Misskilningur um laun

Landsbankinn furðar sig á hækkun launavísitölunnar á síðustu mánuðum og Samtök atvinnulífsins notar hana sem mótrök gegn boðuðum kjarabótum láglaunafólks. Heldur það vatni?

Auglýsing

Í síð­ustu viku birti Lands­bank­inn hag­spá þar sem hækkun launa­vísi­töl­unnar á síð­ustu mán­uðum var sögð vera „óneit­an­lega dálítið sér­stök“ sökum efna­hag­skrepp­unnar sem ríkir núna. Sam­tök atvinnu­lífs­ins (SA) sendu einnig frá sér svip­aða grein­ingu degi síðar þar sem því var haldið fram að það heyri lík­lega til und­an­tekn­inga að svona miklar launa­hækk­anir mælist á sama tíma og atvinnu­leysi eykst svona skarpt.

Hér virð­ist hafa orðið ein­hver mis­skiln­ingur í báðum grein­ing­ar­deild­un­um. Hækkun með­al­launa og launa­vísi­töl­unnar ætti alls ekki að koma á óvart þessa stund­ina, heldur er hún bein afleið­ing af yfir­stand­andi efna­hags­á­standi. Með öðrum orð­um: Launin hafa ekki hækkað þrátt fyrir krepp­una heldur einmitt vegna henn­ar.

Með­al­laun hækka þegar botn­inn hverfur

Hægt er að fá nokkuð góða mynd af áhrifum kór­ónu­krepp­unnar á vinnu­mark­að­inn með því að skoða fjölda starfa eftir atvinnu­grein­um. Sam­kvæmt þeim hafa flest störf tap­ast í ferða­þjón­ustu, og þá sér­stak­lega í rekstri veit­inga­staða og gisti­staða.

Auglýsing

Þetta eru ekki vel launuð störf ef miðað er við aðrar atvinnu­greinar hér á landi. Í tölum Hag­stof­unnar kemur fram að mið­gildi launa í störfum sem snúa að rekstri veit­inga- og gisti­staða er heilum fjórð­ungi lægra en mið­gildi allra launa á vinnu­mark­aðn­um. Búast má við að mörg önnur störf í ferða­þjón­ust­unni hafi einnig verið lág­launa­störf, þar sem þau kröfð­ust sjaldan mik­illar mennt­unar eða ann­ars konar sér­hæf­ing­ar.

Áður hefur verið fjallað um áhrif krepp­unnar á lág­launa­störf, en þau eru ástæða þess að ójöfn­uður muni lík­lega aukast í náinni fram­tíð. Atvinnu­leysi er mun meira meðal ýmissa tekju­lágra hópa, til dæmis ungs fólks, náms­manna og erlendra rík­is­borg­ara.

Það er eðli­legt að með­al­laun hækki þegar lág­launa­störf­um, sem ann­ars myndu draga með­al­tal launa nið­ur, fækk­ar. Á sama hátt væri það eðli­legt að með­al­hæð á vinnu­stöðum ykist ef lág­vaxnir væru ekki taldir með. Þró­unin á vinnu­mark­aði er því ekk­ert sér­stök að þessu leyti, heldur við­búin þegar efna­hag­skreppa herjar á tekju­lága.

Þetta er ekki 2008

SA færa rök fyrir stað­hæf­ingu sinni um að launa­hækk­unin í ár sé óeðli­leg með því að bera hana saman við þróun launa í kjöl­far banka­hruns­ins árið 2008, þar sem vísi­tala þeirra lækk­aði skarpt á meðan atvinnu­leysi jókst til muna.

Slíkur sam­an­burður er hins vegar nokkuð vara­sam­ur, þar sem eðl­is­munur er á krepp­unni árið 2008 og þeirri sem hófst núna í vor. Kreppan eftir hrunið var fjár­málakreppa sem kom verst niður fólki sem vann í fjár­mála­geir­anum og á eigna­fólki sem hafði getað tekið sér lán fyrir annað hvort bíl eða íbúð í góð­ær­inu á und­an.

Stærsta tekju­fallið í þeirri kreppu var því í atvinnu­greinum þar sem  milli- og hátekju­fólk starfaði, ekki lág­tekju­fólk. Þannig jókst tekju­jöfn­uður hér á landi, eins og sjá má í mæl­ingum Hag­stofu á svoköll­uðum Gin­i-­stuðli á tíma­bil­inu. Önnur afleið­ing af þess­ari þróun var sú að launa­vísi­talan lækk­aði, eins og búast má við þegar launa­greiðslur í vel laun­uðum störfum lækka.

Ekki ein á báti

Í ljósi þess að Lands­bank­inn og SA telja launa­hækk­anir und­an­far­inna mán­aða vera sér­stakar er ágætt að benda á að Ísland er ekk­ert eins­dæmi, nákvæm­lega sama þróun hefur átt sér stað í öðrum löndum sem reiða sig í miklum mæli á þjón­ustu­störf. 



Heimild: Eurostat



Sam­kvæmt tölum frá Eurostat jókst launa­kostn­aður í Evr­ópu­sam­band­inu um fimm pró­sent á öðrum fjórð­ungi þessa árs og er það tölu­vert meiri hækkun en venju­lega. Myndin hér að ofan sýnir einnig hvernig launa­kostn­aður hefur hækkað í þeim Evr­ópu­löndum þar sem hlut­fall ferða­þjón­ustu af lands­fram­leiðslu er hæst, þ.e. á Íslandi, Spáni, Króa­tíu og Frakk­landi. Í öllum lönd­unum jókst launa­kostn­aður tölu­vert á öðrum fjórð­ungi þessa árs, þegar fyrsta bylgja far­ald­urs­ins var í fullum gangi.

Ísland sker sig ekk­ert úr þessum hópi landa. Launa­kostn­að­ur­inn jókst mun meira á Spáni heldur en hér­lend­is, en það má að öllum lík­indum rekja til þess að tekju­fallið var meira innan þjón­ustu­geirans þar í landi vegna strangs útgöngu­banns sem sett var á í vor. Í Frakk­landi og Króa­tíu má svo sjá minni hækk­un, en þó var hún meiri eftir að far­ald­ur­inn skall á heldur en í byrjun árs.

Launa­kostn­að­ur­inn er ekki vanda­málið

Í grein­ingu sinni segja SA að frek­ari launa­hækk­anir séu ekki boð­legar í núver­andi efna­hags­á­standi, þar sem fyr­ir­tæki hafi ekki bol­magn til þess að verða við þeim. Vissu­lega eru mörg fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustu og í veit­inga­rekstri á barmi gjald­þrots og gætu ekki starfað ef launa­kostn­aður hækkar enn frekar í núver­andi ástandi. Hins vegar liggja aðrar ástæður á bak við rekstr­ar­erf­ið­leika þeirra heldur en launa­kostn­að­ur.

Það er nefn­in­lega ekki svo að eig­endur veit­inga- og gisti­staða hafi orðið gjald­þrota á síð­ustu mán­uðum vegna ört hækk­andi launa­kostn­aðar þeirra, þvert á móti. Sam­kvæmt Hag­stofu lækk­uðu laun starfs­manna í geir­anum að raun­gildi á öðrum árs­fjórð­ungi, þar sem hún náði ekki að hækka í takt við verð­bólgu. Launa­hækk­an­irnar eiga sér aftur á móti stað í atvinnu­greinum þar sem fyr­ir­tækj­unum gengur til­tölu­lega vel, til dæmis hækk­uðu laun starfs­manna í vátrygg­inga- og fjár­mála­starf­semi um 7 pró­sent umfram verð­bólgu á tíma­bil­in­u. 

Þar sem launa­vísi­talan ber saman laun sama ein­stak­lings í sama starfi er því ekk­ert óeðli­legt að hún hafi hækkað á síð­ustu mán­uð­um, þar sem ein­ungis afmark­aður hópur fólks hefur lækkað í laun­um. Hækkun vísi­töl­unnar er frekar birt­ing­ar­mynd þess mikla ójafn­aðar sem kreppan skap­ar. Ekki er að sjá úr hag­tölum að laun starfs­manna í þjón­ustu­geir­anum hafi hækkað úr hófi fram, heldur virð­ast þau standa í stað á meðan öðrum atvinnu­greinum gengur miklu bet­ur.

Höf­undur er rit­stjóri Vís­bend­ingar og blaða­maður á Kjarn­an­um. 

---



Aths rit­stjórnar kl.09:18 : pistl­inum var breytt lít­il­lega vegna athuga­semda um upp­bygg­ingu launa­vísi­töl­unn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit