Nýja hagfræðin í Reykjavík

Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur gerir upp árið 2020.

Auglýsing

Talan 2020 er tákn­ræn í hugum margra fyrir heil­brigði. Heil­brigð sjón er stundum kölluð 20/20 eftir Snellen-­próf­inu sem er tekið í 20 feta fjar­lægð. Um ára­mótin kveðjum við 2020 hins­vegar með litlum sökn­uði. Kór­ónu­veiran breytti for­sendum flestra og er borgin engin und­an­tekn­ing.

Vand­inn í borg­inni er sá að lengsta hag­vaxt­ar­skeið íslands­sög­unnar var ekki nýtt í að greiða niður skuld­ir. Þvert á móti var bætt á sig meira en millj­arði á mán­uði í skuldir öll góð­ær­is­ár­in. Í byrjun árs reikn­aði borgin út hvað það kost­aði hana að hér kæmu ferða­menn. Sam­kvæmt útreikn­ingum Reykja­vík­ur­borgar sem birtir voru 27. febr­úar tap­aði borgin meira en 8 millj­örðum á því að ferða­menn kæmu hingað með kredit­kortin sín. Þetta var merki­leg upp­götvum og hefði mátt gera tals­vert úr þess­ari hag­fræði­kenn­ingu enda er þessi upp­götvun þvert á fyrri nið­ur­stöð­ur. 

En svo ger­ast atburð­ir. Til­kynnt var um fyrsta til­felli COVID-19 á Íslandi 28. febr­ú­ar. Dag­inn eftir að útreikn­ing­arnir um millj­arða­tapið voru birt­ir. Vika er langur tími. Fram­haldið þekkjum við öll. Landa­mæri lok­uð­ust og ferða­þjón­ustan hrundi. Atvinnu­leysi rauk upp og rík­is­sjóður steig inn með gríð­ar­lega inn­spýt­ing­u. 

Auglýsing

Ef útreikn­ingar borg­ar­innar hefðu verið réttir hefði kostn­aður borg­ar­innar átt að snar­minnka og afkoman að batna við þennan sam­drátt. Eins og allir vita var það einmitt akkúrat öfugt. Tekjur borg­ar­innar eru mun minni en áætlað var. Og útgjöld­in? Þau aukast áfram.

Fólk skapar tæki­færi

Fyr­ir­tækin í borg­inni þurftu skyndi­lega að draga sam­an. Segja upp starfs­fólki. En þau gerðu meira en það. Þau sýndu frá­bæra nýsköpun og sjálfs­bjarg­ar­við­leitni. Veit­inga­staðir fóru að bjóða upp á mat til að sækja og senda. Kokkar buðu upp á að elda í heima­hús­um. Tón­list­ar­menn sem ekki máttu halda tón­leika fóru að streyma. Og skól­arnir tóku tækn­ina í notkun á styttri tíma en talið var ger­leg­t. 

Borgin nýtti þetta tæki­færi að hluta, en gæti gert miklu bet­ur. Það þarf að nútíma­væða rekstur borg­ar­inn­ar. Læra af því besta sem fólkið og fyr­ir­tækin ger­a. 

Í dag er kostn­aður borg­ar­innar um 18% hærri en hjá nágranna­sveit­ar­fé­lög­un­um. Langstærsta sveit­ar­fé­lagið á að vera hag­stæð­ari ein­ing er það ekki. Enn þarf að fara með papp­íra staða á milli. Síðan fara þeir á milli mið­stöðva og skrif­stofa. Mið­læg stjórn­sýsla kostar millj­arða á ári, en samt tekur langan tíma fyrir fólk að fá svör. Ef þau á annað borðið fást. 

Hið svo­kall­aða "græna plan" var lagt fram í árs­lok. Það er áætlun um að auka skuldir veru­lega. Það á að taka 52 millj­arða í ný lán á næsta ári, eða eitt þús­und millj­ónir á hverri viku. Það er kallað hug­rekki. Engin hag­ræð­ing er sjá­an­leg. 

Sumt í plan­inu finnst mér hrein tíma­skekkja. Eins og það að fjár­festa í flutn­ingi á mal­bik­un­ar­stöð hins opin­bera. Mal­bik­un­ar­stöðin Höfði á að fara upp að Esju­mel­um. Mal­bik­un­ar­stöð upp að Esju fyrir millj­arða.  Það er ekki grænt. Það er tíma­skekkja að borgin sé að reka mal­bik­un­ar­stöð á tutt­ug­ustu og fyrstu öld­inni. Ekk­ert ann­að. 

En svo er sumt sem ein­fald­lega fok­dýrt. Eins og það að setja á fimmta millj­arð króna í að gera upp Gróf­ar­húsið við Tryggva­götu. Á sama tíma eru biðlistar eftir leik­skóla­pláss­um. Skrýtin for­gangs­röð­un.

Við lögðum fram fjölda af til­lögum sem okkur fannst skyn­sam­ar. Við lögðum til að borgin fari úr því að reka fjar­skipta­fyr­ir­tæki. Fólk sem leigir hjá Félags­bú­stöðum fái að kaupa heim­ili sín. Orku­skiptum verði flýtt og auð­veld­ara verði að hlaða raf­magsnbíla. Þessar til­lögur og tutt­ugu aðrar voru felld­ar. Strá­felld­ar. 

Ég trúi því að góðar hug­myndir sigri að lok­um. Von­andi verður 2021 gott ár. Von­andi verður 2022 ennþá betra. Við ætlum að halda áfram að koma með jákvæðar til­ögur um það sem betur má fara. Benda á það sem okkur finnst ekki í lagi. Það er okkar hlut­verk. Von­andi verður meira hlustað á fjöl­breyttar raddir á nýju ári. Saman erum við sterk­ari. Gleði­legt nýtt ár!

Höf­undur er odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í borg­ar­stjórn Reykja­víkur

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit