Gjá á skipulagssvæði höfuðborgarsvæðisins

Sveinn Óskar Sigurðsson, bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ, bregst við viðtali sem Kjarninn tók nýverið við skipulagsfræðinginn Hrafnkel Á. Proppé og gagnrýnir hann meðal annars fyrir að flokka lýðræðislega umræðu um almenningssamgöngur sem „hávaða“ og „öfgar.

Auglýsing

Sam­tök sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu (SSH) hefur verið póli­tískur sam­starfs­vett­vangur sveit­ar­fé­lag­anna sem starfað hafa innan sam­tak­anna. Eft­ir­talin sveit­ar­fé­lög standa að SSH: Garða­bær, Hafn­ar­fjarð­ar­kaup­stað­ur, Kópa­vogs­bær, Sel­tjarn­ar­nes­bær, Mos­fells­bær, Kjósa­hreppur og Reykja­vík­ur­borg. Í upp­hafi vega var stóra lof­orðið til Kjal­nes­inga, þá stofn­að­ilar SSH og sjálf­stætt sveit­ar­fé­lag, að af Sunda­braut yrði. Það lof­orð hefur ekki verið efnt.

Sam­tök sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu 46 ára

Nú eru um 46 ár liðin frá stofnun þess­ara sam­taka í Hlé­garði hér í Mos­fells­bæ, þá Mos­fells­hrepp. Í kjöl­far stofn­unar SSH var sett á lagg­irnar Skipu­lags­stofa höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins undir stjórn Gests Ólafs­sonar arki­tekts og skipu­lags­fræð­ings. Var Gestur einnig fram­kvæmda­stjóri SSH á fyrstu árum sam­tak­anna, þ.e. frá 1980 til 1988, er Skipu­lags­stofan var lögð nið­ur. Árið 1985, 37 árum síð­an, var m.a. lagt fram og kynnt metn­að­ar­fullt átak í trjá­rækt á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og í for­svari var fram­an­greindur for­stöðu­maður Skipu­lags­stofu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og fram­kvæmda­stjóri SSH. Verk­efnið gekk undir heit­inu Græna bylt­ing­in. Í frétt NT á bls. 3 þann 28. ágúst 1985 seg­ir:

„Hugsið ykk­ur, eftir 25-30 ár á höf­uð­borg­ar­svæðið að vera orðið skógi vaxið og iðja­grænt og von­andi mun höf­ugur gróð­urilmur fylla vit höf­uð­borg­ar­búa í stað bíla­brælu og verk­smiðjureyks. Er græna bylt­ing Spil­verks­ins loks­ins að verða að veru­leika?“

Í dag, þ.e. um 37 árum síð­ar, er fólki tíð­rætt um að stærsti skógur lands­ins sé einmitt á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, þökk sé þessu frá­bæra verk­efni Gests og félaga.

100 ár frá setn­ingu fyrstu laga um skipu­lags­mál á Íslandi

Í pistli sínum í Kjarn­anum, nú 4. jan­úar 2022, fer Ásdís Hlökk Theó­dórs­dóttir (ÁHT), for­stjóri Skipu­lags­stofn­un­ar, ágæt­lega yfir 100 ára sögu skipu­lags­mála á Íslandi, þ.e. frá sam­þykki fyrstu lög­gjafar hér á landi um þau mál. Óhætt er að segja að vegir skipu­lags­mála hér á landi hafa verið þyrnum stráðir á köfl­um. Má þar m.a. nefna getu­leysi til að leggja Sunda­braut, óábyrga við­leitni Skipu­lags­stofn­un­ar, gegn ábend­ingum Minja­stofn­unar og í miðju frið­un­ar­ferli á Álfs­nesi svo byggja megi þar iðn­að­ar­höfn og ekki síst hina þungu, áhættu­sömu og illa ígrund­uðu þungu Borg­ar­línu.

Auglýsing
Í þessum verk­efnum hefur hvorki verið horft fram né aftur um 25 ár eins og Hrafn­kell Á. Proppé (HÁP) getur um að hafi verið raunin í drottn­ing­ar­við­tali við hann í Kjarn­anum sem Arnar Þór Ing­ólfs­son (AÞI) birti 29. des­em­ber 2021. Bæði ÁHT og HÁP eru vel þekktir emb­ætt­is­menn á sviði skipu­lags­mála en virð­ast bæði eiga bágt með að halda sig á réttu róli á sinni veg­ferð í skipu­lags­málum og hafa, a.m.k. í fram­an­greindum til­vik­um, geng­ist undir með öðrum en almenn­ingi, minja­vernd og umhverf­i. 

Í pistli sínum vitnar ÁHT í Andra Snæ rit­höf­und: „Þar spyr Andri Snær hvort skýr hug­mynda­fræði sé horfin úr borg­ar­skipu­lagi okkar tíma.“. Þarna er vísað til pistils rit­höf­und­ar­ins sem ber yfir­skrift­ina „Hver er hug­mynd­in?“ og birt­ist í Kjarn­anum 16. nóv­em­ber sl. Er hug­myndin að þétta byggð, hækka hús­næð­is­kostn­að, ganga fram hjá friðun menn­ing­arminja og þrengja göt­ur?

Rit­höf­undur fer  í geit­ar­hús að leita ullar

Í pistl­inum „Hver er hug­mynd­in?“ leitar rit­höf­und­ur­inn, Andri Snær, svara og lítur ein 50 ár fram í tím­ann. Rit­höf­und­ur­inn leitar á sömu mið og HÁP sem reyndar fann fram­tíð­inni flest til for­áttu, að óbreyttu, enda nútíma­maður á miðjum aldri sem vill útdeila fjár­munum ann­arra til fram­tíðar án allrar fyr­ir­hyggju. Engin rekstr­ar­leg áætlun liggur fyrir varð­andi þungu Borg­ar­lín­una, vafasöm grunn­gögn og engar for­sendur útreikn­inga birt­ast almenn­ingi eða kjörnum full­trú­um. Engu að síður hafa stjórn­mála­menn verið að taka ákvarð­anir um fram­kvæmdir án þess­ara upp­lýs­inga. Hversu galið kann það að vera? Sjálf­sagt er að kaupa skáld­verk þar sem í upp­hafi vill les­and­inn ekk­ert um end­inn vita. Hér er ekki um slíkt að ræða heldur fjöregg íbúa til fram­tíðar og lífs­við­ur­væri þeirra.

Leit rit­höf­und­ar­ins, þ.e. ein 50 ár fram í tím­ann, er meira eða minna í því augna­miði að finna lausn á sam­göngu­málum fyrir dag­inn í dag og næstu daga. Þar vísar hann m.a. til U-laga fjöl­eign­ar­húsa í Árbænum þar sem rit­höf­und­ur­inn seg­ist hafa alist upp áður en fjöl­skyldan hörf­aði þaðan í sér­býli í Sel­ás­hverf­inu. Hann leit­ast við í að gagn­rýna „þessar U-blokkir“ en gleymir því að fram­sýnin þar var þó sú að raf­lagnir voru lagðar út að hverju bíla­stæði í þá tíð sem vænt­an­lega nýt­ist nú hús­fé­lag­inu og íbúum vel í nútíð bæði og fram­tíð.

Auglýsing
Skipulag er yfir­leitt sniðið eftir efna­hag og í ljósi þess fjár­flæðis sem úr er að spila hverju sinni, þ.e. þegar lagt er af stað. Um þessar mundir er slíku ekki fyrir að fara. Taka má undir með Andra Snæ að það bar í sér „dauða“ úthverf­anna þegar minni versl­anir hurfu, þegar kaup­mað­ur­inn á horn­inu hvarf og dag­aði uppi. Hverjir hafa stuðlað að því að engin hafi verið félags­lega umhverf­is­verndin innan hverfa höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins hvað þetta menn­ing­ar­um­hverfi varð­ar, þ.e. verslun og við­skipti? Það var og er engin fyr­ir­hyggja í skipu­lags­mál­um.

Stíflu­mann­virkið við virkj­un­ar­lónið Elliða­vatn gaf sig í flóði aðfara­nótt 28. febr­úar árið 1968 eins og lesa má á for­síðu Alþýðu­blaðs­ins dag­inn þar á eft­ir. Fregnir herma að umhverf­is­vernd­ar­sinnar þess tíma hafi heimtað að stíflan yrði end­ur­gerð, nátt­úran hamin og að lónið Elliða­vatn yrði þarna til fram­búð­ar. Þannig geta mann­virki einmitt verið vel ígrunduð og komið til góða rétt eins og gott skáld­verk sem markar gæfu­rík spor í sand­inn. En þú þrengir ekki að fólki sem vill frelsi og reynir ekki að virkja það gegn vilja sínum þó það kunni að vera skyn­sam­legt að þrengja að þegar virkjun orku­linda er ann­ars veg­ar. Þetta mega menn ekki mis­skilja.

Í því ljósi að versl­unin hefur horfið víða úr hverfum er rétt að bæta því við að R-listi vinstri manna í Reykja­vík samdi við fjár­festa um einka­rekstr­ar­rétt mat­vöru­versl­ana í Spöng­inni innan Graf­ar­vogs fyrir eig­endur Bón­usversl­ana og Hag­kaups þess tíma. Þá er spurn­ingin hver borg­ar. Hvaðan kom þá þrýst­ing­ur­inn?

Hver veldur um „fram­far­ir“, „skort á heild­ar­hugs­un“, „skamm­tíma­þörf“,„­þrýst­ingi“ um að „hefja fram­kvæmd­ir“ eins og rit­höf­und­ur­inn rétti­lega bendir á í pistli sínum í Kjarn­anum 16. nóv­em­ber 2021 og notar fram­an­greint til­vitnað orða­lag? Ef menn sjá þetta ekki er tæp­ast hægt að treysta mönnum fyrir sjón­auka sem nær ein 50 ár fram í tím­ann þegar þeir snúa blinda aug­anu að eigin for­tíð.

Umboðsvand­inn og þrýst­ingur á sér­hæfða aðila og emb­ætt­is­menn

Í þessu efni og sam­hengi vil ég vin­sam­leg­ast benda fram­an­greindum pistla­höf­undum á það að sé gengið með­fram áætl­aðri leið hinnar þungu Borg­ar­línu, 1. áfanga, má einmitt sjá skort­inn á „heild­ar­hugs­un“ sem og „skamm­tíma­þörf­ina“ og „þrýst­ing­inn“ svo orða­lagi rit­höf­und­ar­ins sé beitt. Hverjir eiga lóð­irnar í far­vegi lín­unn­ar? Er fyr­ir­séð að þunga Borg­ar­línan komi þessum aðilum vel fari það verk­efni allt úr bönd­un­um? Létta Borg­ar­línan (BRT-Lite) er umtals­vert áhættu­minni fyrir alla aðila.

Innan vébanda Sam­taka um sam­göngur fyrir alla (SFA) eru m.a. ein­stak­lingar á eft­ir­launum sem eru engum háð­ir, hafa loks­ins það frelsi sem fræði­mönnum er oft tamt að flíka. Fjöl­margt ungt fólk tekur undir áherslur SFA vegna skyn­sem­innar sem í þeim er fólg­in. En freist­ingin er til staðar og raun­ger­ist ef eng­inn emb­ætt­is­mað­ur­inn eða ráð­gjaf­inn bindur sig vel við siglu­tréð eins og Ódysseifur til að forð­ast freist­ing­arnar og fyr­ir­hyggju­leys­ið.

Hverjir verða fyrir þrýst­ingi? Það eru m.a. emb­ætt­is­menn sem verða fyrir þrýst­ingi og eru að gefa of margir of oft eftir hvað alla skyn­semi varðar enda fær skyn­semin sjaldan áheyrn, hvorki innan Vega­gerð­ar­inn­ar, Reykja­vík­ur­borg­ar, SSH né Skipu­lags­stofn­un­ar. Starfs­fólki er gert að fylgja póli­tískri rétt­hugsun þess tíma og oft gegn betri vit­und. Í slíkum til­vikum erum við í raun að ræða um háþrýst­ing.

Til að benda á til­komu „Aust­an­tjalds­blokk­anna“, eins og rit­höf­und­ur­inn Andri Snær kallar heim­ili fjölda íbúa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, er það einmitt ein afleið­ingin af ákvörðun R-list­ans að hefja upp­boð á lóðum í stað úthlut­ana með öðrum hætti. Sveit­ar­fé­lög hafa með þessu fyr­ir­komu­lagi getað „gírað sig“ með skuldum og núvirt áætlað greiðslu­flæði sem er und­ir­staða þess að ein­hver vilji lána. Svo má ekki gleyma dýrum kosn­inga­lof­orðum trekk í trekk á fjög­urra ára fresti. Þetta er öll stýr­ing skipu­lags­mál­anna. Það er einnig dregið bæði úr gæðum og eft­ir­liti í senn. Rann­sókn­ar­stofnun bygg­ing­ar­iðn­að­ar­ins er að engu orðin rétt eins og Fjár­mála­eft­ir­litið rétt fyrir hrun.

Hið opin­bera sýgur til sín of mikið af fjár­mun­um, er orðið of frekt til fjár­ins. Fjár­munir fara því hvorki í aukin gæði né aukið birtu­stig sökum þétt­ing­ar. Áður var það grund­vall­ar­stefna að lóðir ættu að vera aðgengi­legar og ódýrar til að styðja við bakið á ungu fólki og skatt­borg­urum fram­tíð­ar. Með því yrði fólki gert auð­veld­ara fyrir að byggja sjálft eða láta byggja fyrir sig og þróa sam­fé­lag með sterk­ari fjár­hags­legan grunn, þ.e. öfl­ugri og traust­ari skatt­greið­endur sem hefðu burði til að borga hóf­lega skatta. Þessu hafa vinstri menn snúið við. Og þessir vinstri menn eru ekki endi­lega bundnir vinstri flokkum heldur hefur þetta „vinstra afbrigði“ skotið sér víða niður í bæði menn og mál­efni.

SSH hefur ekki náð árangri hvað þetta varðar heldur hefur mörgu þar verið mis­beitt í þágu póli­tískra sjón­ar­miða. Því hef ég orðið vitni að m.a. í gegnum setu mína í svæð­is­skipu­lags­nefnd höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins á þessu kjör­tíma­bili og í bæj­ar­stjórn.  Mitt bæj­ar­fé­lag hefur m.a. verið knúið í mik­inn sóða­skap þar sem er SORPA og skipu­lag þunga­iðn­aðar á Esju­melum er þar í næsta nágrenni og við bæj­ar­mörk­in. Þetta er þó reyndar bæði í boði Reykja­vík­ur­borgar og illa átt­aðra full­trúa Mos­fells­bæjar innan SSH frá síð­asta kjör­tíma­bili sveita­stjórn­ar­stigs­ins.

Um umboðs­vanda hef ég m.a. fjallað í grein þar sem bent var á slíkan vanda sem fyrr­ver­andi for­maður svæð­is­skipu­lags­nefndar SSH var seldur undir varð­andi legu Borg­ar­lín­unn­ar. Þar var fjallað um verð­launa­verk for­manns­ins á Heklu­reitnum þar sem þunga Borg­ar­línan er sögð frum­for­senda verk­efn­is­ins. Eru þetta ekki umboðs­svik inn­herja við kjós­end­ur?

Gjá á milli grænna lausna

Gjá virð­ist hafa mynd­ast á milli aðila sem hafa ann­ars vegar unnið að skipu­lagi sl. 50 ár og þeirra sem hafa tekið við og horfa nú ein 25 til 50 ár fram í tím­ann eins og ofan­greindur rit­höf­und­ur­inn og and­legur fylgi­hnöttur hans, for­stjóri Skipu­lags­stofn­un­ar. En hvað með það sem gerst hefur sl. 44 ár? Það var þá þegar stefnt var að grænni bylt­ingu með útgáfu Spil­verks þjóð­anna á hljóm­plöt­unni Ísland árið 1978 en hún gekk undir nafn­inu „græna platan“. Þessi hug­mynda­fræði rataði síðar í skipu­lags- og gróð­ur­setn­inga­á­tak árið 1985, þ.e. fyrir um 37 árum eins og að framan er get­ið. Síðan var Sunda­braut­inni lof­að, ekki staðið við gefin fyr­ir­heit og íbúar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins tafðir ítrekað á leið sinni í og úr vinnu.

Hvað vill skipu­lags­fræð­ing­ur­inn HÁP? Hann kallar eftir laga­bálki um almenn­ings­sam­göngur þar sem ætl­unin á vænt­an­lega að vera að forð­ast sem heitan eld­inn að „einka­að­ilar geti hirt feit­ustu bita almenn­ings­sam­gangna.“. Hann vill því að ríkið taki að sér að þvinga sveit­ar­fé­lögin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í meiri skuldir og allra helst að lán þeirra séu með rík­is­á­byrgð. Hvers vegna að rík­is­þvinga fólk í sam­göngu­máta sem hið opin­bera mun reka sem rík­is­styrkta sam­göngu­út­gerð í engu sam­hengi við jafn­vægi á milli fram­boðs og eft­ir­spurnar á frjálsum mark­aði? Með til­komu þungu Borg­ar­lín­unnar á að láta fyr­ir­tækin og almenn­ing bera áhætt­una alla bæði beint og óbeint í formi tafagjalda. Það er greini­lega stefna a.m.k. sumra stjórn­mála­manna á Íslandi í dag.

Auglýsing
Fyrirsögn þessa drottn­inga­við­tals við HÁP er: „Sam­göngusátt­mál­inn „stóra mála­miðl­un­in“ á milli öfganna í umræð­unn­i.“. Í þessu við­tali við HÁP er eftir honum haft að hann flokkar lýð­ræð­is­lega umræðu um almenn­ings­sam­göngur sem „há­vaða“ og „öfgar“. Er þetta ekki dæmi­gert um argan emb­ætt­is­mann? Ég sit í svæð­is­skipu­lags­nefnd SSH fyrir Mos­fellsbæ og hef ítrek­að, ekki einu sinni og ekki tvisvar, óskað eftir því að líkan­ið, sem gengur undir heit­inu „Ter­esa“ af dönskum yfir­völdum og er for­senda COWI- og Mann­vits­skýrsl­unnar um sam­fé­lags­legan ábata borg­ar­línu, sé afhent. Þessi grunn­gögn hafa enn ekki verið gerð opin­ber og engar útskýr­ingar gefnar varð­andi for­sendur sem settar voru ofan í þessa Ter­esu. Á þetta benti ég í grein sem birt var í Morg­un­blað­inu 12. nóv­em­ber 2020. Fjöl­miðlar virð­ast margir kæra sig kollátta um þetta. Aðhaldið þaðan er lítið sem ekk­ert og þá lík­leg­ast vegna „þrýst­ings­ins“. Er það „há­vaði“ og „öfgar“ að kjör­inn full­trúi óski eftir þessu?

Er lýð­ræð­is­leg umræða skil­greind sem „há­vaði“ hjá Vega­gerð­inni?

HÁP vill alls ekki „eyða of miklum tíma í hávað­ann“. Hann ræðir um „orr­ust­ur“ og „menn­ing­ar­stríð“ en getur hvergi um „grænu bylt­ing­una“ sem varð að veru­leika með skipu­lagi SSH á sínum tíma sem er grænni og göf­ugri en það sem SSH hefur komið með hingað til utan Græna tref­ils­ins sem reyndar var hug­mynd Skóg­rækt­ar­fé­lags Íslands. HÁP talar einnig niður til þeirra skipu­lags- og sam­göngu­verk­fræð­inga sem ruddu braut­ina á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í átt að grænni byggð, umhverf­is­vænni og feg­urri. Til­rauna­verk­efnið með Strætó til frá 2012 til 2022 hefur mis­tek­ist og allt í boði sömu sveit­ar­fé­lag­anna sem vilja gera aðra  en von­laus­ari „til­raun“ með fjár­muni almenn­ings í boð rík­is, bæja og borg­ar. Á meðan á sam­göngu­kerfið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu að halda áfram að drabb­ast niður og tafir venju­legs fjöl­skyldu­fólks að halda áfram að aukast. Þetta er það eina áþreif­an­lega sem telja má til arf­leifðar HÁP, ekki satt?

Þétt­inga- og þreng­inga­stefna SSH er gjald­þrota og vörn HÁP fellur um sjálfa sig. Hann vegur að starfs­heiðri sam­göngu­verk­fræð­inga og skipu­lags­fræð­inga sem benda á mik­il­vægi þess að fara hægar í sak­irnar varð­andi þreng­ingar og þunga Borg­ar­línu. Þessir aðilar og félagar í SFA vilja standa vörð um gömlu Reykja­vík og láta ekki kostn­að­ar­sama „fíla­hjörð“ hæg­fara „hrað­vagna“ tefja þar för og skyggja á fagran mið­bæ. SFA vill létta Borg­ar­línu (BRT-Lite) sem sinna mun vel sama hlut­verki og til er ætl­ast í gild­andi svæð­is­skipu­lagi höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Létta Borg­ar­línan mun vera umhverf­is­vænni, ódýr­ari og hrað­virk­ari heild­ar­lausna auk þess sem SFA hefur sam­hliða kynnt til­lögur til að minnka tafir bíla­um­ferð­ar.

Það eru m.a. þessir aðilar innan SFA sem gerðu höf­uð­borg­ar­svæðið grænna og vilja gera það mann­vænna þar sem fólk hefur frelsi hvað sam­göngu­máta varð­ar. „Fram­tíðin leit hræði­lega út að óbreytt­u“, segir HÁP en hvað stendur nú eftir annað en skemat­ískar mynd­ir, mynd­bönd og málglaðir menn á villi­götum með þunga Borg­ar­línu og áhættu­sama í fartesk­inu? Það sem íbúar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu vita og það sem þeim þykir skelfi­legt eru þær umferða­tafir sem ekki má leysa heldur aðeins auka. Mark­miðið er aug­ljóst, það á að skapa skort á val­kostum og gæðum til að þrengja fólki í mið­stýrð­an, óhent­ugan og fok­dýran sam­göngu­máta, þ.e. hina svoköll­uðu þungu Borg­ar­línu.

Skáldið í skipu­lag­inu

HÁP er fremur skáld en nokkuð ann­að. Hann fer á hug­ar­flug eins og sönnum dagdrauma­mönnum sæm­ir. Það vottar jafn­vel fyrir feg­urð ef ekki ást í hug­ar­flug­inu og roð­inn í austri rammar allt inn þegar ræðan slær roða á kinnar í kulda og trekk hinnar lýð­ræð­is­legu umræðu sem hann kallar „há­vaða“. HÁP vill e.t.v. vel en vilj­inn og draum­arnir eru ekki í sókn­ar­færi þar sem „sjúk­ling­ur­inn“ er bráð­hress og telur sig hvorki þurfa bólu­setn­ingu fyrir borg­ar­línum né aflimun akreina svo koma megi þess­ari þungu Borg­ar­línu að enda­stöð. Íbúar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins þurfa að kom­ast sem fyrst úr umferð­ar­tepp­unni og á áfanga­stað. 

Það ber að gagn­rýna þetta óábyrga „komm­ún­ista­ávarp“ HÁP.  Þrátt fyrir slíka gagn­rýni er ekki verið hafna bættum almenn­ings­sam­göng­um, síður en svo. SFA er að mæla með skyn­samri lausn varð­andi sam­göngur fyrir alla. Vilji er til þess að efla almenn­ings­sam­göngur en láta jafn­framt þekkt og við­ur­kennd lög­mál ráða þar ferð. Hvað er til af fjár­mun­um, hvernig á að leysa umferð­ar­flækj­una og hvernig má tryggja val­frelsið?  SFA hefur svör við þessum spurn­ing­um.

SFA er hópur áhuga­samra ein­stak­linga, fjölda íbúa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og sér­fræð­inga, sem er annt um bættar sam­göngur almennt og hafa lagt fram skil­merki­leg rök sem HÁP og nokkrir aðrir líta fram hjá. Svo virð­ist sem HÁP sjái ekki skýran mun á „há­vaða“ og „öfgum“ fylgj­enda sinna og þeirri „lýð­ræð­is­legu umræðu“ sem félagar í SFA leggja áherslu á, gagn­sæi og opið upp­lýs­inga­flæð­i. 

HÁP telur léttu Borg­ar­lín­una (BRT-Lite) vera þá einu sönnu borg­ar­línu sem hann mælir með. Því ber að fagna en lýsir þetta ekki þeim glund­roða sem virð­ist vera innan vébanda Vega­gerð­ar­innar í sam­starfi við Betri sam­göngur ohf, SSH og sveit­ar­fé­lögin sem að þeim sam­tökum standa? Við­talið lýsir því vel að „stóra mála­miðl­un­in“ er komin í algjört upp­nám.

Yfir­læti og hræsni er ekki gott vega­nesti

Það sem fram kemur í við­tal­inu við HÁP lýsir vel hræsni við­mæl­and­ans og þess er við­talið tók í eft­ir­far­andi texta og orðum AÞI: 

„Hann [innskot: HÁP] seg­ist bera virð­ingu fyrir þeim verk­fræð­ingum og skipu­lags­fræð­ingum sem hafa beitt sér innan raða ÁS í opin­berri umræðu á síð­ustu mán­uð­um, en að ein­hverju leyti séu þeir þó „fastir í þeim skóla sem var á mót­un­ar­ár­un­um“, þeim árum er Stór-Reykja­vík var skipu­lögð og byggð upp sem bíla­borg og mikið pláss á milli húsa helgað umferð einka­bíla.“

Í ljósi sög­unnar telur HÁP að boð­skapur hans sé ávallt sá eini rétti, draum­arnir og trúin öll. Það er til mik­ils að vinna að vinda ofan af þessu ávarpi HÁP. En hroki hans er sem end­ur­ómur af orðum Hall­dórs Kiljan Lax­ness í Alþýðu­bók­inni eftir að Hollywood hafn­aði hon­um: 

„Ein skoðun er rík­ari í kvik­mynda­heim­inum amer­íska en nokkur önn­ur, sem ég hef orðið þar áskynja við tveggja miss­era kynni all­ná­in. Hún er sú að það sé als ekki til­vinn­andi að semja kvik­myndir við hæfi ment­aðra manna og því síður í þeim til­gángi að menta menn. Kvik­myndin snýr sér því einkum til hinna mennt­un­ar­snauðu í þeim til­gángi að gera þá enn ment­un­ar­snauð­ari. Hún leit­ast við að ala hinar gróf­ustu og and­styggi­leg­ustu hvatir þess þjóð­ar­hluta sem stendur á lægstu þroska­stig­i.“

Skáld­inu var hafnað í Hollywood og erg­elsið og pirr­ing­ur­inn lýsir sér vel í þessu innslagi til íslenskrar alþýðu. Skáldið stóðst ekki sam­keppn­ina, varð undir vegna þess að það taldi sig of gáfað fyrir almúg­ann a.m.k. í henni Amer­íku. Hér á Íslandi og með þungri Borg­ar­línu erum við að hampa þessu hug­ar­fari. Sam­hliða er verið að skapa umtals­verða áhættu fyrir almenn­ing og atvinnu­líf í land­inu, bygg­ing­ar­iðnað til fram­tíðar ásamt hag­kerfi sem má ekki við frek­ari áföll­um, töf­um, til­svar­andi meng­un, þreng­ingum og þröng­sýni. En nóbelskáldið sagði þjóð sinni til synd­anna í þessu ágæta riti og má þar m.a. nefna áherslur varð­andi tann­hirðu og þrifnað almennt. Því getur í hverju verki leynst göf­ugur tónn og í því sam­hengi vill SFA létta Borg­ar­línu (BRT-Lite) en ekki þessa þungu, áhættu­sömu og fjár­freku. Svo virð­ist sem HÁP geti enn náð átt­um. Betra er seint en aldrei.

Sam­göngu­net fyrir alla

Við sem veljum frelsið umfram allt annað gerum okkur vel grein fyrir að öll skil­virk hag­kerfi grund­vall­ast á öfl­ugu sam­göngu­neti fyrir alla þar sem staðið er vörð um heilsu­sam­legt umhverfi. Við viljum geta átt val­kosti, við viljum að ríkið þröngvi okkur ekki í eitt stirt og afmarkað sam­göngu­mót. Önnur sam­fé­lög og önnur hag­kerfi, þar sem val­frelsið er ekki í heiðri haft, drag­ast aftur úr og kostn­aður fer út í verð­lagið eða endar í tapi sam­fé­lags­ins, þ.e. endar sem svo­kallað allratap. 

Sagan kennir að það borgar sig ekki að hætta sér í söng­lista­keppni með Sírenur Hómers á sviði, þ.e. hafi maður ekki þann vilja­styrk sem þarf til að velja bestu lausn. Freist­ingar villa mörgum sýn þar sem hvorki skyn­semin né sann­leik­ur­inn fá hljóm­grunn. Það er löngu liðin tíð að sjálf­sagt þyki að þvinga fólki upp í vagna eða lest­ir. Mik­il­vægt er að fólk fái að vita hver áfanga­stað­ur­inn er, hvað far­mið­inn kostar, hvaða val­kostir aðrir eru í boði og hvenær skal áfanga náð innan hóf­legra tíma­marka. Þetta liggur ekki ljóst fyrir en ramm­inn er að hér á að ríkja frelsi fremur en helsi.

Byggjum upp sam­göngur fyrir alla og stöndum vörð um val­frelsi ein­stak­lings­ins.

Höf­undur er BA í heim­speki og hag­fræði, við­skipta­fræð­ing­ur, MSc í fjár­málum fyr­ir­tækja, félagi í SFA – www.­sam­gong­ur­fyr­ir­alla.com, bæj­ar­full­trúi Mið­flokks­ins í Mos­fellsbæ og situr í svæð­is­skipu­lags­nefnd sam­taka sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu (SS­H).

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar