Er ekki bara best að vita hvort þingmenn séu réttkjörnir?

Auglýsing

Íslend­ingar ríf­ast um flest milli him­ins og jarð­ar. Við erum þrætu­gjörn þjóð og sam­ein­umst sjaldn­ast nær öll um nokkurn hlut annan en góðan árangur lands­liða í hóp­í­þróttum eða við­brögð við nátt­úru­ham­för­um. En við höfum haft sam­eig­in­legt og algjört traust á því að nið­ur­stöður þing­kosn­inga, hvernig sem þær fara, séu raun­veru­legar og end­an­leg­ar. 

Því trausti megum við alls ekki glata. Og heilt yfir hefur fram­kvæmd kosn­inga hér­lendis verið til fyr­ir­mynd­ar. Aðfinnslur alþjóð­legra eft­ir­lits­að­ila hafa helst snúið að þeim lýð­ræð­is­halla sem er í kjör­dæma­skip­an, og veldur því að atkvæði greitt í á Vest­fjörðum telur miklu meira en atkvæði greitt í Kópa­vog­i. 

Nú er hins vegar komin upp staða sem verður að taka mjög alvar­lega. Lands­kjör­stjórn greindi frá því á þriðju­dag að ekki hefði borist stað­fest­ing á því frá yfir­kjör­stjórn Norð­vest­ur­kjör­dæmis að með­ferð kjör­gagna hafi verið full­nægj­andi. Það er í fyrsta sinn í Íslands­sög­unni sem slík yfir­lýs­ing er gefin eftir þing­kosn­ing­ar. 

Á manna­máli þýðir það að ekki liggur fyrir stað­fest­ing um hvort átt hafi verið við atkvæða­seðla milli þess sem þeir voru tald­ir, og þess þegar þeir voru end­ur­taldir dag­inn eftir kosn­ing­arn­ar, með þeim afleið­ingum að fimm þing­menn misstu sæti sitt á Alþingi og aðrir fimm fengu þar sæti.

Staðan er því sú að við vitum ekki hvort fimm þing­menn séu rétt­kjörnir eða ekki.

Einn með óinn­sigl­uðum kjör­gögnum í 29 mín­útur

Taln­ingu í Norð­vest­ur­kjör­dæmi lauk milli sjö og hálf átta á sunnu­dags­morgun og í kjöl­farið voru kynntar loka­tölur snemma á sunnu­dags­morg­un. Á grund­velli þeirra var greint frá því opin­ber­lega að Karl Gauti Hjalta­son, fyrir Mið­flokk­inn í Suð­vest­ur­kjör­dæmi, Hólm­fríður Árna­dótt­ir, fyrir Vinstri græn í Suð­ur­kjör­dæmi, Lenya Rún Taha Karim, fyrir Pírata í Reykja­vík norð­ur, Guð­mundur Gunn­ars­son, fyrir Við­reisn í Norð­vest­ur­kjör­dæmi, og Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, fyrir Sam­fylk­ing­una í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­ur, hefðu hlotið jöfn­un­ar­þing­sæti. Væru rétt­kjörnir þing­menn.

Auglýsing
Ingi Tryggva­son, for­maður yfir­kjör­stjórnar í Norð­vest­ur­kjör­dæmi, fór svo heim að sofa, eftir að hafa frestað fundi yfir­kjör­stjórnar klukkan 7:35. Atkvæðin sem talin höfðu verið um nótt­ina voru skilin eftir í sal Hót­els Borg­ar­ness. Ekk­ert inn­sigli var sett á hurð­ina og kjör­gögnin sjálf voru ekki inn­sigl­uð, líkt og lög segja til um. Fund­inum átti að halda áfram klukkan 13. 

Sam­kvæmt fund­ar­gerð yfir­kjör­stjórnar mætti Ingi hins vegar aftur á taln­ing­ar­stað rétt fyrir hádegi, eða klukkan 11:46. Næsti með­limur yfir­kjör­stjórnar sem mætti á eftir Inga kom á stað­inn klukkan 12:15. Því var hann einn með óinn­sigl­uðum kjör­gögnum í 29 mín­út­ur.

Ekki ein­ing um end­ur­taln­ingu

Í grein­ar­gerð yfir­kjör­stjórn­ar, dag­settri 28. sept­em­ber 2021, segir Ingi að um það leyti þegar hann var á leið aftur á taln­ing­ar­stað hafi hann fengið „sím­tal frá for­manni lands­kjör­stjórnar og athygli okkar var vakin á því að það mun­aði litlu varð­andi upp­bót­ar­sæti í Norð­vestur og Suð­ur­kjör­dæmi og hvort það gæfi okkur til­efni til að skoða málið nán­ar.“

Vegna ábend­ing­ar­innar var farið yfir atkvæði greidd lista Við­reisn­ar. Í fyrsta bunka sem Ingi tók upp reynd­ust vera átta atkvæði sem talin höfðu Við­reisn en til­heyrðu Sjálf­stæð­is­flokki og eitt sem til­heyrði lista Fram­sókn­ar. 

Í fram­hald­i af því ­fór yfir­kjör­stjórn yfir öll atkvæði Við­reisnar lista til að kanna hvort öll önnur en fyrr­greind atkvæði til­heyrðu ekki örugg­lega Við­reisn. „Svo reynd­ist vera en þá lá fyrir að mann­leg mis­tök höfðu átt ­sér­ ­stað við taln­ingu atkvæða undir morgun og n­íu ­at­kvæð­i höfðu rang­lega ­lent í atkvæða­bunka C lista [Við­reisn] sem til­heyrð­u öðrum fram­boðs­list­u­m. ­Með hlið­sjón af þessu taldi yfir­kjör­stjórn ekki annað fært en að end­ur­telja öll atkvæð­i.“ 

Athygli vekur að það bað eng­inn um þessa end­ur­taln­ingu. Og fjöl­miðlar hafa greint frá því að ekki hafi verið ein­ing á meðal þeirra sem sitja í yfir­kjör­stjórn að ráð­ast í hana. Það var samt sem áður gert.

Fjöldi atkvæða allra breytt­ist

DV greindi frá því á fimmtu­dags­kvöld að með­höndlun atkvæða hafi haf­ist áður en allir með­limir kjör­stjórnar voru mættir á stað­inn og áður en umboðs­menn list­anna mættu til að vera við­staddir end­ur­taln­ing­una. Hluti kjör­stjórnar neit­aði vegna þessa að und­ir­rita fund­ar­gerð­ina vegna taln­ing­ar­inn­ar.

End­ur­taln­ingin skil­aði því að töldum atkvæðum fjölg­aði um tvö. Auðum seðlum fækk­aði um tólf og ógildum fjölg­aði um ell­efu. Atkvæði allra flokka breyttu­st, mest hjá Sjálf­stæð­is­flokknum sem græddi tíu atkvæði, en Við­reisn tap­aði flest­um, eða níu. Vegna þessa fór af stað jöfn­un­ar­sæta­hringekja sem gerði það að verkum að þeir fimm sem greint var frá hér að ofan voru skyndi­lega ekki lengur vænt­an­legir þing­menn, heldur fimm aðrir fram­bjóð­endur sömu flokka en úr öðrum kjör­dæm­um.

Guð­mundur Gunn­ars­son féll út sem jöfn­un­ar­maður Við­reisnar í Norð­vest­ur­kjör­dæmi og í stað hans kom Berg­þór Óla­son inn fyrir Mið­flokk­inn. Karl Gauti Hjalta­son úr Mið­flokki féll út í Suð­vest­ur­kjör­dæmi og í hans stað kom Gísli Rafn Ólafs­son frá Píröt­um. Í Reykja­vík norður féll Lenya Rún Taha Karim út sem jöfn­un­ar­maður Pírata og í hennar stað kom Jóhann Páll Jóhanns­son fyrir Sam­fylk­ing­una. Þá datt Rósa Björk Brynj­ólfs­dóttir út sem jöfn­un­ar­maður Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík Suð­ur. Í hennar stað kom Orri Páll Jóhanns­son sem jöfn­un­ar­þing­maður Vinstri grænna. Í Suð­ur­kjör­dæmi datt Hólm­fríður Árna­dóttir út sem jöfn­un­ar­þing­maður Vinstri grænna og Guð­brandur Ein­ars­son kom inn í hennar stað sem jöfn­un­ar­þing­maður Við­reisn­ar.

Er í lagi að vita ekki hvort fimm þing­menn séu rétt­kjörn­ir?

Drögum þetta nú sam­an. Tölur voru til­kynntar að morgni sunnu­dags og á grund­velli þeirra lá fyrir að fimm ein­stak­lingar væru jöfn­un­ar­þing­menn í fimm kjör­dæm­um. Kjör­gögn í Norð­vest­ur­kjör­dæmi eru svo geymd við full­kom­lega ótryggar aðstæð­ur, og í and­stöðu við lög þar sem þau voru ekki inn­sigl­uð. Kjör­gögn voru inn­sigluð í öllum öðrum kjör­dæm­um.

Fyrir liggur að starfs­maður á hót­el­inu tók mynd af gögnum í því ástandi snemma morg­uns þar sem eng­inn annar sést vera inni í salnum þar sem gögnin voru geymd. Fleiri en einn inn­gangur er inn í sal­inn. 

Auglýsing
Fyrir liggur að for­maður yfir­kjör­stjórnar var einn með ótryggum kjör­gögnum í hálf­tíma. Fyrir liggur að allar atkvæða­tölur breytast, sem er mjög óvenju­legt og á ekki að geta gerst sé réttum aðferðum beitt. Fyrir liggur að vegna þess­arar fram­kvæmdar telur lands­kjör­stjórn ekki tækt að full­yrða að með­ferð kjör­gagna – atkvæða – hafi verið full­nægj­and­i. 

Er ein­hver sem ætlar að halda því fram, að teknu til­liti til ofan­greinds, að hann viti hvort fyrri eða seinni taln­ingin sé rétt, eða hvort þær séu jafn­vel báðar rang­ar? Er ein­hver sem getur sagt með fullri vissu hver nið­ur­staða kosn­ing­anna í Norð­vest­ur­kjör­dæmi var? 

Klúður sem hefur víð­tæk áhrif

Ljóst er að þetta klúður í Norð­vest­ur­kjör­dæmi getur haft víð­tæk áhrif. Sýni­leg­ast er að fimm ein­stak­lingar gætu sest á þing sem þjóðin kaus ekki þang­að, sam­kvæmt gild­andi lög­um, og fimm ein­stak­lingar sem þjóðin kaus gætu orðið af þing­mennsku. 

Ef kosið yrði aftur í Norð­vest­ur­kjör­dæmi gætu t.d. kjós­endur Sós­í­alista­flokks Íslands, sem náði ekki inn manni á lands­vísu, ákveðið að setja atkvæði sín á annan flokk. Það gæti gert það að verkum að sá flokkur næði inn kjör­dæma­kjörnum þing­manni, sem myndi hafa bein áhrif á útdeil­ingu jöfn­un­ar­þing­sæta á land­inu öllu og á heild­ar­nið­ur­stöðu kosn­inga. Auk þess myndi það hafa áhrif á fjár­út­lát úr rík­is­sjóði til stjórn­mála­flokka, sem ákvarð­ast af magni atkvæða sem þeir fá hverju sinni.

Því er óvíst að end­ur­tekn­ing á kosn­ingu í Norð­vest­ur­kjör­dæmi sé nægj­an­leg. 

Ekki tími póli­tískra tæki­fær­is­sinna

Sam­kvæmt stjórn­ar­skrá eru það þing­menn sjálfir sem skera úr um lög­mæti kjör­bréfa þing­manna, eins sér­kenni­lega og það hljóm­ar. Ferlið er þannig að Lands­kjör­stjórn gefur út kjör­bréf til hinna nýkjörnu þing­manna, sem hún gerði í gær á grund­velli síð­ari taln­ing­ar. Þeir skipa kjör­bréfa­nefnd sem fer yfir vafa­at­riði sem komu upp í kosn­ingum og gerir svo til­lögur um hvernig eigi að fara með nið­ur­stöð­una. Alþingi úrskurðar loks end­an­lega um lög­mæti kjör­bréf­anna og hvort kosn­ing­arnar hafi verið gild­ar. Þar sitja þeir fimm þing­menn sem ekki liggur fyrir með vissu hvort séu rétt­kjörn­ir. 

Þetta er ekki mál sem á að falla í póli­tískar skot­graf­ir. Tap­arar í kosn­ingum eiga ekki að líta á það sem annað tæki­færi til að rétta hlut sinn. Lukku­ridd­arar eiga ekki að líta á það sem annað tæki­færi til að koma sínum manni í kjör­dæm­inu inn á þing. Sig­ur­veg­arar eiga ekki að nálg­ast málið út frá því sjón­ar­miði að verja sinn árangur og láta sem að þetta breyti ekki nið­ur­stöðum kosn­inga eða sé bara óheppi­leg­t. 

Tæki­fær­is­mennska á ekk­ert heim­ili í þeim aðstæðum sem hafa skap­ast. Þeir sem grípa til hennar gera lítið annað en að stað­festa hversu smá­ir, þröng­sýnir og sér­hags­muna­mið­aðir ein­stak­lingar þeir eru.

Hér er trú­verð­ug­leiki kosn­inga und­ir. Hann hefur beðið hnekki en það er hægt að bæta þann skaða að ein­hverju leyti með því að bregð­ast rétt við með það eitt að leið­ar­ljósi að end­ur­heimta það traust sem er horf­ið. Að benda á það hefur ekk­ert með sam­sær­is­kenn­ingar eða álhatta að gera, heldur virð­ingu fyrir lýð­ræð­inu og fram­gangi þess. 

Það er ein­fald­lega ekki hægt að sætta sig við að slumpa á nið­ur­stöðu þegar fyrir liggur að engin veit hvort fimm þing­menn séu rétt­kjörn­ir. Skiptir þar engu þótt afglöp for­manns kjör­stjórnar í Norð­vest­ur­kjör­dæmi breyti ekki fjölda þing­manna sem hver flokkur fær. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari