Árið 2020: Hvert erum við komin?

Vigdís Hauksdóttir oddviti Miðflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur gerir upp árið 2020.

Auglýsing

Heims­byggðin hefur ekki farið var­hluta af heims­far­aldr­inum sem enn geysar og hefur hann lagt efna­hag þjóða í rúst mis­mun­andi eftir lönd­um. Hér á landi var tekið þannig á málum að per­sónu­frelsi okkar sem á að vera varið í stjórn­ar­skrá - var skert með víð­tækum hætti. Sagan á eftir að gera þennan tíma upp.

Kór­ónu­veiran sem skálka­skjól?

Ég var­aði við því í upp­hafi far­ald­urs­ins að kór­ónu­veiran yrði ekki notuð sem skálka­skjól fyrir nán­ast hvað sem er í íslensku sam­fé­lagi og þá sér­stak­lega ekki sem skálka­skjól fyrir stjórn­mála­menn sem sætu með meiri­hluta­vald í sínum hönd­um, hvort sem væri hjá ríki eða í sveit­ar­stjórn­um. 

Því miður báru þessi varn­að­ar­orð ekki árangur því sú hefur því miður orðið raun­in. Verst er þó skálka­skjól veirunnar þegar kemur að fjár­málum þess­ara opin­beru aðila. Þau sveit­ar­fé­lög sem voru mjög skuld­sett áður en far­ald­ur­inn skall á kenna nú veirunni um slaka stöðu sína. 

Auglýsing

Verst er ástandið í hinni ofur­skuld­settu höf­uð­borg okkar – sjálfri Reykja­vík undir stjórn borg­ar­stjóra Dags B. Egg­erts­sonar og við­reista meiri­hlut­anum hans. Það eru aumir stjórn­mála­menn sem haga sér og mál­flutn­ingi sínum með þessum hætti og það versta er að þeir telja að almenn­ingur sjái ekki í gegnum mála­til­bún­að­inn. Lík­lega trúa þeir þessu sjálf­ir.

Ég hef lengi haft áhyggjur af mann­rétt­indum okkar sem varin er í 73. gr. stjórn­ar­skrár­innar en hún hljóðar svo: „Allir eru frjálsir skoð­ana sinna og sann­fær­ing­ar.  Hver maður á rétt á að láta í ljós hugs­anir sín­ar, en ábyrgj­ast verður hann þær fyrir dómi. Rit­skoðun og aðrar sam­bæri­legar tálm­anir á tján­ing­ar­frelsi má aldrei í lög leiða.“ 

Rit­skoðun var byrjuð löngu fyrir far­ald­ur­inn undir stjórn Vinstri grænna. Fundið var upp nýyrðið upp­lýs­inga­óreiða yfir rit­skoðun og er rann­sóknum á óreið­unni stjórnað af Þjóðar­ör­ygg­is­ráði sem er undir stjórn for­sæt­is­ráð­herra. Eftir að veiran skall á hefur verið slegið í klár­inn í þessum efnum og sett var upp sér­stakur vinnu­hópur um sem ber heitið „Upp­lýs­inga­óreiða og COVID-19“  til að allt yrði nú rétt mat­reitt ofan í land­ann. 

Hvar eru mann­rétt­indin okkar til frjálsra skoð­ana­skipta? Hvert erum við kom­in?

Valda­fram­sal

Stór­tækt valda­fram­sal hefur átt sér stað frá kjörnum full­trúum hvort sem er hjá ríki eða borg. Rík­inu er stjórnað í dag á reglu­gerðum sem heil­brigð­is­ráð­herra setur sem vart eiga sér stað í lög­um.

Reykja­vík­ur­borg er stjórnað af sér­stakri neyð­ar­stjórn þar sem borg­ar­stjóri er ein­ráður ásamt emb­ætt­is­mönn­um. Neyð­ar­stjórn Reykja­víkur hefur tekið sér óeðli­legt vald og vald í mjög langan tíma – eða hátt í ár. Neyð­ar­stjórn hefur m.a. tekið sér það vald að fjalla um fjár­mál borg­ar­innar sem er brot á sveit­ar­stjórn­ar­lögum enda fer borg­ar­ráð með fjár­heim­ildir sam­kvæmt stjórn­skipu­lagi borg­ar­innar að fjár­hags­á­ætlun lok­inni sem borg­ar­stjórn sam­þykkir ár hvert. Borg­ar­ráð hefur ekki afsalað sér neinum völdum til neyð­ar­stjórn­ar. 

Svo virð­ist sem ekki gildi lengur sveita­stjórn­ar­lög, stjórn­sýslu­lög eða sam­þykktir borg­ar­innar um störf borg­ar­stjórn­ar, borg­ar­ráðs og fagráða. Á engan hátt er hægt að tala um að neyð­ar­stig hafi staðið síð­ast­liðna tíu mán­uði vegna þess að ástandið hefur verið við­var­andi. Neyð­ar­stjórn á að virkja þegar alvar­leg, tíma­bundin vá steðjar að eins og nú síð­ast í vatns- og aur­flóð­unum á Seyð­is­firð­i. 

Dag­legur og hefð­bund­inn rekstur Reykja­víkur getur aldrei verið keyrður áfram á lögum um almanna­varnir nr. 82/2008, frekar en að rekstur rík­is­ins sé keyrður áfram á reglu­gerðum sem eiga sér ekki næga stoð í lög­um. Hvert erum við kom­in?

End­ur­heimt stjórn­ar­skrár­var­ins réttar

Ekki er víst að við end­ur­heimtum mann­rétt­indi okkar á ný á einum degi. Kerfið lætur ekki svo auð­veld­lega af völdum sín­um. Hvað er betra fyrir stjórn­kerfið en að hafa alla hrædda og ótta­slegna? 

Við verðum að standa saman að því sem þjóð að þessu ástandi linni. Við verðum að standa saman að því sem þjóð að þeir sem voru kosnir í lýð­ræð­is­legum kosn­ingum stjórni ríki og sveit­ar­fé­lögum á grunni laga. Valda­fram­sal­inu verður að linna og end­ur­heimt lýð­ræð­is­ins verður að verða að veru­leika – ann­ars getum við gleymt öllum lög­bundnum kosn­ingum í land­inu.

Ég óska Reyk­vík­ingum og lands­mönnum öllum gleði­legs nýs árs með von um að árið 2021 verði okkur öllum far­sælt og gott.

Höf­undur er odd­viti Mið­flokks­ins í borg­ar­stjórn Reykja­víkur

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit