Eftir ræðurnar göngum við í verkin

Guðmundur Ingi Guðbrandsson segir að við áramót sé skynsamlegt, hollt og skemmtilegt að horfa um öxl, fara yfir árangur nýliðins árs og velta fyrir sér hverju við viljum áorka á nýju ári.

Auglýsing

Við náðum saman tökum á útbreiðslu kór­ónu­veirunnar í upp­hafi árs­ins sem var ekki lítið átak. Veiran er vissu­lega enn til stað­ar, en veldur ekki sama usla og áður. Við höfðum þó ekki fyrr aflétt flestum tak­mörk­unum í sam­fé­lag­inu vegna kór­ónu­veirunnar að Rússar réð­ust inn í Úkra­ínu. Afleið­ingar inn­rás­ar­innar hafa verið eitt stærsta málið sem rík­is­stjórnin hefur tek­ist á við á árinu 2022. Rík­is­stjórnin brást við líkt og önnur Evr­ópu­ríki og virkj­aði 44. gr. laga um útlend­inga sem kveður á um sam­eig­in­lega vernd vegna fjölda­flótta. Við höfum tekið á móti rúm­lega fjögur þús­undum á flótta, flestum frá Úkra­ínu, og við­bragð okkar Íslend­inga hefur verið okkur til sóma, bæði í mót­töku flótta­fólks hér heima og með auknum beinum stuðn­ingi við Úkra­ínu í gegnum utan­rík­is­ráðu­neyt­ið. Ég vil þakka sér­stak­lega öllum þeim sem hafa lagt mikið á sig vegna þess­ara breyttu aðstæðna, það verður til þess að við getum horft stolt til baka þegar fram líð­ur.

Stór­aukin áhersla á mót­töku flótta­fólks og gerð inn­flytj­enda­stefnu

Félags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neytið hefur verið í hring­iðu mót­töku á flótta­fólki og tók for­ystu í stofnun mót­töku­mið­stöðvar fólks á flótta í hús­næði sem áður hýsti Domus Med­ica. Þetta gerir umsækj­endum um alþjóð­lega vernd kleift að sækja þjón­ustu stofn­ana rík­is­ins á einn stað, sem hefur stór­bætt þjón­ust­una. Í fram­haldi hófust samn­inga­við­ræður við sveit­ar­fé­lög um sam­ræmda mót­töku flótta­fólks og nú í vetur er verið að koma samn­ingum til fram­kvæmd­ar. Í samn­ing­unum felst fjár­hags­leg aðstoð rík­is­ins við lög­bundin hlut­verk sveit­ar­fé­laga í að taka á móti flótta­fólki, með það að mark­miði að gera flótta­fólki auð­veld­ara að kom­ast inn í sam­fé­lagið og verða virkir þátt­tak­endur í leik og starfi. Þá er búið að tryggja aukið fjár­magn til íslensku­kennslu fyrir inn­flytj­endur á næsta ári sem er lyk­ill­inn að því að aðlag­ast sam­fé­lag­inu. Við­brögð okkar allra núna munu hafa mikil áhrif á hvernig til tekst í fram­tíð­inni.

Talandi um fram­tíð­ina, þá skip­aði ég nýlega starfs­hóp um mótun stefnu í mál­efnum inn­flytj­enda og flótta­fólks á Íslandi. Slík stefna er ekki til en mik­il­vægi hennar er aug­ljóst. Um 18% lands­manna eru af erlendu bergi brot­in. Í öllum þeim fjöl­breyti­leika fel­ast marg­vís­leg tæki­færi fyrir íslenskt sam­fé­lag, en það eru fjöl­margar áskor­anir sem einnig fylgja, ekki síst að fólk nái að aðlag­ast sam­fé­lag­inu og fá sömu tæki­færi hér og hver önn­ur. Þannig þarf að huga sér­stak­lega vel að íslensku­kennslu í skólum og íslensku sem annað tungu­mál fyrir full­orðið fólk. Við þurfum einnig að meta menntun og reynslu fólks sem hingað kemur að meiri verð­leikum og nýta þannig þekk­ingu inn­flytj­enda þjóð­fé­lag­inu til fram­drátt­ar.

Auglýsing

Fjár­munum beint þar sem þeir gera mest gagn

Í efna­hags­málum höfum við hér heima á Íslandi glímt við vax­andi verð­bólgu líkt og önnur lönd hafa gert. Verð­bólgan stafar bæði af aðstæðum hér inn­an­lands, ekki síst á hús­næð­is­mark­aði, en líka af utan­að­kom­andi þáttum í öðrum löndum sem erfitt er að ráða við. Staða rík­is­fjár­mála er mun betri en fyrri áætl­anir gerðu ráð fyrir og bati í efna­hags­líf­inu hefur verið mun skjót­ari en búist var við, til dæmis hefur ferða­þjón­ustan tekið hraðar við sér en gert var ráð fyr­ir. Snarpur efna­hags­legur bati er ekki síst vegna þess að okkur auðn­að­ist með mark­vissum aðgerðum að halda atvinnu­líf­inu á lífi við ótrú­lega krefj­andi aðstæður á meðan á kór­ónu­veiru­far­aldr­inum stóð og aðgerðir gegn atvinnu­leysi skil­uðu góðum árangri. Verð­bólgan mun áfram verða eitt meg­in­við­fangs­efni efna­hags­stjórn­un­ar­innar á næsta ári.

Stuðn­ingur við kjara­samn­inga á mik­il­vægum tímum

Sá mik­il­vægi áfangi náð­ist nú í des­em­ber að kjara­samn­ingar voru und­ir­rit­aðir fyrir stærstan hluta launa­fólks á almennum vinnu­mark­aði. Flest félög innan Starfs­greina­sam­bands Íslands voru í far­ar­broddi og versl­un­ar­menn og sam­flot iðn- og tækni­fólks fylgdi svo í kjöl­far­ið. Við­ræður eru enn í gangi á milli Sam­taka atvinnu­lífs­ins og Efl­ingar og vona ég sann­ar­lega að við­semj­endur nái fljótt saman á nýju ári.

Kjara­samn­ingar fyrir stærstan hluta launa­fólks á almennum vinnu­mark­aði er mik­il­vægur og jákvæður áfangi á óvissu­tím­um. Rík­is­stjórnin er í stöð­ugu sam­tali við aðila vinnu­mark­að­ar­ins og hefur á und­an­förum mán­uðum átt í nánu sam­tali við þau um aðgerðir til að greiða fyrir samn­ingum sem styðja við mark­mið þeirra um að skapa for­sendur fyrir stöð­ug­leika í efna­hags­málum með lækkun verð­bólgu og vaxta og þannig náum við meðal ann­ars að verja kaup­mátt og lífs­kjör launa­fólks.

Byggt verði meira hús­næði og stutt við barna­fólk

Í hús­næð­is­málum mun bygg­ingu nýrra íbúða fjölga í sam­starfi við sveit­ar­fé­lög og haldið verður áfram upp­bygg­ingu í almenna íbúða­kerf­inu með auknum stofn­fram­lögum frá rík­inu sem nemur 4 millj­örðum króna á næsta ári. Sú upp­bygg­ing bæt­ist við þær 3.000 íbúðir sem byggðar hafa verið upp í almenna íbúða­kerf­inu á und­an­förnum árum m.a. í góðu sam­starfi við verka­lýðs­hreyf­ing­una í gegn um Bjarg íbúða­fé­lag sem hefur reynst afar mik­il­vægt til að lækka hús­næð­is­kostnað og auka hús­næð­is­ör­yggi tekju­lægri heim­ila. Einnig verður áfram unnið að því að bæta rétt­ar­stöðu leigj­enda með breyt­ingum á hús­næð­is­lög­um.

Hús­næð­is­stuðn­ingur verður auk­inn nú um ára­mótin með 13,8% hækkun hús­næð­is­bóta til leigj­enda. Þessi aukn­ing kemur til við­bótar þeirri 10% hækkun sem kom til fram­kvæmda 1. júní síð­ast­lið­inn. Þá munu eign­ar­skerð­ing­ar­mörk í vaxta­bóta­kerf­inu hækka um 50% sem mun styðja betur við eigna­minni heim­ili. Auk þess verður heim­ild til skatt­frjálsrar nýt­ingar á sér­eign­ar­sparn­aði til kaupa á íbúð­ar­hús­næði til eigin nota eða ráð­stöf­unar inn á höf­uð­stól fram­lengd til árs­loka 2024.

Stuðn­ingur við barna­fjöl­skyldur verður efldur og fjöl­skyldum sem fá barna­bætur mun fjölga um nærri þrjú þús­und. Þannig mun heild­ar­fjár­hæð sem varið verður til barna­bóta á næstu tveimur árum verða 5 millj­örðum hærri en ann­ars hefði orðið í óbreyttu kerfi. Barna­bóta­kerfið verður ein­fald­að, dregið úr skerð­ingum og teknar upp sam­tíma­greiðslur þannig að bið­tími eftir barna­bótum verði aldrei lengri en 4 mán­uðir frá fæð­ingu barns.

Sorg­ar­leyfi við barns­missi

Alþingi sam­þykkti frum­varp mitt á árinu um sorg­ar­leyfi þar sem for­eldrum á vinnu­mark­aði er tryggt leyfi frá störfum í kjöl­far barns­missis auk þess sem þau fá greiðslur til að koma til móts við tekju­tap á til­teknu tíma­bili í tengslum við fjar­veru frá vinnu­mark­aði. Nið­ur­stöður rann­sókna sýna fram á mik­il­vægi þess að ein­stak­lingar sem verða fyrir áföllum í líf­inu haldi sam­bandi við vinnu­mark­að­inn eins og þeir treysta sér til hverju sinni. Mark­miðið með frum­varp­inu er að við­ur­kenna áhrif sorg­ar­innar vegna barns­missis á fjöl­skyld­una í heild, ásamt því að auka líkur á að for­eldrar eigi far­sæla end­ur­komu á vinnu­markað og taki frekar virkan þátt í sam­fé­lag­inu í kjöl­far barns­miss­is.

End­ur­skoðun örorku­líf­eyr­is­kerf­is­ins stærsta málið

Rík­is­stjórnin greip til aðgerða um mitt ár 2022 og hækk­aði fjár­hæðir almanna­trygg­inga og hús­næð­is­bæt­ur. Var það gert til að bregð­ast við hækk­andi verð­bólgu. Nú um ára­mót munu svo greiðslur almanna­trygg­inga hækka til móts við hækk­andi verð­bólgu, en ljóst er einnig að horfa þarf enn betur til kjara örorku­líf­eyr­is­þega og þess eldra fólks sem minnst hefur á milli hand­anna. Vinna er í gangi við mótun til­lagna í þá veru.

Það er mín stefna og áherslu­mál að við byggjum rétt­látt sam­fé­lag þar sem við öll getum notið styrk­leika okk­ar. Það er flestum ljóst að örorku- og end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyr­is­kerfið hefur beðið lengi eftir end­ur­nýj­un. Kerfið er flókið og stag­bætt eftir lag­fær­ingar og við­bætur gegnum árin og löngu kom­inn tími á heild­ar­end­ur­skoðun í átt að ein­földun og gegn­sæi. Þessi vinna er hafin og þegar farin að skila jákvæðum breyt­ing­um, en Alþingi sam­þykkti nýlega frum­varp mitt um hækkun frí­tekju­marks örorku- og end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyr­is­þega úr tæpum 110.000 krónum í 200.000 krónur og taka þær breyt­ingar gildi um ára­mót­in. Þá sam­þykkti Alþingi einnig leng­ingu á tím­anum sem hægt er að stunda end­ur­hæf­ingu úr þrem árum í fimm. Þetta er hvoru tveggja gert til að auka líkur á að fólk með mis­mikla starfs­getu geti stundað vinnu. Í því sam­hengi er einnig mik­il­vægt að okkur auðn­ist að fjölga hluta­störfum og sveigj­an­legum störf­um, en vinna er í gangi við það.

Ég stefni á að kynna til­lögur að frek­ari breyt­ingum á örorku­líf­eyr­is­kerf­inu fljót­lega á nýju ári sem hafa það að mark­miði að skapa aukin tæki­færi og betri kjör fyrir fólk með mis­mikla starfs­getu. Ég vil fá að þakka hag­að­ilum fyrir sam­starf að þessum mál­um.

Fatlað fólk á að njóta sömu rétt­inda og tæki­færa og hver önnur

Við eigum öll sama rétt til tæki­færa í líf­inu. Ég hef frá upp­hafi ráð­herra­tíðar minnar lagt mikla áherslu á stöðu fatl­aðs fólks, hinsegin fólks og inn­flytj­enda, en tæki­færi þeirra eru oft tak­mark­aðri en ann­arra. Á þessu kjör­tíma­bili verður Samn­ingur Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi fatl­aðs fólks lög­festur og komið á fót óháðri Mann­rétt­inda­stofn­un, en þessi vinna er á ábyrgð for­sæt­is­ráð­herra. Undir ábyrgð mína fellur að vinna að gerð lands­á­ætl­unar um inn­leið­ingu samn­ings­ins sem mun verða grund­vall­ar­breyt­ing hvað varðar við­ur­kenn­ingu á rétt­ind­um, mennt­un, störfum og aðgengi fatl­aðs fólks. Vinna verk­efna­stjórnar og starfs­hópa stendur yfir og við munum kynna drög að lands­á­ætlun snemma á næsta ári.

Einnig var sam­þykkt á Alþingi núna fyrir jólin að fjölga samn­ingum fatl­aðs fólks um not­enda­stýrða per­sónu­lega aðstoð (NPA) um helm­ing á næsta ári sem skiptir gríð­ar­lega miklu máli til að auka lífs­gæði og þátt­töku í sam­fé­lag­inu. Einnig stendur yfir umfangs­mikil vinna við að bæta úr aðgengi fatl­aðs fólks að hinum staf­ræna heimi. Komið var á fót raf­rænum nám­skeiðum fyrir per­sónu­lega tals­menn fatl­aðs fólks og staf­rænn tals­manna­grunnur tek­inn í notkun sem er stórt skref og mik­il­vægt í að gera staf­ræna umbreyt­ingu mögu­lega fyrir fatlað fólk. Þá tekur til starfa eftir ára­mót starfs­hópur sem á að skila mér til­lögum að auknum starfs- og mennta­tæki­færum fatl­aðs fólks. Það er fátt meira gef­andi en að taka þátt í að auka tæki­færi fólks til betra lífs.

Hækkum um fimm sæti á Regn­boga­kort­inu

Undir for­ystu Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra sem stýrir jafn­rétt­is­málum hér­lendis hefur á síð­ustu árum verið gripið til mark­vissra umbóta í mál­efnum hinsegin fólk, með lög­gjöf og auknum fjár­hags­legum stuðn­ingi við mann­rétt­inda­sam­tök á borð við Sam­tökin 78. Á árinu 2022 hélt sú vinna áfram en þá sam­þykkti Alþingi fyrstu aðgerð­ar­á­ætlun á Íslandi í mál­efnum hinsegin fólks fyrir árin 2022-2025. Þá er í gangi vinna starfs­hóps vegna hat­urs­orð­ræðu, sem kemur meðal ann­ars inn á hinsegin fólk og að vænta til­lagna á næsta ári.

Regn­boga­kort ILGA Europe er mæli­kvarði á stöðu rétt­inda hinsegin fólks. Við hækk­uðum úr 14. sæti upp í það 9 við síð­ustu mæl­ingu. Engu að síður hefur orðið bakslag í við­horfum og fram­komu við hinsegin fólk, bæði hér­lendis og erlend­is, ekki síst meðal ungs fólks. Það er áfram­hald­andi verk­efni að verja og berj­ast fyrir rétt­indum hinsegin fólks og rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur mun ótrauð vinna áfram að því verk­efni.

Auð­lindir Íslands og mat­væla­ör­yggi Íslend­inga

Það er mik­il­vægt að við búum okkur til umhverfi þar sem við getum verið sem mest sjálf­bær hvað varðar mat­væla­ör­yggi og verjum þær auð­lindir sem við byggjum vel­ferð okkar á. Slík vinna bar þegar árangur þegar Svan­dís Svav­ars­dóttir mat­væla­ráð­herra skip­aði sprett­hóp síð­ast­liðið vor um mat­væla­fram­leiðslu sem sendi inn til­lögur um styrki til grein­ar­innar til að verja íslenska mat­væla­fram­leiðslu. Styrkirnir voru svo afgreiddir í haust, en þeir voru ekki síst mik­il­vægir sauð­fjár­bænd­um, en staða þeirra hefur verið erfið um ára­bil. Þá er verið að skoða til­lögur um aukið vægi korn­ræktar til að stuðla enn fremur að fæðu­ör­yggi okk­ar.

Í lok maí 2022 skip­aði mat­væla­ráð­herra fjóra starfs­hópa til að greina áskor­anir og tæki­færi í sjáv­ar­út­vegi og tengdum greinum ásamt því að meta þjóð­hags­legan ávinn­ing fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­is­ins. Starfs­hóp­arnir fjalla um sam­fé­lag, aðgengi, umgengni og tæki­færi. Úr þeirri vinnu erum við að stefna á að skapa nýjan ramma þegar kemur að því hvernig við umgöng­umst og ávöxtum auð­lind­irnar okkar á sem bestan hátt.

Sjálfur hef ég sér­stakan áhuga á fram­tíð fisk­eldis hér á landi, en ég hef lengi talað fyrir því að lax­eldi í sjó verði að þró­ast úr opnum sjó­kvíum yfir í lok­aðar sjó­kvíar og/eða fær­ast upp á land. Umhverf­is­á­hrif opins sjó­kvía­eld­is, hvort sem horft er til stað­bund­innar meng­unar frá úrgangi, laxalúsar eða erfða­blönd­unar við villtan lax, eru að mínu mati of mik­il. Á sama tíma fer mik­il­vægi þess­arar atvinnu­greinar ört vax­andi, bæði á lands­vísu, en ekki síst í byggðum þar sem hallað hefur undan fæti. Einmitt þess vegna er gríð­ar­lega mik­il­vægt að tekin verði stefnu­mót­andi ákvörðun um hvernig við viljum sjá fisk­eldi þró­ast á næstu árum og ára­tug­um, í sátt við nátt­úr­una. Ég von­ast til að við fáum góðar til­lögur úr starfs­hópum mat­væla­ráð­herra.

Mik­il­væg vatns­föll komin í vernd­ar­flokk ramma­á­ætl­unar

Á árinu sem leið var ramma­á­ætlun um vernd og orku­nýt­ingu land­svæða loks­ins sam­þykkt á Alþingi. Ég tel sam­þykki áætl­un­ar­innar mik­il­væga ekki síst til að þetta öfl­uga stjórn­tæki geti áfram lif­að, því það væri verra að fara aftur til þess tíma þegar teknar voru ákvarð­anir um hverja og eina virkj­un­ar­hug­mynd. Ramma­á­ætlun tekur nefni­lega frá svæði í vernd­ar­flokk, þar sem ekki má virkja, sem er afar mik­il­vægt tæki í nátt­úru­vernd.

Vissu­lega þarf mála­miðl­anir til að afgreiða mál sem þetta og við í VG stóðum að slíkri mála­miðl­un. Hún þýðir að sum þeirra svæða sem við hefðum viljað sjá í vernd­ar­flokki fara aftur til skoð­unar (í bið­flokk), en á móti kemur að önnur mik­il­væg svæði sem flokk­ast höfðu í nýt­ing­ar­flokk í til­lögu að ramma­á­ætlun og mikil and­staða var við, meðal ann­ars Skrokkalda á hálend­inu, fara líka aftur til skoð­un­ar. Mik­il­væg­ast er að stór vatns­föll á borð við Skaftá og Skjálf­anda­fljót með Ald­eyj­ar­fossi og fleiri nátt­úru­undrum, eru nú komin í vernd­ar­flokk ramma­á­ætl­unar eins og nátt­úru­vernd­ar­fólk hefur lengi barist fyr­ir. Því fagna ég.

Vatna­skil í úrgangs­málum

Það verður stórt skref stigið á þessu ári þegar sveit­ar­fé­lög hefja inn­leið­ingu á breyttri lög­gjöf varð­andi úrgangs­mál. Þetta er risa­stórt skref og hluti af því að styðja við hringrás­ar­hag­kerfi hér­lend­is. Aðdrag­andi þessa er sam­þykkt frum­varps míns sem umhverf­is­ráð­herra 2021 og byggir á úrgangs­stefnu sem sett var í ráð­herra­tíð minni. Lögin taka gildi 1. jan­úar 2023.

Lög­gjöf­inni er ætlað að draga úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá með­höndlun úrgangs, stuðla að sjálf­bærri auð­linda­nýt­ingu og að úrgangur sé með­höndl­aður á þann hátt að hann skapi ekki hættu fyrir menn eða dýr eða valdi skaða í umhverf­inu. Þá verður skylda að flokka sorp hvort sem er á heim­ilum eða hjá fyr­ir­tækj­um, sorp­flokkun verður sam­ræmd á öllu land­inu, þannig að við þurfum ekki að flokka með mis­mun­andi hætti eftir sveit­ar­fé­lög­um. Sveit­ar­fé­lögin fá einnig laga­lega heim­ild til að rukka fólk eftir því hve miklu rusli það hendir og eftir því hversu dug­legt það er að flokka.

Við skulum taka þessum breyt­ingum vel því við getum haft umtals­verð áhrif fyrir nátt­úru og lofts­lag með þessum breyt­ing­um.

Vernd 30% haf- og land­svæða

Þau gleði­legu tíð­indi urðu nú í des­em­ber að tæp­lega 190 ríki sem eru aðilar að Samn­ingi Sam­ein­uðu þjóð­anna um líf­fræði­legan fjöl­breyti­leika komust að tíma­móta­sam­komu­lagi um skil­virka verndun og stjórnun a.m.k. 30% af landi, strand­svæðum og haf­svæðum heims­ins fyrir árið 2030. Sem stendur eru 17% lands og um 10% pró­sent haf­svæða í vernd á heims­vísu. Við Íslend­ingar höfum verndað um 24% af land­svæðum okkar en vel innan við 1% af haf­svæðum svo það eru næg sókn­ar­færi þar. Í ráð­herra­tíð minni sem umhverf­is­ráð­herra frið­lýsti ég yfir 30 svæði, ýmist var um að ræða stækkun þegar frið­lýstra svæða eða ný svæði. Má þar nefna Geysi, Goða­foss, Látra­bjarg, Kerl­ing­ar­fjöll, Dranga á Strönd­um, Stór­urð og Gerp­is­svæð­ið, auk umfangs­mik­illa stækk­ana á Vatna­jök­uls­þjóð­garði og Þjóð­garð­inum Snæ­fellsjökli. Þá frið­lýsti ég nokkur vatna­svið og háhita­svæði gegn orku­vinnslu í sam­ræmi við ramma­á­ætl­un.

Betri umgjörð um fram­tíð okkar á efri árum

Á árinu 2022 settum ég og Willum Þór Þórs­son heil­brigð­is­ráð­herra, í góðu sam­starfi með sam­bandi íslenskra sveit­ar­fé­laga, Lands­sam­bandi eldri borg­ara og fjár­mála­ráðu­neyt­inu, í gang heild­ar­end­ur­skoðun á þjón­ustu við eldra fólk. Við ætlum að sam­eina krafta félags- og heil­brigð­is­þjón­ustu til þess að veita sam­fellda þjón­ustu þegar og þar sem fólk­inu hent­ar. Verk­efnið heitir Gott að eld­ast og hafa drög að aðgerða­á­ætlun verið sett í sam­ráðs­gátt. Ég vil sjá miklar breyt­ingar á næstu árum til þess að við getum öll haft meiri tæki­færi til þess að njóta þjón­ustu heima fyrir og stuðla að meiri virkni okkar allra sem er lyk­ill að því að við­halda góðri heilsu and­lega sem lík­am­lega. Þessi vinna er að horfa til nútíðar sem og 50 ár fram í tím­ann og væntum við mik­ils af henni.

For­mennska í Nor­rænu ráð­herra­nefnd­inni á næsta ári

Á þessu ári hefur verið unnið að þeim áherslum sem Ísland vil sjá í nor­rænu sam­starfi undir hatti Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­innar en ég gegni for­mennsku í nefnd­inni fyrir Íslands hönd á næsta ári. Stefna ráð­herra­nefnd­ar­innar er að Norð­ur­lönd eiga að vera sjálf­bærasta og sam­þættasta svæði heims árið 2030 og verður áfram unnið að þeim yfir­mark­mið­um. Ísland verður með sér­staka áherslu á frið á for­mennsku­ár­inu. Norð­ur­löndin leit­ast við að vera tals­menn frið­sælla lausna á heims­vís­u og státa af sterkum og öfl­ugum vel­ferð­ar­kerf­um, miklu sam­fé­lags­ör­yggi og miklum lífs­gæð­um. Við munum því leit­ast við að fjalla um mik­il­vægi friðar sem und­ir­stöðu vel­ferð­ar­sam­fé­lags­ins, kven­frels­is, sjálf­bærni og umhverf­is­verndar í sam­ræmi við fram­tíð­ar­sýn Nor­rænu ráð­herra­nefnd­ar­innar til 2030 og verður stór ráð­stefna um frið haldin á Íslandi á árinu 2023.

Að lokum

Verk­efnin framundan eru stór en ábat­inn af því vinna að rétt­lát­ara og betra sam­fé­lagi fyrir okkur öll er ómældur og við höldum ótrauð áfram.

Að lokum óska ég ykkur öllum gleði­legs árs og far­sældar á kom­andi ári og þakka kær­lega gjöf­ult sam­starf á árinu sem er að líða.

Höf­undur er félags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra, sam­starfs­ráð­herra Norð­ur­landa og vara­for­maður Vinstri grænna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit