Hvers vegna kostar 5.000 krónur að lesa vísindagrein?

Guðrún Þórðardóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur, skrifar í tilefni af viku opins aðgangs 2020 (Open Access Week) 19.-25. október.

Auglýsing

Allir þeir sem stunda nám og rann­sóknir á fram­halds­stigi þurfa að leita sér heim­ilda um þau efni sem verið er að kynna sér í það og það skipt­ið. Nú á tímum búum við svo vel að heilir heimar af þekk­ingu eru opnir og bíða til­búnir eftir að við kynnum okkur þá. En ef við erum ekki sátt við annað en við­ur­kennd vís­indi rekur okkur oft í rogastans. Ef við höfum hug á að kynna okkur nýj­ustu þekk­ingu þá rek­umst við á vegg. Greinin sem okkur langar til að lesa kostar pen­inga og oft þónokkuð háar upp­hæð­ir. 

Þetta und­ar­lega kerfi hefur verið við lýði um ára­tugi, vís­inda­leg þekk­ing er lok­uð á bak við múr sem við þurfum að borga fyrir að kom­ast yfir.

Hvernig virkar þetta eig­in­lega? Tökum smá dæmi til útskýr­ing­ar. Verið er að leggja veg fyrir skatt­pen­ing­ana okk­ar. Ráð­gjafa­fyr­ir­tæki með fram­kvæmd­unum inn­heimtir gjald hjá starfs­fólki sínu fyrir að taka þátt í verk­efn­inu í stað þess að borga þeim laun. Eft­ir­lits­menn með að veg­ur­inn stand­ist reglur og staðla fá heldur ekki laun. Ef að þú skatt­greið­andi góður vildir ferð­ast eftir veg­inum yrðir þú að borga annað hvort árgjald uppá hund­ruð þús­unda eða þá háar fjár­hæðir fyrir ein­stakar ferð­ir.

Auð­vitað erum við ekki að tala um vega­gerð heldur er þetta staðan eins og hún er innan vís­inda­rann­sókna og hvernig nið­ur­stöðum þeirra er dreift í vís­inda­legri útgáfu. ­Vís­inda­menn fá ekki greitt fyrir að skrifa greinar í tíma­rit heldur þurfa þeir oft að borga fyrir að fá skrif sín birt. Þetta þýðir að fyr­ir­tæki sem stofnuð voru til að birta og dreifa vís­inda­grein­um, fyr­ir­tæki eins og Elsevier og Sprin­ger Nat­ure, hafa náð að hagn­ast gríð­ar­lega með því að nýta sér vinnu sér­fræð­inga sem flestir þiggja laun sín af almannafé til að setja svo verð­miða að eigin vali á afurð­irn­ar. Aðrir við­ur­kenndir vís­inda­menn sem sjá um lesa yfir og rit­rýna greinar til að tryggja að þær stand­ist vís­inda­legar kröfur fá heldur ekki borgað fyrir sína vinnu. Vís­inda­menn­irnir fá svo að launum ýmis­legt titla­tog, fram­gang í starfi, þykja merki­legri vís­inda­menn og fá greið­ari aðgang að opin­berum sjóðum til að stunda frek­ari rannsókn­ir. En ekki aðgang að eigin verkum nema að borga fyr­ir.

Auglýsing
Til að kór­óna þetta allt saman þurfa háskólar og aðrar rann­sókna­stofn­anir að greiða árlega hund­ruð þús­unda króna í áskrift­ar­gjöld til að starfs­menn og nem­endur geti hlaðið niður og nýtt sér þá þekk­ingu sem þarna birt­ist. Þeir sem ekki hafa aðgang í gegnum áskrift þurfa að borga sinn 5000 kall til að eign­ast hana í raf­rænni útgáfu.

Að vísu njótum við hér á Íslandi stór­kost­legra for­rétt­inda sem eru Lands­að­gangur að erlendum tíma­ritum og gagna­söfn­um. ­Fæstir gera sér grein fyrir að allar vís­inda­grein­arn­ar, sem opn­ast eins og fyrir töfra þegar leitað er í leit­ar­vél­um, eru greiddar dýru verði af íslenska rík­inu, háskólum og rann­sókna­stofn­unum sem flestar eru reknar af almanna­fé.

Þetta fram­lag íslenska rík­is­ins dugar samt ekki til, fyr­ir­tækin hanna pakka með mörg þús­und titlum af efni sem Lands­að­gangur verður að taka eða hafna. Þar inni er fullt af tíma­ritum sem eng­inn á Íslandi lítur nokkurn tím­ann í en einnig heil­mörg sem frá­bært er að hafa aðgang að. ­Yf­ir­leitt er nýjasta efnið lokað 1-3 ár svo þá þarf að taka upp veskið ef áhugi er fyrir hendi að fylgj­ast með nýj­ungum í sinni grein. Einnig er efni eldra en frá 1995 lokað og læst og aðgangur að greinum verð­lagður eftir því.

Bar­átt­uglaðir bóka­safns­fræð­ingar í ýmsum löndum stofn­uðu til vit­und­ar­vakn­ingar um þetta kerfi fyrir mörgum árum. Nú er svo komið að fjöldi stofn­ana í ýmsum löndum hafa tekið slag­inn og sagt upp samn­ingum við gróða­fyr­ir­tækin og lýst yfir að birta eigi rann­sókn­ar­gögn og rann­sókn­ar­nið­ur­stöður í opnum aðgangi. Má þar nefna fyr­ir­brigði sem nefnt hefur verið cOA­Lition S, þar sem rann­sókna­stofn­anir frá 11 Evr­ópu­ríkjum hafa sam­þykkt að: „frá og með 2021 verður að birta allar vís­inda­greinar og nið­ur­stöður rann­sókna sem eru styrktar eru af opin­berum eða einka­reknum styrkjum frá inn­lend­um, svæð­is­bundnum og alþjóð­legum rann­sókna­ráðum og fjár­mögn­un­ar­stofn­unum í tíma­ritum í opnum aðgangi eða gera þær strax aðgengi­legar í opnu varð­veislu­safn­i.“ Svo þar fór sjens­inn að kom­ast á for­síðu Nat­ure eða Sci­ence.

Einnig hafa fjöl­margar rann­sókna­stofn­anir á Norð­ur­lönd­unum sagt upp samn­ingum við Elsevier og fleiri útgáfurisa, einnig hafa þýskir háskólar verið mjög bar­átt­uglaðir í stríð­inu fyrir opnum aðgangi að vís­inda­nið­ur­stöð­u­m. 

Á Íslandi hefur þetta andóf ekki kom­ist uppá yfir­borðið enn­þá, margir íslenskir vís­inda­menn eru enn veikir fyrir dýru, flottu tíma­rit­unum með háan áhrifa­stuð­ul. Ef ég þarf að borga 2000 doll­ara fyrir að birta grein­ina mína hlýtur hún að vera betri en ef hún birt­ist í opnum aðgangi virð­ist enn vera hugs­un­ar­hátt­ur­inn.

En allir hljóta að sjá að opið aðgengi að alvöru vís­indum hefur aldrei verið nauð­syn­legra en einmitt núna þegar alls kyns kjaftæði flæðir yfir heim­inn. 

Höf­undur er bóka­safns- og upp­lýs­inga­fræð­ingur við Land­bún­að­ar­há­skóla Íslands.

#Hvar­er­OA­stefn­an?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar