Covid, opinn aðgangur og ekki-hringrásarhagkerfi

Sara Stef. Hildardóttir, forstöðukona Bókasafns Háskólans í Reykjavík, skrifar í tilefni af viku opins aðgangs 2020 (Open Access Week) 19.-25. október.

Auglýsing

COVID hefur sett aðgengi að upp­lýs­ingum í nýtt ljós. Við erum mörg hér á Íslandi sem höfum náð okkur í smitrakn­ing­arappið og veitum þannig stjórn­völdum aðgang að per­sónu­upp­lýs­ingum um okkur sem við myndum undir venju­legum kring­um­stæðum ekki finna okkur knúin til að ger­a. 

Það er sjálf­bært fyrir okkur að veita aðgang að þessum upp­lýs­ingum því það veitir vatni á hringrás­ar­hag­kerfi [1] þess að finna sem fyrst bólu­efni gegn Covid-19 og útrýma þannig heims­far­aldr­in­um. 

Stjórn­völd og opin­berar stofn­anir víða um heim hafa líka lagst á eitt með að veita aðgang að töl­fræði­upp­lýs­ingum um gengi heims­far­ald­urs­ins svo vinna megi að því sam­eig­in­lega hags­muna­máli jarð­ar­búa að ná tökum á þess­ari skæðu veiru. Það er líka sjálf­bært og rök­rétt.  

Alþjóð­leg krafa um opinn aðgang 

Þegar ljóst var að Covid-19 far­ald­ur­inn myndi umturna öllu hefð­bundnu háskóla­starfi tóku sam­fé­lög háskóla­bóka­safna sig saman á alþjóða­vett­vangi og kröfð­ust þess að aðgangur yrði opn­aður að ann­ars kost­uðum upp­lýs­inga­veitum og rann­sóknar gagna­söfnum [2] svo nám, kennsla og rann­sóknir yrðu ekki heim­far­aldr­inum að bráð. 

Í fyrstu Covid-19 bylgj­unni sl. vor sáu flestir útgef­endur og eig­endur gagna­safna sér þann hag vænstan að opna fyrir aðgang að rann­sóknum sem bein­línis varða þekk­ingu á og þróun heims­far­ald­urs­ins enda meg­in­mark­miðið sammann­legt all­stað­ar: að flýta fyrir þróun bólu­efnis með öllum til­tækum ráðum [3]. En nú, þegar líður á þriðju bylgju far­ald­urs­ins sjáum við merki þess að útgef­endur ætla að loka aftur á þessar lífs­nauð­syn­legu upp­lýs­ingar [4]. Ótrú­legt en satt. 

Ósjálf­bær fjár­mögnun rann­sókna 

Háskóla­bóka­söfn um heim allan hafa bund­ist banda­lögum til að vinna gegn þeirri ósjálf­bæru þróun sem undið hefur upp á sig innan háskóla­sam­fé­laga und­an­farna ára­tugi [5]–[9] og veldur því að lang­flestar rann­sóknir sem að jafn­aði eru fjár­magn­aðar með almannafé enda sem læstar og lok­aðar greinar í virtum rann­sókn­ar­tíma­rit­um. Almenn­ing­ur, fræða­fólk og aðr­ir, sem í raun fjár­magna þessar rann­sókn­ir, getur því ekki lesið afurðir rann­sókn­anna nema greiða sér­stak­lega fyrir aðgang að þeim hjá útgef­endum fræða- og vís­inda­tíma­rita eða með því að fara í gegnum greiddan aðgang háskóla­bóka­safna ef því er að skipta. Almenn­ingur greiðir sem sagt tvisvar fyrir þessar rann­sóknir eins og kerfið er sett upp.

Auglýsing
Háskólar greiða sem sagt þriðja aðila, útgef­end­um, fyrir birt­ingu og aðgang að sínum eigin rann­sóknum og fram­gangur akademísks starfs­fólks byggir jafn­vel á þessu ferli enda er ferlið hluti af gæða­kerfi háskóla. Það er ekki óal­gengt að birt­ing einnar greinar kosti um 2.500-3.000 doll­ara. 

Þetta hljómar vissu­lega ótrú­lega en svona hefur þetta verið í um sex­tíu ár [10] og ég hef skrifað um þetta áður [11]. Það má því segja að alþjóða­há­skóla­sam­fé­lagið allt sé í eins­konar gísl­ingu 60 ára gam­als kerf­is, sem útgáfu­mó­gúl­inn Robert Maxwell átti svo hug­mynd­ina að [11] flestum til mik­illar undr­un­ar. 

Hringrás­ar­hag­kerfi vís­inda og rann­sókna   

Ef allt væri með felldu væri þetta kerfi rök­rétt og sjálf­bært. Það ætti að vera mark­mið háskóla að breyta kerfum sínum þannig að fjár­mögnun rann­sókna skil­aði sér með sjálf­bær­ari hætti aftur út sam­fé­lag­ið. En það er því miður ekki raun­in. Ef við teiknum upp mynd af þessu kerfi gæti hún litið ein­hvern veg­inn svona út: 

Mynd höfundur.Und­an­farin 30 ár hafa stjórn­völd í Evr­ópu og nýlega í Banda­ríkj­unum verið beitt þrýst­ingi af hags­muna­hópum vís­inda­fólks og háskóla­bóka­söfn­um, eins og þessi grein er til marks um, um að grípa í taumana á því ósjálf­bæra kerfi sem ein­kennir nú rann­sókn­ar­starf og fram­gangs­kerfi háskól­anna. Ef kerfi háskól­anna væru sjálf­bær gæti myndin litið ein­hvern veg­inn svona út: 

Mynd höfundur.Heims­á­tak Sam­ein­uðu þjóð­anna um sjálf­bær þró­una­mark­mið [12] hófst form­lega árið 2018 en þróun svo­kall­aðra hringrás­ar­hag­kerfa eru talin lyk­ill­inn að sjálf­bærri þróun í þeim 17 flokkum sem um ræðir en rann­sóknir liggja þar all­staðar til grund­vall­ar. Leit­ar­vélin Google Scholar finnur 17.400 rann­sóknir um sjálf­bæra þróun og hringrása­hag­kerfi síðan 2018. Það gera 5.800 rann­sóknir á ári eða næstum 16 rann­sóknir á dag sl. þrjú ár. Svo við setjum rann­sókn­ar­drif­kraft og -áhuga mann­fólks­ins í sam­heng­i. 

Hringrás­ar­hag­kerfi eru nú þau kerfi sem talin eru nauð­syn­leg fyrir afkomu jarðar en áður hafa sk. línu­leg hag­kerfi þar sem sóun er ráð­andi í ferl­inu verið algeng og má lík­lega rekja hnignun jarðar að miklu leyti til. 

Að hafa aðgang að upp­lýs­ingum sem auka þekk­ingu okkar til að gera sam­fé­lagið betra í dag en það var í gær er jú grunn­mark­mið háskóla sem vinna að því statt og stöðugt að rann­saka og bæta heim­inn. Þannig eru háskólar góð hug­mynd í sjálf­bæru þekk­ing­ar­sam­fé­lagi enda er það borg­ur­unum í hag að þekk­ingin verði meiri og betri með hverri kyn­slóð. 

Það má sjálf­sagt deila um hvort og þá hvernig Covid-19 stuðli að meiri sjálf­bærni jarð­ar­búa en kannski verður heims­far­aldur til þess að opinn aðgangur að rann­sóknum í almanna­þágu verði loks­ins að veru­leika – 60 árum síð­ar.

Höf­undur er for­stöðu­kona Bóka­safns Háskól­ans í Reykja­vík 

#Hvar­er­OA­stefn­an?

Heim­ild­ir:

[1] ‘Circular economy’, Wikipedia. https://en.wikipedi­a.org­/w/index.php?tit­le=Circul­ar_economy&oldid=979512789. (Sep. 2020)

[2] S­ara. Stef., ‘Op­inn aðgangur að rann­sóknum aldrei mik­il­væg­ari’, Bóka­safn - grein­ar. https://www.ru.is/­boka­safn/­grein­ar/ (Sep. 2020)

L. Bes­ançon o.fl., ‘Open Sci­ence Saves Lives: Les­sons from the COVID-19 Pandem­ic’, bioRx­iv, p. 2020.08.13.249847, Ág. 2020, doi: 10.1101/2020.08.13.249847.

[4] ‘Ja­son Schmitt á Twitt­er’, Twitt­er. https://twitt­er.com/ja­son_schmitt/sta­tu­s/1308792383413391360 (Okt. 2020).

[5] ‘LI­BER’, LIBER sam­tök evr­ópskra bóka­safna. htt­p://li­ber­e­urope.eu/ (Okt. 2020).

[6] ‘Open Access Week’. htt­p://openaccessweek.org/ (Okt, 2020).

[7] ‘Open Access – Um opinn aðgang á Ísland­i’. https://openaccess.is/ (Okt. 2020).

[8] ‘EU­A’. https://www.eu­a.eu/component/tags/tag/27-open-access.html  (Okt. 2020).

[9] ‘“Plan S” and “cOA­lition S” – Accel­er­at­ing the transition to full and immedi­ate Open Access to sci­entific publications’. https://www.coa­lition-s.org/ (Okt. 2020).

[10] S. Buranyi, ‘Is the stag­ger­ingly profita­ble business of sci­entific publ­is­hing bad for sci­ence?’, The Guar­di­an, Jun. 27, 2017.

[11] ‘Op­inn aðgangur að rann­sóknum er lyk­il­at­rið­i’, Stund­in. https://­stund­in.is/­grein/9807/ (Sep. 2020).

[12] ‘T­he17 Goals | Depart­ment of Economic and Social Affair­s’. https://sdgs.un.org­/­goals (Sep. 2020).



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar