Auglýsing

Íslenskt sam­fé­lag stendur frammi fyrir mik­il­vægum og stórum ákvörð­unum varð­andi orku­skipti og lofts­lags- og umhverf­is­mál. Í slíkum aðstæðum er nauð­syn­legt að djúp umræða eigi sér stað – ekki síst með heild­ar­hags­mun­ina í huga. Þess vegna er áhuga­vert að fylgj­ast með máls­met­andi fólki tjá sig um mál­efn­ið, sem og almenn­ingi í ræðu og riti, hvort sem það er á sam­fé­lags­miðlum eða ann­ars stað­ar.

Ýmsar spurn­ingar vakna við slíkar vanga­velt­ur. Eigum við að virkja meira til að anna orku­þörf eins og kallað er eftir í nýrri Græn­bók stjórn­valda, skýrslu um stöðu og áskor­­anir í orku­­mál­um? Hvaða afleið­ingar hefði það fyrir nátt­úr­una og kom­andi kyn­slóð­ir? Myndi ákvörðun um að virkja ekki meira rýra lífs­kjör hér á landi? Hvar drögum við lín­una milli nátt­úru­verndar og hags­muna manna? Hvers virði er sú nátt­úra sem færi undir vatn með til­heyr­andi afleið­ing­um? Liggur lausnin kannski í upp­setn­ingu vind­mylla? Hver fengi ork­una og á hvaða verði? Svona mætti lengi telja.

Auglýsing

Í þessu ljósi var áhuga­vert að lesa við­tal við Heiðar Guð­jóns­son, for­stjóra Sýn­ar, sem birt­ist í tíma­riti Frjálsrar versl­unar á dög­un­um. Heiðar sagði að Sýn hefði verið í far­ar­broddi í sjálf­bærn­i-, sam­fé­lags- og umhverf­is­mál­um. „Ég efast um að annað skráð fyr­ir­tæki hafi sinnt þessum málum meira en við. Hins vegar má ekki gleyma því að það er grunn­rekstur fyr­ir­tækj­anna sem skiptir mestu máli. Það verður að skapa verð­mæti. Fyr­ir­tæki sem er með frá­bæra umhverf­is­stefnu eða sam­fé­lags­stefnu en skapar ekki verð­mæti er ekki að sinna hlut­verki sínu. Það verður fyrst að vera með fram­úr­skar­andi verð­mæta­sköpun og fyrst þá er hægt að velta hinu fyrir sér.

Til þess að fyr­ir­tæki missi ekki sjónar á þessu hlut­verki að skapa verð­mæti þá þarf að passa upp á að þessi tísku­um­ræða, sem er í gangi, yfir­gnæfi ekki ann­að, að við höfum ekki enda­skipti á hlut­un­um. Auð­vitað eigum við að vanda okkur í allri umgengni við nátt­úr­una. Það eru líka lög í land­inu og reglu­gerðir um það hvernig fyr­ir­tæki mega starfa, þetta er ekki villta vestr­ið. Það er ekki eins og fyr­ir­tæki geti gengið á skítugum skónum úti um allt.“

Finnst umræðan öfug­snúin – og byggi meira á til­finn­ingum en rök­hyggju

Heiðar sagði jafn­framt að ekk­ert land í heim­inum stæði framar Íslandi í þessum málum og þess vegna væri þessi umræða sér­kenni­leg. „Það er ekk­ert svæði í heim­inum sem stendur framar norð­ur­slóðum í því að vera með ábyrga umgengni gagn­vart nátt­úr­unni. Það er, sem dæmi, ekk­ert svæði í heim­inum sem fram­leiðir olíu á ábyrg­ari hátt.

Finnst fólki núna, sem er að banna alla olíu­vinnslu í kringum Ísland, það vera snið­ugt? Með því er verið að ýta olíu­vinnslu til svæða, eins og Mið-Asíu og Afr­íku, sem hafa ömur­lega sögu þegar kemur að umgengni við nátt­úr­una. Það er ekki hægt að slökkva á eft­ir­spurn­inni eftir olíu með því að banna fram­leiðslu á bestu stöð­un­um. Þetta er svipað og draum­órar sumra um að með því að slökkva á íslenskum álverum minnki eft­ir­spurnin eftir áli. Það er ekki þannig. Orku­skiptin ganga út á að nýta létt­málma og til þess að þau nái fram þarf meiri álf­ram­leiðslu. Öll þessi umræða er öfug­snúin og mér finnst hún ekki ganga upp. Hún byggir miklu meira á til­finn­ingum frekar er rök­hyggju og vís­inda­hyggju. Ein­hverjir hafa sagt að það eigi að hugsa með hjart­anu í þessum mál­um, en þeir sem segj­ast hugsa með hjart­anu tala auð­vitað með rass­in­um,“ sagði for­stjór­inn.

Mann­hverf og ómann­hverf við­horf til nátt­úr­unnar

Það sem Heiðar segir kann að hljóma eins og heil­brigð skyn­semi en í raun og veru eru for­sendur hans van­hugs­aðar og úrelt­ar. Þessi rök­semda­færsla sem Heiðar hefur uppi er nefni­lega ekki ný af nál­inni. Hvorki sú tví­hyggja sem hann fellur í, né það að gera lítið úr til­finn­ingum í rök­ræðum um umhverf­is­mál. Þvert á móti er mála­til­bún­aður sem þessi klass­ískt dæmi um það sem í nátt­úrusið­fræð­inni er kallað mann­hverft við­horf.

Mann­hverf við­horf til nátt­úru snú­ast um að mað­ur­inn sé yfir­burða­vera og sé í raun æðri nátt­úr­unni, þ.e. menn­irnir geti gert hvað sem þeir vilja við nátt­úr­una og auð­lindir jarðar ef það hentar þeim. Mað­ur­inn hafi þannig engar sið­ferði­legar skyldur gagn­vart nátt­úr­unni heldur aðeins gagn­vart öðrum mönnum sem einnig hafa sið­ferð­is­vit­und.

Veikt mann­hverft við­horf er öllu opn­ara fyrir að líta á nátt­úr­una frá öðrum sjón­ar­hóli – það útvegar grund­vall­ar­gagn­rýni á gild­is­kerfi sem aðeins nýtir nátt­úr­una. Ef menn van­virða nátt­úr­una þá eru þeir þar af leið­andi að van­virða sig sjálfa. Það er þeim í hag að nota ekki nátt­úr­una eins og þeim þókn­ast hverju sinni og mik­il­vægt er að lifa í sátt og sam­lyndi við hana.

Ómann­hverf við­horf til nátt­úru lýsa sér í þeirri sýn á nátt­úr­una að hún hafi gildi í sjálfu sér, algjör­lega óháð mann­legri reynslu eða upp­lif­un. Menn­irnir eru hluti af heild­inni og þeim er skylt að horfa sömu sið­ferði­legu augum til nátt­úr­unnar eins og ann­arra manna.

„Ég hugsa, þess vegna er ég“

Sú tví­hyggja sem Heiðar fellur í, tví­hyggja manns og nátt­úru, á sér langa sögu, allt frá hug­myndum Platóns um frum­myndir og tveggja heima kenn­ingu allt til Descartes og hug­mynda hans um tví­hyggju sálar og lík­ama, fram til dags­ins í dag. Platón taldi að ekki væri hægt að treysta hinum skynj­an­lega heimi, heldur þyrfti að fara í heim frum­mynda til þess að fá raun­veru­lega þekk­ingu.

Á þess­ari tví­hyggju hefur heim­spekin byggt upp sitt kerfi og þess vegna hafa skynj­anir og nátt­úra ekki verið metnar sem skyldi hjá heim­spek­ingum for­tíðar sem og nútíð­ar. Erfitt er að taka eitt­hvað gott og gilt byggt á skynj­unum því að þær eru óút­reikn­an­legar og hverf­ul­ar. Þá er gott að hafa þennan „raun­veru­lega“ heim – annan en okkar – þar sem allt er stöðugt og áreið­an­legt vegna þess að þá er mun auð­veld­ara að kom­ast að nið­ur­stöðu og finna raun­veru­lega þekk­ingu.

Hjá Descartes byggð­ist allt á hugs­un­inni. Þar var byrj­un­ar­reit­ur­inn að hans mati, í hug­an­um. Þannig var áreið­an­leg þekk­ing bundin við vits­muni okkar en alls ekki skynj­un, nátt­úru eða reynslu. Þar sem skynj­unin er óáreið­an­leg, þ.e.a.s. við getum orðið fyrir ofskynjun eða ekki vitað hverju við eigum að treysta, þá er miklu betra að hans mati að treysta á hinn vit­ræna þátt eins og hin fræga setn­ing seg­ir: „Ég hugsa, þess vegna er ég.“

Auglýsing

Þessi tví­hyggja hefur á ákveð­inn hátt gert mann­inn fjar­lægan nátt­úr­unni, þ.e. slitið hug­mynda­fræði­leg tengsl hans við umhverfi sitt í heim­speki­hefð­inni. Þetta hefur í för með sér ákveð­inn valdastrúktúr sem hefur við­geng­ist og gerir enn í sam­skiptum okkar við nátt­úr­una. Menn­irnir fara með valdið og gera það án umboðs frá neinum – nema kannski guði. Þessi hugsun kemur sér­stak­lega fram í vest­rænni heim­speki­hefð en þessi fjar­lægð virð­ist hafa skapað ójafn­vægi milli nátt­úru og manna. Þetta ójafn­vægi smitar út frá sér og bitnar sér­stak­lega illa á þeim sem minna mega sín.

Til­finn­ingar og reynsla í nátt­úr­unni

En er hægt að tengja til­finn­ingar og reynslu við sið­fræði? Róbert H. Har­alds­son gerir þessar pæl­ingar að umtals­efni í grein­inni „Nátt­úru­sýn, hlut­tekn­ing og sið­ferði“ en þar fjallar hann meðal ann­ars um sið­fræði Kants og gagn­rýnir hans nálg­un. Kant leit á mann­inn sem skyn­sem­is­veru og að sið­ferði ætti að snú­ast um þá sér­stöðu. Hegðun okkar gagn­vart nátt­úr­unni væri háð því að við not­uðum þessa skyn­semi okkar og þá ætti að koma í ljós að það væri okkur til hags­bóta að fara vel með nátt­úr­una. Hann gerir til­finn­ingum ekki hátt undir höfði, enda þær ekki jafn mik­il­vægar og skyn­semin sjálf.

Róbert segir í grein­inni að vissu­lega séu til­finn­ingar hug­lægar en þær séu ekki hráar upp­lif­an­ir, ger­sneyddar vits­muna­bundnu inni­haldi.

„Allir sem ígrunda eðli til­finn­inga sjá að þær búa yfir ákveðnu inni­haldi og lúta ákveð­inni rök­fræði. Þær eiga sér við­föng, til­efni og ástæð­ur, stefnu, mark­mið og hug­mynda­fræði. Í til­finn­ingum birt­ist oft mark­viss her­kænska („stra­teg­í­ur“) og þær tengj­ast löng­un­um, dóm­um, hug­myndum og hvötum með býsna skyn­sam­legum hætti. Sú stað­hæf­ing að til­finn­ingar séu hráar upp­lif­anir er því fjarri sann­i.“ Þannig geti til­finn­ingar vel þjónað þeim til­gangi að byggja upp sið­ferði og varla verði hjá því kom­ist.

Brýnt verk­efni að sýna fram á mik­il­vægi þess að hafa fleira í huga en mann­hverfu við­horfin

Páll Skúla­son heit­inn, heim­spek­ingur og fyrrum rektor Háskóla Íslands, fjall­aði mikið um nátt­úrusið­fræði í ritum sín­um. Í erindi frá árinu 1989 sem nefn­ist „Sið­fræði nátt­úr­unn­­ar“ tal­aði hann um gæði lífs­ins, afstöðu mann­­fólks­ins til nátt­úr­unnar og skyldur okkar gagn­vart dýr­un­­um. Hann tók fram strax í byrjun hversu mik­il­vægt það væri að ræða þessi mál. Hann gagn­rýndi harð­­lega þá mann­hverfu hugsun að „við höfum rétt til að ráðskast með aðrar líf­verur eftir því sem okkur sýn­ist og við teljum sam­ræm­­ast best okkar eigin hags­mun­um“. Það væri brýnt verk­efni sið­fræð­innar að sýna fram á mik­il­vægi þess að hafa fleira í huga en þessi mann­hverfu við­horf.

Páli var umhugað að finna út hvað væri sið­­ferð­is­­lega rétt að gera og hvað ekki, þrátt fyrir að hann setti þá varnagla að þessir sið­­ferð­is­­dómar væru ekki end­an­­legir og gætu aldrei orðið það. „Hvort okkur auðn­­­ast að lifa áfram á þess­­ari jörð í sam­býli við aðrar líf­verur er öllu öðru fremur komið undir því að við sigrumst á þeirri heimsku­­­legu til­­hneig­ingu að skoða lífið og nátt­úr­una ein­­göngu út frá sjón­­­ar­horni okkar sjálfra,“ skrif­aði hann. Páll end­aði grein­ina á þeirri stað­hæf­ingu að frum­­for­­senda alls sið­­ferðis fælist í hvers­­dags­­legri umhyggju­­semi og til­­lits­­semi gagn­vart öllu sem lif­­ir.

Nátt­úran er upp­­­spretta þeirra gæða sem menn þurfa til að lifa og býr hún í okkur sjálf­um

Í hug­­leið­ing­unni „Hvað er sið­fræði nátt­úr­unn­­ar?“ skil­greindi Páll sið­fræði nátt­úr­unnar með ein­­földum og skýrum hætt­i. Hann taldi að ástæðan fyrir því að gott væri að skil­­greina þessa teg­und sið­fræði sér­­stak­­lega væri sú að van­inn væri að tengja sið­fræði við reglur sem fólk setur sér í sam­­skiptum við aðra og lifn­að­­ar­hætti. Röng og rétt breytni væri iðu­­lega tengd menn­ing­­ar­­sam­­fé­lögum en síður við nátt­úr­una sjálfa.

Þannig hefði umhverfi manns­ins og nátt­úra staðið fyrir utan þetta sið­­ferði mann­anna. Þetta er þó ekki svona ein­falt og útskýrði Páll skor­in­ort hvaða þýð­ingu hann teldi nátt­úr­una hafa fyrir menn­ina.

Nátt­úran er í senn móðir alls lífs á jörð­inni, upp­­­spretta þeirra gæða sem menn þurfa til að lifa og svo býr hún í okkur sjálf­um, taldi Páll. „Um þetta fjallar sið­fræði nátt­úr­unn­­ar. Hún leit­­ast við að skýra boð og bönn, dygðir og lesti, verð­­mæti og gildi sem eru í húfi í hegðun manna gagn­vart nátt­úr­unni og fyr­ir­­bærum henn­­ar,“ skrif­aði hann. Páll end­aði þessa litlu hug­­leið­ingu á að benda á mik­il­vægi sið­fræði nátt­úr­unn­­ar, að fram­­tíð lífs á jörð­inni væri undir því komið að menn­irnir til­­eink­uðu sér heil­­steypta og sið­­ferð­is­­lega hugs­un.

Mikil mis­­tök falin í því við­horfi að líta á nátt­úr­una sem eign manna

Páll velti jafn­ramt fyrir sér í erindi frá árinu 1995 „Að búa á landi“ hvort land eða stað­ir, fjöll og mel­­ar, holt og hólar hefðu sið­­ferð­is­­gildi, þ.e. hvort hægt væri að gera illt gagn­vart „dauðri“ nátt­úru og hugs­an­­lega gera henni rangt til.

„Merk­ing hinnar dauðu nátt­úru og gildi felst einmitt í þessu: að vera grunnur og umgjörð hinnar lif­andi nátt­úru – bera uppi líf­ið, umvefja það – og taka svo við leifum þess þegar það lygnir aug­unum í hinsta sinn,“ skrif­aði hann. Mönnum bæri því sið­­ferð­i­­leg skylda til dauðrar nátt­úru af þessum sök­um, þeir væru af jörðu komnir og háðir henni.

Þess vegna fannst Páli mikil mis­­tök vera falin í því við­horfi að líta á nátt­úr­una sem eign manna og að leyf­i­­legt væri að gera hvað sem er undir því yfir­­skini. Við ættum ekki landið í þeim skiln­ingi og gætum ekki hrein­­lega gert það sem okkur lyst­­ir. Hann leit svo á að við værum með landið að láni frá for­­feðrum okkar og að okkur bæri að skila því í góðu ásig­komu­lagi fyrir kom­andi kyn­slóð­­ir.

„Sið­­ferð­is­lögin gilda ekki bara í sam­­skiptum milli manna eða í tengslum þeirra við dýr eða aðrar líf­ver­­ur, þau gilda ekki síður í sam­­skiptum þeirra við landið og jörð­ina alla, foss­ana og fjöll­in, mel­ana og móana,“ skrif­aði hann.

Umræðan verður að rúma til­finn­ingar

Nauð­syn­legt er að hafa við­horf sem útli­stuð hafa verið hér á undan að leið­ar­ljósi þegar við tölum um hvaða skref skulu vera tekin næst í orku- og umhverf­is­mál­um. Þegar Heiðar segir í fyrr­nefndu við­tali að öll umræðan um umhverf­is­mál sé „öf­ug­snú­in“ og byggi miklu meira á til­finn­ingum en rök­hyggju og vís­inda­hyggju þá kemur hann upp um sig. Af slíkri orð­ræðu má sjá að hann hefur ekki heild­ar­hags­muni okkar Íslend­inga í huga – heldur skamm­tíma­sér­hags­muni.

Þegar Heiðar segir að þeir sem segj­ast hugsa með hjart­anu tali auð­vitað með rass­inum þá fellur hann í þann pytt að tala um stórt og víð­feðmt mál­efni með litlum skiln­ingi á þeim vanda­málum sem við stöndum frammi fyrir í umhverf­is- og lofts­lags­mál­um. Það skiptir nefni­lega máli hvernig við tölum og þá er mik­il­vægt að hafa fleiri þætti í huga en „að skapa verð­mæt­i“.

Umræðan verður að rúma hvort tveggja rök- og vís­inda­hyggju og til­finn­ingar því þær eru ekki síður mik­il­vægar fyrir okkur sem íbúar í þessum heimi. Eða eins og Páll sagði þá er fram­­tíð lífs á jörð­inni undir því komið að menn­irnir til­­einki sér heil­­steypta og sið­­ferð­is­­lega hugs­un. Höldum áfram þaðan og til­einkum okkur slíka hugsun í umræðu kom­andi miss­era um orku­skipti og umhverf­is- og lofts­lags­mál.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari