Varnarsigur á veirutímum

Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar um áskoranir í sjávarútveginum á árinu sem er að líða og framtíðarmöguleikum innan greinarinnar.

Auglýsing

Það er ekki alveg laust við að línur úr gömlum Percy Mayfi­eld slag­ara komi upp í hug­ann, þegar talið berst að því að fara yfir árið sem er að líða „Hit the road Jack, and don't you come back, no more, no more, no more, no more ...“ Sjálf­sagt er ég ekki ein um þá skoðun að árið hafi verið erfitt, nokkuð þreyt­andi, jafn­vel leið­in­legt, en vissu­lega áhuga­vert á margan hátt. Svo mjög er maður háður van­an­um, að maður vill helst aldrei sætta sig við utan­að­kom­andi hömlur á dag­legt líf. Því  fjöl­margt hefur verið bann­að; bannað að fara í skóla, bannað að hitta fólk, bannað að fara í rækt­ina, bannað að fara í leik­hús, bannað að fara í sund, svona til að nefna fátt eitt. Svo áttum við öll að ferð­ast inn­an­lands, helst inn­an­húss. Það reyndi því bæði á úthald og þraut­seigju þjóðar sem sumir segja að eigi erfitt með að taka opin­berri leið­sögn. Og nú reynir á stað­fest­una, von­andi síð­ustu metrana áður en bólu­efnið byrjar að bæta úr.   

En úr COVID enda­sprett­inum og í íslenskan sjáv­ar­út­veg. Árið hófst með nokkrum bægsla­gangi í veðr­inu, tíðin var rysj­ótt og erf­ið­lega gekk að halda skipum á sjó. Gæfta­leysi ein­kenndi því upp­haf árs­ins. Síðan varð ljóst að loðnan var hér ekki í nægj­an­legu magni til þess að hægt væri að gefa út kvóta og var það annað árið í röð sem slíkt högg reið yfir. En þeir sem sækja sjó­inn vita að brugðið getur til beggja vona þegar nátt­úran er ann­ars veg­ar. Við hana verður ekki ráðið nema að litlu leyti. Um líkt leyti fór að bera á fréttum af kór­ónu­veirunni. Ljóst var strax að hér var á ferð­inni óværa sem myndi hafa djúp­stæð áhrif á gang mála í sjáv­ar­út­vegi og á mann­lífið almennt. Það varð enda nið­ur­stað­an. 

Fyrstu áhrifa á sjáv­ar­út­veg­inn tók að gæta strax við upp­haf far­ald­urs­ins. Fyrstu merki þess voru að það þrengd­ist um á mörk­uðum og ákveðnir mark­að­ir, bæði vestan hafs og aust­an, nán­ast lok­uð­ust eins og hendi væri veif­að. Sér­stak­lega var það áber­andi á mörk­uðum fyrir ferskan fisk. Og það sama var að ger­ast á mark­aði fyrir eld­is­fisk frá Íslandi, bæði lax og bleikju. Sala á frystum fiski gekk hins vegar nokkuð betur og spurn var eftir sölt­uðum afurð­um, meðal ann­ars í Portú­gal. Mark­aður fyrir mjöl og lýsi hélst opinn. Lög­málið um fram­boð og eft­ir­spurn lét þó ekki að sér hæða. Kaup­endur íslenskra sjáv­ar­af­urða lentu í erf­ið­leikum og leiddi það til þess að þrýst­ingur varð til lækk­unar á afurðum frá Íslandi. Afpant­anir juk­ust og margir þurftu lengri greiðslu­frest. 

Auglýsing

Til að bregð­ast við þessu ástandi settu íslenskir fram­leið­endur meira í frost og geymdu afurð­irnar frekar en að selja lágu verði. Þetta leiddi til þess að tekjur dróg­ust saman og kostn­aður vegna geymslu jókst. Flutn­ingar yfir landa­mæri urðu snún­ari og kostn­að­ar­sam­ari, en heilt yfir má segja að þeir hafi gengið nokkuð bæri­lega og reyndar urðu ekki meiri­háttar vand­ræði vegna flutn­inga. Þegar horft er til baka er skilj­an­legt að tauga­veikl­unar hafi gætt á mörk­uðum við upp­haf COVID-19. Eng­inn vissi hvað fram undan væri og því skilj­an­legt að margir hafi tak­markað áhætt­una með því að halda að sér hönd­um; útflutn­ingur dróst strax sam­an. En hvernig sem allt velt­ist í ver­öld­inni, þarf fólk að borða. Það kom á dag­inn. 

Þegar líða fór á árið varð ljóst að COVID-19 hafði minni áhrif á íslenskan sjáv­ar­út­veg en ótt­ast var í fyrstu. Seðla­bank­inn spáði í maí 12% sam­drætti í sjáv­ar­út­vegi í ár, en þegar líða tók á árið lækk­aði bank­inn töl­una í 8%. Ekki er ljóst þegar þetta er skrifað hversu mik­ill hann verð­ur, en það sem hjálp­aði útflutn­ings­at­vinnu­grein­unum í þessu ástandi, var að gengi krón­unnar gaf eft­ir. Það byrj­aði hins vegar að styrkj­ast þegar líða tók á haust­ið.  

Vægi sjáv­ar­af­urða í gjald­eyr­is­tekjum þjóð­ar­bús­ins af vöru- og þjón­ustu­við­skiptum hefur verið um fimmt­ungur á und­an­förnum árum. Þetta breytt­ist í ár og á fyrstu níu mán­uðum árs­ins var vægið komið í 27% og hefur ekki verið hærra síðan árið 2007. Þótt það sé vissu­lega ánægju­legt að sjáv­ar­út­veg­ur­inn hafi haldið sjó, þá er að sjálf­sögðu aukin hlut­deild hans til komin vegna sam­dráttar á öðrum svið­um, einkum í ferða­þjón­ust­u. 

Ég leyfi mér að segja að íslenskur sjáv­ar­út­vegur hafi unnið varn­ar­sigur í rekstr­ar­um­hverfi kór­ónu­veirunn­ar. Árangur íslensks sjáv­ar­út­vegs má fyrst og fremst þakka sveigj­an­leika íslenska fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­is­ins og fjár­hags­lega sterkum og vel reknum fyr­ir­tækj­um. Kvóta­kerfið bygg­ist á því að fyr­ir­tækjum er heim­ilt að veiða ákveðið magn af fiski, sem þau síðan gera, þegar hent­ar. Til skamms tíma geta þau því „geymt“ fisk­inn í sjónum og sótt hann þegar betur árar. Þegar svo er þarf að stilla saman veið­ar, vinnslu og sölu, eins og reyndar er gert á öllum tím­um. Þessir þættir eru oft sam­þættir og það gerir fyr­ir­tækj­unum mun auð­veld­ara að takast á við óvænt atvik. Það er ekki nóg að veiða fisk­inn, það þarf einnig að verka hann, pakka og selja. Allir þessir hlekkir í keðj­unni stóð­ust þol­raun kór­ónu­veirunn­ar. Verð­mæti urðu til dag hvern. Í því sam­hengi má geta þess, að á sama tíma keppt­ust ríki beggja vegna Atl­ants­hafs­ins við að dæla fjár­munum skatt­greið­enda inn í sjáv­ar­út­veg með sér­tækum aðgerð­um. Til þess kom ekki hér á landi, bless­un­ar­lega. 

Í þessu ástandi hefur ber­lega komið í ljós að vel fjár­mögnuð fyr­ir­tæki eru langtum lík­legri til að standa af sér storm­inn. Fyr­ir­tæki með lítið eigið fé hafa ekki á neitt að ganga þegar í bak­seglin slær. Mér hefur oft fund­ist að þeir, sem vilja umbylta fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­inu, horfi fram hjá þess­ari stað­reynd. Það er ekki aðeins hagur fyr­ir­tækj­anna sjálfra að vera vel fjár­mögn­uð, það skiptir land og þjóð einnig miklu. Hvað hefði gerst ef sjáv­ar­út­veg­ur­inn hefði verið veik­burða og skuldum hlað­inn þegar far­ald­ur­inn hóf­st; hefði það gagn­ast þjóð­inni bet­ur, þegar sjáv­ar­út­veg­ur­inn er ein helsta upp­spretta gjald­eyr­is? Þetta er atriði sem gott er að hafa í huga þegar barist er fyrir því að veikja fjár­hags­legar stoðir sjáv­ar­út­vegs. Íslend­ingum hefur tek­ist að gera sjáv­ar­út­veg að efna­hags­legri burð­ar­stoð og íslenskur sjáv­ar­út­vegur er í fremstu röð á heims­vísu. Það er gott hlut­skipti.

Sam­fé­lags­stefna

Und­ir­bún­ingur að sam­fé­lags­stefnu sjáv­ar­út­vegs hófst í fyrra og var hún kynnt á haust­mán­uð­um. Til að fá fram sjón­ar­mið og umræðu og leiða saman fólk úr ólíkum átt­um, var brugðið á það ráð að halda fjóra opna fundi í veit­inga­hús­inu Mess­anum í húsi Sjó­minja­safns­ins á Granda. Reyndar kom COVID í veg fyrir að hægt væri að hafa fjórða og síð­asta fund­inn opinn og honum var því ein­göngu streymt á net­inu. Þessir fundir tók­ust vel og var bæði gagn­legt og fróð­legt að leiða saman fólk með ólíkar skoð­anir á sjáv­ar­út­vegi. Afrakstur fund­anna var síðan hafður til hlið­sjónar þegar sam­fé­lags­stefnan var skrif­uð. Stefn­una má sjá í heild sinni sjá hér. 

Fisk­eldi

Ein er sú útflutn­ings­grein sem sýndi að hún býr yfir miklum mögu­leik­um, kjósi yfir­völd að halda rétt á spil­un­um. Það er fisk­eldi. Er nú svo komið að afurðir frá fisk­eldi eru um 5% af vöru­út­flutn­ingi frá Íslandi. Verð­mætin slaga í 30 millj­arða króna. Á COVID tímum kemur það ber­lega í ljós hversu mik­il­vægt það er fyrir útflutn­ings­drifið hag­kerfi eins og það íslenska, að hafa fleiri en eina efna­hags­lega stoð. Því fleiri sem þær eru, því betra. Miðað við fyr­ir­liggj­andi áætl­anir mun hlutur fisk­eldis í útflutn­ings­tekjum vaxa á kom­andi árum og gera þjóð­ar­bú­inu auð­veld­ara fyrir þegar slær í bak­seglið. 

Áhrif fisk­eldis á þjóð­ar­hag er auð­velt að lesa úr tölum Hag­stof­unn­ar. En það hefur ekki síður áhrif á nærum­hverfi sitt. Tvær nýlegar fréttir má nefna því til stuðn­ings. Rebekka Hilm­ars­dóttir bæj­ar­stjóri í Vest­ur­byggð segir frá því í við­tali við Morg­un­blaðið 20. nóv­em­ber að fisk­eldið vestra hafi snúið hnignun í sókn: „Við erum að sjá ákveðin merki meðal ann­ars í íbúa­þró­un­inni. Þegar maður tengir þessa íbúa­þróun við atburði sem hafa verið að eiga sér stað frá því var haf­ist handa við að koma þessu fisk­eldi á kopp­inn, þá sér maður að íbúa­fjöld­inn sem var í frjálsu falli frá 1998 fer að breyt­ast og íbúum fer að fjölga því atvinnu­tæki­færin eru fleiri. Það er ekki hægt að full­yrða að hægt sé að rekja alla breyt­ing­una til fisk­eld­is­ins en það er ljóst að fisk­eldið setti af stað ákveð­inn snjó­bolta sem gerði það að verkum að íbúa­fjöld­inn jókst og er stöðugt að aukast. Við sjáum mjög stórar breyt­ingar bara á þessu ári sem er ótrú­lega skemmti­leg­t.“ Svo mörg voru þau orð. Annað nýlegt dæmi má taka úr fréttum Stöðvar tvö. Þar er sagt frá lið­lega tví­tugri konu á Flat­eyri sem stofnað hefur mat­væla­vinnslu til að full­vinna vörur úr vest­firskum eld­is­fiski. Þar eru starfs­menn nú orðnir þrí­r.  

Sem sagt

Árið var í heild sinni við­burða­ríkt og COVID gerði það enn við­burð­ar­rík­ara, kannski umfram nauð­syn. Íslenskur sjáv­ar­út­vegur stóð þetta af sér og sýnir enn og aftur að hann er sú efna­hags­lega stoð sem honum er ætlað að vera. Ýmsum þykir ástæða til að reyna að hafa áhrif á það til hins verra, ein­hverra hluta vegna, án þess að geta svarað því hvað taka eigi við. Sá mál­flutn­ingur er óheppi­leg­ur, ósann­gjarn og skað­leg­ur, og það allt í senn. Fisk­eldið stóð einnig af sér miklar áskor­anir á óvissu­tímum og er afar ánægju­legt að fylgj­ast með fyr­ir­tækjum í þeim geira og vænta má enn meira af þeim þegar fram líða stund­ir. 

Und­ar­legt og erfitt ár er að klár­ast. Flest tökum við árinu 2021 lík­lega mjög fagn­andi, eftir allt sem á undan er geng­ið. Hvað sjáv­ar­út­veg varð­ar, þá vil ég leyfa mér að vera bjart­sýn. Eft­ir­hreytur kór­ónu­veirunnar verða sann­an­lega til stað­ar; hag­kerfi heims­ins hefur kólnað veru­lega og kaup­máttur fólks, hvar sem það kann að búa, hefur minnk­að. Það hefur í för með sér áskor­anir í sölu á góðum íslenskum fiski í hæsta gæða­flokki. Ég er þó ekki í nokkrum vafa um, að styrkur og reynsla íslensks sjáv­ar­út­vegs verða lyk­ill­inn að áfram­hald­andi verð­mæta­sköpun á við­sjár­verðum tím­um. Hér eftir sem hingað til. 

Gleði­legt ár.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit