Að svelta fólk til dauða

Hallgrímur Hróðmarsson minnist hungursneyðar áranna 1932 og 1933 í Úkraínu sem skipulögð var af Stalín. Hann segir rétt að minnast þessara atburða nú þegar hörmungar standa yfir í Úkraínu.

Auglýsing

Í Úkra­ínu eru almennir borg­arar skotnir á færi, hand­tekn­ir, bundn­ir, píndir og síðan drepn­ir; konum og börnum er nauðg­að; svo er fólkið sett í fjölda­grafir til að reyna að leyna voða­verk­un­um. Hús eru sprengd í loft upp eða var­an­lega eyðilögð – hvort sem það eru híbýli fólks eða hús sem hýsa leik­skóla, sjúkra­hús, vatns­veitur – eða aðra opin­bera þjón­ustu.

Í þeim hörm­ungum sem nú standa yfir í Úkra­ínu er rétt að minn­ast atburða í Sov­ét­ríkj­unum sem áttu sér stað á árunum 1932 til 1933.

Auglýsing

Hung­ursneyð af manna­völdum

Menn tala um mann­gerða hung­ur­neyð árin 1932 og 1933. Hún var skipu­lögð af Jósep Stalín. Hann vildi ganga af korn­fram­leiðslu Úkra­ínu dauðri. Í Sov­ét­ríkj­unum þessa tíma átti sér stað iðn­væð­ing í land­bún­aði, sem svo var nefnd, og átti hún að vera grund­völlur fyrir rekstri samyrkju­bú­anna.

Íbúar Kharkiev yfirgefa þorpið í leit að mat. Mynd: Aðsend

Það er talið að um 5 millj­ónir íbúa í Sov­ét­ríkj­unum hafi látið lífið í þessum aðgerð­um, þar af voru Úkra­ínu­menn 4 millj­ónir eða um 13% af íbúum Úkra­ínu. Hung­ursneyðin hefur oft verið kölluð the Ter­ror Famine eða the Great Famine - Holodomor. Þessar tölur eru okkur óskilj­an­legar nema ef við berum þær saman við íbúa­fjölda nálægra landa – í Dan­mörku eru til dæmis sirka 5,7 millj­ónir íbúa í dag.

Menn­ing og mannát

Fólk upp til sveita hélt lengur út en borg­ar­búar sem máttu þola mjög litla mat­ar­skammta frá Sov­ét­vald­inu. En fljót­lega voru sveita­menn sak­aðir um að stela korni og kart­öflum og máttu því þola mik­inn nið­ur­skurð á mat­ar­skömmtum sín­um. Og harðar refs­ingar fylgdu í kjöl­far­ið, meðal ann­ars komu full­trúar Sov­ét­valds­ins og seldu eigur þeirra sem sviptir voru eign­ar­rétti. Díla­sótt og malaría herj­aði á íbúa Úkra­ínu. Þessu fylgdi hræði­leg atlaga að menn­ingu Úkra­ínu. Kenn­arar voru leystir frá störf­um, bóka­söfnum lok­að; úkra­ínskum emb­ætt­is­mönnum var bannað að nota tungu­mál lands­ins.

Opinberir embættismenn selja eigur þeirra þorpsbúa sem sviptur var eignarétti. Mynd: Aðsend

Þeir sem reyndu að lifa hung­ur­neyð­ina af, tóku oftar en ekki til þess ráðs að leggj­ast í manna­kjötsát – éta lík, drepa og éta nán­ustu fjöl­skyldu­með­limi sína og nágranna – jafn­vel drepa og éta börn sín. Þegar Sov­ét­ríkin liðu undir lok 1991, þá end­ur­heimti Úkra­ína sjálf­stæði sitt. Hung­ursneyðin í Úkra­ínu 1932 til 1933 er enn í dag sárs­auka­fullur hluti af úkra­ínskri þjóð­ar­sál.

Úkra­ínu­menn verða að vinna þetta stríð

Í ljósi þessa þarf það ekki að koma á óvart að Pútín, sem dreymir um end­ur­reisn Sov­ét­ríkj­anna gömlu, skuli beita sömu aðferða­fræði og Stalín lærifaðir hans kenndi hon­um. En í því sem hann nefnir „sér­staka hern­að­ar­að­gerð“ ofmetur hann reyndar styrk sov­éska hers­ins og van­metur hug­rekki og þol­gæði Úkra­ínu­manna. Er nóg að senda vopn til úkra­ínska hers­ins? Nei, það þarf meira til því greini­legt er að Pútín ætlar að vinna stríðið óháð því hve marga rúss­neska her­menn hann sendir í dauð­ann og óháð því hve langan tíma það tek­ur.

Fjöldagröf í Kharkiv á tímum Holodomor. Mynd: Aðsend

Þegar hann inn­lim­aði Krím­skag­ann þá var það eina, sem ráða­mönnum á Vest­ur­löndum og í Banda­ríkj­unum datt í hug – að setja mátt­laus við­skipta­bönn á Rússa og því fór sem fór. Inn­rásin núna er rök­rétt - að Pútíns rugl­aða mati – en jafn­framt tröll­aukið hættu­spil – ef hann vill halda orð­spori sínu meðal ráða­manna heims­ins.

Ég er ekki tals­maður stríðs en ég get ekki annað en verið sam­mála fram­kvæmda­stjóra ESB þegar hún seg­ir: „Úkra­ína verður að vinna þetta stríð!“ En er okkur stætt á því að fórna Úkra­ínu­mönnum einum í stríð­inu? Ef ráða­menn á Vest­ur­löndum og í USA kjósa það – þá þarf að senda miklu meira af þunga­vopnum til Úkra­ínu.

En ef menn vilja taka raun­veru­lega ábyrgð á vörnum Úkra­ínu þá verður að taka þann mögu­leika til alvar­legra end­ur­skoð­unar – að ábyrgj­ast loft­helgi Úkra­ínu. Pútín hótar kjarn­orku­stríði en eru þeir ráða­menn í Rúss­landi, sem enn eru með fullu viti, til­búnir að ganga það langt? Mun Pútín lifa það af – ef enn meiri harka fær­ist í stríð­ið?

Höf­undur er fram­halds­skóla­kenn­ari

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar