BRAS – ÞORA! VERA! GERA!

Karna Sigurðardóttir skrifar um Menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi.

Auglýsing

Nú lýkur senn yfir­grips­mik­illi dag­skrá BRAS - Menn­ing­ar­há­tíð barna og ung­menna á Aust­ur­landi sem hefur spannað Aust­ur­land vítt og breitt—land­fræði­lega og sam­fé­lags­lega—og staðið yfir síðan í sept­em­ber. BRAS gefur börnum og ung­mennum um allt Aust­ur­land tæki­færi til að læra um og til­einka sér hin ýmsu list­form, taka þátt í list­sköpun og upp­lifa list­við­burði. Þannig spilar hátíðin viða­mikið hlut­verk í list­fræðslu á Aust­ur­landi. Starf­semi sem þessi hefur þó mun víð­tæk­ari áhrif en að gleðja börn og glæða haustið þeirra lífi. Í leið­ar­ljósum BRAS er til­tekið að með aðgengi að fjöl­breyttum fyr­ir­myndum og þjálfun í tján­ingu fyrir börn og ung­menni stuðli hátíðin að auknu umburð­ar­lyndi og víð­sýni í sam­fé­lag­inu.

Dag­skrá BRAS hefur frá upp­hafi verið unnin út frá þeirri sýn að upp­lifun barna á að skapa í sam­vinnu og tengsl við jafn­aldra í rýni­vinnu auki lýð­ræð­is­lega næmni þeirra. Að tján­ing í hópi gefi aukna til­finn­ingu fyrir því sam­félagi sem ein­stak­ling­arnir mynda og trú á því að hver ein­stak­lingur eigi rödd sem hlustað sé á. Í smærri sam­félögum þar sem mannauður er eins­leit­ari er einkar mik­il­vægt að börn og ung­menni láti að sér kveða, sýni frum­kvæði og taki virkan þátt í mótun verk­efna og kerfa. Til þess þurfa börnin að búa yfir sjálfs­ör­yggi, vera læs á nær­sam­fé­lagið og fær í rýni- og sam­vinn­u. 

Ein­kunn­ar­orð hátíð­ar­innar Þora! Vera! Gera! hvetja börn á Aust­ur­landi til að þora að hvíla í sjálfum sér og fram­kvæma á eigin for­send­um. 

Lesn­ingin hér að neðan er sjálf­stætt fram­hald af grein sem var birt á Kjarn­anum þann 23. sept­em­ber síð­ast­lið­inn.

Líkt og í fyrri grein­inni eru tvær rann­sóknir hafðar til grund­vallar umfjöll­un­inni. Rann­sókn á list- og menn­ing­ar­fræðslu á Íslandi frá 2011 sem stýrt var af Anne Bam­ford, pró­fessor og mennta- og menn­ing­ar­full­trúa Lund­úna­borg­ar. Einnig umfangs­mikil rann­sókn stýrt af sömu konu um list­kennslu í yfir 40 löndum en nið­ur­stöð­urnar úr henni voru gefnar út árið 2006 í bók­inni The WOW fact­or; Global rea­se­arch compendium on the impact of the arts in education.

Sú yfir­grips­mikla rann­sókn sem kynnt er í The Wow Factor gefur skýrar vís­bend­ingar um að börn sem fá gæða-list­kennslu eru óhrædd­ari að takast á við verk­efni, hvíla örugg­ari í sjálfum sér, standa sig betur í öllu námi og eru ólík­legri til að hrökkl­ast úr skóla.

Það þarf ef til vill ekki að koma á óvart að starf­semi sem hvetur börn til að þora að hvíla í sjálfum sér, skapa og fram­kvæma á eigin for­sendum styrki sjálfs­mynd þeirra, en í leið­ar­ljósum BRAS seg­ir: “Menn­ing er órjúf­an­legur hluti af sjálfs­mynd barna og ung­menna og sjálf­stján­ingu þeirra. Með auknu fram­boði að skap­andi starfi stuðlar BRAS að mótun heil­brigðrar sjálfs­myndar barna og ung­menna.”

Þetta rímar vel við útkomur úr rann­sókn Anne Bam­ford en þar eru skýrar vís­bend­ing­ar—frá mörgum lönd­um—­sem gefa til kynna að list­kennsla styrki sjálfs­ör­yggi og hafi jákvæð áhrif á almenna líðan og við­horf barna. Eitt af ein­kennum gæða-list­kennslu sam­kvæmt rann­sókn­unum sem hér eru hafðar til grund­vallar er sam­vinna. 

Þema­verk­efni BRAS 2019 var tján­ing án tungumáls, þar sem aðferðir mynd­list­ar, tón­list­ar, dans og sirkus mörk­uðu leið til tján­ing­ar, sam­veru og fjöl­breyttrar skap­andi vinnu. Meg­in­mark­mið verk­efn­is­ins var að búa til vett­vang þar sem öll börn á Aust­ur­landi geta unnið saman á jafn­ingja­grund­velli óháð móð­ur­máli eða tungumálakunnáttu. Slíkt verk­efni felur ekki ein­ungis í sér list­kennslu, heldur gefur börnum og ung­mennum tæki­færi til að opna augu og hjörtu sín fyrir mik­il­vægi sam­veru, sam­kenndar og sam­stöðu í sam­félag­inu. Slík sam­vinna gefur börnum tæki­færi til að kynn­ast á nýjan hátt og skilja hvert annað út frá nýjum for­send­um, sem eykur virð­ingu og umburð­ar­lyndi í sam­fé­lagi barna og ung­menna. 

Auglýsing
Í The Wow Factor kemur fram að list­kennsla hefur lyk­il­hlut­verki að gegna fyrir menn­ing­ar­lega- og sam­fé­lags­lega þróun og getur haft jákvæð sam­fé­lags­leg og efna­hags­leg áhrif auk þess að hafa jákvæð áhrif á þróun mennt­un­ar. Þá getur list­fræðsla haft í för með sér að fag­fólk í listum stígur inn í list­kennslu og tekur virkan þátt í mótun fræðslu­verk­efna og ann­arra sam­fé­lags­mið­aðra verk­efna. Á aðeins þremur starfs­árum BRAS er farið að gæta slíkra áhrifa á Aust­ur­landi en mik­il­vægt er að fylgj­ast grannt með þró­un­inni á kom­andi árum. BRAS nýtir fjöl­breytta þjón­ustu lista­fólks á og frá Aust­ur­landi og mannauð­inn á́ svæð­inu eins og hægt er. Lista­fólk af svæð­inu heldur smiðj­ur, veitir sýn­ing­ar­leið­sögn, sinnir aðstoð­ar­kennslu og tekur þátt í skipu­lagn­ingu. Þá er einnig mik­il­vægt fyrir smærri sam­fé­lög að fá́ inn nýjar hug­myndir frá́ lista­fólki ann­ars­staðar að, og því hefur starfs­hóp­ur­inn sem stendur að BRAS verið breiður og ört stækk­andi hópur fólks með brenn­andi áhuga á fram­gangi hátíð­ar­inn­ar.

BRAS hefur nú verið haldið þrisvar og und­ir­bún­ingur fyrir næsta ár er haf­inn. BRAS hefur á aðeins þremur árum skotið rótum í menn­ing­ar­lands­lagi Aust­ur­lands, því þó hátíðin geti glatt og nært alla þátt­tak­end­ur, eru vís­bend­ingar um að hún sé vissum hópi nauð­syn­leg. Fjöldi umsagna barna, for­eldra og leið­bein­enda á BRAS sýna fram á hvað aðgengi að listum var ábóta­vant, og hvað það bætir lífs­gæði barna sem þess njóta. Vert er að gera frek­ari rann­sóknir á þessum þætti.

Það er brýnt að fylgj­ast betur með aðgengi barna að listum og list­fræðslu og leggja upp með að aðgangi sé jafnt, eins og Anne Bam­ford bendir á. Það þýðir þó ekki að aðgengi þurfi alls­staðar að vera eins, því Seyð­is­fjörður er ekki á Hverf­is­göt­unni og Lista­safn Íslands er ekki uppi í Fljóts­dal—og engin ástæða til að svo sé. Áskor­unin felst í að þróa sam­starfs­verk­efni og vinnu­að­ferðir sem tryggja aðgengi í sam­hengi við menn­ing­ar­legar og land­fræði­legar aðstæður á hverjum stað. 

Megi menn­ing­ar­stofn­unum þjóð­ar­innar og mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu bera gæfa til að fram­fylgja til­lögum sem lagðar eru fram í umræddri skýrslu um list­fræðslu á Íslandi og aðlaga sam­starfs­verk­efni að aðstæðum hvers svæð­is, svo öll börn á Íslandi njóti jafns aðgengis að listum og menn­ingu. BRAS sýnir fram á að með sam­stöðu að vopni, heima­við og á lands­vísu, getum við stuðlað að vönd­uðu menn­ing­ar­upp­eldi alls­staðar á land­inu um ókomna tíð.

Höf­undur er meist­ara­nemi við List­kennslu­deild Lista­há­skóla Íslands og sat í verk­efna­stjórn BRAS 2017-2019.

BRAS var haldið í fyrsta skipti í sept­em­ber 2018 og árlega síðan þá. Stofn­að­ilar BRAS voru þrjár menn­ing­ar­mið­stöðvar á Aust­ur­landi; Skaft­fell á Seyð­is­firði, Tón­list­ar­mið­stöð Aust­ur­lands og Menn­ing­ar­mið­stöð Fljóts­dals­hér­aðs (MM­F), Skóla­skrif­stofa Aust­ur­lands, Fjarða­byggð, Fljóts­dals­hérað og Aust­ur­brú.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar