Verkföll, veira og vinnuvika

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að Íslendingar verði að vinna sig út úr þessu COVID-ástandi þannig að vinnuframlag hvers og eins verði metið út frá samfélagslegu mikilvægi þess, óháð kyni, uppruna og stöðu að öðru leyti.

Auglýsing

Árið 2020 mun lík­lega seint líða úr minni flestra. Þetta ótrú­lega ár hófst með und­ir­bún­ingi fyrir umfangs­mestu verk­föll opin­berra starfs­manna í manna minn­um. Þar sem við stóðum í þeim stór­ræðum grun­aði okkur ekki að það yrði síður en svo ástæðan fyrir því að árið 2020 yrði greypt í minni okkar allra. 

Eins og allir þekkja hefur heims­far­aldur kór­óna­veirunnar sett sitt mark á þetta ár. Opin­berir starfs­menn hafa staðið í fram­lín­unni í bar­átt­unni við þennan vágest. Far­ald­ur­inn hefur kallað á sam­vinnu okkar allra, harðar aðgerðir til að draga úr smitum og gríð­ar­leg fjár­út­lát ríkis og  sveit­ar­fé­laga.

Verk­föll

Umfangs­mestu verk­falls­að­gerðir BSRB í ára­tugi voru boð­aðar þann 9. mars 2020. Kjara­samn­ingar nær allra aðild­ar­fé­laga BSRB höfðu þá verið lausir í rúmt ár. Í árs­byrjun var orðið ljóst að til að ná fram kröfum okkar þyrfti að grípa til verk­falls­að­gerða og und­ir­bún­ingur fyrir þær ein­kenndi fyrstu mán­uði árs­ins. Við héldum fjöl­mennan bar­áttufund í lok jan­úar og fundum fyrir afger­andi stuðn­ingi við verk­falls­að­gerð­ir. Samn­inga­við­ræður héldu áfram og tókst að afstýra verk­föllum aðeins nokkrum klukku­stundum áður en þau áttu að skella á með und­ir­ritun kjara­samn­inga. 

Með sam­stöð­una að vopni tókst okkur að knýja fram ásætt­an­lega nið­ur­stöðu við kjara­samn­ings­borð­ið. Þar náðum við fram meiri­hluta þeirra mark­miða sem við lögðum af stað með í við­ræð­un­um. Meðal þeirra var sam­komu­lag um 30 daga orlof fyrir alla, óháð aldri, og launa­hækk­unum sem gagn­ast best tekju­lægri hópum og stuðla þar með að jöfn­uði í sam­fé­lag­inu.

Auglýsing



En stóra málið sem samið var um í kjara­samn­ing­unum síð­asta vor var stytt­ing vinnu­vik­unn­ar. Vinnu­vikan hér á landi hefur verið 40 stundir í næstum hálfa öld og aug­ljóst að gríð­ar­legar breyt­ingar hafa orðið á sam­fé­lag­inu, tækni og störfum á þeim tíma. Í kjara­samn­ingum aðild­ar­fé­laga BSRB var kveðið á um að stytta megi vinnu­vik­una niður í 36 stundir og að stytt­ingin geti verið enn meiri hjá vakta­vinnu­fólki sem gengur þyngstu vakt­irn­ar.

Veiran

Aðild­ar­fé­lög BSRB und­ir­rit­uðu kjara­samn­inga sína á síð­ustu stundu áður en heims­far­ald­ur­inn skall á Íslandi af fullum þunga. Frá þeim tíma hafa félags­menn okkar staðið í fram­lín­unni í bar­átt­unni við heims­far­aldur kór­óna­veirunn­ar. Þó að nú hilli undir bólu­efni er þeirri bar­áttu hvergi nærri lok­ið.

Við þekkjum öll fólk sem hefur smit­ast af veirunni. Margir hafa veikst alvar­lega og glíma jafn­vel enn við eft­ir­köst veik­ind­anna og aðrir lét­ust úr veik­indum sín­um. Hugur okkar allra er hjá þeim sem hafa misst ást­vini sína eða heilsu í þessum ill­víga far­aldri.

Heil­brigð­is­starfs­fólk hefur unnið þrek­virki í bar­átt­unni við veiruna og fjöld­inn allur af öðru starfs­fólki almanna­þjón­ust­unnar hefur lagt allt í söl­urnar til að við sem sam­fé­lag komum sem best út úr far­aldr­in­um. Á sama tíma eru æ fleiri að átta sig á því að þær stofn­anir sem við treystum á í þess­ari bar­áttu upp á líf og dauða hafa verið fjársveltar um langt ára­bil sem hefur leitt til þess að mikið og langvar­andi álag hefur verið á starfs­fólk­ið. Sama fólk og nú ber okkur hin á herðum sínum í þessum far­aldri. Meiri­hluti starfs­fólks almanna­þjón­ust­unnar eru konur og því bitn­aði harka­legur nið­ur­skurður í kjöl­far hruns­ins hlut­falls­lega verst á þeim með auknu álagi í bæði laun­uðum og ólaun­uðum störfum þeirra.

Konur á Íslandi bera miklar byrðar umfram karla. Þær fá að jafn­aði lægri laun en þeir, vinna í starfs­greinum sem verða illa fyrir barð­inu á nið­ur­skurði og sinna ólaun­uðum störfum í meira mæli en karlar við umönnun fjöl­skyldu og ætt­ingja vegna nið­ur­skurðar í almanna­þjón­ustu. Engu að síður fara stjórn­völd nú enn og aftur fram með ósann­gjarnar aðhalds­kröfur á opin­berar stofn­anir sem munu leiða til auk­ins álags á starfs­fólk sem var lang­þreytt fyrir og er nú komið að nið­ur­lot­um. Þetta á ekki ein­göngu við um okkar frá­bæra heil­brigð­is­starfs­fólk heldur allt það fjöl­marga starfs­fólk almanna­þjón­ust­unnar sem er í nánum per­sónu­legum sam­skiptum við annað fólk, starfa sinna vegna. Þar er hægt að nefna starfs­fólk í þjón­ustu við aldr­aða og börn, við ræst­ing­ar, lög­gæslu og sjúkra­flutn­inga, svo ein­hver dæmi séu nefnd.

Sú kreppa sem skall á með heims­far­aldr­inum hefur haft gríð­ar­leg áhrif hér á landi líkt og ann­ars­stað­ar. Mik­ill fjöldi fólks missti vinn­una, einkum fólk í lægst laun­uðu stör­f­un­um. Rann­sóknir sýna að efna­hags­á­föll af þess­ari stræð­argráðu leiða yfir­leitt til auk­ins ójöfn­uðar og því hefur BSRB frá fyrstu dögum far­ald­urs­ins lagt ríka áherslu á að gripið verði til aðgerða til að tryggja afkomu heim­il­anna. Við höfum kallað eftir því að stjórn­völd gangi lengra í aðgerðum fyrir fólkið í land­inu enn þegar hefur verið gert. Töl­urnar sýna að næstum tíundi hver Íslend­ingur er í hættu að búa við fátækt. Hlut­fallið er enn hærra þegar kemur að börn­um. Það er staða sem við sem sam­fé­lag getum ekki sætt okkur við.

Leiðin út úr kóf­inu felur því í sér end­ur­mat á tekju­skipt­ing­unni og aðgerðir til að jafna byrð­arn­ar. Við verðum að huga sér­stak­lega að fólki í við­kvæmri stöðu og stjórn­völd þurfa að grípa til aðgerða til að tryggja  bæði efna­hags­legan og félags­legan stöð­ug­leika. Tryggjum sam­eig­in­lega hags­muni okkar sem sam­fé­lags, ekki sér­hags­muni lít­ils hluta lands­manna.

Stjórn­völd hafa fjár­fest í nýjum störf­um, en því miður er hugs­unin þar gam­al­dags og störfin sem skap­ast eru í atvinnu­greinum þar sem karl­menn eru í miklum meiri­hluta. Gert er ráð fyrir að um 85 pró­sent þeirra starfa sem skap­ist verði svokölluð karla­störf. Það væri auð­velt að fara aðra leið enda er rúm­lega helm­ingur atvinnu­lausra eru kon­ur. Með því að auka fjár­fest­ingu í umönn­un­ar­geir­anum mætti skapa ný störf í félags­þjón­ustu, heil­brigð­is­þjón­ustu og tengdum grein­um. Þessi störf eru nauð­syn­leg til að sam­fé­lagið virki og við verðum að tryggja að fjár­veit­ingar til þess­ara geira haldi í við þörf­ina, ekki síst í ljósi öldr­unar þjóð­ar­inn­ar.

Vinnu­vikan

Eitt af því sem getur létt álag­inu af fram­línu­fólk­inu okkar og öðrum starfs­mönnum almanna­þjón­ust­unnar er stytt­ing vinnu­vik­unn­ar. Eftir að hafa barist fyrir stytt­ingu árum saman náðu aðild­ar­fé­lög BSRB inn ákvæðum um styttri vinnu­viku í kjara­samn­ingum sínum síð­ast­liðið vor.

Nú um ára­mótin kveðja stórir hópar opin­berra starfs­manna 40 stunda vinnu­vik­una, sem hefur verið við lýði hér á landi í nær hálfa öld. Stytt­ing vinnu­vik­unnar tekur gildi hjá starfs­mönnum sem vinna í dag­vinnu nú um ára­mótin og þann 1. maí hjá vakta­vinnu­fólki.

Sam­kvæmt kjara­samn­ing­unum er heim­ilt að stytta vinnu­viku dag­vinnu­fólks allt niður í 36 stund­ir. Í aðdrag­anda stytt­ing­ar­innar fóru fram umbóta­sam­töl á hverjum vinnu­stað þar sem farið var yfir verk­efni og vinnu­lag og ákveðið hversu mikið ætti að stytta og hvern­ig. Víð­ast hvar hefur þessi vinna gengið vel og ljóst að stór hluti vinnu­staða er ýmist byrj­aður í hámarks­stytt­ingu, eða byrjar nú um ára­mót­in. Því miður virð­ist sam­talið hafa gengið hægt á sumum vinnu­stöðum og svo virð­ist sem ekki hafi verið farið rétt í gegnum það ferli sem kveðið er á um í kjara­samn­ing­um. Á næsta ári munum við í sam­vinnu við önnur sam­tök launa­fólks og launa­greið­endur styðja við vinnu­staði þar sem erf­ið­lega hefur gengið til að tryggja að sátt ríki um breyt­ing­arnar á vinnu­staðn­um. 

Útfærslan á vakta­vinnu­stöðum verður öðru­vísi og þarfn­ast ann­ars­konar und­ir­bún­ings. Þar er lág­marks­stytt­ingin 4 stundir svo eng­inn í vakta­vinnu mun vinna lengri vinnu­viku en 36 stund­ir. Þeir sem eru á þyngstu vökt­un­um, um nætur og helg­ar, fá enn meiri stytt­ingu, allt niður í 32 stunda vinnu­viku. Með þessu er í raun verið að fall­ast á þá kröfu fjöl­margra vakta­vinnu­stétta að 80 pró­sent vakta­vinna jafn­gildi 100 pró­senta dag­vinnu. Það er verið að leið­rétta vinnu­tíma vakta­vinnu­fólks í ljósi fjöl­margra rann­sókna sem sýna nei­kvæð áhrif slíkrar vinnu á heilsu starfs­fólks og öryggi þeirra sjálfa og þjón­ust­unn­ar. 

Stytt­ing vinnu­vik­unnar hefur verið eitt helsta bar­áttu­mál BSRB árum saman og því gríð­ar­lega ánægju­legt að það sé nú að kom­ast í höfn. Eftir stendur að ljúka þarf inn­leið­ing­unni og hjálpa þeim vinnu­stöðum sem eiga í erf­ið­leikum með að klára ferl­ið.

Bar­áttan heldur áfram

Efna­hag­skreppur leiða oft af sér breyt­ingar og mörg þeirra félags­legu kerfa sem við treystum á í dag hafa orðið til í kjöl­far alvar­legra áfalla. Á tímum eins og þessum eigum við að hugsa hlut­ina upp á nýtt, sér í lagi á kosn­inga­ári. Það er aðeins ein leið út úr kóf­inu og hún byggir á sam­vinnu og sam­stöðu okkar allra um að byggja upp rétt­látt sam­fé­lag sem ein­kenn­ist af jöfn­uði og jafn­rétt­i. 

Á nýju ári munum við halda á lofti þeirri kröfu okkar að stjórn­völd end­ur­taki ekki mis­tökin frá hrun­inu með gríð­ar­legum nið­ur­skurði í opin­berri þjón­ustu. Með því að fjár­festa í umönnun og heil­brigð­is­þjón­ustu og hlúa að því starfs­fólki sem hefur sinnt þeim störfum undir gríð­ar­legu álagi síð­ustu ár aukum við jöfnuð og vel­sæld sem aftur mun tryggja verð­mæta­sköpun til fram­tíð­ar.

Á nýju ári munum við einnig tryggja að stjórn­völd standi við þau lof­orð sem gefin voru við und­ir­ritun kjara­samn­inga aðild­ar­fé­laga BSRB. Við það til­efni lýsti rík­is­stjórnin því yfir að hún muni vinna mark­visst að því að leið­rétta kerf­is­bundið van­mat á störfum þar sem konur eru í meiri­hluta. Heims­far­ald­ur­inn hefur opnað augu flestra fyrir að konur bera skarðan hlut frá borði á vinnu­mark­aði, ekki síst þær sem starfa hjá ríki og sveit­ar­fé­lög­um. Við sem sam­fé­lag erum enn að meta störf sem snú­ast um að sýsla með pen­inga meira en störf sem snú­ast um að ann­ast veika, börn, aldr­aða og aðra sem þurfa á umönnun að halda. Far­ald­ur­inn hefur líka varpað ljósi á þær byrðar sem konur bera vegna ólaun­aðrar vinnu á heim­il­um.

Á nýju ári mun BSRB halda áfram að berj­ast fyrir því að leið okkar sem sam­fé­lags út úr kóf­inu verði ekki á kostnað kvenna. Við verðum að vinna okkur út úr þessu ástandi þannig að vinnu­fram­lag hvers og eins verði metið út frá sam­fé­lags­legu mik­il­vægi þess, óháð kyni, upp­runa og stöðu að öðru leyt­i. 

Höf­undur er for­maður BSRB.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit