Getum við treyst kosningum og kosningaúrslitum?

Vigdís Hauksdóttir oddviti Miðflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur segir í áramótagrein sinni að ÖSE ætti að fá að fylgjast með komandi borgarstjórnarkosningum.

Auglýsing

Nú eru ein­ungis fjórir og hálfur mán­uður til borg­ar­stjórn­ar­kosn­inga. Það er stuttur tími á daga­tali en langur tími í póli­tík. Stundum er sagt að vika sé langur tími í póli­tík en nú hefur sá tími styst veru­lega. Fimm ein­stak­lingar voru þing­menn í hálfan sól­ar­hring og síðan ekki sög­una meir nú í upp­hafi vetr­ar. Aðrir sem vissu ekki að þeir væru þing­menn urðu þing­menn eftir hálfan sól­ar­hring frá kosn­ing­um. Svo er það allt hitt í stjórn­málum – fólk segir sig af listum eða gengur til liðs við aðra flokka.

Allt í kringum kosn­inga­klúðrið í NV-­kjör­dæmi er sorg­legt svo ekki sé meira sagt. Við búum í lýð­ræð­is­ríki og verðum að geta treyst kosn­ingum þegar lands­menn velja full­trúa sína til að fara með umboð sitt næstu fjögur ár. Kosn­ingar eru dauð­ans alvara. Því miður var ekki kosn­inga­eft­ir­lit frá ÖSE í alþing­is­kosn­ing­unum en eftir banka­hrunið var eft­ir­litið hér í nokkrum kosn­ing­um. Þess vegna er rétt að rifja upp frétt frá 26. ágúst sl. en þar seg­ir: „Í skýrslu sem stofn­unin hefur skilað segir að allir við­mæl­endur hafi lýst yfir fullu trausti á kosn­inga­ferl­inu og getu kjör­stjórna til að skipu­leggja kosn­ingar með fag­legum og gagn­sæjum hætt­i.“ Sjá alla frétt­ina hér.

Það kæmi mér ekki á óvart að Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komi til með að úrskurða alþings­kosn­ing­arnar ólög­legar – þ.e.a.s verði mál­inu vísað þang­að. Alþing­is­kosn­ingar eru „einn fyrir alla – allir fyrir einn“ því kjör­dæmin mynda lands­stjórn­/­rík­is­stjórn byggða á kosn­inga­úr­slitum fyrir landið allt sem heild. Lægsti sam­nefn­ari um úrslit alþing­is­kosn­inga sem flestir í nýkjörnum þing­heimi sættir sig við getur aldrei verið lög­legur eftir slíka laga­ágalla í taln­ingu. Lög eru aldrei brotin mikið eða lít­ið. Annað hvort eru lög brotin eða ekki.

Við erum líka að tala um sjálfan lög­gjafann – Alþingi Íslend­inga. Létti­lega má rök­styðja að á meðan óvissa ríki um alþing­is­kosn­ing­arnar þá fram­leiði þingið laga­leysu. Hef ég bent á máli mínu til stuðn­ings skipun dóm­ara við Lands­rétt sem er ein stoð rétt­ar­rík­is­ins. Var sú aðferð talin ólög­leg þrátt fyrir að for­seti Alþingis hefði lagt til máls­með­ferð á Alþingi um að kjósa þá alla í einu í stað þess að bera upp hvert nafn fyrir sig og að lokum und­ir­rit­aði for­seti Íslands skip­un­ar­bréf þess­ara 15 dóm­ara við Lands­rétt. Fram­haldið vitum við.

Öðru máli gegnir um sveit­ar­fé­lög. Þau eru sjálf­stæð hvert og eitt og eru ekki háð hvert öðru eins og kjör­dæm­in. Enda eru dæmi um að kosið hafi verið aftur í sveit­ar­fé­lagi hér á landi vegna ágalla í kosn­ingum sbr. kosn­ingar sem fram fóru í Borg­ar­byggð þann 25. maí 2002, sjá hér.

Auglýsing

Í síð­ast­liðnum borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingum var haft rangt við án afleið­inga sam­kvæmt úrskurði Per­sónu­verndar í máli nr. 2018/831. Í mál­inu tók Per­sónu­vernd ákvörðun um frum­kvæð­is­at­hug­un­ar­mál á notkun Reykja­vík­ur­borgar og rann­sak­enda við Háskóla Íslands á per­sónu­upp­lýs­ingum frá Þjóð­skrá Íslands í því skyni að senda ungum kjós­end­um, konum 80 ára og eldri og erlendum rík­is­borg­urum bréf og smá­skila­boð fyrir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar í maí 2018.

Í mál­inu kom fram að Þjóð­skrá afhenti Reykja­vík­ur­borg þrjá lista sam­kvæmt beiðni borg­ar­inn­ar, yfir unga kjós­endur í Reykja­vík sem höfðu þá í fyrsta sinn kosn­ing­ar­rétt í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um, konum 80 ára og eldri búsettum í Reykja­vík og erlenda rík­is­borg­ara sem þá höfðu kosn­ing­ar­rétt. Reykja­vík­ur­borg og rann­sak­endur við Háskóla Íslands not­uðu þessar per­sónu­upp­lýs­ingar um unga kjós­endur til þess að senda þeim bréf í aðdrag­anda sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­anna. Bréfin voru með mis­mun­andi hvatn­ing­ar­skila­boðum sem voru gild­is­hlaðin og í einu til­viki röng og voru til þess fallin að hafa áhrif á hegðun þeirra í kosn­ing­un­um.

Helm­ingur ungra kjós­enda fékk jafn­framt smá­skila­boð, m.a. með upp­lýs­ingum um kjör­staði. Þá not­aði Reykja­vík­ur­borg fram­an­greindar per­sónu­upp­lýs­ingar frá Þjóð­skrá einnig til að senda konum 80 ára og eldri og erlendum rík­is­borg­urum bréf með gild­is­hlöðnum skila­boð­um, sem voru til þess fallin að hafa áhrif á hegðun þeirra í kosn­ing­un­um. Úrskurður Per­sónu­verndar var að vinnsla Reykja­vík­ur­borgar á þessum per­sónu­upp­lýs­ingum frá Þjóð­skrá Íslands­sam­rýmd­ist ekki lög­um.

Úrskurð­ur­inn var kveð­inn upp þann 7. febr­úar 2019 eða rúmum sjö mán­uðum eftir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar. Sú sem þetta skrifar lét reyna á alla þætti kosn­inga­kæru sam­kvæmt lögum og var það gert í fyrsta sinn hér á landi. Allt frá sýslu­mann­inum á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, til þriggja manna nefndar sýslu­manns og að lokum til dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins.

Hvergi í ferl­inu var tekin efn­is­á­kvörðun heldur var mál­inu vísað frá á öllum stigum á grunni þess að kæru­frestur frá sveita­stjórn­ar­kosn­ingum eru ein­ungis sjö dag­ar. Þarna slapp Reykja­vík­ur­borg með skrekk­inn. Slapp betur en NV-­kjör­dæmi nú enda kæru­frestur lengri í alþing­is­kosn­ing­um.

Að öllu þessu sögðu skal það upp­lýst að ég hef þegar flutt til­lögu um að kosn­inga­eft­ir­lit ÖSE verði fengið hingað til lands til að fylgj­ast með borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum í vor. Þá til­lögu felldi meiri­hlut­inn í borg­ar­stjórn.

Því spyr ég á ný – getum við treyst kosn­ingum og kosn­inga­úr­slit­um?

Nú þegar sól tekur að hækka á lofti á ný þá óska ég lands­mönnum öllum gleði­legs og gæfu­ríks árs.

Höf­undur er odd­viti Mið­flokks­ins í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit