sé um fjórt­án­faldur sá sem er á Íslandi er raf­orku­fram­leiðsla á Nýja Sjá­landi ein­ungis um tvö­falt það sem er hér­lend­is. Stór­iðja notar jú miklu meira af raf­orku á Íslandi en á Nýja Sjá­landi. Enda er Ísland stærsti raf­magns­fram­leið­andi í heimi miðað við stærð þjóða (per capita) og ekk­ert land hefur hlut­falls­lega veðjað jafn mikið á raf­orku­sölu til álvera eins og Ísland. Engu að síður yrði veru­legur sam­dráttur í raf­orku­notkun á Nýja Sjá­landi ef Tiwai Point hættir starf­semi og lok­unin myndi valda orku­fyr­ir­tæk­inu Mer­i­dian umtals­verðu tekju­tapi tíma­bund­ið, meðan ekki er búið að styrkja raf­orku­flutn­ings­kerfið frá virkj­un­inni yfir til þétt­býlli svæða norðar í land­inu. Það er nú þegar í und­ir­bún­ing­i. 

Hags­munir Mer­i­dian af Tiwai Point eru veru­legir en við­ráð­an­legir

Álverið í Tiwai Point er stærsti ein­staki raf­orku­kaup­and­inn á Nýja Sjá­landi. Álverið notar um þriðj­ung allrar raf­orku sem nú er notuð á suð­ur­eyju Nýja Sjá­lands og raf­orku­notkun álvers­ins nemur um 12-13% af allri raf­orku­notkun á Nýja Sjá­landi. Og af allri raf­orku sem Mer­i­dian Energy fram­leiðir notar álverið í Tiwai Point um 40%! Það yrði Mer­i­dian Energy því aug­ljós­lega áfall ef/ þegar álverið lok­ar. En þó svo álverið í Tiwai Point sé nokkuð stórt notar áliðn­að­ur­inn á Íslandi miklu meiri raf­orku en sá á Nýja Sjá­landi og hlut­fall álvera í heild­ar­notkun raf­orku er miklu hærra á Íslandi en á Nýja Sjá­landi. Fyrir Ísland yrði lokun álvers því miklu stærra efna­hags­legt áfall en fyrir Nýja Sjá­land.

Rétt er að hafa í huga að hlut­fall álvers­ins á Tiwai Point í tekjum Mer­i­dian er mun lægra en umrædd 40% af seldu raf­orku­magni því verðið a raf­orkunni til álvers­ins er miklu lægra en raf­orku­verð almennt er í heild­sölu á Nýja Sjá­landi. Einnig skiptir máli að Mer­i­dian getur vænst þess að ein­ungis séu fáein ár í að búið verði að styrkja flutn­ings­kerfið svo að raf­orkan frá virkj­un­inni kom­ist á vel greið­andi markað norðar í land­inu. Og loki álverið á Tiwai Point mun eflaust hægja á áformum um bygg­ingu nýrra virkj­ana á Nýja Sjá­landi um hríð. Þrátt fyrir tíma­bund­inn skell yrði það sem sagt varla stór­kost­legt áhyggju­efni fyrir Mer­i­dian að selja ork­una frá Mana­po­uri. M.ö.o. þá eru hags­munir Mer­i­dian af Tiwai Point veru­legir en við­ráð­an­leg­ir. 

Efna­hags­leg áhrif Straums­víkur fyrir Ísland eru hlut­falls­lega tölu­vert meiri

Til sam­an­burðar má hafa í huga að álverið í Straums­vík notar um 15% af allri raf­orku á Íslandi, Straums­vík notar um 20% af allri raf­orku­fram­leiðslu Lands­virkj­unar og álverið skilar Lands­virkjun um 25% af tekjum orku­fyr­ir­tæk­is­ins. Þetta er geysi­lega hátt hlut­fall, enda er álverið í Straums­vík mik­il­væg­asti ein­staki við­skipta­vinur Lands­virkj­unar. Auk þess skipta tekjur af raf­orku­flutn­ingnum miklu fyrir Lands­net. 

Í þessu sam­hengi má telja næsta víst að nei­kvæð tekju­á­hrif lok­unar álvers­ins í Straums­vík yrðu miklu þyngri fyrir Lands­virkjun en lokun Tiwai Point yrði fyrir Mer­i­di­an. Einnig yrðu áhrifin slæm fyrir Lands­net. Þarna eru því miklir fjár­hags­legir hags­munir í húfi fyrir eig­anda Lands­virkj­unar og stærsta eig­anda Lands­nets, þ.e.a.s. íslenska rík­ið. Þarna reynir svo auð­vitað líka á ýmsa aðra mæli­kvarða eins og töpuð störf (bein og afleidd) og tap­aðar gjald­eyr­is­tekj­ur. Bæði raf­orkan og orku­flutn­ing­ur­inn er verð­lagður í Banda­ríkja­dölum (US­D). 

Auglýsing
Ef umrædd tvo álver loka verða töpuð störf hér á landi hlut­falls­lega miklu fleiri en á Nýja Sjá­landi. Lands­virkjun er því sann­ar­lega ekki í öfunds­verðri stöðu nú þegar Rio Tinto hótar lokun álvers­ins í Straums­vík. En um leið skal minnt á að raf­orku­samn­ingur álvers­ins og Lands­virkj­unar gildir til 2036. Það verður ekki ódýrt fyrir Rio Tinto að ganga frá þeim samn­ingi. En hvort þetta styrkir samn­ings­stöðu orku­fyr­ir­tæk­is­ins nógu mikið til að ekk­ert verði af lokun í Straums­vík er óvíst. 

Alkunnar hót­un­ar­að­ferðir Rio Tinto

Tiwai Point liggur í nágrenni smá­bæj­ar­ins Bluff. Hvort bæj­ar­nafnið sé borið fram sem „blöff“ skal ósagt lát­ið. Þarna á suð­ur­eyju Nýja Sjá­lands er geysi­leg nátt­úru­feg­urð og það er grein­ar­höf­undi minn­is­stætt þegar hann ferð­að­ist um eyj­una fyrir all mörgum árum og ók þá m.a. með­fram fögrum fjalla­vötnum sem þarna liggja og gegna sum hver hlut­verki uppi­stöðu­lóna fyrir Mana­po­uri virkj­un­ina. 

Þegar Mana­po­uri-­virkj­unin reis fyrir álverið á Tiwai Point olli það veru­legri hækkun vatns­borðs Mana­po­uri-vatns og auk­inni yfir­borðs­sveiflu, sem hafði ýmis nei­kvæð áhrif á umhverfi og líf­ríki. And­staða umhverf­is­vernd­ar­fólks varð svo til þess að síð­ari áform um stækkun virkj­un­ar­innar og álvers­ins gengu ekki eft­ir. Sem fyrr segir er Tiwai Point engu síður nokkuð stórt álver og að ýmsu leyti sam­keppn­is­hæft, þ.e. með bæri­lega stærð­ar­hag­kvæmni og er knúið 100% með kolefn­is­lausri end­ur­nýj­an­legri raf­orku. En allt snýst þetta um raf­ork­una og fram­tíð­ar­hagnað og nú lítur út fyrir að álver­inu verði lokað á næsta ári. Af því Rio Tinto fær ekki umbeðna verð­lækkun á raf­magni og orku­flutn­ingi og að óbreyttu álítur álfyr­ir­tækið að arð­semi af álver­inu verði of lítil til að rétt­læta áfram­hald­andi rekstur þess. 

Það er reyndar ekk­ert nýtt að Rio Tinto hóti að loka Tiwai Point ef ekki fáist betri kjör á raf­magn­inu og það með dágóðum árangri. Hót­un­ar­að­ferðir Rio Tinto eru alkunn­ar. Bæði 2013 og 2015 var álver­inu veittur sér­stakur rík­is­stuðn­ingur til að tryggja áfram­hald­andi rekstur þess. En nú telja Mer­i­dian og stjórn­völd á Nýja Sjá­landi að ekki sé lengur unnt að ganga að sífellt nýjum kröfum Rio Tinto. Og eins og áður sagði var svar Rio Tinto að segja upp raf­orku­samn­ingnum og lýsa því yfir að álver­inu verði lokað á næsta ári. 

Ekki er enn alveg víst að Tiwai Point loki

Hvort af lokun Tiwai Point verður á næsta ári á eftir að koma í ljós. Rio Tinto stillir mál­inu svo upp að Tiwai Pont sé álver sem ekki á séns á að skila við­un­andi arði á kom­andi árum nema fá betri raf­orku­kjör. Senni­lega er þó enn eitt sam­komu­lag til ca. 2-3ja ára ekki alveg úti­lokað, því enn er ár í til­kynntan lok­un­ar­tíma. Ef og þegar álverið lokar er svo senni­legt að upp rísi ágrein­ingur og jafn­vel mála­ferli um hver eigi að bera kostnað af hreinsun svæð­is­ins. Og jafn­vel þó svo sam­komu­lag næð­ist óvænt um áfram­hald­andi rekstur álvers­ins yrði slíkt sam­komu­lag vænt­an­lega ein­ungis til skamms tíma og rekst­ur­inn því áfram í sífelldri óvissu. 

Strönduð orka

Bæði í til­viki Tiwai Point og Straums­víkur er raf­orkan mjög stað­bundin og ekki er með ein­földum hætti hægt að finna annan kaup­anda að svo miklu magni af raf­magni. M.ö.o. þá er orkan strönduð. Slíkt er almennt til þess fallið að veikja samn­ings­stöðu við­kom­andi raf­orku­fyr­ir­tæk­is, en um leið má segja að við­kom­andi álver á heldur engan annan mögu­leika á að útvega sér raf­orku. Lang­tíma­samn­ingur getur því verið góður gagn­kvæmur kostur fyrir raf­orku­fyr­ir­tækið og álfyr­ir­tæk­ið. 

Auglýsing
Í til­viki álvera þar sem fjár­fest­ingin hefur að miklu leyti verið greidd upp getur skamm­tíma­samn­ingur þó verið æski­legur fyrir álfyr­ir­tæk­ið, því það gefur betra færi á að beita sífelldum hót­unum um lokun í því skyni að halda raf­orku­verð­inu niðri. Rétt eins og reynslan á Nýja Sjá­landi sýn­ir, þar sem rýmri upp­sagn­ar­á­kvæði hafa leitt til þess að Mer­i­dian Energy og stærsti eig­andi þess (rík­is­sjóður Nýja-­Sjá­lands) hafa ítrekað þurft að takast á við hót­anir Rio Tinto um að álver­inu á Tiwai Point verði lokað ef álverið fái ekki betri kjör. 

Orku­mark­að­ur­inn á Nýja Sjá­landi mun taka við Tiwai Point

Nú hefur Rio Tinto sem sagt virkjað áætlun um að draga úr fram­leiðsl­unni í álver­inu Tiwai Point í und­ir­bún­ingi þess að loka álver­inu á næsta ári. Því er Lands­net þeirra á Nýja Sjá­landi að meta hvaða upp­bygg­ing sé nauð­syn­leg í flutn­ings­kerf­inu til að unnt verði að nýta gríð­ar­stóra Mana­po­uri-vatns­afls­virkj­un­ina þarna á suð­ur­odda lands­ins og koma raf­orkunni á stærri mark­að, sem einkum er á norð­ur­eyj­unn­i. 

Eins og áður sagði myndi lokun Tiwai Point þýða tölu­vert tekju­högg fyrir Mer­i­dian Energy til skemmri tíma litið og áhyggjur fjár­festa þar að lút­andi má að ein­hverju leyti nú þegar sjá í þróun hluta­bréfa­verðs Mer­i­dian. Til aðeins lengri tíma litið má þó telja lík­legt að Mer­i­dian muni koma megn­inu af raf­orkunni frá Mana­po­uri-­virkj­un­inni á markað norðar í land­inu. Fyrir fólkið sem býr í Bluff yrði lok­unin aftur á móti mikið áfall. Þess má geta að íbúar álvers­bæj­ar­ins Bluff eru ámóta margir eins og búa á Eski­firði og Reyð­ar­firði til sam­ans. Um leið eru líka vert að hafa í huga  að Lands­virkjun er miklu háð­ari sölu til álvera en Mer­i­di­an, enda starfar íslenska orku­fyr­ir­tækið á miklu fábrotn­ari mark­að­i. 

Rio Tinto er sagt vilja verð­lækkun sem nemur um 20-30%

Fróð­legt væri að vita hvað Rio Tinto telur ásætt­an­legt raf­orku­verð fyrir öruggt vatns­afl og þar með kolefn­is­lausa græna orku, sbr. bæði Tiwai Point og Straums­vík. Þeir sér­fræð­ingar á Nýja Sjá­landi sem grein­ar­höf­undur hefur fengið upp­lýs­ingvar frá álíta að Rio Tinto fari fram á allt að 30% lækkun á raf­orku­verð­inu til Tiwai Point og myndi mögu­lega sætta sig við um 20% lækk­un. Þetta eru vel að merkja upp­lýs­ingar sem Rio Tinto hefur auð­vitað ekki stað­fest og kunna því að vera veru­lega óná­kvæm­ar. En sé þetta yfir­fært yfir á Ísland má ímynda sér að Rio Tinto vilji að raf­orku­verðið til ISAL í Straums­vík (ásamt flutn­ingi) fari úr núver­andi rúm­lega 35 USD/MWst í upp­hæð á bil­inu ca. 25-30 USD/MWst. Grein­ar­höf­undur hefur þó vel að merkja engar upp­lýs­ingar um hverjar kröfur Rio Tinto eru gagn­vart Lands­virkj­un.

Slíkt verð, að frá­dregnum flutn­ings­kostn­aði, væri vafa­lítið nokkuð langt undir útreikn­uðu kostn­að­ar­verði Lands­virkj­un­ar. Að fara niður fyrir slíkt kostn­að­ar­verð væri senni­lega and­stætt lögum og af þeirri ástæðu einni er vand­séð að Lands­virkjun geti orðið við óskum Rio Tinto. Rík­is­fyr­ir­tækið má ekki nið­ur­greiða raf­ork­una í skiln­ingi lög­gjafar um sam­keppni og eðli­lega við­skipta­hætti. Einnig skiptir máli að það að fall­ast á ósk Rio Tinto gæti til fram­tíðar stór­skaðað samn­ings­stöðu Lands­virkj­unar gagn­vart annarri stór­iðju. Þar með er þó ekki úti­lokað að Lands­virkjun og Rio Tinto semji um ein­hverja breyt­ingu á skil­málum eða reikni­reglum raf­orku­verðs­ins, en þá varla nema með hóg­værri og ein­ungis tíma­bund­inni verð­lækkun og að auki með ákvæðum um ávinn­ing Lands­virkj­unar ef og þegar álverð hækk­ar. 

Rio Tinto lokar vatns­aflsál­verum en heldur í kolaknúin álver!

Þó svo nú líti út fyrir að við­ræðum á Nýja Sjá­landi sé end­an­lega lokið er enn ekki orðið af lokun Tiwai Point og því ennþá mögu­leiki á að Rio Tinto breyti afstöðu sinni þar. Það mun þó varla ger­ast nema álverð taki bráð­lega og óvænt að hækka umtals­vert eða að stjórn­völd á Nýja Sjá­landi breyti afstöðu sinni og sam­þykki enn einn styrk­inn til álfyr­ir­tæk­is­ins. 

Einnig í Straums­vík hefur Rio Tinto viðrað mögu­leik­ann á lok­un. Grein­ar­höf­undur telur þó lík­leg­ast að álverið í Straums­vík verði rekið hér áfram lengi enn. Þarna er þó ekk­ert víst, enda ræðst samn­ings­staða Lands­virkj­unar svo til alfarið af því hversu miklar fjár­skuld­bind­ingar upp­sagn­ar­á­kvæði raf­orku­samn­ings­ins leggja á Rio Tinto. Kannski verður báðum álver­unum lok­að; bæði í Straums­vík og í Tiwai Point. Kannski hvor­ugu. Kannski öðru og það er senni­lega lík­leg­asta nið­ur­stað­an. 

Auglýsing
Hvernig sem fer þá jaðrar það við sturlun að þau tvö álver sem Rio Tinto seg­ist nú íhuga alvar­lega að loka ganga bæði fyrir kolefn­is­lausri grænni orku. Einnig má hafa í huga að álverið í Straums­vík ætti að verða prýði­lega hag­kvæm rekstr­ar­ein­ing um leið og verð á áli myndi hækka aðeins frá því sem verið hefur síð­ustu miss­er­in. Þess vegna kemur harkan í Rio Tinto gagn­vart Lands­virkjun núna nokkuð á óvart. 

Vand­inn er bara sá að mögu­lega er Rio Tinto orðið afar svart­sýnt um þróun álmark­aða og yfir­stjórn fyr­ir­tæk­is­ins kann að hafa tekið þá stra­tegísku ákvörðun að loka álverum sem álitin eru ólík­leg til að skila við­un­andi hagn­aði á kom­andi árum. Og Straums­vík gæti fallið í þann flokk miðað við þær for­sendur sem Rio Tinto kann að hafa gefið sér. Því miður mun óvenju­lítið kolefn­is­fót­spor álvers­ins í Straums­vík eitt og sér ekki tryggja áfram­hald­andi rekstur þess um ókomna fram­tíð. Rekst­ur­inn þar snýst um væntan fjár­hags­legan hagnað og annað í rekstr­inum er auka­at­rið­i. 

Hótun um lokun í Straums­vík sýnir þörf­ina á heil­brigðri skyn­semi í orku­málum

Ísland er lang stærsti raf­orku­fram­leið­andi heims miðað við fólks­fjölda, en fram að þessu hefur landið því miður ekki haft aðgang að stærri og betur greið­andi raf­orku­mörk­uð­um. Fyrir vikið eru t.a.m. bæði Lands­virkjun og Orku­veita Reykja­víkur óvenju mikið háð duttl­ungum örfárra erlendra álfyr­ir­tækja, en álfyr­ir­tækin kaupa um 70% raf­orkunnar sem hér er fram­leidd. Og nú virð­ist sem álfyr­ir­tækin (a.m.k. Rio Tin­to) séu jafn­vel til­búin til að ganga á brott frá umsömdum raf­orku­kaupum fáist ekki ein­hliða lækkun á raf­orku­verði þeim til handa. 

Slíkt er auð­vitað nokkuð rudda­leg fram­koma af hálfu Rio Tin­to, en hafa verður í huga að stjórn­endur þess­ara fyr­ir­tækja hugsa fyrst og fremst um hluta­bréfa­verð­ið. Og jafn­vel stór­fyr­ir­tæki eins og Rio Tinto og Alcoa geta lent í því að ráða ekki við kín­versku offram­leiðsl­una. Svo stytt­ist vel að merkja í að raf­orku­verðið í samn­ingum við bæði Cent­ury Alu­m­inum (Norð­ur­ál) og Alcoa (Fjarða­ál) komi til end­ur­skoð­unar og þar með ljóst að stóru raf­orku­fyr­ir­tækin þrjú á Íslandi standa frammi fyrir mik­illi áskorun til að tryggja áfram­hald­andi sölu á orku­fram­leiðslu sinn­i. 

Í reynd er ekk­ert óvenju­legt við fram­komu Rio Tin­to, sbr. það sem lengi hefur tíðkast í sam­skiptum fyr­ir­tæk­is­ins á Nýja Sjá­landi. Staðan núna sýnir ein­fald­lega hversu óhent­ugt það er fyrir stærsta raf­orku­fram­leið­anda heims (per capita), þ.e. Ísland, að vera með um of þröngan eða ein­hæfan hóp við­skipta­vina og hafa engan aðgang að stærri og fjöl­breytt­ari raf­orku­mark­aði. Í því ljósi og jafn­vel þó svo Rio Tinto seinki núver­andi áformum um mögu­lega lokun í Straums­vík er alveg aug­ljóst að það var óráð að íslensk stjórn­völd skyldu fyrir nokkrum árum ekki vera miklu ákveðn­ari í að skoða mögu­leik­ann á sæstreng milli Íslands og Evr­ópu. Ítar­legri könnun og und­ir­bún­ingur á slíku verk­efni var og er ein­fald­lega heil­brigð skyn­sem­i. 

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri vind­orku­fyr­ir­tæk­is­ins Zephyr Iceland og sem Íslend­ingur einn af óbeinum eig­endum Lands­virkj­un­ar, rétt eins og lang­flestir ef ekki allir les­endur grein­ar­inn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar