Þegar „góða“ fólkið gerir slæma hluti

Bára Huld Beck blaðamaður fjallar um hvimleitt orðaval hjá þeim sem verja fólk sem brotið hefur á öðrum eða sýnt af sér hegðun sem ekki er ásættanleg.

Auglýsing

Við kennum börn­unum okkar að vera góð við aðra – það er eitt af því fyrsta sem við viljum inn­ræta í litlu kríl­in, segja „aaa“ við voffa eða vera góð við jafn­aldra og kannski sér­stak­lega þá sem eru minni og ber­skjald­að­ir. Og þrátt fyrir að kær­leik­ur­inn komi líka að innan þá lærum við ákveðnar hefðir í upp­vext­in­um; hvernig við eigum að koma fram við aðra og hvað það þýðir að vera góður við aðra.

Svo full­orðn­ast þessir litlu ein­stak­lingar og verða að þeim sem þeir verða – og gengur mis­vel að við­halda þessum lær­dómi upp­vaxt­ar­ár­anna. Þetta á við um okkur öll.

Tví­hyggja sem skaðar umræð­una

Þegar mann­eskja síðan brýtur á annarri mann­eskju með ein­hverjum hætti eða hagar sér utan sið­ferð­is- eða lag­ara­mma sam­fé­lags­ins þá verða alla­jafna ein­hverjar afleið­ingar af slíkri hegð­un. Við viljum líka kenna börn­unum okkar að gjörðir hafa afleið­ingar – en það er mik­il­vægur þáttur í að þroskast því ann­ars er lítil von um lær­dóm eða betr­un.

Auglýsing

Þess vegna er afar hvim­leitt þegar þeir sem verja fólk sem brotið hefur á öðrum eða gegn þessum sam­fé­lags­sátt­mála tala um það sem „svo gott“ fólk; það hrein­lega geti ekki hafa gert það sem það er sakað um vegna þess. Mýmörg dæmi eru um þessa orða­notkun en það nýjasta sem ég rakst á er í pistli eftir Bryn­dísi Schram þar sem hún ver eig­in­mann sinn, Jón Bald­vin Hanni­bals­son, gegn þeim ásök­unum sem komið hafa upp gegn hon­um.

„Mað­ur­inn minn er ekki vondur maður – hann er góður mað­ur. Þú þarft ekki annað en að horfa í augu hans, hlusta á hann tala og kynn­ast skoð­unum hans, til þess að skynja, að hér fer mað­ur, sem ber virð­ingu fyrir sam­ferða­fólki sínu, hvort sem um konu eða karl er að ræða. Ein­lægur jafn­að­ar­mað­ur, sem fer ekki í mann­grein­ar­á­lit, þykir vænt um fólk. Nú er það orð­inn glæp­ur.“

Gild­is­dómar sem þessir um fólk sem brýtur á öðrum eða er sakað um það hafa lítið með málið að gera því að allt fólk er bæði „gott“ og „vont“ – þó vissu­lega í mis­jöfnum hlut­föll­um. Að nota þessa gild­is­dóma sem vörn er tví­hyggja sem gerir ráð fyrir að veru­leik­inn sé tví­skiptur með afger­andi hætti. Það getur ekki gert neitt annað en skaðað umræð­una.

Hug­takið góður er skil­greint í orða­bók: „(Um jákvæðar eig­indir í skap­gerð, sið­ferði eða hjarta­lagi) mild­ur, ljúf­ur, til­lits­sam­ur.“ Allt gott og blessað enda gætu flestir á ein­hverjum tíma­punkti í líf­inu fallið undir þessa skil­grein­ingu. En ein­stak­lingur er ekki eitt­hvað eitt, eins og áður seg­ir. Við höfum hvert og eitt okkar eft­ir­sótta eig­in­leika og hæfi­leika sem hafa þró­ast með aldri í gegnum erfða­mengi, upp­eldi og reynslu. Að kalla ein­hver svo algóðan að hann hrein­lega geti ekki hagað sér með slæmum hætti er í besta falli kjána­legt og í versta falli drepur málum á dreif og er skað­legt.

Venju­legt fólk beitir ofbeldi

Allt þetta við­heldur jafn­framt því sem kallað hefur verið skrímsla­væð­ing manna sem beita ofbeldi og fælir fólk frá því að taka ábyrgð á gjörðum sínum – og þolendur að segja frá reynslu sinni.

Guð­rún Ebba Ólafs­dóttir og Kristín I. Páls­dóttir fjöll­uðu um hug­takið í aðsendri grein í Stund­inni í nóv­em­ber á síð­asta ári en þar kemur fram að orðið skrímsla­væð­ing merki yfir­leitt að menn sem beiti ofbeldi séu gerðir að ómennskum skrímsl­um. Þeir sem mæli hvað harð­ast gegn slíku tali segi að það komi í veg fyrir að þeir sem beita ofbeldi játi afbrot sín og leiti sér hjálp­ar.

Í grein­inni benda þær Guð­rún Ebba og Kristín á að sam­kvæmt rann­sóknum séu það venju­legir menn sem beiti ofbeldi – þetta geta verið bekkj­ar­fé­lag­ar, vin­ir, fjöl­skyldu­með­limir eða vinnu­fé­lag­ar.

Það er enn hægt að þykja vænt um mann­eskju sem brýtur á öðrum – vís­vit­andi eða ekki. En að taka ábyrgð­ina af henni vegna þess að við teljum hana „góða“ er engum til hags­bóta. Þvert á móti við­höldum við þá ofbeld­inu gagn­vart þol­and­anum eða þeim sem mann­eskjan braut á.

Gild­is­dómar um stjórn­mála­mann­inn koma verkum hans ekki við

Þessa gagn­rýni má líka yfir­færa yfir á fleiri svið, til að mynda þegar stjórn­mála­fólk er gagn­rýnt fyrir störf sín og hið per­sónu­lega er fært yfir á póli­tíska svið­ið.

Með sömu rök­semda­færslu skiptir ekki máli hvort vin­ir, fjöl­skylda eða sam­starfs­menn stjórn­mála­manns telji hann góðan – umhyggju­saman eða kær­leiks­rík­an. Gjörðir hans sitja eftir þrátt fyrir „góð­mennsk­una“ og þess vegna vera ein­hvers konar afleið­ing­ar.

Því allt eru þetta gild­is­dómar (góð­ur, umhyggju­samur og kær­leiks­rík­ur) og koma póli­tískum störfum þannig séð ekki við. Vissu­lega er kostur að vera sagður prýddur slíkum mann­kostum en stjórn­mála­menn eru kosnir af þjóð­inni til að vinna ákveðið verk – flestir með hug­mynda­fræði að baki. Þá eru það verkin sem tala og hvernig þeir í reynd koma fram við aðra.

Auð­veld­ara að stinga höfð­inu í sand­inn

Orð skipta máli og hvernig við beitum þeim. Ég er þannig ekki að mæl­ast gegn því að nota skil­grein­ingar eða hug­tök eins og „góð­ur“ eða „vond­ur“ – heldur ein­ungis minna á að fólk er alls konar og gerir góða og slæma hluti.

Ég skil af hverju það er freist­andi að horfa á heim­inn í gegnum tví­hyggju-­gler­aug­un. Auð­veld­ara er að lifa í svart­hvítri ver­öld með engum núönsum – þar sem fólk er annað hvort gott eða vont og þá þar af leið­andi geri annað hvort góða eða slæma hluti. Þá er auð­veld­ara að stinga höfð­inu í sand­inn og afneita órétt­læti og yfir­gangi. En það er ekki hið hug­rakka og rétta að gera.

Stærsta birt­ing­ar­mynd þessa hér á landi eru hund­ruð frá­sagna sem fram komu í #metoo-­bylt­ing­unni og reynd­ist það mörgum erfitt að horfast í augu við nákvæm­lega þetta. Að vinir og fjöl­skyldu­með­limir hefðu get­una til að haga sér með lág­kúru­legum hætti gagn­vart öðrum og að sætta sig við að þessi „góði dreng­ur“ væri þá ekki raun­veru­lega „góð­ur“. Hendum þessum gild­is­dómum út í hafs­auga þegar við ræðum um gjörðir sem fólk þarf að bera ábyrgð á.

Því við erum öll „góð“ og „vond“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit