Ákall Ísteka um færri mælingar við blóðtöku

„Ískyggilegt er að sjá hversu margar hryssur liggja hættulega lágt í hemóglóbíni með tilheyrandi heilsubrestum og kvölum,“ skrifa systkinin Guðrún og Jón Scheving Thorsteinsson í annarri grein sinni um blóðtöku úr fylfullum hryssum.

Guðrún og Jón Sch. Thorsteinsson
Auglýsing

Í drögum ráð­herra að nýrri reglu­gerð um blóð­töku úr fyl­fullum hryssum segir svo í 4. gr. laga um innra eft­ir­lit:

Mæl­ingar hjá opin­berri rann­sókna­stofu á blóð­rauða og blóð­korna­hlut­falli á mark­tæku hlut­falli hryss­anna á hverju ári.

Í umsögn Ísteka ehf. í sam­ráðs­gátt stjórn­valda um nýju reglu­gerð­ina seg­ir:

„Varð­andi lið b(áður e) er lagt til að honum verði breytt þannig að hann verði með sama hætti og reglur MAST voru um ára­bil. Mikil fylgni er venju­lega á milli hemó­glóbíns ann­ars vegar og hematókrítar hins vegar og því til­gangs­lítið að mæla hvoru tveggja. Skiln­ingur er á því að gott sé að eiga nýleg gögn til staðar til að grípa til á hverjum tíma. Rétt er þó að benda á að á meðan engu er breytt við blóð­tök­una er úti­lokað að nýr sann­leikur geti orðið til með þess­ari aðferða­fræði og mætti mæla sjaldn­ar. Til gam­ans má rifja upp orð sem eignuð hafa verið Albert Ein­stein: „insanity is doing the same thing over and over and expect­ing differ­ent results“.“

Í fyrsta lagi: Til þess að skilja hvað það er sem Ísteka leggur til er rétt að skoða hvaða reglur MAST er að vitna í. MAST setur starf­semi Ísteka skil­yrði um innra eft­ir­lit. MAST hefur frá ár­inu 2017 gert kröfu um að Ísteka mæli reglu­lega styrk hemó­gló­bins (blóð­rauða) hjá mark­tæku úr­taki af blóð­töku­hryssum fyrir blóð­töku og á blóð­tökut­íma­bil­inu og skili stofn­un­inni nið­ur­stöðum þeirra mæl­inga annað hvert ár.

Auglýsing

Í öðru lagi: Ísteka og MAST hafa lengi verið hvött til að afhenda nið­ur­stöður rann­sókna sem þau hafa vitnað til um ára­bil um það hve vel hryssur þola blóð­tök­ur. Engin svör bár­ust við þessum fyr­ir­spurnum fyrr en snemma árs 2022. Þá lét Ísteka af hendi fremur óljós gögn um með­al­tals hemó­glóbín­gildi og í skýrslu MAST um blóð­mera­hald er birt tafla með nið­ur­stöðum mæl­inga á hemó­glóbíni á ár­unum 2011, 2014, 2017, 2019 og 2021 ásamt upp­lýs­ingum um fjölda hryssa sem liggja að baki hverju með­al­gildi. Úrtakið er tæp­lega 2% af blóð­töku­hryssum hin síð­ari ár en um 1% á fyrri hluta tíma­bils­ins. Úrtakið eru slembi­úr­tak og skipt­ist eftir land­svæð­um. Ekki eru gefnar upp­lýs­ingar um lögun dreif­ingar hemó­glóbín­gild­anna fyrir utan með­al­töl og stað­al­frá­vik, en flestar nútíma­legar rann­sóknir gefa annað hvort upp allar mæl­ingar eða a.m.k. skekk­ingar („skew­ness“) og kurtos­is. (1)

Hin megin rann­sóknin sem Ísteka og MAST styðj­ast við var gerð árið 1982 á vegum fyr­ir­tæk­is­ins G. Ólafs­son sem hóf blóð­söfnun til rann­sókna. Um er að ræða óritrýnda grein sem unnin var af Egg­erti Gunn­ars­syni dýra­lækni, einum af upp­hafs­mönnum blóð­mera­halds og síðar starfs­manni Ísteka. Greinin birt­ist í tíma­rit­inu Frey sem gefið var út af Bún­að­ar­fé­lagi Íslands og Stétt­ar­sam­bandi bænda. Sú rann­sókn er því ekki óháð og hefur engin óháð rann­sókn verið gefin út sem stað­festir upp­haf­legu athugun Egg­erts.

Engar óháðar rann­sóknir virð­ast því hafa verið gerðar á heilsu og afdrifum þess­ara dýra í þau 40 ár sem blóð­taka hefur verið stund­uð.

Það fyr­ir­komu­lag sem hér hefur tíðkast að hags­muna­að­ilar af blóð­töku beri ábyrgð á rann­sóknum varpar rýrð á áreið­an­leika rann­sókn­anna. Nefna má tvö nýleg dæmi um hættu á hags­muna­á­rekstrum við slíkt fyr­ir­komu­lag sem tengj­ast Pur­due pharma og ópíóíða­far­aldr­inum ann­ars vegar og rann­sókn­ar­nið­ur­stöðum Andrew Wakefi­eld um tengsl MMRI bólu­efn­is­ins við ein­hverfu hjá börnum hins veg­ar.

Þess vegna ber að fagna því að í drögum reglu­gerð­ar­innar sé ákvæði um að blóð­rann­sóknir munu fram­vegis fara fram hjá opin­berri rann­sókn­ar­stofu. Hins vegar getur ekki gengið að rann­sóknum verði áfram stýrt af Ísteka, þar sem um aug­ljósa hags­muna­á­rekstra er að ræða svo ekki sé nefnt að metn­aður virð­ist vera mjög lít­ill sam­an­ber ummæli þeirra hér að ofan.

Í þriðja lagi: Þrátt fyrir að gögn Ísteka og MAST séu ekki unnin af óháðum aðila höfum við reynt að nota þau til þess að draga álykt­anir um blóð­bú­skap hryss­anna. Við þriðju viku blóð­töku er með­al­tals­magn hemó­glóbíns

um 10,6 g/dl og stað­al­frá­viki 1,3 skv. mæl­ingum Ísteka og MAST. Við höfum sett þessar nið­ur­stöður inn í hermi­líkan til þess að sjá hve margar hryssur falla veru­lega í blóð­magni við blóð­tök­una. Nið­ur­stöður

okkar eru þær að af 5 þús­und blóð­töku­hryssum í land­inu má ætla að á blóð­töku­tíma­bil­inu séu lægstu hemó­glóbín­gildin eft­ir­far­andi (2):

2 hryssur fari undir 6 g/dl

22 hryssur liggi á bil­inu 6-7 g/dl

133 hryssur liggi á bil­inu 7-8 g/dl

475 hryssur liggi ein­hvern tíma á bil­inu 8-9 g/dl

Ískyggi­legt er að sjá hversu margar hryssur liggja hættu­lega lágt í hemó­glóbíni með til­heyr­andi heilsu­brestum og kvöl­um.

Í fjórða lagi: Nauð­syn­legt er að þeir sem bera ábyrgð á hryss­unum og allir sem koma að þessum iðn­aði skilji þau áhrif sem blóð­takan hefur á líf­eðl­is­fræði hryss­anna og að áhætta er tekin með heilsu þeirra í hvert sinn sem tekið úr þeim blóð. Rétt er að halda því til haga að 15-20% af blóð­rúm­máli hryss­anna er fjar­lægt í hverri viku á meðan á blóð­töku stend­ur. Hryss­urnar eru fyl­fullar og oft mjólk­andi og því enn við­kvæm­ari en aðr­ar. Hætta er á blóð­þurrð­ar­losti.

Mæl­ing á hemó­glóbín­gildum úr úrtaki sem telur innan við 2% blóð­töku­hryssa leiðir hvorki í ljós bein áhrif á dýrin við blóð­tök­una né lang­tíma­á­hrif henn­ar. Sú nýbreytni er tekin upp með nýju reglu­gerð­inni að mæla skuli hematókrít(blóð­korna­hlut­fall)einnig sem styður við hemó­glóbín­rann­sókn­ina og eykur allt öryggi þar sem frá­vik minnka. Þessar mæl­ingar duga ekki einar sér. Báðar rann­sóknir eru háðar vökva­bú­skap dýrs­ins eins og fjöl­margar mæl­ingar á hestum við æfingar og keppni hafa sýnt.

Við teljum til­lögur ráð­herra í reglu­gerð­ar­drög­unum mjög til bóta og að nið­ur­stöður muni auka skiln­ing á blóð­bú­skap hryss­anna. Hér að neðan í fimmta lið eru til­lögur að fleiri úrbótum sem við teljum mik­il­vægt að verði til staðar í þeirri reglu­gerð sem verður gild­andi:

Í fimmta lagi: Til þess að geta metið áhrif blóð­tök­unnar þarf ann­ars vegar að rann­saka bein áhrif blóð­tök­unnar þegar hún er fram­kvæmd og hins vegar lang­tíma­á­hrif á heilsu hryss­anna. Hér að neðan leggjum við til hvernig rétt­ast væri að hátta mæl­ing­um:

A. Varð­andi bein áhrif blóð­tök­unnar og hins mikla blóð­missis sem hryss­urnar verða fyrir þarf að mæla lífs­mörk fyr­ir, á meðan og í nokkrar klukku­stundir eftir blóð­tök­una. Blóð­þrýst­ing­ur, púls og önd­un­ar­tíðni eru lág­marks mæl­ing­ar. Við teljum að vel fari á að þessar mæl­ingar fari fram við hverja blóð­töku og nið­ur­stöður verði skráð­ar.

B. Lág­marks blóð­rann­sóknir á lang­tíma­á­hrifum blóð­töku eru blóð­hag­ur, net­frum­ur, fer­ritín, járn og járn­bindi­geta.

Mæl­ingar á blóð­hag gagn­ast við grein­ingu á sjúk­dómum í blóði og fram­vindu þeirra. Þar er m.a. mælt hemó­glóbín (blóð­rauð­i), hematókrít (blóð­korna­hlut­fall), MCH (með­al­hemó­glóbín í rauðu blóð­korn­i), MCV (með­al­stærð rauðra blóð­korna), MCHC (með­al­hemó­glóbín­þéttni rauðra blóð­korna), fjöldi rauðra blóð­korna, hvítra blóð­korna, blóð­flagna og rdw (mæli­kvarði á mis­mun­andi stærð rauðra blóð­korna). Mæl­ing á fjölda net­fruma (ret­iculocyta) er einnig gagn­leg þar sem fjöldi þeirra eykst í blóði við blóð­skort m.a. vegna blóð­taps, hversu mikið fer eftir alvar­leika blóð­taps­ins. Þessar rann­sóknir gefa nokkuð ásætt­an­lega heild­ar­mynd af blóð­heilsu dýr­anna og þarf að mæla í það minnsta árlega fyrir blóð­töku 1,4 og 6 og u.þ.b. 1-2 vikum eftir blóð­töku tíma­bil­ið.

Járn, fer­ritín og járn­bindi­getu þarf að mæla fyrir blóð­töku 1,4 og u.þ.b. 1-2 vikum eftir blóð­töku tíma­bilið til að meta stöðu á járn­bú­skap hryss­anna. En þær eru í auk­inni hættu á járn­leysi bæði vegna blóð­tök­unnar og þess að þær eru fyl­full­ar.

Fyrir hinar blóð­tök­urnar (2,3 og 5) er hægt að láta duga mæl­ingu á hemoglóbíni og hematókrít nema nið­ur­stöður hinna mæl­ing­anna gefi til­efni til ann­ars.

Þar sem veru­legur ein­stak­lings­munur er á hryss­unum eins og öðrum spen­dýrum þarf að mæla þessi gildi helst hjá öllum dýr­unum til þess að fá raunsanna mynd. Nauð­syn­legt er að óháður aðili sjái um þessar rann­sóknir og að nið­ur­stöður verði gerðar opin­berar og aðgengi­legar fyrir hverja og eina hryssu sem rann­sökuð er.

Höf­undar eru Guð­rún Sch. Thor­steins­son hesta­eig­andi og læknir og Jón Sch. Thor­steins­son stærð­fræð­ingur og fram­kvæmda­stjóri.

Heim­ild­ir:

(1) Með­al­töl Ísteka milli ára virð­ast vera ein­föld með­al­töl. Betur færi á því að vegin með­al­töl væru notuð enda sveifl­ast fjöldi mældra hryssa úr 1% í 2% á milli ein­stakra ára.

(2) Hannað var til hermi­líkan sem hermdi eftir blóð­tök­unni. Með­al­tal og stað­al­frá­vik voru fengin frá Ísteka. Notuð var norm­al­dreif­ing­in. Ítrekað var milljón sinnum og nið­ur­stöður yfir­færðar á 5000 hryss­ur. Einnig var gerð til­raun með að nota skekk­ingu (skew­ness) og kurtosis sem voru fengin úr erlendum rann­sóknum á þýðum þar sem magn hgb var mælt. Seinna líkanið gaf til kynna að enn fleiri hryssur fengju mjög lág hgb gildi. Lík­önin eru ekki full­komin og betra færi á því að Ísteka&Mast gerðu allar mæl­ingar sínar opin­ber­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar