Kófið, kærleikurinn og blik í auga barns

Ólafur Páll Jónsson, prófessor í heimspeki, veltir fyrir sér tímanum, kærleikanum og þeim lærdómi sem við hefðum átt að draga af COVID-19 faraldrinum.

Auglýsing

Þegar kófið skall á í vor og við máttum ekki lengur faðma hvert ann­að, ekki knúsast, ekki einu sinni heils­ast með handa­bandi, var mikið frá okkur tek­ið. Við máttum dúsa heima og það reynd­ist mörgum erfitt. Með hækk­andi sól rof­aði loks til og við gátum farið út og leikið okk­ur. Þungu fargi var af okkur létt. Við gátum aftur mælt okkur mót við vini, jafn­vel boðið í mat og svo faðm­ast létt að loknu kvöld­i. 

Svo kom annar í kófi og greini­legt var að gengið hafði á þol­in­mæð­ina; okkur var nán­ast ofviða að sitja af okkur þessa aðra bylgju. Það er svo erfitt að bíða þegar biðin er óskil­greind. „Við verðum bara að sjá til. Kannski þrjár vik­ur, kannski sex, kannski tvo mán­uði, hálft ár? Við verðum að sjá til.“ Það kom á dag­inn í þessu kófi að fjórar vikur eru langur tími í lífi full­orð­ins fólks.

Í kóf­inu misstu margir vinn­una. Ferða­menn­irnir hættu að koma og þar sem fólk hafði áður verið með fangið fullt sat það eftir með tómar hend­ur. Fólk missti líka von­ina og þótt ein­ungis sé hálft ár síðan brast á með þess­ari pest, þá hafa margir horfið inn í myrkur von­leys­is. Af sárri reynslu hefur fólk lært að hálft ár er langur tími í lífi mann­eskju. Hálft ár í von­leysi, er kannski meira en hægt er að þola. Sé vonin tekin frá manni, molnar flest sem eftir er. Lífið verður að salla sem næsta vind­hviða feykir í burtu.

Auglýsing

Svona er tím­inn. Ég horfi til baka og finnst kannski að þrátt fyrir að ég beri reynslu fimm ára­tuga í sarp­inum hafi ég verið barn fyrir ekki svo löngu síð­an. Von­andi eigum við flest góðar minn­ingar til að rifja upp, jafn­vel minn­ingar sem marka upp­haf ein­hvers sem síðar átti eftir að vísa leiða okkur inn á far­sæla braut. Stundum eru fimm­tíu ár ekki svo langur tími í lífi mann­eskju.

En hvað með tvö ár? Hversu langur tími er tvö ár? Þegar maður er ríf­lega tveggja ára, eru tvö ár langur tími, næstum öll ævin. Þegar maður er 12 ára, eða 10 ára, eða 6 ára, þá eru tvö ár líka langur tími. Þegar maður er for­eldri barna á þessum aldri, og lifir hvern dag á milli vonar og ótta – vonar um að finna öryggi og ótt­ans við að verða send aftur í bráða hættu – þá eru tvö ár líka langur tím­i. 

Ég veit ekki hvernig það er að vera á flótta, koma til fjar­lægs lands þar sem næstum allt er fram­andi, en finna kannski ákveðið öryggi. Ég veit ekki hvernig það er að flýja bráða hættu en horfa svo á börnin fara í skóla, leika sér með ærslum í frí­mín­út­um, tala með glampa í auga um vini. Kannski vaknar þá veik von í brjóst­inu. Og kannski vaknar hún meira af ósk­hyggju, af því að for­eldr­arnir höfðu lagt upp í óvissu­ferð, langa ferð á fram­andi slóð­ir, einmitt af því að þau lang­aði svo að geta séð þetta blik í augum barn­anna. Þetta blik sem seg­ir: Hér er gott að vera! Ef það er ekki fyrir þetta blik – að minnsta kosti von­ina um þetta blik – sem við förum til vinnu á hverjum degi eru hvatir okkar ógeð­felld­ar. Það er þetta blik sem gefur líf­inu gildi. Og vonin er kannski ekk­ert annað en hug­boð um að kannski muni þetta blik áfram lýsa af augum barna.

Við heyrum sagt að kófið hafi kennt okkur margt. Þegar við máttum ekki lengur faðmast, þá átt­uðum við okkur á mik­il­vægi mann­legrar nánd­ar. Þegar börnin máttu ekki fara út að leika sér, þá átt­uðum við okkur á mik­il­vægi leiks­ins. Þegar við fengum ekki koma saman og skemmta okk­ur, þá átt­uðum við okkur á hversu dýr­mætt það er að geta umgeng­ist annað fólk án ótta. Og þegar við máttum ekki fara út, máttum ekki fara í vinn­una, máttum ekki fara í skól­ann, svo dögum skipti, þá átt­uðum við okkur á því að fjórar vikur eru langur tími. Fjórar vikur án þess að geta fundið yl og kær­leika frá öðrum er langur tími. Kófið kenndi okkur svo margt um kær­leik­ann. 

En var þessi lær­dómur full­kom­lega sjálf­hverf­ur? Sner­ist þessi lær­dómur bara um MIG, en ekki aðra? Sner­ist hann bara um OKK­UR, en ekki þau? Þegar Magnús D. Norð­dahl segir að ekki sé „hægt að líta öðru­vísi á en að um sé að ræða kerf­is­bundið ofbeldi af hálfu íslenskra yfir­valda gegn barna­fjöl­skyldum á flótta“ þá er mér nær að halda að kófið hafi ekki kennt okkur neitt, og alls ekk­ert um kær­leik­ann.

Tvö ár eru langur tími í lífi barns. Tvö ár eru líka langur tími í lifi for­eldr­is. Og tvö ár á milli vonar og ótta, von­ar­innar um að sjá blik í augum barna sinna og ótt­ans við að ljós kær­leik­ans verði slökkt, eru langur tími. Ráð­herra segir að lögum eða reglu­gerðum verði ekki breytt fyrir ein­stakar fjöl­skyld­ur. Gott og vel. En eina rétt­læt­ingin fyrir lögum og reglu­gerðum í lýð­ræð­is­þjóð­fé­lagi, sem gerir sér von um far­sælt líf kom­andi kyn­slóða, er blik í augum barna þess. Rík­is­vald sem gengur ann­arra erinda er knúið áfram af ógeð­felldum hvöt­um.

Höf­undur er pró­fessor í heim­speki við Mennta­vís­inda­svið Háskóla Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar