Kreppan eykur ójöfnuð

Prófessor við Háskóla Íslands segir að það sé bæði réttlátt og skynsamlegt að draga frekar úr vanda atvinnulausra, sem beri þyngstu byrðarnar af kórónuveirukreppunni. Stjórnvöld hafi þar lykilinn að lausninni.

Auglýsing

Efna­hags­legar afleið­ingar Covid-krepp­unnar leggj­ast með meiri þunga á sum­a ­þjóð­fé­lags­hópa en aðra. Raunar eru það einkum þeir sem missa vinn­una, að fullu eða hluta, sem bera þyngstu byrð­arnar núna – ásamt þeim sem veikj­ast illa. Aukn­ing atvinnu­leysis er alla jafna mest hjá fólki í tekju­lægri hóp­unum (sjá um­fjöllun Kjarn­ans um það hér, og gögn Vinnu­mála­stofn­unar hér).

Almennt er það svo í efna­hags- og fjár­málakreppum í heim­inum að lægst ­laun­uðu hóp­arnir finna mest fyrir kjara­skerð­ingum og auknum þreng­ingum á kreppu­tím­um. Um rann­sóknir á því má lesa í nýlegri bók sem ég og nokkrir kollegar mínir birtum í fyrra hjá Oxford Uni­versity Press (Welfare and the Great Recession: A Comparative Study).

Þeir rík­ustu og fólk almennt sem heldur fullri vinnu og fullum launum hafa það hins vegar ágætt. Raunar hafa þeir allra rík­ustu í heim­inum aukið eignir sín­ar gríð­ar­lega, eða um fjórð­ung, frá upp­hafi Covid-krepp­unnar – sem er auð­vit­að ­með miklum ólík­indum (sjá góða umfjöllun Þórðar Snæs um það hér).

Auglýsing

Þeir betur settu halda sínu og þeir allra rík­ustu bæta við sig, en sumir þeirra verr ­settu verða fyrir auknum þreng­ing­um.

Það þýðir auð­vitað að ójöfn­uður eykst.

Vel­ferð­ar­kerfið vinnur gegn auknum ójöfn­uði

Öflug vel­ferð­ar­kerfi og aðgerðir stjórn­valda skipta hins vegar miklu til að vega á móti aukn­ingu ójafn­aðar í kreppu. Á Norð­ur­löndum búum við að öfl­ug­um vel­ferð­ar­kerfum sem verja fólk gegn kjara­skerð­ingum í krepp­um. Nú eru það at­vinnu­leys­is­bóta­kerfin og heil­brigð­is­kerfin sem mest reynir á.

Í Banda­ríkj­unum og öðrum ensku­mæl­andi löndum eru opin­beru vel­ferð­ar­kerf­in veik­ari og veita því minni brjóst­vörn. Lág­launa­fólk þar stendur því verr að vígi á kreppu­tíma. Þar mun ójöfn­uður aukast meira í Kovid-krepp­unni en áNorð­ur­lönd­um.

Þar sem stjórn­völd taka betur til hend­inni og auka varnir vel­ferð­ar­kerf­anna er veitt við­nám gegn aukn­ingu ójafn­að­ar, t.d. með því að styrkja trygg­ing­ar­vernd at­vinnu­leys­is­bóta og veita annan stuðn­ing við fórn­ar­lömb krepp­unn­ar.

Það eru mik­il­vægar mót­væg­is­að­gerðir gegn auknum ójöfn­uði.

Lífs­kjara­samn­ing­ur­inn vinnur gegn auknum ójöfn­uði

Lífs­kjara­samn­ing­ur­inn frá 2019 verkar á svip­aðan hátt og vel­ferð­ar­kerf­ið. Hann ­vegur gegn auknum ójöfn­uði í krepp­unni.

Launa­hækk­anir og helstu tengdu stuðn­ings­að­gerðir stjórn­valda (skatta­lækk­un, hækkun barna­bóta og auk­inn hús­næð­is­stuðn­ing­ur) koma nú hlut­falls­lega mest til lág­tekju­fólks. Þess vegna er afar mik­il­vægt að samn­ing­ur­inn haldi í gegn­um alla krepp­una.

Hann er mik­il­væg mót­væg­is­að­gerð gegn auknum ójöfn­uði.

Lífs­kjara­samn­ing­ur­inn dregur úr dýpt krepp­unnar

En lífs­kjara­samn­ing­ur­inn hefur einnig jákvæð áhrif á efna­hags­þró­un­ina, með því að örva inn­lenda eft­ir­spurn eftir vörum og þjón­ustu atvinnu­lífs­ins, með við­hald­i á kaup­mætti almenn­ings.

Kjara­samn­ing­ur­inn eykur því í senn rétt­læti og eflir efna­hag­inn á þann veg sem einn er til bjarg­ar: aukn­ing inn­lendrar eft­ir­spurnar með við­haldi kaup­máttar og örv­un­ar­að­gerðum stjórn­valda.

Því miður er einn geiri atvinnu­lífs­ins, ferða­þjón­usta og tengdar grein­ar, í meiri ­vanda en aðrar atvinnu­grein­ar. Þar störf­uðu flestir þeirra sem misst hafa vinn­una (einkum lág­launa­fólk, erlent vinnu­afl, ungt fólk, kon­ur).

Stuðn­ings­að­gerðir stjórn­valda og banka milda ástandið þar eftir megni, en sig­ur á veirunni þarf til að fá end­an­lega lausn á vanda ferða­þjón­ust­unn­ar. Stjórn­völd ­styðja þó við fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustu svo þau verði til taks er upp­sveiflan hefst á ný, en atvinnu­leys­is­bætur þurfa að styðja betur við starfs­fólkið sem mis­sti vinn­una. Ný atvinnu­tæki­færi þurfa þó líka að koma til. 

Lífs­kjara­samn­ing­ur­inn hefur þannig bæði félags­leg og efna­hags­leg áhrif til góðs.

Hann vegur gegn aukn­ingu ójafn­aðar og styrkir efna­hag­inn.

Stjórn­völd hafa lyk­il­inn að lausn­inni

Stjórn­völd hafa vissu­lega lagt sitt af mörkum til að milda áhrif krepp­unnar (t.d. ­mót­væg­is­að­gerðir fyrir atvinnu­líf­ið, við­hald vel­ferð­ar­kerf­is­ins, hluta­bætur til­ at­vinnu­lausra, leng­ing tíma­bils á tekju­tengdum atvinnu­leys­is­bót­um, við­hald lífs­kjara­samn­ings­ins). Allt hefur það skipt máli.

En betur má ef duga skal.

Sá afmark­aði hópur sem ber þyngstu byrðar krepp­unn­ar, þeir atvinnu­lausu, er nú í auknum mæli að fara á hinar alltof lágu flötu atvinnu­leys­is­bætur (289.510 kr. á mán­uði; 235.170 eftir skatt og frá­drátt).

Bæta þarf stöðu þeirra svo þeir geti staðið við skuld­bind­ingar sínar í gegn­um vet­ur­inn (af­borg­anir hús­næð­is­lána, leigu og fram­færslu fjöl­skyld­unn­ar). Rík­ið hefur góða fjár­hags­lega stöðu til að leggja meira til og bæta úr þessu.

Ýmsar leiðir má hugsa sér í því sam­bandi: t.d. gera flötu atvinnu­leys­is­bæt­urn­ar skatt­frjáls­ar; hækka þær a.m.k. að lág­marks­launum á vinnu­mark­aði – jafn­vel bara tíma­bund­ið; eða aðrar sér­sniðnar aðgerðir fyrir þá sem verst standa. Þá ­skiptir öflug atvinnu­stefna og nýsköpun einnig miklu máli.

Það er bæði rétt­látt og skyn­sam­legt að draga frekar úr vanda atvinnu­lausra.

Höf­undur er pró­fessor við HÍ og sér­fræð­ingur í hluta­starfi hjá Efl­ingu – stétt­ar­fé­lagi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar