Covid, opinn aðgangur og ekki-hringrásarhagkerfi

Sara Stef. Hildardóttir, forstöðukona Bókasafns Háskólans í Reykjavík, skrifar í tilefni af viku opins aðgangs 2020 (Open Access Week) 19.-25. október.

Auglýsing

COVID hefur sett aðgengi að upplýsingum í nýtt ljós. Við erum mörg hér á Íslandi sem höfum náð okkur í smitrakningarappið og veitum þannig stjórnvöldum aðgang að persónuupplýsingum um okkur sem við myndum undir venjulegum kringumstæðum ekki finna okkur knúin til að gera. 

Það er sjálfbært fyrir okkur að veita aðgang að þessum upplýsingum því það veitir vatni á hringrásarhagkerfi [1] þess að finna sem fyrst bóluefni gegn Covid-19 og útrýma þannig heimsfaraldrinum. 

Stjórnvöld og opinberar stofnanir víða um heim hafa líka lagst á eitt með að veita aðgang að tölfræðiupplýsingum um gengi heimsfaraldursins svo vinna megi að því sameiginlega hagsmunamáli jarðarbúa að ná tökum á þessari skæðu veiru. Það er líka sjálfbært og rökrétt.  

Alþjóðleg krafa um opinn aðgang 

Þegar ljóst var að Covid-19 faraldurinn myndi umturna öllu hefðbundnu háskólastarfi tóku samfélög háskólabókasafna sig saman á alþjóðavettvangi og kröfðust þess að aðgangur yrði opnaður að annars kostuðum upplýsingaveitum og rannsóknar gagnasöfnum [2] svo nám, kennsla og rannsóknir yrðu ekki heimfaraldrinum að bráð. 

Í fyrstu Covid-19 bylgjunni sl. vor sáu flestir útgefendur og eigendur gagnasafna sér þann hag vænstan að opna fyrir aðgang að rannsóknum sem beinlínis varða þekkingu á og þróun heimsfaraldursins enda meginmarkmiðið sammannlegt allstaðar: að flýta fyrir þróun bóluefnis með öllum tiltækum ráðum [3]. En nú, þegar líður á þriðju bylgju faraldursins sjáum við merki þess að útgefendur ætla að loka aftur á þessar lífsnauðsynlegu upplýsingar [4]. Ótrúlegt en satt. 

Ósjálfbær fjármögnun rannsókna 

Háskólabókasöfn um heim allan hafa bundist bandalögum til að vinna gegn þeirri ósjálfbæru þróun sem undið hefur upp á sig innan háskólasamfélaga undanfarna áratugi [5]–[9] og veldur því að langflestar rannsóknir sem að jafnaði eru fjármagnaðar með almannafé enda sem læstar og lokaðar greinar í virtum rannsóknartímaritum. Almenningur, fræðafólk og aðrir, sem í raun fjármagna þessar rannsóknir, getur því ekki lesið afurðir rannsóknanna nema greiða sérstaklega fyrir aðgang að þeim hjá útgefendum fræða- og vísindatímarita eða með því að fara í gegnum greiddan aðgang háskólabókasafna ef því er að skipta. Almenningur greiðir sem sagt tvisvar fyrir þessar rannsóknir eins og kerfið er sett upp.

Auglýsing
Háskólar greiða sem sagt þriðja aðila, útgefendum, fyrir birtingu og aðgang að sínum eigin rannsóknum og framgangur akademísks starfsfólks byggir jafnvel á þessu ferli enda er ferlið hluti af gæðakerfi háskóla. Það er ekki óalgengt að birting einnar greinar kosti um 2.500-3.000 dollara. 

Þetta hljómar vissulega ótrúlega en svona hefur þetta verið í um sextíu ár [10] og ég hef skrifað um þetta áður [11]. Það má því segja að alþjóðaháskólasamfélagið allt sé í einskonar gíslingu 60 ára gamals kerfis, sem útgáfumógúlinn Robert Maxwell átti svo hugmyndina að [11] flestum til mikillar undrunar. 

Hringrásarhagkerfi vísinda og rannsókna   

Ef allt væri með felldu væri þetta kerfi rökrétt og sjálfbært. Það ætti að vera markmið háskóla að breyta kerfum sínum þannig að fjármögnun rannsókna skilaði sér með sjálfbærari hætti aftur út samfélagið. En það er því miður ekki raunin. Ef við teiknum upp mynd af þessu kerfi gæti hún litið einhvern veginn svona út: 

Mynd höfundur.Undanfarin 30 ár hafa stjórnvöld í Evrópu og nýlega í Bandaríkjunum verið beitt þrýstingi af hagsmunahópum vísindafólks og háskólabókasöfnum, eins og þessi grein er til marks um, um að grípa í taumana á því ósjálfbæra kerfi sem einkennir nú rannsóknarstarf og framgangskerfi háskólanna. Ef kerfi háskólanna væru sjálfbær gæti myndin litið einhvern veginn svona út: 

Mynd höfundur.Heimsátak Sameinuðu þjóðanna um sjálfbær þróunamarkmið [12] hófst formlega árið 2018 en þróun svokallaðra hringrásarhagkerfa eru talin lykillinn að sjálfbærri þróun í þeim 17 flokkum sem um ræðir en rannsóknir liggja þar allstaðar til grundvallar. Leitarvélin Google Scholar finnur 17.400 rannsóknir um sjálfbæra þróun og hringrásahagkerfi síðan 2018. Það gera 5.800 rannsóknir á ári eða næstum 16 rannsóknir á dag sl. þrjú ár. Svo við setjum rannsóknardrifkraft og -áhuga mannfólksins í samhengi. 

Hringrásarhagkerfi eru nú þau kerfi sem talin eru nauðsynleg fyrir afkomu jarðar en áður hafa sk. línuleg hagkerfi þar sem sóun er ráðandi í ferlinu verið algeng og má líklega rekja hnignun jarðar að miklu leyti til. 

Að hafa aðgang að upplýsingum sem auka þekkingu okkar til að gera samfélagið betra í dag en það var í gær er jú grunnmarkmið háskóla sem vinna að því statt og stöðugt að rannsaka og bæta heiminn. Þannig eru háskólar góð hugmynd í sjálfbæru þekkingarsamfélagi enda er það borgurunum í hag að þekkingin verði meiri og betri með hverri kynslóð. 

Það má sjálfsagt deila um hvort og þá hvernig Covid-19 stuðli að meiri sjálfbærni jarðarbúa en kannski verður heimsfaraldur til þess að opinn aðgangur að rannsóknum í almannaþágu verði loksins að veruleika – 60 árum síðar.

Höfundur er forstöðukona Bókasafns Háskólans í Reykjavík 

#HvarerOAstefnan?

Heimildir:

[1] ‘Circular economy’, Wikipedia. https://en.wikipedia.org/w/index.php?title=Circular_economy&oldid=979512789. (Sep. 2020)

[2] Sara. Stef., ‘Opinn aðgangur að rannsóknum aldrei mikilvægari’, Bókasafn - greinar. https://www.ru.is/bokasafn/greinar/ (Sep. 2020)

L. Besançon o.fl., ‘Open Science Saves Lives: Lessons from the COVID-19 Pandemic’, bioRxiv, p. 2020.08.13.249847, Ág. 2020, doi: 10.1101/2020.08.13.249847.

[4] ‘Jason Schmitt á Twitter’, Twitter. https://twitter.com/jason_schmitt/status/1308792383413391360 (Okt. 2020).

[5] ‘LIBER’, LIBER samtök evrópskra bókasafna. http://libereurope.eu/ (Okt. 2020).

[6] ‘Open Access Week’. http://openaccessweek.org/ (Okt, 2020).

[7] ‘Open Access – Um opinn aðgang á Íslandi’. https://openaccess.is/ (Okt. 2020).

[8] ‘EUA’. https://www.eua.eu/component/tags/tag/27-open-access.html  (Okt. 2020).

[9] ‘“Plan S” and “cOAlition S” – Accelerating the transition to full and immediate Open Access to scientific publications’. https://www.coalition-s.org/ (Okt. 2020).

[10] S. Buranyi, ‘Is the staggeringly profitable business of scientific publishing bad for science?’, The Guardian, Jun. 27, 2017.

[11] ‘Opinn aðgangur að rannsóknum er lykilatriði’, Stundin. https://stundin.is/grein/9807/ (Sep. 2020).

[12] ‘The17 Goals | Department of Economic and Social Affairs’. https://sdgs.un.org/goals (Sep. 2020).


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherra sveitarstjórnarmála mun ekki hafa frumkvæði að sameiningum sveitarfélaga með færri en 1.000 íbúa eins og upphaflega var lagt til í frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Hagræn áhrif fækkunar sveitarfélaga geti orðið fimm milljarðar
Nýlega voru breytingar á sveitarstjórnarlögum samþykktar en ein meginbreytingin felur í sér að stefnt skuli að því að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga verði ekki undir 1.000 manns. Upphaflega stóð til að lögfesta lágmarksíbúafjölda.
Kjarninn 20. júní 2021
Ferli Rauða barónsins lauk á sama stað og hann hófst, á Stokkseyrarvelli sumarið 2016, er hann dæmdi leik heimamanna gegn Afríku.
Saga Rauða barónsins gefin út á bók
Rauði baróninn - Saga umdeildasta knattspyrnudómara Íslandssögunnar er ný bók eftir fyrrverandi knattspyrnudómarann Garðar Örn Hinriksson. Safnað er fyrir útgáfunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. júní 2021
Helga Björg segist óska þess að það væri meiri skilningur hjá fjölmiðlum á valdatengslum og á stöðu fólks í umfjöllunum.
„Framan af var aldrei hringt í mig, enginn hafði samband“
Fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara gagnrýnir fjölmiðlaumfjöllun um eineltismál í ráðhúsinu en hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa í langan tíma.
Kjarninn 20. júní 2021
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans.
Segir mikla verðbólgu bitna verst á tekjulágum
Varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans segir áhrif mikillar verðbólgu vera sambærileg skattlagningu sem herji mest á lágtekjufólk. Samkvæmt henni er peningastefnan jafnvægislist.
Kjarninn 20. júní 2021
Tveir fossar, Faxi og Lambhagafoss, yrðu fyrir áhrifum af hinni fyrirhuguðu virkjun í Hverfisfljóti.
Auglýsa skipulagsbreytingar þrátt fyrir ítrekuð varnaðarorð Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun ítrekaði í vor þá afstöðu sína að vísa ætti ákvörðun um virkjun í Hverfisfljóti til endurskoðunar aðalskipulags Skaftárhrepps sem nú stendur yfir. Við því var ekki orðið og skipulagsbreytingar vegna áformanna nú verið auglýstar.
Kjarninn 20. júní 2021
Christian Eriksen var borinn af velli eftir að hann hneig niður í leik Dana gegn Finnum um síðustu helgi.
Eriksen og hjartastuðið
Umdeildar vítaspyrnur, rangstöðumörk, brottvísanir eða óvænt úrslit voru ekki það sem þótti fréttnæmast í fyrstu umferð Evrópukeppninnar í fótbolta. Nafn Danans Christian Eriksen var á allra vörum en skjót viðbrögð björguðu lífi hans.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún hafði betur í oddvitaslagnum í Norðvesturkjördæmi.
Þórdís Kolbrún sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi
Öll atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hafa verið talin. Haraldur Benediktsson, sem leiddi listann í síðustu kosningum, lenti í öðru sæti en hann sagði nýverið að hann hygðist ekki þiggja annað sætið ef það yrði niðurstaðan.
Kjarninn 20. júní 2021
Þórdís Kolbrún tilkynnti það síðasta haust að hún myndi fara fram í Norðvesturkjördæmi og sækjast eftir oddvitasætinu.
Þórdís Kolbrún leiðir eftir fyrstu tölur í Norðvesturkjördæmi – Haraldur þriðji
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Talin hafa verið 798 atkvæði úr flestum en ekki öllum kjördeildum af um 2200 greiddum atkvæðum Teitur Björn Einarsson er sem stendur í öðru sæti.
Kjarninn 19. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar