Glæpur, yfirhylming og á endanum verður refsingin að koma

Auglýsing

Leka­málið er mann­legur harm­leik­ur. Það er harm­leikur fyrir fólkið sem hið lekna minn­is­blað fjall­aði um og það er harm­leikur fyrir allt fólkið sem flækt­ist inn í lygi ger­enda í mál­inu. Það er líka harm­leikur fyrir Gísla Frey Val­dórs­son sem þarf nú að rísa upp úr mjög erf­iðu sjálf­skap­ar­víti.

En þeir atburðir sem nú eru að verða eru líka mik­il­væg tíma­mót. Það eru nefni­lega flestir að átta sig á að málið snérist ekki bara um lek­ann, glæp­inn sjálfan, heldur líka um yfir­hylm­ing­una sem ráð­ist var í til að fela hann og verja póli­tíska stöðu Hönnu Birnu Krist­jáns­dóttur inn­an­rík­is­ráð­herra.

Í yfir­hylm­ing­unni hafa ákveðnir stjórn­mála­menn, og helstu sam­starfs- og fylg­is­menn þeirra, beitt ævin­týra­legum þrýst­ingi á ýmsar mik­il­væg­ustu stofn­anir sam­fé­lags­ins í þeim til­gangi að beygja þær undir vald sitt. Láta þær hætta ætl­aðri óæski­legri hegðun og lúta þeirri nið­ur­stöðu sem valda­fólkið vildi hanna á atburð­ar­rás­ina. Þessu fólki mistókst. Og það er mik­il­vægt þroska­skref fyrir íslenskt sam­fé­lag.

Auglýsing

Gísli Freyr Valdórsson játaði í gær að hafa lekið minnisblaðinu fræga. Hann var í dag dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi. Gísli Freyr Val­dórs­son ját­aði í gær að hafa lekið minn­is­blað­inu fræga. Hann var í dag dæmdur í átta mán­aða skil­orðs­bundið fang­elsi.

Reynt að fá blaða­menn rekna



Jó­hann Páll Jóhanns­son og Jón Bjarki Magn­ús­son, blaða­menn á DV, hafa þurft að þola ótrú­legar árásir vegna skrifa sinna um leka­mál­ið. Þeim hefur verið hót­að, ráð­herra hefur viljað fá þá rekna, þeir hafa verið ásak­aðir um að ganga póli­tískra erinda og mjög hefur verið vegið að þeirra trú­verð­ug­leika og per­són­um. Þessi þrýst­ingur hefur verið frá valda­mesta fólki sam­fé­lags­ins. Og þeir stóð­ust hann, þótt þeir hafi vissu­lega gert mis­tök á leið sinni. En nið­ur­staðan er sú að upp­runa­legu frétt­irnar þeirra voru alltaf hár­réttar og eft­ir­leik­ur­inn opin­ber­aði dæma­lausa vald­níðslu.

Þrýst­ing­ur­inn sem vart var við opin­ber­lega er ein­ungis topp­ur­inn af ísjak­an­um. Bak­sviðs áttu sér stað stans­lausar til­raunir til að hafa áhrif á umfjöllun um leka­málið þar sem öllum brögðum var beitt til að sverta mann­orð fjöl­miðla­manna, selja svæsnar póli­tískar sam­sær­is­kenn­ingar um hvað raun­veru­lega lægi að baki hinum „ljóta póli­tíska leik“ eða að búa til samúð á stöðum sem hún átti sann­ar­lega ekki heima.

Hann var svo opin­ber­aður í gær þegar Gísli Freyr Val­dórs­son ját­aði glæp­inn. Nú þarf Hanna Birna Krist­jáns­dóttir ein­fald­lega að axla ábyrgð á yfirhylmingunni.

Á síð­ari stigum tóku aðrir fjöl­miðlar lands­ins við sér og með gagn­rýnni umfjöllun um glæp­inn og yfir­hylm­ing­una, þver­móðsku gagn­vart ber­sýni­legum lygum og stað­festu tókst að ýta mál­inu í átt að sann­leik­an­um. Hann var svo opin­ber­aður í gær þegar Gísli Freyr Val­dórs­son ját­aði glæp­inn. Nú þarf Hanna Birna Krist­jáns­dóttir ein­fald­lega að axla ábyrgð á yfir­hylm­ing­unni.

Gagn­rýndir fyrir að vera of gagn­rýnir



Frammi­staða fjöl­miðla fyrir banka­hrun hefur rétti­lega verið gagn­rýnd. Þeir voru ógagn­rýnir á sam­fé­lagið og spil­uðu allt of auð­veld­lega með auð­vald­inu og stjórn­mála­flokk­un­um. Í sögu­legu sam­hengi hefur tím­inn eftir hrun verið ákveðið gull­ald­ar­tíma­bil íslenskrar fjöl­miðl­unn­ar, þótt nán­ast allir miðl­arnir hafi meira og minna barist fjár­hags­lega í bökk­um. Þeir hafa nefni­lega lært sína lexíu og þora að vera gagn­rýnir á sam­fé­lagið sem þeir eiga að fjalla um.

Í dag eru fjöl­miðlar enda gangrýndir fyrir að vera of gagn­rýn­ir, ekki fyrir að sýna lin­kind.

Í dag eru fjöl­miðlar enda gangrýndir fyrir að vera of gagn­rýn­ir, ekki fyrir að sýna lin­kind. Með­limir mis­skild­ustu rík­is­stjórnar allra tíma, og laun­aðir spuna­meist­arar á þeirra veg­um, eyða ómældum tíma í að draga fjöl­miðla í dilka og setja þá niður í póli­tísk hólf með and­stæð­ingum sín­um. Sögu­lega lin og inni­halds­rýr stjórn­ar­and­staðan er í raun ekk­ert skárri, þegar á er bent hversu lin og inni­halds­rýr hún er.

Vildi rann­saka lög­reglu og rík­is­sak­sókn­ara



Fleiri mik­il­vægar stofn­anir hafa stað­ist dæma­lausar vald­níðslu­til­raun­ir. Stefán Eiríks­son, fyrrum lög­reglu­stjóri höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, þurfti ítrekað að bregð­ast við óeðli­legum aðfinnslum Hönnu Birnu um rann­sókn leka­máls­ins. Hann var á þeim tíma und­ir­maður henn­ar. Stefán var meira að segja kall­aður á teppið á laug­ar­degi, utan hefð­bund­ins vinnu­tíma, til að taka við gagn­rýni Hönnu Birnu á rann­sókn­ina.

þá væri það alveg ljóst í hennar huga að það þyrfti að rann­saka rann­sókn lög­reglu og ríkissaksóknara

Stefán sagði í sam­tali við Umboðs­mann Alþingis vegna athug­unar hans á mál­inu að hann hefði fengið „sím­töl frá ráð­herra þar sem hún var að gera athuga­semdir við ýmsa þætti í rann­sókn­inni og spyrja marg­vís­legra spurn­inga og teldi að rann­sóknin væri of ítar­leg og óskaði eftir upp­lýs­ingum um með­ferð trún­að­ar­gagna og annað í þeim dúr og líka það, og ég kom því á fram­færi við rík­is­sak­sókn­ara, að hún hefði sagt í þessu sam­tali við mig að þegar þessu máli yrði lokið þá væri það alveg ljóst í hennar huga að það þyrfti að rann­saka rann­sókn lög­reglu og rík­is­sak­sókn­ara“.

Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur beitt fordæmalausum þrýstingi á ýmsar stofnanir vegna lekamálsins. Hanna Birna Krist­jáns­dóttir inn­an­rík­is­ráð­herra hefur beitt for­dæma­lausum þrýst­ingi á ýmsar stofn­anir vegna leka­máls­ins.

„Hvað er það?“



Helgi Magnús Gunn­ars­son vara­rík­is­sak­sókn­ari var heldur ekk­ert að skafa undan því í sam­tali við Kjarn­ann í dag þegar hann var spurður hvort Hanna Birna hefði gengið of hart fram í mál­inu.

Orð­rétt sagði Helgi Magn­ús: „Ég held ég láti það bara vera að vera með ein­hver komment á það. En þið þekkið umræð­una, hún er víðar og er í öðrum mál­um. [...] Og það hefur komið fram í öðrum mál­um, að það er verið að álykta á flokks­ráðs­fundum eða eitt­hvað slíkt, um að það eigi að fella niður ákærur í ein­hverjum mál­um. Hvað er það? Afskipti af ákæru­valdi eru jafn alvar­leg og afskipti af dóms­valdi. [...] Það verða aldrei nein saka­mál nema ákæru­valdið ákæri, og þær ákvarð­anir sem ákæru­valdið tekur um ákærur eru afdrifa­ríkar vissu­lega, en þær eru líka grund­völlur þess að ein­hver maður verði nokkurn tím­ann dæmdur fyrir refsi­verða hátt­semi. Dóm­stólar taka ekk­ert slíkt upp hjá sjálfum sér“.

Stofn­an­irnar að brjóta á henni



Og þá stendur eftir Umboðs­maður Alþing­is, sem ákvað að eigin frum­kvæði að athuga hvort afskipti inn­an­rík­is­ráð­herr­ans að rann­sókn á sjálfri sér og nán­asta sam­starfs­fólki hennar hefðu verið óeðli­leg.

Eftir að hann birti bréf sem hann hafði sent til hennar opin­ber­lega sendi Hanna Birna frá sér yfir­lýs­ingu. Þar sagði meðal ann­ars: „Ég undr­ast þessi vinnu­brögð umboðs­manns, ætla ekki að reyna að útskýra þau eða hafa á þeim aðra opin­bera skoðun en þá að vera bæði hugsi og sorg­mædd yfir því á hvaða stað ýmsar stofn­anir lands­ins eru og hvernig þær geta ólíkt lýð­ræð­is­lega kjörnum full­trúum eða dóm­stólum sett fram eigin dylgjur og dóma án rök­stuðn­ings eða rétt­ar­halda.   Ég tel einnig að öll atburða­rásin í kringum þetta mál, sem manna á meðal er kallað leka­mál­ið, hefði miklu frekar átt að gefa umboðs­manni til­efni til vanga­veltna um stöðu og sjálf­stæði lýð­ræð­is­lega kjör­inna ein­stak­linga gegn ein­staka stofn­unum í stjórn­kerf­inu – heldur en því að gera sam­skipti sem báðir aðilar hafa sagt full­kom­lega eðli­leg tor­tryggi­leg með ein­hliða skoð­un".

Vald­níðslu hrint



Mik­il­vægar stofn­anir í sam­fé­lag­inu stóð­ust próf­ið. Þær stóðu í lapp­irnar gegn ótrú­legum vald­níðslu­til­burðum freks stjórn­mála­manns og fylg­is­manna hennar með þeim afleið­ingum að glæp­ur­inn var opin­ber­aður og yfir­hylm­ing­unni var hrint.

Nú þarf hin aug­ljósa refs­ing, afsögn ráð­herr­ans, að eiga sér stað. Og eftir sitjum við mik­il­vægu hænu­skrefi fjær sam­fé­lagi sem umber ömur­lega vald­níðslu þeirra sem vilja að allir dansi í þeirra takt.

Nú þarf hin aug­ljósa refs­ing, afsögn ráð­herr­ans, að eiga sér stað. Og eftir sitjum við mik­il­vægu hænu­skrefi fjær sam­fé­lagi sem umber ömur­lega vald­níðslu þeirra sem vilja að allir dansi í þeirra takt.

Með auk­inni tækni hefur stjórn þeirra á umræð­unni horf­ið. Nú heyr­ast allar skoð­anir sem vilja heyr­ast og inter­netið gleymir aldrei syndum for­tíð­ar. Nú eru fjöl­miðl­arnir gagn­rýnni en áður og til­búnir að standa uppi í hár­inu á hópi sem finnst hann eiga rétt á því að ráða öllu. Nú beygja for­stöðu­menn mik­il­vægra stofn­anna sig ekki lengur undan hót­unum póli­tískra yfir­manna sinna.

Nú erum við aðeins nær aðeins betra sam­fé­lagi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None