Fjórða stoðin

Daði Már Kristófersson varaformaður Viðreisnar var beðinn um að gera upp árið 2021 og gerir það með því að skrifa um fjórðu stoðina undir íslenskt atvinnulíf, sem getur verið erfitt að sjá út úr opinberum hagtölum.

Auglýsing

Árið 2013 tók ég þátt í bráð­skemmti­legu verk­efni um mögu­legar úrbætur á íslensku sam­fé­lagi. Verk­efnið var unnið fyrir sam­ráðs­vet­vang um aukna hag­sæld. Afurð­ina má sjá hér. Til­lög­urnar snéru að öllum geirum sam­fé­lags­ins. Að öðrum ólöst­uðum fund­ust mér til­lögur hóps­ins hvað varðar nýsköpun áhuga­verðast­ar. Þar var fjallað um hvernig íslenskt sam­fé­lag gæti stutt við nýsköpun og skapað nýja stoð fyrir efna­hags­líf­ið. Stoð sem skap­aði vel launuð störf fyrir Íslend­inga fram­tíð­ar­innar og sem byggði á útflutn­ingi á inn­lendu hug­viti. Sumar af til­lög­unum komst til fram­kvæmda, aðrar ekki eins og geng­ur.

Nú nýverið var ég að und­ir­búa mig fyrir við­tal við erlendan blaða­mann. Ég leit því á tölur um þróun útflutn­ings. Þarna trón­uðu turn­arnir þrír, sjáv­ar­út­veg­ur, áliðn­aður og ferða­þjón­usta, eins og búast mátti við. Yfir­lit um þróun útflutn­ings má sjá á mynd 1.

Mynd 1. Valdir liðir útflutnings vöru og þjónustu 2013-2021 (Heimild: Hagstofa Íslands).

Athygl­is­vert er að skoða lið­inn „ann­að“, lið sem ekki ratar í frétt­ir. Þessi sak­lausi liður „ann­að“ er nefni­lega, í fyrsta skipti, stærsta útflutn­ings­at­vinnu­grein Íslands á und­an­gengnum árs­fjórð­ung­um. Hvað er þetta ann­að?

Fram­setn­ing hagtalna byggir á sögu­legum ákvörð­un­um. Þannig heldur Hag­stofa Íslands afar nákvæmar skýrslur um útflutn­ing á sjáv­ar­fangi, frá blaut­verk­uðum salt­fiski til salt­aðra hrogna (alls rúm­lega 300 lið­ir). Sund­ur­liðun ann­arra nýlegri atvinnu­greina er ekki eins ýtar­leg, en þó til stað­ar. Svo ég sett­ist niður og fór að rýna.

Íslend­ingar hafa flutt út alls­konar aðra hluti en fisk, ál og upp­lif­anir fyrir ferða­menn. Til er annar iðn­aður en áliðn­að­ur. Fluttar eru út land­bún­að­ar­af­urðir og möl, sæl­gæti og brota­járn. Þessir liðir eru þó aðeins brot af liðnum ann­að, og ekki það sem hefur verið að lyfta honum upp í efsta sæti. Fisk­eldi hefur lagt til aukn­ing­ar­innar en hluti þess í heild­ar­vext­inum er þó ekki nema um 25% frá árinu 2013 til 2020.

Stærslu vaxt­ar­lið­irnir eru nefni­lega á sviði útflutn­ings á sér­fræði­þjón­ustu, tækni, hug­viti og hug­verk­um. Sam­an­lagt hafa þessir liðir vaxið um 78% frá 2013 til 2020 meðan t.d. sjáv­ar­út­veg­ur, áliðn­aður og ferða­þjón­usta (sem þó er ekki alveg að marka vegna COVID) hafa allir dreg­ist sam­an. Fjórða stoðin er mætt á svæð­ið. Hún hefur vaxið á und­an­förnum árum um að með­al­tali 9% á ári. Mestur hefur vöxt­ur­inn verið und­an­farin þrjú ár.

Fjórða stoðin er afar eft­ir­sókn­ar­verð fyrir sam­fé­lag­ið. Hún eykur við stöð­ug­leika fábreyttra útflutn­ings­at­vinnu­vega. Í henni eru alls­konar fyr­ir­tæki í alls­konar starf­semi sem selja alls­konar vöru og þjón­ustu. Fjórða stoðin er því lík­legri til að leiða til stöð­ug­leika en t.d. ferða­þjón­usta. Hún skapar fjöl­breytt vel launuð störf fyrir alls­konar sér­fræð­inga og hæfi­leika­fólk. Hún hvetur til enn frek­ari nýsköp­unar og vaxtar með því að dýpka vinnu­markað og skapa hvata sem draga hingað hæfi­leika. Að þessum vexti þarf að hlúa.

Þessi geiri á þó við ákveð­inn vanda að etja. Hann er minna sýni­legur en eins­leitar atvinnu­grein­ar. Hags­munir og þarfir þeirra sem innan hans vinna eru mis­jafn­ir. Þess vegna er enn mik­il­væg­ara að stjórn­mála­menn taki frum­kvæði í að styðja þessa þró­un. Ýmis­legt hefur verið gert. Aukið hefur verið við fram­lög í sjóði sem styrkja nýsköp­un. Íslenskir háskólar standa sterkt. Og ekki skortir heldur á hugmyda­auðgina.

Auglýsing

Vanda­málið er að kom­ast frá hug­mynd að þátt­töku á alþjóða­mark­aði. Það skref er gríð­ar­stórt og kostn­að­ar­samt og því fylgir að jafn­aði mikil áhætta. Áhætt­una má minnka með því að stjórn­völd leggi áherslu á stöðug rekstr­ar­skil­yrði. Svo þarf fjár­magn. Opin­berir sjóðir eru ágætir í að styðja við þróun hug­myndar að vöru. Allt ann­ars konar og meira fjár­magn þarf til að kom­ast frá vöru að veltu, skala upp umfang þannig að það eigi mögu­leika á alþjóða­mark­aði. Þar þarf áhættu­fjár­magn. Það hefur hingað til verið tak­markað á Íslandi.

Nú er ekki eins og það skorti fjár­magn hér á landi. Íslenskir líf­eyr­is­sjóðir eru orðnir mjög stórir og öfl­ug­ir. Þeir eru hins vegar illa í stakk búnir til að taka þátt í áhættu­fjár­fest­ing­un­um. Til þess þarf sér­hæfða aðila. Leita þarf leiða til þess að gera líf­eyr­is­sjóð­unum kleift að taka þátt í fjár­mögnun nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækja. Reynsla af slíkum fjár­fest­ing­um, bæði hér á landi og erlend­is, er að þær skili mik­illi ávöxt­un, sé áhætt­unni vel stýrt og henni dreift nægi­lega, þ.e. fjár­fest í nægi­lega mörgum verk­efnum og með nægi­legu aðhaldi. Hér er því til mik­ils að vinna fyrir sjóð­ina, bæði hvað varðar ávöxtun eigna en einnig stuðn­ing við hag­sæld og stöð­ug­leika. Lausn á þessu er því verð­ugt verk­efni.

„Þetta reddast“ mætti kalla þjóð­ar­mottó Íslend­inga. Það lýsir æðru­leysi sem kemur af búsetu í harð­býlu landi. Bank­arnir hrynja og ferða­þjón­ustan redd­ar. Í núver­andi kreppu hefur „ann­að“ komið til bjarg­ar. Styðja þarf þennan geira þannig að hlutur hans geti vaxið enn frek­ar. Mik­il­vægt er að stjórn­völd leggi áherslu á stöðug rekstr­ar­skil­yrði og að leitað verði leiða til að þessi fyr­ir­tæki hafi aðgang að áhættu­fjár­magni. Þannig virkjum við kraft­inn sem býr í þessum geira og auð­veldum honum að vaxa enn frek­ar.

Kannski hag­stofan fari núna að sund­ur­liða „ann­að“.

Höf­undur er vara­for­maður Við­reisnar og pró­fessor í hag­fræði við Háskóla Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit