Ríkisstjórnin magnaði kreppuna – nú þarf að skipta um kúrs

Auglýsing

Rík­is­stjórn Íslands gerði dýr­keypt mis­tök í glímunni við efna­hags­á­hrif kór­ónu­veirunnar í vor og for­gangs­rað­aði í þágu vel stæðra á kostnað við­kvæmra hópa. Nú verða þing­menn félags­hyggju­flokka og sam­tök launa­fólks að taka höndum saman um að afstýra frek­ari hag­stjórn­ar­mis­tökum og knýja fram breyttar áherslur við land­stjórn­ina.

Tekju­falls- og við­spyrnu­styrkir auk ann­arra úrræða sem kynnt hafa verið að und­an­förnu vekja vonir um að rík­is­stjórnin sé loks­ins að ná betri tökum á efna­hags­vand­an­um. Löngu tíma­bær hækkun grunnatvinnu­leys­is­bóta, efl­ing virkni­úr­ræða fyrir atvinnu­leit­endur og aðgerðir til að draga úr skerð­ingum hjá barna­fólki og örykjum eru líka mik­il­vægur áfanga­sigur fyrir verka­lýðs­hreyf­ing­una, Sam­fylk­ing­una og fleiri sem kallað hafa eftir slíkum aðgerðum mán­uðum saman og vís­bend­ing um að enn sé lífs­mark í félags­hyggju­taug Vinstri grænna og Fram­sókn­ar­flokks­ins.  

Þessi jákvæðu skref afsaka þó ekki þann skaða sem unn­inn var með ómark­vissum og fálm­kenndum aðgerðum í vor, fálætið gagn­vart við­kvæmum hópum og hið algjöra ráða­leysi í atvinnu- og vel­ferð­ar­málum sem birt­ist í fjár­laga­frum­varpi og fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar til næstu ára. En hvað fór úrskeiðis og hvernig er hægt að snúa þró­un­inni við, lág­marka skað­ann mán­uð­ina fram að kosn­ing­um?

Auglýsing

Hik og hálf­kák

Rúm­lega hálft ár er liðið síðan fyrstu smit kór­ónu­veiru greindust á Íslandi og mesti efna­hags­sam­dráttur frá upp­hafi mæl­inga skall á. Það vakti undrun strax í byrjun að rík­is­stjórn Íslands hreyfði sig hægar og gerði minna til að milda höggið heldur en rík­is­stjórnir nágranna­land­anna. Meðan rík­is­á­byrgð­ar­lánum og rekstr­ar­styrkjum var dælt út til þús­unda fyr­ir­tækja í Evr­ópu tók marga mán­uði á Íslandi að koma slíkum úrræðum í gagn­ið. Þetta hálf­kák og hik jók á óviss­una fyrir launa­fólk, fyr­ir­tæki og fjár­festa einmitt þegar það var brýnna en nokkru sinni fyrr að beita rík­is­vald­inu sem kjöl­festu­afli og mót­vægi við hina gríð­ar­legu óvissu kór­ónu­krepp­unn­ar. Þetta er ekki eft­irá­speki, enda var marg­sinnis bent á að íslenska hag­kerfið væri sér­stak­lega ber­skjaldað fyrir efna­hags­á­föllum far­ald­urs­ins, m.a. vegna gríð­ar­legs vægis ferða­þjón­ustu og tengdra greina í íslensku atvinnu­lífi. Það var ekki nokkur ástæða til að ætla að hér þyrfti hóf­legri björg­un­ar­að­gerðir heldur en í nágranna­lönd­un­um. 

Björg­un­ar­pakkar upp á 230 millj­arða voru kynntir á hátíð­legum blaða­manna­fundum en aðeins brot af þeirri inn­spýt­ingu skil­aði sér út í hag­kerfið þegar þörfin var mest. Fólk og fyr­ir­tæki liðu fyrir þetta. Fjár­fest­ing­ar­á­tak rík­is­stjórn­ar­innar árið 2020 nam aðeins 15 millj­örðum (0,5 pró­sentum af vergri lands­fram­leiðslu) og var ekki skjót­virkara en svo að þjóð­hags­reikn­ingar sýndu bein­línis sam­drátt í opin­berum fjár­fest­ingum á fyrri hluta árs­ins. 

Svig­rúm van­nýtt

Þegar þetta er skrifað hafa heim­ili og fyr­ir­tæki fengið sam­tals um 38 millj­arða í beinan stuðn­ing vegna kór­ónu­krepp­unnar (1,3% af VLF) en þar af hafa 10,5 millj­arðar verið not­aðir til að borga fyr­ir­tækja­eig­endum styrki fyrir að segja upp starfs­fólki. Hluta­bóta­leið­in, kreppu­úr­ræði úr smiðju Jóhönnu­stjórn­ar­inn­ar, er ein fárra aðgerða sem tókst vel og skil­aði til­skildum árangri. Útfærslan sem rík­is­stjórnin lagði fyrir Alþingi gerði ráð fyrir skerð­ingum sem hefðu bitnað harka­lega á lág- og milli­tekju­hópum, en þökk sé þrýst­ingi sam­taka launa­fólks og þverpóli­tískri vinnu í vel­ferð­ar­nefnd Alþingis var úrræð­ið, sem upp­haf­lega átti að kosta tæp­lega 800 millj­ón­ir, útvíkkað og því breytt í 20 millj­arða björg­un­ar­net fyrir fólk og fyr­ir­tæki. 

End­ur­greiðsla virð­is­auka­skatts af vinnu við íbúð­ar­hús­næði (sem einnig var inn­leitt í kjöl­far banka­hruns­ins), hefur líka reynst ágæt­lega til að halda uppi eft­ir­spurn og skapa hvata til fram­kvæmda og við­halds, en þetta er skatt­afsláttur sem rennur að veru­legu leyti til vel stæðra. Þá hafa tvö­falt fleiri nýtt sér heim­ild­ina til að ganga á eigin sér­eign­ar­sparnað en upp­haf­lega var spáð, en sú aðgerð er bein­línis tekju­auk­andi fyrir rík­is­sjóð og gagn­ast auð­vitað best þeim tekju­hærri sem hafa efni á að safna sér miklum sér­eign­ar­sparn­aði.

Á heild­ina litið hefur veru­legum hluta stuðn­ings­að­gerða rík­is­stjórn­ar­innar vegna kór­ónu­krepp­unnar verið beint til tekju­hærri heim­ila og stærstu fyr­ir­tækj­anna. Þá má setja spurn­inga­merki við áhersl­una sem var lögð á að miðla auknu pen­inga­magni í umferð gegnum banka­kerfið frekar en beint úr rík­is­sjóði. Kristrún Frosta­dóttir hag­fræð­ingur bendir á að með þessu hafi svig­rúmið til pen­inga­prent­unar nýst vel stæðum heim­ilum sem ekki þurftu sér­stak­lega á því að halda í formi auk­inna hús­næð­is­lána í stað þess að lögð væri höf­uð­á­hersla á að verja afkomu­ör­yggi heim­ila og fram­leiðslu- og þjón­ustu­getu fyr­ir­tækja. 

Krafan um afkomu­ör­yggi hunsuð

Hvað með fólkið sem þurfti hvað mest á vernd og stuðn­ingi að halda? Þrátt fyr­ir ítrek­aðar ábend­ingar og ákall verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar á vor­mán­uðum var ekki gætt að afkomu­ör­yggi þeirra sem voru í við­kvæmri stöðu eða sér­stakri áhættu (t.d. vegna und­ir­liggj­andi sjúk­dóma) en höfðu ekki verið skyld­aðir í sótt­kví. Þann 3. sept­em­ber síð­ast­lið­inn gengu þing­menn Vinstri grænna, Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sóknar svo langt að fella til­lögu stjórn­ar­and­stöð­unnar um að lög um laun í sótt­kví tækju til for­eldra fatl­aðra og lang­veikra barna í til­vikum þar sem sótt­varna­ráð­staf­anir leiða til skertrar þjón­ustu og for­eldrar þurfa að vera frá vinnu til að sinna börn­unum sín­um. 

Það verður ekki sagt of oft að efna­hag­skreppan sem við göngum nú í gegnum er allt öðru­vísi en síð­asta kreppa og bitnar einna sár­ast á þeim sem missa vinn­una og fjöl­skyldum þeirra. Þrátt fyrir þetta þverskall­að­ist rík­is­stjórnin mán­uðum saman við að mæta kröfum verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar og stjórn­ar­and­stöð­unnar um hækkun grunnatvinnu­leys­is­bóta. Fjár­mála­ráð­herra kyrj­aði sömu mön­tr­una og hags­muna­sam­tök atvinnu­rek­enda um að hærri bætur drægu úr vinnu­hvata, en eins og fjöldi sér­fræð­inga hefur bent á eru bjög­un­ar­á­hrif atvinnu­leys­is­bóta sára­lítil við núver­andi kring­um­stæður og jafn­vel hag­stjórn­ar­lega skyn­sam­legt að hækka þær. Það verða ekki til nein störf með því að skapa neyð á heim­ilum fólks sem missir vinn­una og hækkun atvinnu­leys­is­bóta er bein­línis nauð­syn­leg til að sporna gegn ójafn­að­ar­á­hrifum krepp­unn­ar. Þess vegna er fagn­að­ar­efni að rík­is­stjórnin hafi loks­ins, þann 20. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn, látið að hluta undan kröf­unni um hækkun grunnatvinnu­leys­is­bóta þótt hækk­unin ætti auð­vitað að fylgja þróun lífs­kjara­samn­inga. 

Fyr­ir­tækja­eig­endur í for­gangi

Það fór minna fyrir áhyggjum af óæski­legum hag­rænum hvötum þegar stjórn­ar­meiri­hlut­inn ákvað að borga eig­endum fyr­ir­tækja í fjár­hags­vanda sér­staka styrki fyrir að reka starfs­fólk á sama tíma og skil­yrði hluta­bóta­leið­ar­innar voru þrengd. Meira en 10 millj­örðum af almannafé hefur verið varið til að bjarga hlutafé og verja óbreytt eign­ar­hald fyr­ir­tækja með þessum hætti und­an­farna mán­uði án þess að gerðar séu kröfur um sam­fé­lags­lega ábyrgð (t.d. um bann við launa­þjófn­aði og aflands­braski eða að stærri fyr­ir­tæki skuld­bindi sig til að minnka kolefn­is­fótsporið). 

Með því að hafa upp­sagna­leið­ina „al­menna“ en ekki bundna við smærri fyr­ir­tæki átti sér stað risa­vaxin björgun hlut­hafa með fjalla­baks­leið, án skil­yrða eða trygg­inga um að ríkið fengi neitt á móti. Í hópi þeirra tíu fyr­ir­tækja sem fengu allra mest út úr upp­sagna­leið­inni eru Kynn­is­ferð­ir, sem fengu 200 millj­óna rík­is­styrk og eru í meiri­hluta­eigu for­eldra og systk­ina fjár­mála­ráð­herra, og Bláa lón­ið, sem fékk 570 millj­ónir og er m.a. í eigu eig­in­konu utan­rík­is­ráð­herra. Sam­kvæmt svörum stjórn­ar­ráðs­ins til Kjarn­ans þótti ekki til­efni innan ráðu­neyt­anna til að „meta sér­stak­lega hæfi ráð­herra í þeim aðgerðum sem stjórn­völd hafa gripið til vegna COVID-19 far­ald­urs­ins”. Upp­sagna­leiðin var rétt­lætt sem nauð­syn­leg til að ekki yrðu tafir á því að starfs­menn fyr­ir­tækja í miklum rekstr­ar­vanda fengju greidd laun á upp­sagn­ar­fresti, en þetta eru fals­rök enda til ódýr­ari og ein­fald­ari leiðir til að ná slíkum mark­mið­um. Heild­ar­um­fang upp­sagna­styrkj­anna er tvö­falt meira en nemur árlegum kostn­aði við að láta atvinnu­leys­is­trygg­ingar fylgja þróun lífs­kjara­samn­inga.

Atvinnu­leysi við­haldið

Fjár­mála­ráð­herra gerir mikið úr því að rík­is­sjóður verði rek­inn með gríð­ar­legum halla og hrósar sér fyrir að leyfa sjálf­virkum sveiflu­jöfn­urum að leika sitt hlut­verk. En halla­rekst­ur­inn getur ekki verið mark­mið í sjálfu sér. Það sem skiptir máli er hvernig pen­ingum er varið og sjálf­virkir sveiflu­jafn­arar koma ekki í stað­inn fyrir heild­stæða áætlun um atvinnu­sköpun og sjálf­bæran hag­vöxt.

Einna mest slá­andi við fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar er að þar birt­ist engin skýr áætlun um fjölgun starfa, hvorki í einka­geir­anum né hjá hinu opin­bera, og gert er ráð fyrir að atvinnu­leysi drag­ist saman um aðeins eitt pró­sentu­stig milli áranna 2020 og 2021. Atvinnu­leysi mælist mest meðal erlendra rík­is­borg­ara og ungs fólks og hefur auk­ist meira hjá konum en körl­um. Samt hefur lítið verið um sér­tækar aðgerðir fyrir þessa hópa hingað til og um 85 pró­sent þeirra starfa sem verða til vegna fjár­fest­ing­ar­átaks rík­is­stjórn­ar­innar eru karla­störf.  

Fjár­fest­ing­ar­átakið dugar skammt. Sam­kvæmt fjár­mála­á­ætlun nær fjár­fest­ing­ar­aukn­ing rík­is­ins rétt svo að vega upp á móti sam­drætti í fjár­fest­ingu sveit­ar­fé­laga og opin­berra fyr­ir­tækja en fjár­fest­ing hins opin­bera mun allt í allt aukast um aðeins 2 millj­arða milli áranna 2020 og 2021, fjár­hæð sem jafn­gildir 0,06 pró­sentum af vergri lands­fram­leiðslu í dýpstu kreppu íslenskrar hag­sögu. Þetta er ótrú­leg stað­reynd sem hefði mátt fá meiri athygli í ljósi fag­ur­gala ráða­manna um stór­aukna opin­bera fjár­fest­ing­u. 

Sveit­ar­fé­lögin skilin eft­ir, vel­ferð­ar­þjón­usta van­fjár­mögnuð

Sveit­ar­fé­lögin standa frammi fyrir gríð­ar­legum rekstr­ar­vanda vegna far­sótt­ar­innar og þyrftu um 50 millj­arða stuðn­ing frá rík­inu til að geta haldið uppi óskertri grunn­þjón­ustu á næsta ári. Heild­ar­stuðn­ingur rík­is­ins við sveit­ar­fé­lögin vegna far­ald­urs­ins nemur aðeins 10 pró­sentum af þess­ari fjár­hæð, eða tæpum 5 millj­örð­um. Með þess­ari fjársvelti­stefnu – sem gengur þvert á það sem er verið að gera á hinum Norð­ur­lönd­unum – eru sveit­ar­fé­lögin neydd til skulda­söfn­unar á miklu verri lána­kjörum en bjóð­ast rík­inu og til nið­ur­skurðar og upp­sagna með ömur­legum afleið­ingum fyrir skóla- og vel­ferð­ar­þjón­ust­u. 

Fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar gerir ráð fyrir 2 pró­senta almennri aðhalds­kröfu í rík­is­rekstr­inum og 0,5 pró­senta aðhalds­kröfu á heil­brigð­is­stofn­an­ir, öldr­un­ar­stofn­anir og skóla næstu tvö árin. Eins og BSRB bendir á felur þetta meðal ann­ars í sér að raun­lækkun verður á fram­lögum til rekstrar í almennri sjúkra­hús­þjón­ustu milli ára. Sam­tök fyr­ir­tækja í vel­ferð­ar­þjón­ustu hafa varað við afleið­ingum þess ef ekki er bætt í fjár­veit­ingu til hjúkr­un­ar- og end­ur­hæf­ing­ar­þjón­ustu vegna far­ald­urs­ins, en sam­kvæmt umsögn sam­tak­anna um fjár­lögin mun rekstr­arfé hjúkr­un­ar-, dval­ar- og dagdval­ar­rýma hafa verið skert um meira en 2 millj­arða króna með aðhalds­kröfum á þessu kjör­tíma­bili þegar rík­is­stjórnin fer frá í sept­em­ber 2021. 

Þrátt fyrir að sál­fræði­þjón­usta hafi verið felld undir greiðslu­þátt­töku Sjúkra­trygg­inga með lögum sem sam­þykkt voru með 54 atkvæðum á Alþingi í vor er ekki kveðið skýrt á um fjár­mögnun þjón­ust­unnar í fjár­laga­frum­varpi rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þetta er áhyggju­efni, enda má vænta þess á tímum far­sótt­ar, félags­legrar ein­angr­unar og fjölda­at­vinnu­leysis að margir þurfi sár­lega á geð­heil­brigð­is­þjón­ustu að halda en hafi ekki tök á að sækja sér þjón­ust­una á eigin kostn­að. Allt er þetta í takt við þá vondu for­gangs­röðun sem getið var um hér í upp­hafi: hópar sem þurfa sér­stak­lega á hjálp að halda eru látnir bíða í óvissu.

Aðhaldið gagn­vart Land­­spít­­al­­anum eru kannski alvar­­leg­ast, en fram­­kvæmda­­stjóri fjár­mála­sviðs LSH upp­­lýsti um það á dög­unum að spít­­al­inn stæði frammi fyrir hátt í 4 millj­­arða hag­ræð­ing­ar­kröfu vegna upp­­safn­aðs rekstr­­ar­halla og aðhalds­kröfu í fjár­lög­um. Þetta muni tor­velda spít­al­anum að ná niður biðlistum vegna kór­ónu­veirunnar og óhjá­kvæmi­lega koma niður á þjón­ustu við sjúk­linga. Það hefur legið fyrir allt frá því að rík­is­stjórnin kynnti fyrstu fjár­mála­á­ætlun sína árið 2018 að heil­brigð­is­þjón­ust­unni væru ætl­aðir of litlir fjár­munir til rekst­urs á kjör­tíma­bil­inu með til­liti til mann­fjölda­þró­un­ar, öldr­unar þjóð­ar­innar og fleiri áskor­ana, en á tímum heims­far­ald­urs verða stífar aðhalds­kröfur í heil­brigð­is­kerf­inu sér­stak­lega hættu­leg­ar. Skýrsla gæða- og sýk­inga­varn­ar­deildar Land­spít­ala um hópsmit á Landa­koti sýnir hve brýnt er að efla mönnun í sjúkra­hús­þjón­ust­unni, laða fag­fólk til starfa og taka á hús­næð­is­vand­an­um. Þess vegna skýtur skökku við að nú eigi að knýja Land­spít­al­ann til að ráð­ast í aðgerðir á borð við þétt­ingu vak­taplans, seinkun sum­ar­ráðn­inga á læknum og frestun hús­næð­is­fram­kvæmda. 

Metn­að­ar­leysi í lofts­lags­málum og frá­leitar skatta­breyt­ingar

Auð­vitað mætti nefna sitt­hvað fleira í fjár­lögum og fjár­mála­á­ætlun sem ber vitni um sér­kenni­legar áhersl­ur. Fram­lag rík­is­ins til lofts­lags­mála er skammar­lega lágt, langt innan við 1 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu (VLF) og eykst um 0,02 pró­sent af VLF milli ára, enda styðst rík­is­stjórnin við miklu metn­að­ar­minni lofts­lags­mark­mið en Evr­ópu­sam­bandið og hin Norð­ur­lönd­in. Fram­lög til vinnu­staða­náms, fram­halds­fræðslu, íslensku­kennslu fyrir útlend­inga, sí- og end­ur­mennt­un­ar­stöðva og starfs­mennt­unar drag­ast ýmist saman eða standa í stað á tímum þegar fjöldi fólks er án vinnu og tæki námstengdum úrræðum fagn­andi. Skattapóli­tíkin er vond og tekju­stofnar rík­is­ins eru veiktir með ómark­vissum skatta­lækk­unum á borð við lækkun erfða­fjár­skatts og fjár­magnstekju­skatts og afnáms stimp­il­gjalds vegna kaupa á stórum skip­um.

Hvaða afleið­ingar mun það hafa fyrir íslenskt atvinnu­líf og sam­keppni í land­inu ef áform rík­is­stjórn­ar­innar um nið­ur­skurð til Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins ganga eftir á tímum þegar það er veru­leg hætta á að smærri fyr­ir­tæki strá­falli en þau stærri nái ráð­andi stöðu á mörk­uð­um? Hvernig dettur stjórn­ar­meiri­hlut­anum í hug að draga úr fram­lögum til sókn­ar­á­ætl­ana lands­hluta og vinna þannig gegn byggða­efl­ingu og fjár­fest­ingu í nærum­hverf­inu  þegar einka­fjár­fest­ing er að drag­ast stór­kost­lega sam­an? Er snjallt að gera kröfur um aðhald í rekstri heil­brigð­is­þjón­ust­unnar á tímum heims­far­ald­urs? Þetta er á meðal þeirra fjöl­mörgu spurn­inga sem vakna við lestur fjár­laga­frum­varps og fjár­mála­á­ætl­un­ar. 

Þörf á skaða­minnkun næstu mán­uð­ina

Verk­efni næstu vikna og mán­aða er að aftra því að rík­is­stjórnin haldi áfram að dýpka krepp­una með van­hugs­uðum aðgerðum og vondri for­gangs­röð­un. Von­andi fáum við bólu­efni og betri rík­is­stjórn á næsta ári, en þangað til verður að verja lífs­af­komu fólks, verja opin­bera þjón­ustu, hindra frek­ari til­færslu fjár­muna til þeirra sem þurfa ekki á þeim að halda og vinna gegn rýrnun mannauðs og fram­leiðslu­tækja til þess að fram­boðs­hliðin í hag­kerf­inu verði undir við­spyrn­una búin þegar veiran hypjar sig á brott.

Eft­ir­far­andi eru lág­marks­kröfur sem við hljótum að gera til stjórn­valda þangað til ný rík­is­stjórn tekur við og kraft­mikið upp­bygg­ing­ar­starf getur hafist:

  • Komið verði í veg fyrir nið­ur­skurð þjón­ustu og fjár­fest­inga á sveit­ar­stjórn­ar­stig­inu með stór­auknum stuðn­ingi rík­is­ins við sveit­ar­fé­lög í fjár­lögum og fjár­mála­á­ætl­un.
  • Ráð­ist verði í grein­ingu á því hvaða hópar fólks og fyr­ir­tækja hafa fallið milli skips og bryggju í aðgerðum rík­is­stjórn­ar­innar og gripið strax til aðgerða til að leið­rétta þessa mis­bresti.
  • Fallið verði frá öllum aðhalds­kröfum í heil­brigð­is­kerf­inu og Land­spít­al­anum tryggð við­bóta­fjár­veit­ing til rekstrar svo ekki þurfi að skerða þjón­ustu við sjúk­linga.
  • Undið verði ofan af skað­legum breyt­ingum sem gerðar voru á hluta­bóta­leið­inni síðla sum­ars og lág­marks­starfs­hlut­fallið lækkað til að bæta virkni úrræð­is­ins og verja störf.
  • Atvinnu­leys­is­bætur og bætur almanna­trygg­inga fylgi launa­þróun til að draga úr ójafn­að­ar­á­hrifum krepp­unn­ar.

Þann 25. sept­em­ber 2021 gefst svo tæki­færi til að fella rík­is­stjórn­ina í Alþing­is­kosn­ingum og leiða sterka félags­hyggju­stjórn til valda, stjórn sem er til­búin að beita rík­is­vald­inu af fullum þunga til að reisa Ísland upp úr kór­ónu­krepp­unni: skapa atvinnu, efla opin­bera þjón­ustu, jafna kjörin með sann­gjarnri skatt­heimtu, skila auð­lind­arent­unni í sjáv­ar­út­vegi til þjóð­ar­innar og renna traust­ari stoðum undir verð­mæta­sköpun og sam­keppni á Íslandi. Verk­efnið kallar á breiða sam­stöðu félags­hyggju­fólks, það verður ekki auð­velt og fjár­sterk öfl munu beita sér af alefli gegn því að okkur tak­ist það, en það er ómaks­ins vert að reyna – og nú eru tíu mán­uðir til stefn­u. 

Höf­undur er MSc. í sagn­fræði og evr­­­ópskri stjórn­­­­­mála­hag­fræði og starfar nú við ráð­­­gjöf fyrir þing­flokk Sam­­­fylk­ing­­­ar­inn­­­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar