Misskilningur um laun

Landsbankinn furðar sig á hækkun launavísitölunnar á síðustu mánuðum og Samtök atvinnulífsins notar hana sem mótrök gegn boðuðum kjarabótum láglaunafólks. Heldur það vatni?

Auglýsing

Í síð­ustu viku birti Lands­bank­inn hag­spá þar sem hækkun launa­vísi­töl­unnar á síð­ustu mán­uðum var sögð vera „óneit­an­lega dálítið sér­stök“ sökum efna­hag­skrepp­unnar sem ríkir núna. Sam­tök atvinnu­lífs­ins (SA) sendu einnig frá sér svip­aða grein­ingu degi síðar þar sem því var haldið fram að það heyri lík­lega til und­an­tekn­inga að svona miklar launa­hækk­anir mælist á sama tíma og atvinnu­leysi eykst svona skarpt.

Hér virð­ist hafa orðið ein­hver mis­skiln­ingur í báðum grein­ing­ar­deild­un­um. Hækkun með­al­launa og launa­vísi­töl­unnar ætti alls ekki að koma á óvart þessa stund­ina, heldur er hún bein afleið­ing af yfir­stand­andi efna­hags­á­standi. Með öðrum orð­um: Launin hafa ekki hækkað þrátt fyrir krepp­una heldur einmitt vegna henn­ar.

Með­al­laun hækka þegar botn­inn hverfur

Hægt er að fá nokkuð góða mynd af áhrifum kór­ónu­krepp­unnar á vinnu­mark­að­inn með því að skoða fjölda starfa eftir atvinnu­grein­um. Sam­kvæmt þeim hafa flest störf tap­ast í ferða­þjón­ustu, og þá sér­stak­lega í rekstri veit­inga­staða og gisti­staða.

Auglýsing

Þetta eru ekki vel launuð störf ef miðað er við aðrar atvinnu­greinar hér á landi. Í tölum Hag­stof­unnar kemur fram að mið­gildi launa í störfum sem snúa að rekstri veit­inga- og gisti­staða er heilum fjórð­ungi lægra en mið­gildi allra launa á vinnu­mark­aðn­um. Búast má við að mörg önnur störf í ferða­þjón­ust­unni hafi einnig verið lág­launa­störf, þar sem þau kröfð­ust sjaldan mik­illar mennt­unar eða ann­ars konar sér­hæf­ing­ar.

Áður hefur verið fjallað um áhrif krepp­unnar á lág­launa­störf, en þau eru ástæða þess að ójöfn­uður muni lík­lega aukast í náinni fram­tíð. Atvinnu­leysi er mun meira meðal ýmissa tekju­lágra hópa, til dæmis ungs fólks, náms­manna og erlendra rík­is­borg­ara.

Það er eðli­legt að með­al­laun hækki þegar lág­launa­störf­um, sem ann­ars myndu draga með­al­tal launa nið­ur, fækk­ar. Á sama hátt væri það eðli­legt að með­al­hæð á vinnu­stöðum ykist ef lág­vaxnir væru ekki taldir með. Þró­unin á vinnu­mark­aði er því ekk­ert sér­stök að þessu leyti, heldur við­búin þegar efna­hag­skreppa herjar á tekju­lága.

Þetta er ekki 2008

SA færa rök fyrir stað­hæf­ingu sinni um að launa­hækk­unin í ár sé óeðli­leg með því að bera hana saman við þróun launa í kjöl­far banka­hruns­ins árið 2008, þar sem vísi­tala þeirra lækk­aði skarpt á meðan atvinnu­leysi jókst til muna.

Slíkur sam­an­burður er hins vegar nokkuð vara­sam­ur, þar sem eðl­is­munur er á krepp­unni árið 2008 og þeirri sem hófst núna í vor. Kreppan eftir hrunið var fjár­málakreppa sem kom verst niður fólki sem vann í fjár­mála­geir­anum og á eigna­fólki sem hafði getað tekið sér lán fyrir annað hvort bíl eða íbúð í góð­ær­inu á und­an.

Stærsta tekju­fallið í þeirri kreppu var því í atvinnu­greinum þar sem  milli- og hátekju­fólk starfaði, ekki lág­tekju­fólk. Þannig jókst tekju­jöfn­uður hér á landi, eins og sjá má í mæl­ingum Hag­stofu á svoköll­uðum Gin­i-­stuðli á tíma­bil­inu. Önnur afleið­ing af þess­ari þróun var sú að launa­vísi­talan lækk­aði, eins og búast má við þegar launa­greiðslur í vel laun­uðum störfum lækka.

Ekki ein á báti

Í ljósi þess að Lands­bank­inn og SA telja launa­hækk­anir und­an­far­inna mán­aða vera sér­stakar er ágætt að benda á að Ísland er ekk­ert eins­dæmi, nákvæm­lega sama þróun hefur átt sér stað í öðrum löndum sem reiða sig í miklum mæli á þjón­ustu­störf. Heimild: EurostatSam­kvæmt tölum frá Eurostat jókst launa­kostn­aður í Evr­ópu­sam­band­inu um fimm pró­sent á öðrum fjórð­ungi þessa árs og er það tölu­vert meiri hækkun en venju­lega. Myndin hér að ofan sýnir einnig hvernig launa­kostn­aður hefur hækkað í þeim Evr­ópu­löndum þar sem hlut­fall ferða­þjón­ustu af lands­fram­leiðslu er hæst, þ.e. á Íslandi, Spáni, Króa­tíu og Frakk­landi. Í öllum lönd­unum jókst launa­kostn­aður tölu­vert á öðrum fjórð­ungi þessa árs, þegar fyrsta bylgja far­ald­urs­ins var í fullum gangi.

Ísland sker sig ekk­ert úr þessum hópi landa. Launa­kostn­að­ur­inn jókst mun meira á Spáni heldur en hér­lend­is, en það má að öllum lík­indum rekja til þess að tekju­fallið var meira innan þjón­ustu­geirans þar í landi vegna strangs útgöngu­banns sem sett var á í vor. Í Frakk­landi og Króa­tíu má svo sjá minni hækk­un, en þó var hún meiri eftir að far­ald­ur­inn skall á heldur en í byrjun árs.

Launa­kostn­að­ur­inn er ekki vanda­málið

Í grein­ingu sinni segja SA að frek­ari launa­hækk­anir séu ekki boð­legar í núver­andi efna­hags­á­standi, þar sem fyr­ir­tæki hafi ekki bol­magn til þess að verða við þeim. Vissu­lega eru mörg fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustu og í veit­inga­rekstri á barmi gjald­þrots og gætu ekki starfað ef launa­kostn­aður hækkar enn frekar í núver­andi ástandi. Hins vegar liggja aðrar ástæður á bak við rekstr­ar­erf­ið­leika þeirra heldur en launa­kostn­að­ur.

Það er nefn­in­lega ekki svo að eig­endur veit­inga- og gisti­staða hafi orðið gjald­þrota á síð­ustu mán­uðum vegna ört hækk­andi launa­kostn­aðar þeirra, þvert á móti. Sam­kvæmt Hag­stofu lækk­uðu laun starfs­manna í geir­anum að raun­gildi á öðrum árs­fjórð­ungi, þar sem hún náði ekki að hækka í takt við verð­bólgu. Launa­hækk­an­irnar eiga sér aftur á móti stað í atvinnu­greinum þar sem fyr­ir­tækj­unum gengur til­tölu­lega vel, til dæmis hækk­uðu laun starfs­manna í vátrygg­inga- og fjár­mála­starf­semi um 7 pró­sent umfram verð­bólgu á tíma­bil­in­u. 

Þar sem launa­vísi­talan ber saman laun sama ein­stak­lings í sama starfi er því ekk­ert óeðli­legt að hún hafi hækkað á síð­ustu mán­uð­um, þar sem ein­ungis afmark­aður hópur fólks hefur lækkað í laun­um. Hækkun vísi­töl­unnar er frekar birt­ing­ar­mynd þess mikla ójafn­aðar sem kreppan skap­ar. Ekki er að sjá úr hag­tölum að laun starfs­manna í þjón­ustu­geir­anum hafi hækkað úr hófi fram, heldur virð­ast þau standa í stað á meðan öðrum atvinnu­greinum gengur miklu bet­ur.

Höf­undur er rit­stjóri Vís­bend­ingar og blaða­maður á Kjarn­an­um. 

---Aths rit­stjórnar kl.09:18 : pistl­inum var breytt lít­il­lega vegna athuga­semda um upp­bygg­ingu launa­vísi­töl­unn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir og Dagur B. Eggertsson.
Dagur ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns – Kristrún tilkynnir á föstudag
Línur eru að skýrast í formannsbaráttunni hjá Samfylkingunni, en nýr formaður verður kosinn í október. Borgarstjórinn í Reykjavík er búinn að staðfesta það sem lá í loftinu, hann fer ekki fram. Kristrún Frostadóttir hefur boðað stuðningsmenn á fund.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiÁlit