Ástin á tímum COVID-19

Auður Jónsdóttir rithöfundur skrifar um einveruna sem fylgir faraldri COVID-19 og hvernig skortur á nánd til lengri tíma étur upp getuna til að einbeita sér. „Nánd er í einhverjum skilningi lífsnauðsynlegt vítamín.“

Auglýsing

Rosa­legur asni var ég að vera ekki búin að finna mér kærasta fyrir næstu bylgju COVID-19, stóð ég mig að því að hugsa í ein­semd óþægi­lega kunn­ug­legri, síðan í vor. Á vor­mán­uðum kynnt­ist ég áður ókunn­ugri ein­semd, nístandi djúpri sem þó þjálf­aði ein­veru­vöðvann, þannig að stundum leið mér eins og munki í æfinga­búð­um. Í fleiri vik­ur, kannski sex, var ég að mestu leyti ein ef sonur minn var ekki hjá mér, nema fyrr­ver­andi mað­ur­inn minn kíkti stöku sinnum í kaffi. Ég man eftir sjálfri mér enda­laust einni á ráfi um tóm­lega borg, í öllum veðrum og vind­um, og ég man eftir því að halda að ég væri að veikj­ast þegar sonur minn var hjá föður sínum og ótt­ast að ég fengi aldrei að sjá hann aft­ur, því hann mætti ekki hitta mig ef ég væri orðin sýkt og þar sem ég hef verið með astma frá barns­aldri, ofan í fjörugt ímynd­un­arafl, ótt­að­ist ég sam­stundis hið versta. Á sama tíma veikt­ist nákom­inn ætt­ingi hættu­lega en eng­inn mátti heim­sækja hann svo ég ótt­að­ist um leið að sjá hann aldrei aftur og þá var eins og heim­ur­inn, eins og ég þekki hann, væri horf­inn.

Inni­lokuð í ein­veru



Ég er samt með ágætt þol í ein­veru. Ég er jú rit­höf­undur sem vinn flesta daga ein, alin upp í sveit fyrir tíma raf­rænna sam­skipta og hef búið árum saman erlend­is, fjarri vina- og ætt­ingja­net­um. Á yngri árum flækt­ist ég mikið ein, oft á putt­an­um, en ég fór til dæmis í mánuð til Madrídar bara til að þræða göt­urnar og eitt sinn hékk ég ein á ódýru gisti­heim­ili í París í tvær vikur til að telja á mér tærn­ar, svo gerð­ist ég líka ráðs­kona hjá ein­setu­bónda eitt sum­arið til að geta skrifað fjarri öllu, svo eitt­hvað sé nefnt. Ég hef alltaf notið þess að ráfa ein og aldrei ótt­ast ein­veru.



Að vera rit­höf­undur er svosem hálf­gert munka­starf, í upp­hafi COVID-­móð­unnar bjall­aði ég í vin­konu sem er líka rit­höf­undur og hún dæsti: Ég finn engan mun, þetta er bara eins og alltaf, ég ein heima að skrifa.

Auglýsing


En þegar leið á, reynd­ist það vera öðru­vísi. Ein­veran sem fylgdi COVID-19 var af öðrum toga. Af því ég hafði ekk­ert val. Og ég hafði heldur ekki fólk í kringum mig til að rabba við um dag­inn og veg­inn, nema í síma eða á net­inu og í því felst ekki sama nær­ing­in. Ég var inni­lokuð í ein­veru, og hún þrengdi að mér.

Algjör skortur á nánd



Þegar vik­unum fjölg­aði í ein­ver­unni fann ég hvernig ský sett­ist í höf­uðið og fyllti út í hug­ann. Skýið stækk­aði þangað til það var orðið átak að vakna á morgn­ana, sama þótt ég gætti þess á hverjum degi að dansa, gera jóga eða hlaupa; hringja í nákomna, fara í göngutúr og elda eitt­hvað hollt. Á þessum vikum smakk­aði ég hvorki vín né borð­aði sæl­gæti en samt varð ég þyngri á mér. Krónísk þreyta sett­ist í mig, líkt og ég væri stöðugt þreytt, og ég gat ekki ein­beitt mér við neitt langa stund, hvorki að lesa bók né horfa á sjón­varp. Ég gat í mesta lagi skrifað smá en ekki lengi í einu.



Nið­ur­staða mín er sú að algjör skortur á nánd við full­orðnar mann­eskjur til lengri tíma étur upp get­una til að ein­beita sér, á furðu­legan hátt. Nánd er í ein­hverjum skiln­ingi lífs­nauð­syn­legt vítamín.



Ég var ekki ein um þetta ástand. Ég á ein­hleypa vini – og ég heyrði á mörgum að þeir upp­lifðu tæt­andi ein­semd. Og sumir upp­lifðu jafn­framt ótta um börnin sín, ein­hverjir af því að sam­skipti við maka buðu upp á það, aðrir af ótta við að veikj­ast og geta ekki haft börnin á heim­il­inu, þar sem er aðeins einn full­orð­inn ein­stak­ling­ur. Svo ekki sé minnst á ungt fólk, líf­fræði­lega knúið áfram að finna lík­am­lega nánd og spegla sig í sam­skipt­um. Búið að skamma það árum saman fyrir að vera alltaf á net­inu og nú er það skammað fyrir að mingla. Það hlýtur að vera ömur­legt í þessum aðstæðum að vera tán­ingur og þrá að tengja við ein­hvern.



Ég held raunar að veru­leiki þeirra sem eru í sam­búð og hinna sem eru ein­hleypir í COVID-ein­angr­un, sama á hvaða aldri, sé um margt ekki sam­bæri­leg­ur. Til marks um það hafa furðu nokkrir ein­hleypir spurt mig: Ætlarðu ekki að skrifa pistil sem heitir Ástin á tímum COVID?



Svo hér er hann.

Heim­kaup og Tinder



 Í sum­ar, þegar allt varð venju­legra um stund­ar­sakir, varð ég vör við að konur í kringum mig keyptu háþróuð sjálfs­fró­un­ar­tæki á Heim­kaup, til að stuðla að jákvæðri boð­efna­fram­leiðslu, og/eða skráðu sig inn á Tind­er, ef vera skyldi að þær vökn­uðu aftur upp í ein­angr­un, við það að missa vitið af skorti á nánd.



Eftir þessa sturluðu ein­veruraun próf­aði ég að fara inn á Tind­er, eitt­hvað sem ég hafði einu sinni áður prófað með giftri vin­konu sem var for­vitin svo eftir aðeins of mikið rauð­vín læk­uðum við tvær karl­menn í fífla­gangi og ég vakn­aði morg­un­inn eftir í smá skömm. En mér gekk ekk­ert betur í þetta skipti. Ég gat ekki tengt ein­lægt við þetta og end­aði með að súper­læka bróður minn. Eig­in­lega hefði ég viljað læka alla með við­kunn­an­legan svip, út á það eitt, en fannst óþægi­lega furðu­legt að tala við ókunn­uga menn í gegnum for­rit (bróðir minn vildi ekki sam­tal við mig á Tinder en hann er álíka sér­vitur þar og ég).





Raunar var ég ekki heldur ein að þessu sinni, heldur upp­hófst athæfið í smá flippi á kaffi­húsi með annarri vin­konu sem hafði líka upp­lifað COVID-ein­semd ein­hleyp­ings­ins – og raunar líka Loga Berg­mann sem sat for­vit­inn hjá okk­ur. Í hégóm­anum að sjá læk­in, svo­lítið tipsí, slys­að­ist ég til að borga Tinder 14.900 krónur fyrir eitt­hvað sem ég hef ekki hug­mynd um hvað er, ver­andi tækni­blind. Svo dag­inn eftir tímdi ég ekki að eyða for­rit­inu, þó að ég vildi ekki vera þarna, senni­lega búin að borga gyllta árs­á­skrift fyrir for­rit sem mér finnst óþægi­legt að hafa í sím­anum mín­um. Fyrir nú utan að hafa lækað alls­konar menn sem ég ætl­aði ekki að læka eða ekki lækað menn sem ég kann­ast við, og finnst vand­ræða­legt að hitta núna. Raunar held ég að ef ég væri skotin í ein­hverj­um, þá myndi ég aldrei læka við­kom­andi á Tind­er. Ég er of feimin til þess.



Tækni­blind­an, að rugl­ast í sveip­inu, náði hápunkti þegar ungur strákur spurði: Hey, Auð­ur! Hvað vilt þú eig­in­lega með ein­hvern dúdda í Kefla­vík eins og mig!



Og alla­vega tveir spurðu: Ert þú ananas­kon­an?

Fimm raun­veru­legar ást­ar­teng­ingar



Á Tinder flækt­ist ég í kjöl­farið inn í sam­töl og próf­aði að kíkja aftur inn, en fyrir mann­eskju sem ræður hvorki við að svara öllu í póst­hólf­inu sínu né á skila­boða­þráðum, þá var þetta orðið enn eitt lagið af ein­hverju sem beið þess að vera svar­að. Menn að segja hæ – og ég að taka séns­inn á að móðga ein­hvern, ef ég svar­aði ekki, svo ég sagði eitt­hvað til að segja eitt­hvað, létt og kurt­eist, próf­aði jafn­vel að spjalla, en fannst þetta ekki þægi­legt, þó að þetta væri ábyggi­lega vænstu menn. Eig­in­lega hef ég engan hvata til að tala við ein­hvern sem ég hef aldrei hitt, eygi ekki til­gang­inn með því, en auð­vitað er það ekki móðg­andi ef ég hef hvort sem er ekki hitt við­kom­andi. Ruglið í mér var farið að minna á Woody Allen (áður en upp komst um perra­skap hans) og mér leið frekar eins og ósjá­legum karli með kvíða­röskun en kúl konu að tékka á karl­mönn­um.



Fyrir til­stuðlan vin­kvenna próf­aði ég samt að tala meira við einn og fara á eitt deit en það minnti mig á skrýtið atvinnu­við­tal og ég ætla aldrei að gera það aft­ur. Ekk­ert með mann­inn að gera, bara súr­r­eal­ískar aðstæð­urnar að hitta ein­hvern ókunn­ugan til að verða mögu­lega skot­inn í við­kom­andi. Mér fannst þetta svo und­ar­legt að til að jafna mig eftir deitið tróð ég í mig stórri pönnu­köku með kanil á kaffi­húsi í eigu hlý­legrar kunn­ingja­konu.



Raunar eru vin­kon­urnar ennþá að hlæja að mér og lái ég þeim það ekki. Nið­ur­staða mín af þessu er sú að eig­in­lega er róm­an­tískara að hitta ein­hvern í blakkáti á Kaffi­barnum heldur en að fara á Tind­er. En það er svosem ekki róm­an­tískt held­ur.

Nándin í þakk­læti



Það er hund­leið­in­legt að vera ein­hleyp á tímum COVID & Tind­er. Mér finnst hvoru tveggja álíka óyf­ir­stíg­an­lega skrýt­ið. Að fara í Krón­una með gúmmí­hanska og grímu og eiga síðan að pikka sér mann í for­riti, eins og morg­un­korn í hillu í sama stór­mark­aði, þegar heim er kom­ið. Allt eins og hræði­leg vís­inda­skáld­sög­u-dystópía.



Því er ég búin að halda langar (og óþol­andi) ræður yfir vin­konum mín­um. Ég held því fram að ást­in, hvort sem er á tímum COVID-19 eða almennt, sá fágæt og dýr­mæt. Að hún rati til manns eftir dul­ar­fullum leiðum – og til ein­hverra, vissu­lega á Tind­er, þó að ég geti ekki til­einkað mér það – en hvernig sem hún ratar til manns, þá er mann­eskja mjög heppin að finna gagn­kvæma ást. Ein­hver staðar las ég að raun­veru­leg ást­ar­teng­ing verði í mesta lagi fimm sinnum á með­al­ævi, kerfið í okkur býður ekki upp á meira. Svo það er bjart­sýni að halda að maður finni hana með því að rétt kíkja inn á Tinder – þó að ég eigi alla­vega þrjár vin­konur sem hafa fundið ást­ina þar. Raunar sam­sinni ég þeim sem segja að þetta sé skárri sam­skipta­máti en að prófa sig áfram fullur á barn­um, sama hvað ég sagði um meinta róm­an­tík á Kaffi­barn­um. Segir sig raunar sjálft, nú þegar barir bjóða ekki einu sinni upp á kortér í þrjú-­sam­skipti.



En kannski var það hugs­ana­villa í mér að halda að ég hefði getað fundið bara ein­hvern kærasta fyrir nýju COVD-­bylgj­una! Ég held að það virki ekki þannig. Kannski má maður heita hepp­inn af hafa yfir höfuð upp­lifað gagn­kvæma ást og eiga góða sam­búð að baki, þó að hún hafi gengið sér til þurrð­ar. Ekki allir eru svo lánsamir að hafa fengið að upp­lifa gott sam­band í mörg ár. Svo nú ætla ég að ylja mér við góðar minn­ing­ar, ef þessi ein­semd varir næstu vik­urnar og hið opin­bera bannar mér að fara í sleik við ókunn­ug­an.



Ég ætla að hugsa um þakk­læti. Fyrir það sem ég hef lifað og átt – og get end­ur­lifað með sjálfri mér. Ég ætla að vita hvort ég finni ekki nægi­lega nánd í því liðna. Sér­fræð­ingar segja að þakk­læti geri okkur ham­ingju­söm. Þakk­læti seðjar til­finn­ing­arnar eins og ást­in; í þakk­læti býr nánd, sér­stak­lega í ein­angr­un. Ég ætla að njóta þess að vera þakk­lát fyrir lífið sem ég hef lifað því ef COVID-19 lýsir eitt­hvað upp, þá er það hversu dýr­mætt lífið er. Þetta er jú allt spurn­ing um hug­ar­á­stand, þessa marg­um­töl­uðu sjálfs­ást – þó að ég sé stressuð að upp­lifa mögu­lega aftur tíma eins og í vor. En ég get auð­vitað verslað á Heim­kaup, ef í hart fer.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit