Besta leiðin

Heiða Björg Hilmisdóttir varaformaður Samfylkingarinnar gerir hér upp árið 2021. Hún segir að jöfnuður þurfi að vera í forgrunni við endurreisnina eftir kórónuveirufaraldurinn.

Auglýsing

Í lok síð­asta árs von­uðum við mörg að lok þessa heims­far­ald­urs, sem við helst viljum ekki nefna á nafn leng­ur, væri á næsta leyti. Bólu­setn­ingar stóðu fyrir dyrum og vonir okkar margra stóðu til þess að við gætum á ný notið sam­vista, ferðast, unnið og hvað það er sem við sökn­uðum mest. Það reynd­ist ekki alveg raunin en ný afbrigði virð­ast nú leysa hin sigr­uðu eldri af hólmi og lífið eins og við þekktum það verður fjar­læg­ara í minn­ing­unni. Það er margt sem þessi heims­far­aldur hefur kennt okkur og umfram annað kannski að stórar breyt­ingar eru mögu­leg­ar. Við getum breytt venjum okkar og reglum á til­tölu­lega stuttum tíma þegar við þurfum þess.

Nýtum reynsl­una

Þetta hefur verið erfitt, sér­stak­lega auð­vitað fyrir þau sem hafa veikst, misst nákomna, glatað lífs­við­ur­væri sínu eða heilsu. En getum við nýtt þessa reynslu heims­ins á umpólun við úrlausnir á fleiri vanda­málum sem við svo sann­ar­lega stöndum frammi fyr­ir?

Mér er þar efst í huga hlýnun jarðar með öllum þeim grafal­var­legu afleið­ingum sem við sem mann­kyn munum á end­anum ekki lifa af, ef ekk­ert verður að gert. Sú stað­reynd að á jörð­inni ríkir gríð­ar­legur ójöfn­uður sem auk­ist hefur í kjöl­far heims­far­ald­urs, sama hvort horft er til mis­skipt­ingu fjár­magns, aðgengis að mat­vælum og svo fram­veg­is. Átök og stríð með hrylli­legum afleið­ing­um, ofbeldi og mann­rétt­inda­brot sem við vissu­lega for­dæmum almennt en með sam­hentu átaki alþjóða­sam­fé­lags­ins mætti koma í veg fyr­ir. Kyn­bundið ofbeldi er þar á með­al, ein helsta ógnin við heilsu kvenna og hún hefur því miður bara auk­ist í far­aldr­in­um.

Ára­tugur aðgerða

Lofts­lags­breyt­ingar af manna­völdum eru hnatt­rænn vandi rétt eins og kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn og við getum og eigum að bregð­ast við honum sem slík­um. Hér­lendis hefur Reykja­vík haft for­ystu um að leggja til metn­að­ar­fullaar aðgerða­á­ætl­anir og stefnur en rík­is­stjórnin þarf að gera bet­ur. Setja fram skýr metn­að­ar­full mark­mið og mæli­kvarða sem og kalla eftir að við bregð­umst við því neyð­ar­á­standi sem ríkir í lofts­lags­mál­um. Þær aðgerðir sem farið verður í þurfa að stuðla að rétt­látum umskipt­um, byggja á jafn­ræði þar sem allir taka þátt í því að draga úr los­un, fyr­ir­tæki og neyt­end­ur, en um leið er byrðum og tæki­færum sem fel­ast í aðgerð­unum dreift með jöfnum og sann­gjörnum hætti. Nauð­syn­legt er að fram­kvæmdar verði kostn­að­ar- og ábata­grein­ingar sem nái til sam­fé­lags­legra áhrifa auk þess­ara efna­hags­legu og að gripið sé til mót­væg­is­að­gerða til að tryggja að aðgerðir gegn lofts­lags­breyt­ingum auki ekki ójöfn­uð. Ein­hver störf munu hverfa á næstu árum og önnur breyt­ast og ný verða til. Nauð­syn­legt er að breyt­ingar á vinnu­mark­aði leiði til fjölg­unar á góðum grænum störfum sem standa undir góðum lífs­kjörum og auka vel­ferð og jafn­rétti.

Auglýsing

Jöfnum stöðu okkar við end­ur­reisn­ina

Síð­ustu tvö ár höfum við öll fundið hve gríð­ar­lega mik­il­væg sam­neyslan er, vel­ferð­ar­kerfið okkar sem hélt sam­fé­lag­inu gang­andi þegar allt fór í lás. Þar er ég ekki bara að tala um heil­brigð­is­starfs­fólk sem sann­ar­lega vann þrek­virki heldur líka fólk í Vel­ferð­ar­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga sem sinnti börn­um, fjöl­skyld­um, föt­uðu fólki, öldruðum og öllum þeim sem þurftu að aðlaga sig að nýjum veru­leika eftir hverjar nýjar sótt­varn­ar­regl­ur. Fólk sem vinnur í mennta­kerf­inu sem aðlag­aði sig að alveg nýjum veru­leika sem og fólk í fram­línu­störfum sem mætti á sínar vakt­ir. Nor­ræna vel­ferð­ar­sam­fé­lagið sýndi sína styrk­leika og ég held við höfum vel­flest fundið að þetta rót­gróna sam­fé­lag sam­hjálpar og sam­stöðu, var það sem mestu máli skipti þegar áföllin dundu yfir.

Frelsi, jafn­rétti, sam­staða

Við jafn­að­ar­fólk höfum reyndar haldið þessum gildum á lofti alla tíð, að jöfn­uð­ur, rétt­læti, sterkir inn­við­ir, sam­neysla og sam­staða fólks geri okkur öllum gott og að allir eigi að vera með. Við viljum ekki bara skapa öllum jöfn tæki­færi til að taka þátt í okkar sam­fé­lagi heldur jafna stöðu fólks til að nýta þau tæki­færi með raun­veru­legum aðgerð­um. Árið 2021 var að mörgu leyti upp­haf nýrra tíma fyrir jafn­að­ar­stefn­una, þó alþing­is­kosn­ingar á Íslandi hafi ekki farið eins og í lönd­unum í kringum okkur þá gleðj­umst við yfir góðum sigrum þeirra og styðjum öll góð mál sem byggja á okkar grunn­hug­sjónum og stuðla að því að okkar fram­tíð­ar­sýn nái fram að ganga.

Mótum fram­tíð­ina saman

Sam­fylk­ingin er í meiri­hluta við stjórn sveit­ar­fé­laga þar sem flestir Íslend­ingar búa og við höfum sann­ar­lega lagt okkur fram um að standa vörð um þá gríð­ar­lega mik­il­vægu þjón­ustu sem sveit­ar­fé­lög veita, því miður oft við lít­inn skiln­ing rík­is­stjórn­ar­innar á mik­il­vægi sveit­ar­stjórn­ar­stigs­ins og áhrif sam­dráttar þar á mann­rétt­indi, heil­brigði, ofbeldi, menntun og atvinnustig um land­ið. Framundan er nýtt ár og ný tæki­færi fyrir öfl­uga for­ystu­sveit jafn­að­ar­fólks í öllum sveit­ar­fé­lögum að sækja umboð til kjós­enda til þess að gera sam­fé­lag okkar enn betra og rétt­lát­ara.

Ég er bjart­sýn á að við fáum umboð til þess og um leið og ég horfi til baka með þakk­læti og kannski smá trega á liðið ár, get ég ekki beðið eftir því næsta því það mun von­andi færa okkur mörg ný tæki­færi til sam­stöðu um fram­farir og jafn­rétti öllum til handa.

Höf­undur er vara­for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit