Um lögregluna og haturstákn

Innan lögreglunnar á Íslandi er kerfisbundinn rasismi til staðar að einhverju leyti. Það birtist til að mynda í því að þegar lögreglan kemur á vettvang gerir hún ráð fyrir því að það séu „útlendingarnir“ sem eru vandamálið, skrifar Sema Erla Serdar.

Auglýsing

Hér eru (þó)nokkur orð um notkun lög­regl­unnar á hat­ur­s­táknum sem bein­ast gegn minni­hluta­hópum í fjöl­menn­ing­ar­sam­fé­lagi og þær alvar­legu afleið­ingar sem það getur haft í ljósi umræð­unnar og yfir­lýs­inga síð­ustu daga.

Í fyrsta lagi þá er með öllu ólíð­andi og óaf­sak­an­legt að lög­reglu­þjónar beri hat­ur­s­tákn nýnas­ista á bún­ingi sínum eins og komið hefur í ljós að gert hafi verið um ára­bil og slíkt ber að for­dæma.

Í öðru lagi þá heldur því eng­inn fram að allir lög­reglu­þjónar eða allir sem starfa innan lög­regl­unnar séu kyn­þátta­hat­arar eins og reynt hefur verið að halda fram í þeim til­gangi að afvega­leiða umræð­una og gera lítið úr alvar­leika máls­ins. Það er þó jafn galið að ætla að reyna að halda því fram að eng­inn innan lög­regl­unnar búi yfir for­dóm­um, útlend­inga­andúð eða ras­isma. Slíka ein­stak­linga má finna nán­ast alls staðar í sam­fé­lag­inu, til dæmis á flestum vinnu­stöð­um, í flestum mennta­stofn­un­um, stjórn­mála­flokk­um, félaga­sam­tökum og í nán­ast öllum fjöl­skyld­um.

Auglýsing

Í þriðja lagi þá er mjög eðli­legt í lýð­ræð­is- og rétt­ar­ríki að aðrir vald­hafar spyrji spurn­inga um hvað valdi því að lög­reglu­þjónar gangi um með nýnas­ista­tákn og fari fram á svör við því. Það væri áhyggju­efni ef svo væri gert. Lög­reglan er ekki hafin yfir gagn­rýni og það er ekki lög­reglan sem er fórn­ar­lambið í þessu máli.

Það eru rétt við­brögð, og í takt við við­ur­kenndar aðferðir á öðrum vett­vangi, að velta vöngum yfir því hvort notkun lög­regl­unnar á hat­ur­s­táknum stafi af því að hug­mynd­irnar og menn­ingin í kringum slík tákn sé til staðar innan lög­regl­unnar – eða hvers þess emb­ættis eða þeirrar stofn­unar sem um ræðir hverju sinni - eða hvort það stafi af þekk­ing­ar­leysi. Lík­legt er að um sé að ræða sitt lítið af hvoru.

Kerf­is­bund­inn ras­isma má yfir­leitt finna í flestum stofn­unum þeirra ríkja sem hann er til staðar í og hann er yfir­leitt í mis­miklu mæli eftir stofn­un­um. Stundum á það við um allar stofn­anir rík­is­ins, eins og Justin Tru­deau, for­sæt­is­ráð­herra Kana­da, hefur til að mynda við­ur­kennt að eigi við um þar í landi, þrátt fyrir að ríkið sé þekkt fyrir fjöl­menn­ingu og frjáls­lyndi.

Innan lög­regl­unnar á Íslandi er kerf­is­bund­inn ras­ismi til staðar að ein­hverju leyti. Það birt­ist til að mynda í því að þegar lög­reglan kemur á vett­vang gerir hún ráð fyrir því að það séu „út­lend­ing­arn­ir“ á staðnum sem eru vanda­málið þegar hið rétta er að það eru þeir sem hringdu á lög­regl­una. Annað dæmi er að þeir sem eru af erlendum upp­runa eru beittir meiri hörku en aðrir í sömu eða sam­bæri­legum aðgerðum lög­reglu. Hið þriðja er að lög­reglu­þjónar eiga það til að sýna fólki af erlendum upp­runa mun meiri óvirð­ingu og óþol­in­mæði í sam­skipt­um. Dæmin um slíkt eru ótelj­andi.

Þekk­ing­ar­leysi lög­regl­unnar á mál­efnum fjöl­menn­ing­ar, jað­ar­setn­ing­ar, stöðu minni­hluta­hópa, hat­urs­orð­ræðu og hat­urs­glæpa er ekki nýtt vanda­mál. Þrátt fyrir að átak hafi verið gert í því að und­an­förnu að auka menntun í þeim fræðum á meðal lög­reglu­þjóna reka þolendur slíks ofbeldis sig ítrekað á skiln­ings­leysi þegar þeir leita til lög­reglu vegna hat­urs­orð­ræðu og hat­urs­glæpa. Það þekkir und­ir­rituð af eigin raun og af reynslu fjölda fólks.

Það eru mikil von­brigði að þekk­ing á mál­efnum fjöl­breyti­leik­ans séu ekki komin lengra á veg en að lög­reglan geti ekki borið kennsl á við­ur­kennd og þekkt hat­ur­s­tákn nýnas­ista og því þarf að bregð­ast við án taf­ar. Þá und­ir­strikar fram­koma ákveð­inna lög­reglu­full­trúa eftir að málið komst í hámæli enn frekar þekk­ing­ar- og skiln­ings­leysi á mál­efnum jað­ar­settra minni­hluta­hópa.

Sem leiðir okkur að þeim alvar­legu afleið­ingum sem þetta mál mun án efa hafa og til­efni er til að hafa áhyggjur af, sér­stak­lega í ljósi þess að við erum á sama tíma að verða vitni að upp­gangi nýnas­ista og ann­arra öfga­sam­taka, stjórn­mála­fólks og ein­stak­linga með afbrigði­legar hug­myndir um sam­fé­lagið okkar og fjöl­breyti­leik­ann sem er til staðar í því.

Í fyrsta lagi þá er mikil hætta á því að þolendur hat­urs­orð­ræðu, hat­urs­glæpa eða ann­ars ofbeldis af hálfu nýnas­ista eða ann­arra öfga­hópa eða ein­stak­linga sem búa yfir slíkum hug­myndum munu hætta að leita verndar hjá lög­regl­unni – sem er eini aðil­inn sem getur veitt okkur raun­veru­lega vernd. Þolendur slíks ofbeldis bera mögu­lega ekki sama traust til lög­regl­unnar og þeir gerðu áður. Það hefur strax komið í ljós að ein­stak­lingar sem til­heyra minni­hluta­hópum sem eiga á hættu að verða þolendur ofbeldis öfga­hópa treysta ekki lög­regl­unni lengur og munu hugsa sig tvisvar um áður en þeir leita aðstoðar hennar og verndar frá ofbeldi.

Skilj­an­lega. Ef þú ert að hlaupa undan nýnas­istum og lög­reglu­þjónn­inn sem tekur á móti þér ber merki þeirra heldur þú eflaust bara áfram að hlaupa! Spurn­ingin er bara hvert þú getur hlaup­ið?

Í öðru lagi hefur lög­reglan lengi lagt áherslu á að ná til jað­ar­settra hópa í sam­fé­lag­inu og skapa tengsl og trún­að­ar­sam­band við þau. Dæmi um slíkt er sam­fé­lag múslima á Íslandi. Til þess að koma í veg fyrir aðskilnað og ein­angrun ákveð­inna hópa er mik­il­vægt að traust sé til staðar á milli minni­hluta­hópa sem eru mögu­lega við­kvæmir gagn­vart ofbeldi öfga­hópa og yfir­valda. Þar spilar lög­reglan mik­il­vægt hlut­verk.

Þar sem slíkt traust er ekki til staðar getur komið upp tog­streita á milli ólíkra hópa í sam­fé­lag­inu sem erfitt getur verið að eiga við. Í rann­sóknum mínum síð­ustu ár á öfga­hyggju og vinnu við for­varnir gegn henni - með áherslu á ungt fólk - hef ég meðal ann­ars farið í vett­vangs­heim­sóknir til lög­reglu og ann­arra opin­berra stofn­ana á svæðum í Evr­ópu sem hafa verið upp­nefnd sem „hreiður isis í Evr­ópu og no-og zones“ og séð skelfi­legar afleið­ingar þess að slík sam­fé­lags­leg verk­efni þar sem lög­reglan, skólar og jað­ar­settir hópar vinni sam­an, mis­heppn­ist. Það hefur alvar­legar afleið­ingar fyrir ein­stak­linga, jað­ar­setta hópa og sam­fé­lagið í heild sinni. Ein­angr­un­in, útskúfun­in, brenni­merk­ingin á ákveðna sam­fé­lags­hópa og aðskiln­að­ur­inn á milli hópa af fólki í þeim sam­fé­lögum er átak­an­lega sorg­leg­ur.

Ljóst er að sú áhersla sem lögð hefur verið á að ná til minni­hluta­hópa í íslensku sam­fé­lagi og sá árangur sem það hefur borið er mögu­lega fyrir bí. Lög­reglu­þjónar með hat­ur­s­tákn nýnas­ista og ann­arra öfga­hópa sem þekktir eru fyrir að beita þá ofbeldi skapar van­traust, ótta og óhugnað hjá þeim ein­stak­lingum og hópum sem þurfa að leita verndar hjá lög­regl­unni fyrir ofbeldi slíkra hópa.

Það er erfitt verk­efni fram undan hjá lög­regl­unni við að byggja upp traust við minni­hluta­hópa á Íslandi á nýjan leik og þolendur ofbeldis öfga­hópa og koma í veg fyrir sundr­ungu í sam­fé­lag­inu. Það verður ekki gert með frek­ari yfir­lýs­ingum sem bera með sér mikið virð­ing­ar­leysi í garð þeirra sem eru þolendur ofbeldis öfga­sam­taka og afneitun á vand­anum sem er til staðar eða sam­fé­lags­her­ferðum sem end­ur­spegla lít­inn vilja til þess að bæta úr þekk­ing­ar- og skiln­ings­leysi á mál­efnum fjöl­menn­ing­ar, jað­ar­settra hópa og hat­urs­glæpa innan lög­regl­unn­ar. Slíkt gefur litla von um að vilji sé til þess að koma á sam­tali og sam­vinnu um að gera betur og skilur marga eftir í óvissu og ótta.

Höf­undur er stjórn­mála- og evr­ópu­fræð­ingur og mann­rétt­inda­aktí­visti.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar