Hækkum rána: Rýnt í rök Viðars

Eiríkur Ari Eiríksson svarar grein Viðars Halldórssonar.

Auglýsing

Þann 16. febr­úar sl. birti Viðar Hall­dórs­son, pró­fessor í félags­fræði við Háskóla Íslands, grein í Kjarn­anum með yfir­skrift­ina „Helgar til­gang­ur­inn með­al­ið?“. Grein Við­ars fjallar um nýút­komna heim­ild­ar­mynd „Hækkum rána“, en myndin fjallar um stúlkna­lið í körfu­bolta sem er þjálfað af Brynj­ari Karli.

Eftir að myndin kom út hefur átt sér stað nokkur umræða um þær aðferðir þjálf­ar­ans sem sést beitt í mynd­inni. Skiptar skoð­anir hafa verið um ágæti slíkra aðferða, en öll umræða um mynd­ina, þjálf­un­ar­að­ferð­ir, vald­efl­ingu og aðstöðumun karla og kvenna í íþróttum hlýtur að telj­ast af hinu góða. Viðar er fræði­maður á sínu sviði og má því búast við að skoð­anir hans og fram­setn­ing hafi nokkra vigt í slíka umræðu. Höf­undur telur því mik­il­vægt að fræði­mann­inum sé haldið ábyrgum fyrir sinni rök­semd­ar­færslu, rétt eins og þjálf­ar­anum er haldið ábyrgum fyrir sínum þjálf­un­ar­að­ferð­um. Af því til­efni telur höf­undur rétt að benda á nokkur atriði í fyrr­nefndri grein Við­ars sem höf­undur telur að fáist illa stað­ist skoð­un.

Strá­maður um afrek­svæð­ingu

Útgangs­punktur greinar Við­ars er að þær þjálf­un­ar­að­ferðir sem koma fyrir í heim­ild­ar­mynd­inni feli í sér afrek­svæð­ingu íþrótta­starfs­ins. Í grein­inni er því síðan lýst, með nokkuð sann­fær­andi rök­um, hvers vegna slík afrek­svæð­ing íþrótta­starfs barna ætti ekki að telj­ast æski­leg. Að áliti höf­undar er fram­an­greindur útgangs­punktur Við­ars hins vegar dæmi um svokölluð „fugla­hræð­urök“ eða „strá­mann“ (e. straw man argu­ment). Að beita slíkum fugla­hræð­urökum eða strá­manni er algeng og þekkt rök­ræðu­að­ferð þar sem gagn­rýn­andi ástands setur fram sýna eig­in, bjög­uðu útgáfu af sama ástand­inu og ræðst síðan á þá útgáfu (enda útgáfa gagn­rýn­and­ans alla jafna sett fram með þeim hætti að hún þoli síður gagn­rýn­i).

Auglýsing
Í grein Við­ars er strá­mað­ur­inn settur fram með eft­ir­far­andi hætti: „Sú til­raun sem birt­ist í mynd­inni með það að mark­miði að vald­efla iðk­end­ur, fól í raun í sér að afrek­svæða íþrótta­starf 8-11 ára barna.“ Með þessum orðum hefur Viðar fært alla áherslu þjálf­un­ar­innar frá því mark­miði að vald­efla ungar stúlkur og yfir í að hámarka getu stúlkn­anna til að spila körfu­bolta. Grein Við­ars virð­ist þannig ganga út frá því að mark­mið þjálf­ar­ans, sem hann líkir við sov­éska þjálf­ara kalda stríðs­ins, hafi verið að gera stúlk­urnar að eins góðum körfu­bolta­spil­urum og hægt væri með hverjum til­tækum ráð­um. Grein Við­ars gengur síðan út á það að færa nokkuð sann­fær­andi rök fyrir því hvers vegna til­raun til slíkrar afrek­svæð­ingar íþrótta­starfs barna sé ekki æski­leg.

Bjag­aðar for­sendur gagn­rýni

Fram­an­greind for­senda Við­ars um afrek­svæð­ingu og færni í körfu­bolta sem meg­in­mark­mið þjálf­un­ar­innar fær hins vegar litla stoð í því sem raun­veru­lega kom fram í heim­ild­ar­mynd­inni. Þvert á móti kemur það ítrekað fram í mynd­inni, bæði af hálfu þjálf­ar­ans, stúlkn­anna og for­eldra þeirra að hæfni í körfu­bolta sé auka­at­riði. Körfu­bolt­inn sé ein­ungis tól til að efla skap­gerð. Skap­gerð sem síðan geti hjálpað stúlk­unum að breyta heim­inum – eða a.m.k. nærum­hverfi sínu ef smærra væri hugs­að. Þessi for­gangs­röð­un, sem þó kemur svo skýrt fram í heim­ild­ar­mynd­inni að hún er teiknuð á töflu og útskýrð fyrir stúlk­un­um, virð­ist hafa algjör­lega farið fram hjá Við­ari sem byggir alla grein sína á því meinta mark­miði þjálf­ar­ans að búa til sem besta körfu­bolta­leik­menn.

Hvort ætlan Við­ars hafi verið að auð­velda gagn­rýni á umræddar þjálf­un­ar­að­ferðir eða hvort grein hans bygg­ist öðru fremur á mis­skiln­ingi um fyr­ir­komu­lag þjálf­un­ar­innar skal látið ósagt. Höf­undur telur það þó ábyrgð­ar­hluta hjá fræði­mönnum að afla sér við­hlít­andi upp­lýs­inga um þau sam­fé­lags­legu mál­efni sem þeir kjósa að tjá sig um hverju sinni. Hafi Viðar ekki haft áhuga á því að hafa sam­band við þjálf­arann, leik­menn hans eða for­eldra þeirra eða leik­menn sem hætta hafa þjálfun hjá þjálf­ar­anum (sem Viðar telur þó mestu fórn­ar­lömb þjálf­un­ar­að­ferð­anna), ætti hann að minnsta kosti að halda sig við þær upp­lýs­ingar sem fram koma í mynd­inni við fram­setn­ingu þess sem sett eru fram sem fræði­leg skrif sér­fræð­ings.

Sann­fær­andi umræða

Aðferðir þjálf­ar­ans eru vissu­lega umdeild­ar. Umræða sem skap­ast hefur í kjöl­far útgáfu heim­ild­ar­mynd­ar­innar hefur leitt það skýr­lega í ljós. Sem fyrr seg­ir, er það álit höf­undar að slík umræða sé af hinu góða. Slík umræða þarf þó að eiga sér stað á mál­efna­legum grund­velli, vera í sam­ræmi við fyr­ir­liggj­andi upp­lýs­ingar og laus við til­finn­ingarök og sleggju­dóma. 

Grein Við­ars, fræði­manns á sínu sviði, virð­ist því miður ekki upp­fylla þessa kröfu. Þannig má finna vís­bend­ingu um afstöðu Við­ars til þjálf­ar­ans strax í fyrstu máls­greinum greinar hans, þar sem hann líkir þjálf­ar­anum við trú­ar­leið­toga sem hafi vafið bæði leik­mönnum og for­eldrum þeirra um fingur sér. Slíkir sleggju­dómar eiga ekki heima í grein fræði­manns um sam­fé­lags­leg mál­efni sem varða sér­svið hans.  

Heiti greinar Við­ars er “Helgar til­gang­ur­inn með­al­ið?”. Höf­undur telur þá spurn­ingu vissu­lega eiga rétt á sér í sam­hengi við þær þjálf­un­ar­að­ferðir sem fram koma í heim­ild­ar­mynd­inni. Í þeirri umræðu ætti þó ekki um að vill­ast hver sé hinn raun­veru­legi til­gangur þjálf­ar­ans - þ.e.a.s. vald­efl­ing og upp­bygg­ing skap­gerð­ar, en ekki afreks­mennska í körfu­bolta. 

Höf­undur er þjálf­ari hjá Aþenu, íþrótta­fé­lagi í umsjón Brynjars Karls, og fyrr­ver­andi knatt­spyrnu­mað­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar