Er þétt byggð allra best?

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur svarar grein Pawels Bartoszek, borgarfulltrúa Viðreisnar, um þéttingu byggðar og bendir á að gæði byggðar snústi um margt annað en hagkvæmni stærðar.

Auglýsing

Í stuttri grein á Kjarn­anum á sum­ar­dag­inn fyrsta sagði Pawel Bar­toszek borg­ar­full­trúi að land eigi að nýta á hag­kvæman hátt og með því að byggja þétt eins og mark­að­ur­inn vill gera. Jafn­framt opin­berar Pawel, sem eftir því sem ég best veit er for­maður skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, þá sýn að leysa eigi hús­næð­is­þörf Reyk­vík­inga með þéttri byggð og beitir þar áþreif­an­legum rökum um hag­kvæmni stærð­ar­innar og land­nýt­ing­ar.

Ef það væri eina við­miðið í skipu­lag­inu væri reyndar auð­veld­lega hægt að ná enn meiri nýt­ingu með háhýsa­byggð í ætt við SA-Asíu. Ég neita því ekki að ég varð hálf hvumsa við að sjá þetta bein­skeytta við­horf koma úr skipu­lags­ráði Reykja­vík­ur. Gæði byggðar snýst nefni­lega um svo marga aðra þætti.

Hér á landi er sól lágt á lofti yfir vetr­ar­helm­ing árs­ins, dag­ur­inn stuttur og birtan eft­ir­sókn­ar­verð. Sunnar s.s. við Mið­jarð­ar­haf­ið, þykir eðli­legt og þægi­legt að hafa skugga og skipu­lagið leit­ast við að draga úr birtu og þar með brækju­hita að sumr­inu. Dags­birtan er okkur mik­il­væg og nær­andi. Fremur háar bygg­ingar sem standa þétt tak­marka þá birtu sem berst inn. Íbúð­irnar verða bæði dimmar og sól­ar­laus­ar. Sama er með útsýni og telst það til hátt verð­lagðra híbýla­gæða. Í þéttri og hárri byggð er útsýni margra íbúð­anna hins vegar næsti hús­vegg­ur. Við sjáum þetta vel í nýja Hlíða­hverf­inu í Vatns­mýri þar sem þétt­leiki og nýt­ing­ar­hlut­fall eru aðals­merki skipu­lags­ins.

Í næð­ings­sömu landi þrengja vindar sér um þröng sundin á milli bygg­inga. Því styttri vega­lengd á milli þeirra og því hærri sem þær eru, þeim mun meiri verða trekt­ar­á­hrif vinds­ins. Jafn­vel á logn­dögum skapa bygg­ing­arnar napran súg sem fólk forð­ast frekar en hitt. Skugga­hverfið með sínum turnum er mjög gott dæmi, enda fáir þar á ferli jafn­vel á bestu sól­ar­dög­um. Sleppum hér að nefna til sög­unnar svipti­vindana skeinu­hættu sam­fara storm­um.

Auglýsing

En kannski er það versta við hug­myndir skipu­lags um hátt nýt­ing­ar­hlut­fall, ein­kenn­andi skortur á grænum svæð­um. Nú eða björtum og skjól­sælum torgum sem geta af sér mann­líf á milli húsa. Það er einmitt heiti á lít­illi bók eftir hinn fræga danska arki­tekt Jan Gehl. Upp­haf­lega frá 1971, en margend­ur­út­gefin og klassík í skipu­lags­fræð­um. Jan Gehl er umhugað um mann­eskj­una í hinu mann­gerða umhverfi, líðan henn­ar, sam­skipti og sam­neyti við annað fólk. Ekki síst í borg­um.

Undir merkjum fúnk­sjóna­l­ism­ans um 1930, þró­uð­ust hug­myndir um skil­virkt og heilsu­sam­legt hús­næði. „Tryggja átti birtu, hreint loft, sól og mögu­leika á að lofta út úr íbúð­un­um, auk aðgengis íbúa á grænum svæð­um“ (bls. 45). Hver man ekki eftir fast­eigna­aug­lýs­ing­unum hér áður, þar sem íbúðin var sögð björt! Dimmar kjall­ara­holur voru and­stæðan sem allir vildu flytj­ast úr.

Þétt fjöl­býl­is­húsa­byggð kann að vera álit­legur fjár­fest­ing­ar­kostur á okkar dög­um. Hag­kvæmni heild­ar­innar þar sem hægt er að koma mörgum íbúum fyrir á litlu svæði og á skömmum tíma. En er þessi nýja sýn í bygg­ing­ar­stíl jákvæð fyrir heilsu og sál­ar­líf þeirra sem þangað flytjast? Með þéttri byggð er vissu­lega hægt að sýna fram á góða stöðu nokk­urra mik­il­vægra umhverf­is­vísa. En aðrir og óáþreif­an­legri munu e.t.v. sýna versn­andi lýð­heilsu og van­líðan íbú­anna? Spá mín er sú að þegar fram í sækir muni fólk hverfa úr slíkum íbúða­hverfum og leita aftur í birtu, skjól og mann­gert umhverfi með grænum og nær­andi svæð­um. Og ekki síst mann­lífi á milli hús­anna. Slík byggð getur verið þétt, en um leið lágreist­ari og bjart­ari með gróðri sem veitir skjól. Ótal slík vel heppnuð íbúða­hverfi er að finna á hinum Norð­ur­lönd­un­um.

Höf­undur er veð­ur­fræð­ingur og fyrr­ver­andi sveit­ar­stjórn­ar­mað­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar