Stjórnun tengslaneta í byggingariðnaðinum: ónýtt auðlind?

Þórdís Arnardóttir, Helga Kristín Gunnlaugsdóttir og Dr. Inga Minelgaité skrifa um alþjóðlega rannsókn á vegum Háskóla Íslands um þann ávinning sem felst í því að vinna í langtíma tengslaneti í byggingariðnaði.

aðsend18desþrenna.jpg
Auglýsing

Hrað­ar, betra og ódýr­ara. Með öðrum orðum skil­virkara. Þetta er mantran á öllum sviðum innan við­skipta og fyr­ir­tækja. Að með­al­tali er um 11,4% fjár­fest­inga sóað vegna lélegra inn­leið­inga verk­efna en tölur um skipu­lags­heildir sem van­meta mik­il­vægi verk­efna­stjórn­unar sýna að um 67% fleiri verk­efna þeirra mis­takast. Fyr­ir­tæki nota margar stefnur til að auka skil­virkni starf­sem­inn­ar, t.d. Lean, Agile o.s.frv. En hvað með notkun tengsla­neta? Nýleg rann­sókn sýnir að vax­andi flækju­stig og umfang verk­efna krefst sífellt meira sam­starfs fyr­ir­tækja til að ná mark­mið­um. Ávinn­ing­ur­inn flest í því að fleiri aðilar koma að borð­inu með sína sér­þekk­ingu sem stuðlar að sam­eig­in­legum lær­dómi um hvernig best er að fram­kvæma verk­efn­in. Það stuðlar einnig að betri nýt­ingu auð­linda, bætir get­una til að takast á við flókin vanda­mál, veitir við­skipta­vinum betri þjón­ustu og eykur sam­keppn­is­hæfni skipu­lags­heild­anna í tengsla­net­inu.

Við vitum að ýmis fyr­ir­tæki vinna ítrekað saman til að fram­kvæma ný verk­efni. Hvernig eru þessi tengsla­net mynd­uð? Hvað gengur vel og hvað ekki? Hvað veldur því að sum fyr­ir­tæki vinna síend­ur­tekið með sama tengsla­net­inu en önnur gera það ekki? Hvernig geta stjórn­endur tengsla­neta stjórnað þeim á áhrifa­rík­ari hátt og aukið þannig skil­virkni þess í verk­efn­um?

Þrír kven­kyns rann­sak­endur ætla að svara þessum spurn­ingum og öðrum sem snúa að mjög kar­lægri atvinnu­grein – bygg­ing­ar­iðn­að­in­um. Helga Kristín Gunn­laugs­dóttir og Þór­dís Arn­ar­dóttir eru báðar meist­ara­nemar í verk­efna­stjórnun í Háskóla Íslands undir leið­sögn Ingu Minelgaité pró­fess­ors við við­skipta­fræði­deild skól­ans og taka þátt í alþjóð­legri rann­sókn sem leidd er af Ralf Müll­er, pró­fessor í verk­efna­stjórnun við BI við­skipta­há­skól­ann í Nor­egi. Ralf er leið­andi í rann­sóknum á alþjóð­legri verk­efna­stjórnun og marg­verð­laun­aður fyrir störf sín og fram­lag á því sviði. Þau lönd sem taka þátt eru Ísland, Lit­há­en, Nor­eg­ur, Ástr­al­ía, Kanada og Kína og verður gerður sam­an­burður á milli stjórn­unar tengsla­neta í þessum lönd­um.

Margar rann­sóknir hafa verið gerðar á tengsla­netum en eftir því sem við best vitum hafa engar rann­sóknir verið gerðar á lang­tíma ávinn­ingi þess að not­ast við sama tengsla­netið í verk­efn­um. Þessi rann­sókn er því sú fyrsta sinnar teg­undar sem snýr að stjórnun tengsla­neta í bygg­ing­ar­iðn­aði á Íslandi þar sem sömu skipu­lags­heildir vinna til lengri tíma, síend­ur­tekið sam­an, og er ætl­unin að rann­saka ávinn­ing af þess konar sam­starfi. Þessi alþjóð­lega rann­sókn mun veita aðilum í bygg­ing­ar­iðn­að­inum leið­bein­ingar um hvernig þeir geta á sem bestan hátt hannað sitt tengsla­net og stýrt því í verk­efnum sín­um. 

Auglýsing
Fyrsta áfanga rann­sókn­ar­innar er lokið og er búið að taka við­töl við alla þá aðila í bygg­ing­ar­iðn­að­inum sem ætla að taka þátt í henni og viljum við þakka þeim kær­lega fyr­ir. Þátt­taka þeirra hefur verið ómet­an­leg sér­stak­lega fyrir alþjóð­legan sam­an­burð. Það sem hefur komið okkur mest á óvart er hversu ólíkir aðilar stýra verk­efnum í bygg­ing­ar­iðn­að­inum og fundum við fyrir miklum áhuga af þeirra hálfu til að taka þátt í rann­sókn­inn­i. 

Það er enn of snemmt að tala um nið­ur­stöður en við­tölin sem við tókum benda til þess að fyr­ir­tækjum þykir gott að vinna ítrekað með sömu aðil­um. Bygg­ing­ar­hraði verður sífellt meiri og hafa við­mæl­endur talað um að aukin áhersla sé á skil­virkni og hag­kvæmni á sem stystum tíma. Með auk­inni áherslu á bygg­ing­ar­hraða skiptir traust miklu máli því það er lítið svig­rúm fyrir mis­tök. Menn vilja meina að traust skap­ist milli aðila þegar fólk vinnur end­ur­tekið saman og því skipti gott tengsla­net megin máli.

Það verður því áhuga­vert að sjá hvort að nið­ur­stöður þess­arar rann­sóknar bendi til að aðilum sem vinna í sama tengsla­net­inu aftur og aftur tak­ist að bæta getu sína og auka lær­dómi sinn á því hvernig best er að fram­kvæma verk­efn­in. Það verður einnig fróð­legt að sjá hvort að ávinn­ing­ur­inn er meiri þegar unnið er með sama tengsla­net­inu til lengri tíma. Við vitum að aðilar í bygg­ing­ar­iðn­að­inum vinna ítrekað saman en það er óljóst hvort að stjórn­endur tengsla­net­anna eru með­vit­aðir um þann ávinn­ing sem getur hlot­ist af slíku sam­starfi og er það einmitt það sem við erum að rann­saka.

Nið­ur­stöð­urnar mætti svo auð­veld­lega yfir­færa á aðrar atvinnu­greinar þar sem fyr­ir­tæki treysta á verk­efna­miðað sam­starf sín á milli. Með því að nýta sér þær geta fyr­ir­tæki bætt þekk­ingu sína og skiln­ing á eigin tengsla­netum og aukið lík­urnar á því að mark­miðum varð­andi kostn­að, tíma og umfang verk­efna sé náð. 

Inga Min­elgaité er pró­fessor við við­skipta­fræði­deild HÍ. Helga Kristín Gunn­laugs­dóttir og Þór­dís Arn­ar­dótt­ir eru meist­ara­nemar í verk­efna­stjórn­un.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar