Börn á íslenskum átakasvæðum

Steinunn Jakobsdóttir, kynningarstjóri og fjölmiðlafulltrúi hjá UNICEF á Íslandi, ritar grein í tengslum við friðardaga í Reykjavík.

Auglýsing

Þessi fyr­ir­sögn kann að hljóma annkanna­lega. Eru börn á átaka­svæðum á Íslandi? Hér á landi geisar ekki stríð, hér er lítið um glæpi og vel­ferð barna mælist almennt vel í alþjóð­legum sam­an­burði. En þó að Ísland sé meðal frið­söm­ustu þjóða þá getum við ekki litið fram­hjá því að það eru átök á fjölda­mörgum heim­ilum barna á Ísland­i. 

Ein helsta ógn sem steðjar að börnum á Íslandi er ofbeldi. Í tölum sem UNICEF á Íslandi fékk Rann­sókn og grein­ingu vinna fyrir sig árið 2018 kom fram að 16,4% barna á Íslandi verða fyrir lík­am­legu, and­legu eða kyn­ferð­is­legu ofbeldi fyrir 18 ára afmæl­is­dag­inn sinn. Þar er ekki með­talin van­ræksla, and­legt ofbeldi eða ein­elti, en þá væri þessi tala mun hærri. Fjöl­mörg þess­ara barna verða fyrir ofbeld­inu á heim­ili sínu. Ýmist verða þau vitni að ofbeld­inu eða verða fyrir því sjálf. Á þessum heim­ilum ríkir ekki frið­ur. 

Afleið­ing­arnar af því að barn verði fyrir ofbeldi eru gíf­ur­legar og skiptir ekki máli hvort barnið verði vitni að ofbeld­inu eða verði fyrir því sjálft, afleið­ing­arnar eru jafnslæm­ar. Áföll barna sem búa við ofbeldi eru sam­bæri­leg áföllum barna sem alast upp á átaka­svæðum og afleið­ing­arnar geta verið lífs­hættu­leg­ar. 

Auglýsing

Árið 2020 hefur verið sér­stak­lega erfitt fyrir börn sem alast upp á slíkum átaka­svæð­um. Áhrif kór­óna­veirunnar hefur gert spennu­þrungið ástand á mörgum heim­ilum enn eld­fimara. Barna­vernd­ar­stofa hefur borið saman tölur um fjölda til­kynn­inga til barna­vernd­ar­nefnda fyrstu 6 mán­uði árs­ins 2018 og 2020. Þar kemur fram að til­kynn­ingum hefur fjölgað tölu­vert á þessu ári og þar fjölgar sér­stak­lega til­kynn­ingum um ofbeldi og van­rækslu. Röskun á skóla­starfi og tóm­stundum vegna kór­óna­veirunnar hefur gert stöðu þess­ara barna enn við­kvæm­ari. Fyrir börn sem búa við ofbeldi er skól­inn og frí­stundin oft grið­ar­staður þeirra og skjól. 

Við erum öll frið­ar­gæslu­liðar

„Ef hinar íbúð­irnar í blokk­inni gátu heyrt í sjón­varp­inu úr minni íbúð, þá gátu þau örugg­lega heyrt mig gráta þegar mamma sló mig. Þau gátu örugg­lega heyrt þegar hún öskr­aði á mig. Þau gátu örugg­lega heyrt hvað ég grét og var hrædd þetta skipti sem hún spark­aði í mig aftur og aftur á gang­inum í sam­eign­inni. [...] Ég vildi óska að ein­hver hefði spurt mig hvernig mér liði, hvort allt væri í lagi eða athug­aði með mig, en það gerð­ist aldrei. Ég vildi óska að ein­hver hefði hringt í lög­regl­una eða barna­vernd, en það gerð­ist aldrei.“

Þessi lýs­ing er ein þeirra raun­veru­legu frá­sagna sem UNICEF fékk senda þegar við köll­uðum eftir frá­sögnum um upp­lif­anir af ofbeldi i æsku. Á meðan ekki er hægt að horfa fram hjá því að þús­undir barna verða fyrir ofbeldi hér á landi, þá hefur ríkt ákveðin leynd yfir því lengi. Dæmin sýna að mörg börn reyna marg­sinnis að segja frá ofbeld­inu áður en nokkuð er gert. Sum þeirra deila reynslu sinni aldrei með nein­um. Að sama skapi sýna fjöl­mörg dæmi að almenn­ingur bregst ekki við þegar grunur leikur á að ofbeldi eigi sér stað.  

Það er að vissu leyti skilj­an­legt. Margir vita ekki hvað skuli gera eða ótt­ast að gera illt verra. Oft þora börn ekki að segja frá ofbeld­inu eða átta sig ekki á því að þau hafi orðið fyrir ofbeldi fyrr en löngu seinna. Við verðum að skapa leiðir fyrir börn til að segja frá og fræð­ast um leiðir til að hjálpa. Öll börn eiga rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi og mis­beit­ingu, innan eða utan heim­il­is­ins, og er það skylda okkar sem sam­fé­lags að börn, sem og fjöl­skyldur þeirra, fái þann stuðn­ing sem þau þurfa.  

Ofbeldi gegn börnum á aldrei að líð­ast og við full­orðna fólkið berum ábyrgð. UNICEF á Íslandi gaf í fyrra út leið­bein­ingar um fyrstu við­brögð við ofbeldi - hvað skuli gera ef þig grunar að barn verði fyrir ofbeldi, ef barn treystir þér fyrir því að það verði fyrir ofbeldi eða ef þú verður vitni að ofbeld­inu. Með því að vera vel upp­lýst getum við saman myndað breið­fylk­ingu fólks sem hlustar á börn og heitir því að búa hér til umhverfi þar sem börn finna fyrir öryggi og stuðn­ingi og for­eldrar í vanda fá við­un­andi aðstoð. Þegar kemur að því að tryggja frið á átaka­svæðum barna þá erum við öll frið­ar­gæslu­lið­ar.

Höf­undur er kynn­ing­ar­stjóri og fjöl­miðla­full­trúi hjá UNICEF á Íslandi.

Greinin er birt í tengslum við frið­ar­daga í Reykja­vík sem Höfði frið­ar­setur Reykja­vík­ur­borgar og Háskóla Íslands stendur að í sam­starfi við UN Women, UNICEF, Félag Sam­ein­uðu þjóð­anna á Íslandi og utan­rík­is­ráðu­neyt­ið.  Umræðan í ár fer alfarið fram á net­inu, með hlað­varpss­eríu og völdum greinum sem birtar verða dag­ana 10. - 16. októ­ber á  www.frid­ar­set­ur.is. Í ár er sjónum beint að því hvernig Ísland getur gert enn betur þegar kemur að ófriði í íslensku sam­fé­lagi og um leið verið öfl­ugri málsvari á alþjóða­vett­vangi á sviði friðar og mann­rétt­inda.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar