Ár veiru, almannagæða og almannaskaða

Þórólfur Matthíasson gerir upp árið 2020 og varar við fölskum söng þegar horft er til framtíðar.

Auglýsing

Í fram­tíð­inni verður efa­lítið talað um árið 2020 sem veiru­ár­ið. Veiru­fárið hefur að sjálf­sögðu sett mark sitt á allt sem lýtur að sótt­vörn­um, almanna­vörn­um, lyfja­rann­sókn­um, far­ald­urs­fræði og lækn­is­fræði. Veiran hefur sett mark sitt á öll mann­leg sam­skipti og mann­legt félag síð­ast­liðna 10 mán­uði eða svo. Hag­fræðin er engin und­an­tekn­ing í því efni. Hag­fræð­ingar þurftu þó ekki að finna upp ný hug­tök eða nýjar aðferðir til að greina afleið­ingar fárs­ins og gefa ráð um mögu­leg við­brögð. En veiran varð til þess að hug­tök sem áður voru umfjöll­un­ar­efni á mis­-syfju­legum fyr­ir­lestrum urðu allt í einu að almenn­ings­eign. Hug­tök á borð við almanna­gæði (e. public goods) og ytri áhrif (e. externa­lities) setja nú frekar en áður mark sitt á orð­ræðu stjórn­mála­manna, stjórn­mála­skýrenda og ann­arra sem fjalla um álita­efni á opin­berum vett­vangi. En hvert er inn­tak þess­ara hug­taka og hvaða leið­bein­ingu má fá um úrlausn­ar­efni veiru­árs­ins með þau að vopni?

Almanna­gæði

Hreint og ómengað and­rúms­loft eru almanna­gæði. Sama á við um „veiru­frítt“ sam­fé­lag. For­feður og for­mæður okkar bjuggu ekki við þau almanna­gæði. Misl­ing­ar, barna­veiki, hlaupa­bóla, kól­era og aðrar sóttir gengu með jöfnu milli­bili rétt eins og inflú­ensa gerir nú.  Þessar far­sóttir áttu sinn þátt í stuttri með­al­ævi. Sumar sóttir lögð­ust þungt á yngstu ald­urs­hópana, aðrar á þá eldri, enn aðrar á þá sem voru á miðjum aldri. Helstu tækin til að hefta útbreiðslu far­sótta á fyrri tíð voru sótt­kví og ein­angr­un. Þessi tæki virk­uðu mis­vel, mest vegna þess að þeir sem þeim beittu skildu, eða mis­skildu, eðli smitefnis og smit­leið­ir. Þannig voru holds­veikir settir í ævi­langa sótt­kví og ein­angr­un.

Nú hafa Vest­ur­landa­búar fengið að kynn­ast því um hríð hvernig lífið er þegar almanna­gæðin „veiru­frítt“ sam­fé­lag eru af skornum skammti. Til­koma veirunnar minnk­aði hag­kerfi heims­ins um 3-10% í einu vett­vangi. Við getum svo reynt að velta fyrir okkur áhrifum við­var­andi drep­sótt­ar­hættu á hag­vaxt­ar­mögu­leika. Net­flix tæki við af kvik­mynda­hús­um, streymi tæki við af tón­leikum og leik­sýn­ing­um, fjar­kennsla tæki við af skóla­sókn með ófyr­ir­sjá­an­legum afleið­ingum fyrir bæði fram­boð á og eft­ir­spurn eftir þessum þáttum öll­um. Lík­lega myndu hag­kerfi þró­ast til auk­ins sjálfs­þurft­ar­bú­skapar þar sem ekki er hægt að koma staf­rænum lausnum við. Ávinn­ingur af verslun myndi minnka. Ávinn­ingur af per­sónu­legri þjón­ustu myndi sjálf­sagt að mestu leyti hverfa. Þær fjöl­skyldur yrðu vel settar sem byggju að flinkum sjálf­mennt­uðum hár­snyrtum og sjúkra­þjálf­ur­um. Að maður tali ekki um sjálf­mennt­aða tann­úr­drátt­ar-­tækna.

Ytri áhrif og almannaskaði

Þau ytri áhrif sem fylgja drep­sóttum eru býsna mögn­uð. Hag­fræð­ingar segja gjarnan sög­una um býflug­una og blómin þegar þeir útskýra hug­tak­ið: Býfl­ug­urnar sækja hun­ang í blóm­in, og auðga þannig býflugna­bónd­ann. En í leið­inni eykst upp­skera þess sem að ræktun stend­ur. Þannig eykur starf­semi býflugna­rækt­and­ans ávinn­ing epla­bónd­ans þó svo blý­flugna­bónd­anum sé „slétt sama“ um afkomu epla­bónd­ans. Þarna eru dæmi um jákvæð ytri áhrif sem fyrst og fremst eru milli tveggja aðila, býflugna­bónd­ans og epla­bónd­ans. En ytri áhrif geta líka verið nei­kvæð og jafn­vel haft á sér yfir­bragð almannaslæmsku (pu­blic bad): Sá sem leggur af stað að heiman í sínum einka­bíl klukkan 8 mín­útur í 8 á hefð­bundnum morgni í Reykja­vík kemst vissu­lega á end­anum á áfanga­stað. En í leið­inni tefur hann fyrir öllum hinum sem lögðu af stað um svipað leyt­i.  Í leið­inni rótar hann upp svifryki sem veldur öðrum angri og van­líð­an. Allt eru þetta dæmi um nei­kvæð ytri áhrif þar sem aðgerðir eins hafa nei­kvæð áhrif á marga.

Auglýsing
Þó nei­kvæð ytri áhrif hafi yfir­bragð almannaslæmsku er umfangi þeirra oft­ast nær ákveðin tak­mörk sett. Í morg­un­um­ferð­inni kennir reynslan sumum að flýt­ing eða seinkun brott­ferðar sparar tíma. Ferða­menn forð­ast sömu­leiðis staði þar sem loft­mengun er mik­il, sumir heima­manna flytja burt og kjósa minni meng­un. Hin nei­kvæðu áhrif tempra sinn eigin vaxt­ar­fer­il. Það sama er ekki hægt að segja um smit­andi drep­sótt. Smit­andi drep­sótt temprar sig sjálfa með því að drepa hýsla smitefn­is­ins eða með því að hýslar sem hafa sýkst mynda ónæmi gagn­vart end­ur­tek­inni sýk­ingu. Í spænsku veik­inni féllu 50-100 millj­ónir manna á sínum tíma. Þetta er mik­il­vægt vegna þess að það þýðir að aðgerð­ar­leysi gagn­vart smit­andi drep­sótt er ekki val­kostur þó svo aðgerð­ar­leysi gagn­vart öðrum nei­kvæðum ytri áhrifum kunni að vera skásta lausnin í bráð. Smit­sótt sækir fram sam­kvæmt lög­málum veld­is­vaxt­ar: einn sýkir fjóra, fjórir sýkja sext­án, sextán sýkja sex­tíu og fjóra, sex­tíu og fjórir sýkja 1024, ........ Þetta hefur þó farið fram­hjá sumum þeirra sem fjalla um stjórn­mál reglu­lega. Stöku álits­gjaf­ar, gjarnan tengdir umsvifa­miklum atvinnu­rek­end­um, hafa hamrað á að ekki megi draga of mikið úr efna­hags­um­svif­um. Þessir álits­gjafar hafa skyndi­lega miklar áhyggjur af að streita og ein­mana­leiki, atvinnu­leysi og aðgerð­ar­leysi muni höggva skörð í mann­hjörð­ina. Þessi afstaða afhjúpar bæði rör­sýn og tak­mark­aða virð­ingu fyrir stað­reynd­um. Rör­sýn vegna þess að budd­unni er gef­inn algjör for­gang­ur. Skamm­tíma atvinnu­leysi skapar vissu­lega vanda­mál, sér­stak­lega ef það verður að lang­tíma­at­vinnu­leysi. Skað­leg áhrif Covid-19 koma fram á 2-8 vik­um. Þessar stað­reyndir skammta for­gang: Bar­áttan við veiruna verður að hafa for­gang fram yfir bar­átt­una við efna­hags­leg áhrif henn­ar; til skamms tíma lit­ið. Það er ekki ein­falt við­fangs­efni. Í lok árs dregur tíma­ritið Economist saman helstu töl­ur, sem ekki eru mjög upp­lífg­andi: Yfir 70 millj­ónir manna hafa sýkst og aukn­ingin er nú 4,3 millj­ónir á viku; 7 millj­ónir glíma við lang­vinn áhrif sýk­ing­ar­innar og vitað er um 1,6 millj­ónir dauðs­falla vegna Covid-19. Þeim fjölgar um 75 þús­und á viku og enn er langt í að þessi vonska sé að drepa sjálfa sig (með myndun hjarð­ó­næm­is). Það hleypur veld­is­vöxtur í þessar tölur í hvert sinn sem slakað er á.

Bjart­ara ljós við enda gang­anna

Lækn­is­fræði­leg við­brögð við Covid-19 hafa styrkst eftir því sem liðið hefur á árið. Þróun bólu­efn­is, sem í upp­hafi árs var talin taka ára­tug, er lok­ið. Nú er unnið að tækni­legum úrlausn­ar­efn­um; að auka fram­leiðslu úr hund­ruðum skammta í millj­arða skammta; að fram­leiða lyfjaglös; að fram­leiða þurrís til að flytja efn­ið; að kenna heil­brigð­is­starfs­fólki að gefa bólu­efn­ið. Lækn­ing­ar­úr­ræði fyrir þá sem fá Covid hafa batn­að, en fram­þró­unin á þeim vett­vangi er mun hæg­ari en þróun bólu­efn­is. Þessar „lækn­is­fræði­legu“ stað­reyndir hafa breytt mögu­leikum stjórn­valda til að grípa inn í atburða­rás­ina. Í stað þess að leggja áherslu á að hemja veld­is­vöxt (jafn­vel líta á línu­legan vöxt sem sig­ur) næstu 5-10 árin varð raun­hæft upp úr miðju ári (eða fyrr) að miða aðgerðir við „fulln­að­ar­sig­ur“ gagn­vart far­sótt­inni innan 2ja ára. Í stað þess að gera áætl­anir um að lifa með veirunni í áratug gátu stjórn­völd und­ir­búið aðgerð­ar­á­ætlun byggða á næstum veiru­lausri fram­tíð eftir 2 ár. Þó það kunni að hljóma þver­sagn­ar­kennt gefur til­vist bólu­efn­is­ins til­efni til að herða sótt­varn­ar­að­gerð­ir, tak­marka ferðir og ferða­lög, tak­marka fram­boð á per­sónu­legri þjón­ustu. Það er því ekki hægt að fagna góðum tíð­indum með hefð­bundnum hætti

Fálm­kennd við­brögð eða fum­laus

Við­brögð stjórn­valda við ógn drep­sótt­ar­innar hafa spannað allan skal­ann, frá afneitun (Trump, Bol­sen­aro) til algjörs útgöngu­banns (Kína). Kín­verjar bættu sér upp seina­gang og afneitun á upp­hafsvikum far­sótt­ar­innar með þving­unum sem ein­vörð­ungu eru mögu­legar í fáræð­is­ríkj­um. Með lokun landamæra og tíma­bundnum lok­unum ein­stakra land­svæða tókst bæði Áströlum og Ný-­Sjá­lend­ingum að tak­marka útbreiðslu veirunnar og nán­ast kæfa hana. Fjöldi þeirra sem hafa smit­ast er um 1100 á milljón í Ástr­al­íu, ríf­lega 400 á milljón á Nýja Sjá­landi, á móti 15.000 á milljón á Íslandi og 55.000 á milljón í Banda­ríkj­un­um. Nýgengi í Ástr­alíu og Nýja Sjá­landi mælist um það bil 1 á milljón á dag nú sam­an­borið við um 20 á milljón á dag hér á landi.

Nýja Sjá­land og Ástr­alía eru eyjar þó stærri séu en Ísland. Aðeins íbúar land­anna hafa fengið að koma inn í landið og geta þurft að sæta hálfs mán­aðar ein­angrun áður en þeim er heim­ilt að fara út meðal sam­borgar­anna. Blossi far­sóttin upp eins og gerð­ist í Mel­bo­urne fyrr í haust er gripið til harðra útgöngu­tak­mark­ana. Í Banda­ríkj­unum og Bras­ilíu geisar far­sóttin stjórn­lítið eða stjórn­laust með til­svar­andi mann­fórnum (yfir 300 þús­und Banda­ríkja­menn eru nú fallnir í val­inn). Ísland er, ásamt hinum Norð­ur­lönd­unum og löndum Norð­ur­-­Evr­ópu, ein­hvers staðar á „skárri“ enda skal­ans ef svo má segja. Far­sóttin geisar ekki stjórn­laust, en langt er í frá að sami árangur hafi náðst eins og í lönd­unum tveimur í Eyja­álfu. Ástæð­una má rekja til þess að stjórn­völd hér á landi jafnt og í nágranna­lönd­unum hafa ekki náð að virða almannaslæmsku-ein­kenni far­sótt­ar­innar með sama hætti og stjórn­völd Ástr­alíu og Nýja Sjá­lands. Hér á landi og víðar í Evr­ópu hafa stjórn­völd látið undan efna­hags­legum hags­munum strax og tekst að koma böndum á nýgengi. Á miðju sumri var búið að ná þeim árangri að Ísland var nán­ast veiru­laust, rétt eins og Nýja Sjá­land. Þá voru landa­mæri opnuð og óskimuðum ferða­löngum veitt frjáls för um land­ið. Afleið­ing­arnar komu fram nokkrum vikum síð­ar, sjá mynd 1. Mynd 1: Samanburður Ísland (blár ferill), Nýja Sjáland og Ástralía (dökkir ferlar), heimild covid.hi.is.

Seinni topp­ur­inn á bláa ferl­inum er aug­ljós afleið­ing opn­un­ar­inn­ar. Á meðan Ný Sjá­lend­ingar stefna 40.000 manns á rug­by-­leik loka Íslend­ingar skólum og tak­marka mjög aðgang fólks að versl­unum og veit­inga­húsum. Sam­an­burður á reynslu þess­ara eyþjóða þriggja sýnir svo ekki verður um villst að opin landa­mæri og veiru­frítt land fara ekki sam­an. Lokuð landa­mæri, eða skil­yrð­is­laus krafa um ein­angrun við komu til lands­ins, eru ekki trygg­ing fyrir veiru­lausu landi, en eru nauð­syn­leg for­senda.

Hag­vaxt­ar­tölur benda ekki til að harðar sótt­varn­ar­að­gerðir í Ástr­alíu og Nýja Sjá­landi hafi haft telj­andi nei­kvæð áhrif á hag­vöxt eða hag­þróun sam­an­borið við t.d. Banda­ríkin þar sem sótt­varnir hafa verið í skötu­líki. Tafla 1 sýnir árs­fjórð­ungs­legan vöxt lands­fram­leiðslu í þessum löndum þremur auk Íslands. Árs­fjórð­ungs­vöxtur Nýja Sjá­lands á 3ja árs­fjórð­ungi 2020 er með því allra mesta sem mælst hefur þar í landi.Tafla 1: Vöxtur landsframleiðslu frá síðasta ársfjórðungi, prósent, heimild OECD.

Úrvinnsla efna­hags­legra afleið­inga

Veiru­varnir koma afar mis­jafnt niður á ólíkum atvinnu­veg­um, ólíkum starfs­hóp­um, ólíkum ald­urs­hóp­um. Sótt­varn­ar­að­gerðir stjórn­valda koma illa niður á hag sumra en bæta hag ann­arra umfram það sem hefði orð­ið. Sam­fé­lags­sátt og rétt­læti kallar á að stjórn­völd grípi til efna­hags­að­gerða sem milda höggið gagn­vart þeirri starf­semi og þeim starfs­mönnum sem er bein­línis bannað að starfa. Hluta­bóta­leið og leng­ing gild­is­tíma tekju­tengdra atvinnu­leys­is­bóta upp­fylla þetta skil­yrði að hluta. En margir hópar upp­fylla ekki skil­yrði fyrir bótum af þessu tagi og þar hafa íslensk stjórn­völd verið svifa­sein sam­an­borið við stjórn­völd víða ann­ars stað­ar.

Sam­an­lagður halli hins opin­bera á árunum 2020 til 2022 verður um 30% af lands­fram­leiðslu. Þessi mikli halla­rekstur er mögu­legur af tveimur ástæð­um. Í fyrsta lagi var skulda­staða hins opin­bera (rík­is­ins sér­stak­lega) góð við upp­haf far­ald­urs­ins. Í öðru lagi er inn­lendur sparn­aður óvenju­mik­ill. Þannig koma opin­ber útgjöld að hluta til í stað einka­út­gjalda án þess að setja þrýst­ing á gengi og skulda­kjör erlend­is. Allt er þetta í stíl við for­spár John Mayn­ard Key­nes frá því á 4. ára­tug 20. ald­ar. Auk­inn sparn­aður einka­geirans getur kallað fram efna­hags­sam­drátt eða efna­hag­skreppu. Við þær aðstæður getur hið opin­bera gripið inn í og dregið úr sam­drætti eða komið í veg fyrir sam­drátt. Með aðgerðum sínum örvar hið opin­bera tekju­sköp­un­ina, eykur þjóð­ar­tekj­ur. Ísland hf. verður rík­ara en ella vegna halla­rekst­urs rík­is­sjóðs! Það er mik­il­vægt að sá árangur verði ekki að engu gerður með óhóf­legum aðhaldsaðgerðum og nið­ur­skurði þegar landið fer að rísa á ný. Slíkar raddir eru vissu­lega teknar að heyr­ast þó ekki sé byggt á úttektum eða hag­fræði­legri þekk­ingu. Sá söngur er falsk­ur. 

Höf­undur er pró­­­­fessor í hag­fræði við Háskóla Íslands. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit