Herragarðurinn – óðal aðals eða orkubú jarðarbúa?

Árni B. Helgason fjallar um áhrif skatta og gjalda á samfélög jarðarbúa – hve þungbærar álögur alls þorrans eru en þeim mun léttbærari byrðar orkufreks aðalsins, svo ofurhlaðinn hann er koltvíildisauðgandi skattfríðindum.

Auglýsing

Fyrsti hluti þess­ara greina­skrifa, Herra­garð­ur­inn – og vér orku­að­all­inn, birt­ist í Kjarn­anum 14. nóv­em­ber 2020, og annar hlut­inn, Herra­garð­ur­inn – orkan og almúg­inn, á sama vett­vangi þann 3. apríl 2021. Hér verður áfram fjallað um marg­slungið sam­band orku og afkomu, orku og hagn­að­ar, skatta og vel­ferðar – og um hina algjöru frum­for­sendu allrar skatt­lagn­ing­ar, að af ein­hverju sé að taka.

Frá upp­hafi sið­menn­ingar hafa menn þráttað um vel­ferð, hvernig bæri að skipta jarð­ar­gróð­an­um, hinum ýmsu aðgengi­legum auð­lindum á hverjum tíma. Þeim mun ríku­legri sem afrakst­ur­inn hefur verið þá hefur verið meira til skipt­anna – og um meira að þrátta, hverjum umframa­frakst­ur­inn skyldi falla í skaut og þar með vel­ferð­in, svo lengi sem af ein­hverju væri sem sagt að taka.

Höf­uð­stóll­inn hefur ávallt verið sjálf jörð­in, í þrengstu jafnt sem víð­tæk­ustu merk­ingu, og vext­irnir þá allt það er jörðin hefur gefið af sér, sem löngum voru afurðir jurta og dýra fyrst og fremst. Öll umfram­tekja, allt umfram vext­ina, hefur óhjá­kvæmi­lega leitt til rýrn­un­ar, á sinn hátt líkt og æva­gam­alt steina­ríkið hefur jafn­framt orðið að láta undan fyrir marg­hátt­aðri og sífellt vax­andi hrá­efna­vinnslu, sem og ekki síst á allra sein­ustu ára­tugum og öld­um, að gengið hefur hratt á öllu yngri forða jurta- og dýra­leifa, sem hófu þó að safn­ast upp fyrir tugum og hund­ruðum millj­óna ára, löngu fyrir tíð mann­skepn­unn­ar.

Auglýsing

Menn­ing­ar­skeið hafa risið og hnigið og skilið eftir sig arf­leifðir ofbeitar og ofnýt­ing­ar, eyð­ingu skóga, dýra­teg­unda, jarð­vegs og jarð­efna. Fyrir eðl­is­læga skamm­sýni mann­eskj­unnar fékk hún heldur vart sögu­lega sýn á umhverfi sitt fyrr en á allra sein­ustu tím­um, fyrir skipu­legar rann­sóknir á auð­lindum jarðar og nátt­úru­fari, sem hafa leitt í ljós hrað­ari umhverf­is­breyt­ingar af manna­völdum á und­an­förnum öldum en nokkurn hefði grunað fyrr á tíð. Hvað þá að nokkurn hefði órað fyrir breyt­ing­unum sem orðið hafa nú á allra sein­ustu tíð.

Borg­ríkin

Hin fyrsta eig­in­lega sið­menn­ing, sem sögur fara af, fól í sér myndun bæja og borga og slíka vel­ferð hinna best settu íbúa að þeir gátu hæg­lega lifað af lands­ins gæðum án þess að þeir snertu sjálfir svo mikið sem arð, plóg, öxi, hamar eða sigð.

Borg­rík­in, hvert og eitt, helg­uðu sér svo mikið flæmi lands, sem vald þeirra náði til, allt eftir hæfni aðals hvers og eins rík­is, stjórn­enda þeirra og mekt­ar­manna, til að etja kappi hver við ann­an, í krafti mann­afla og verk­menn­ingar hvers og eins rík­is. Þeim mun fleiri munna sem arð­ur­inn af land­inu, arð­ur­inn af vinnu bænd­anna, fékk mett, þá var fleiri á að skipa til að skipta með verkum í sjálfum borg­unum – prest­um, skrif­ur­um, her­mönn­um, kaup­mönn­um, verk­meist­urum og hand­verk­s­mönnum af öllu tagi.

Borg­ríkið helg­að­ist því ekki ein­ungs af allra­handa verkum borg­ar- og bæj­ar­búa, heldur ekki síst af land­bún­að­inum og þeirri verk­menn­ingu sem lá rík­inu til grund­vallar í sveit­unum allt um kring – and­stætt við frum­stæðan sjálfs­þurft­ar­bú­skap, slíka akur­yrkju og hjarð­mennsku sem er ein­ungis sjálfri sér næg og þeim sem hana stunda. Ríkin áttu því allt sitt komið undir fram­leiðni bænd­anna, land­bún­að­ar­tækn­inni sem var lögð vinnu þeirra til grund­vall­ar, og þeirri flutn­inga­tækni sem menn höfðu þróað til að afla borg­unum aðfanga, jafnt land­bún­að­ar­af­urða sem timb­urs til smíða og til eldi­við­ar, grjóts til bygg­inga og málm­vinnslu, sem og leirs, kalks, salts, tjöru, hörs og allra­handa ann­arra nauð­synja.

Plóg­ur­inn, öxin, ham­ar­inn og sigðin ... og hlý­indin

Sið­menn­ingin var leidd fram fyrir gríð­ar­lega hlýnun á jörð­inni um þús­alda­skeið og fyrir tækni­fram­farir er áttu sér þó marg­falt lengri sögu. Eggj­aðar stein­flögur höfðu fyrir löngu orðið mönnum tæki til að létta sér lífs­bar­átt­una, hvað þá sú undra­verða upp­finn­ing að gera mætti eld fyrir mann­anna sjálfra til­verkn­að, fyrir ein­hverjum hund­ruðum þús­unda ára. Þró­unin hafði þó verið svo hæg, að ljósið, sem lagði af stað frá stjörnum Andrómeda­þokunnar um það leyti sem ætt­kvísl mann­skepn­unnar leit dags­ins ljós fyrir góðum tveimur millj­ónum ára, náði ekki til okkar fyrr en einmitt í árdaga sið­menn­ing­ar­inn­ar. Svo örstutt er umliðið síðan þá, að blikið frá þokunni fjar­lægu, þessum eilífa litla glugga okkar til elda alheims utan Vetr­ar­braut­ar­innar okk­ar, er nán­ast hið sama nú og þegar jökl­arnir miklu runnu sitt skeið í kjöl­far hlýn­un­ar­innar sem leiddi til svo bættrar afkomu manna, a.m.k. sumra þeirra, að borg­ríkin litu dags­ins ljós.

Fyrir jök­ul­bráð­ina og eðl­is­læga þenslu sjáv­ar­ins af völdum hlýn­un­ar­innar hækk­aði hafið um á annað hund­rað metra á ein­ungis um tíu þús­öld­um, svo að nam til jafn­aðar vel á annan metra á öld drýgsta hluta skeiðs­ins; á hinum mestu jök­ulslóðum reis landið þó að nokkru til mót­vægis er jök­ul­farg­inu létti. Á þessu tíma­bili var fólks­fjöldi vart nema um þús­und­asti hluti þess sem verið hefur á jörð­inni frá upp­hafi iðn­bylt­ingar og hefur fjölg­unin verið nokkuð hlið­stæð, um tíföld á hvoru tíma­skeiði, gróft á lit­ið.

Mannkynssagan í hnotskurn frá hámarki síðasta jökulskeiðs til nútíma, með hliðsjón af þróun hita og sjávarstöðu á jörðinni. Fjólublái ferillinn tekur mið af Celsíus-kvarðanum til vinstri, sá okkurguli af metra-kvarðanum til hægri. Mynd: ÁBH





Allt þar til tók að hlýna höfðu menn lifað á veiðum og söfnun jurta og flutt búferlum, kyn­slóð eftir kyn­slóð, allt eftir því hvar mest væri von um veiði og jurta­ríkið minnst snort­ið. Þá þegar er kólnað hafði fyrir góðum 100 þús­undum ára, í kjöl­far hlý­inda­skeiðs­ins þar á und­an, var Afr­íka orðin svo þétt­setin að menn tóku að leggja undir sig Evr­ópu og Asíu og loks Eyja­álfu, allt eftir því hvar grösin voru grósku­meiri og veiðin ábata­sam­ari. Á hinu síð­asta jök­ul­skeiði var mann­kyn því komið út um allar álfur og þá jafn­framt til norð­vest­ustu hluta Amer­íku, þar sem það nam land löngu áður en Ber­ings­sund varð til fyrir um 11 þús­undum ára og lok­aði leiðum austur um Síberíu í kjöl­far sjáv­ar­borðs­hækk­un­ar­in­ar. Suður um þá álfu höfðu menn þó ekki kom­ist fyrr en jök­ull­inn hafði hopað svo um mið­bik vest­ur­hluta Kanada fyrir um 15 þús­undum ára að auð­gengið skarð opn­að­ist og þar með alveg ný paradís.

Hafi mann­kyn talið um 1 milljón manns á fyrsta skeiði hlýn­un­ar­inn­ar, fyrir um 15 til 20 þús­undum ára, kann fjöld­inn að hafa verið orð­inn um 10 millj­ónir í árdaga sið­menn­ing­ar­innar fyrir um 7 til 8 þús­undum ára þegar hlýnað hafði til jafn­aðar um 4 °C – gróft á lit­ið. Hlý­indin höfðu þá varað í nokkrar þús­aldir og var lofts­lag þá þegar komið í nokkuð líkt jafn­vægi og það hefur verið lengst af síð­an. Svo mjög hafði þá jafn­framt hægt á sjáv­ar­borðs­hækk­un­inni að nam vart lengur nema fáeinum senti­metrum á öld – svo sem hefur verið lengst af allt sið­menn­ing­ar­skeið­ið, allt þar til nú í kjöl­far iðn­bylt­ing­ar­inn­ar, að fyrir hlýnun af manna­völdum svarar hækk­unin á und­an­förnum ára­tugum til tuga senti­metra á öld, far­andi svo vax­andi að kann að verða sem næst 1 senti­metri á ári áður en langt um líð­ur, ekki fjarri því sem var á hinu nátt­úru­lega hlýn­un­ar­skeiði, haldi áfram að hlýna sem horf­ir.

Frá ein­hæfri sjálfs­þurft til fjöl­þættrar fram­leiðni

Svo frum­stæðir voru búskap­ar­hætt­irnir á þessu útþenslu­skeiði mann­kyns að hvert sam­fé­lag reis vart undir meiri íbúa­fjölda á hverju svæði til jafn­aðar en sem svarar til þús­undasta hluta þess sem jörðin hefur borið und­an­farnar ald­ir. Fjölgun íbúa og ofnýt­ing lands, þar á meðal veiði umfram sjálf­bæra stofn­stærð veiði­dýra, leiddi því ávallt til brott­flutn­ings hluta íbúa yfir á van­nýtt eða ónumin svæði, allt þar til að jörðin var sem næst full­num­in. Þá var svo komið í rót­grón­ustu byggðum manna að flestum hinna stærri teg­unda land­dýra hafði ýmist verið útrýmt eða svo verið að búsvæðum þeirra þrengt að vart var lengur mikið á þeim skepnum að græða. Fæðu­valið hlaut því þeim mun frekar að bein­ast að jurta­rík­inu – og að tamn­ingu þeirra dýra­teg­unda sem auð­veldastar voru viður­eignar og gáfu jafn­framt mest af sér.

Svo aðþrengdir sem menn voru þá orðnir hver af öðrum og vart neitt eftir ónumið land þá voru þeir knúnir til að leita uppi bestu yrkin í jurta­rík­inu og þróa þau með þeim hætti að þau gæfu af sér sem árang­urs­rík­asta upp­skeru, með­fram því að búfé var komið upp að því marki sem land­gæði á hverju svæði leyfðu – og hlý­ind­in.

Þró­unin leiddi til fastrar búsetu á hinum þétt­býl­ustu og grósku­mestu svæð­um, ekki síst með­fram fljótum og fall­vötnum sem báru með sér frjó­magn og nær­ingu langar leiðir að. Og með­fram því að hlýnað hafði um 3 til 5 gráður víð­ast hvar, jafn­hliða þróun búskap­ar­hátt­anna og rækt­un­ar­tækn­inn­ar, varð til upp­skera umfram brýn­ustu þarfir bænda og búaliðs. Af því leiddi að hluti sam­fé­laga tók sér ból­festu í þorpum sem urðu síðar að bæjum og loks að marg­mennum borg­um. Umfram­upp­skeran úr sveit­unum í kring var því sá gjald­mið­ill og þá jafn­framt sú orka sem knúði fram menn­ingu borg­anna, og þá ekki síst slíka alhliða verk­menn­ingu og tækni sem í senn stuðl­aði að bættri upp­skeru, öfl­ugri hrá­efna­vinnslu og að fram­förum í flutn­ingum og mann­virkja­gerð – að öllu því sem borg­ríki kröfð­ust sér til vaxtar og við­gangs.

Bar­áttan sner­ist því ávallt um frjósamasta landið – og umfram­upp­sker­una. Þeim mun meiri afurðir sem féllu bæjum og borgum í skaut þá var fleirum á að skipa til að sinna hand­verki, mann­virkja­gerð og hern­aði, sem og hinum ýmsu fræðum – m.a. til grund­vallar tíma­tals­reikn­ingi sem var ein af mik­il­vægum for­sendum stjórn­skipu­lags og arð­væn­legrar upp­skeru – að öðrum kostu lutu ríkin í lægra haldi fyrir þeim sem sterk­ari voru. Menn­ing­ar­skeið risu og hnigu, allt eftir því sem frjó­magn jarð­ar­innar og þar með land­bún­að­ur­inn ork­aði, og þá ekki síst land­bún­að­ar­tækn­in, sem fram­leiðni bænd­anna á hverjum tíma grund­vall­að­ist á.

Hinn verk­tækni­legi maður og arður fram­leiðn­innar – skatt­arnir

Með æ meiri sér­hæf­ingu borga og bæja við úrvinnslu hrá­efna, sem lögð voru til grund­vallar hinu borg­ara­lega hand­verki, allt eftir því hver efnin voru nær­tæk­ust á hverjum stað, á hverjum tíma, efld­ust jafn­framt við­skipti til muna menn­ing­ar­svæða á milli. Smíð­is­grip­ir, vefn­aður og vopn fengu merk­ingu í nafni byggð­anna, borg­anna og bæj­anna, og þeirrar hrá­efna­úr­vinnslu sem var ein­kenn­andi fyrir hvert og eitt ríki, hvert og eitt sam­fé­lag, sem og þá fræði og stjórn­skipu­lag, allt eftir löndum og land­gæðum og tækni­legri sér­hæf­ingu. Bar­áttan sner­ist þá ekki lengur um frjósamasta landið eitt heldur ekki síður um frjósamasta hand­verkið og valdið yfir við­skiptum með hverskyns sér­hæfð verk menn­ing­ar­heima á milli.

Homo faber, hinn verk­tækni­legi mað­ur, var kom­inn fram – sá sem gat ekki ein­ungis staðið í lapp­irnar og hand­leikið hamar og sigð, öxi eða plóg, heldur gat einnig beitt hinum ýmsu verk­færum og ekki síst eldi til að búa til enn sér­hæfð­ari verk­færi, tæki og tól, sem enn aðrir gátu hag­nýtt við hand­verk og fram­leiðslu af svo marg­vís­legu tagi.

Mið­stýrður land­bún­aður var þá ekki lengur það reg­inafl eitt sem sið­menn­ingin byggði á, heldur ekki síður marg­slungin við­skiptin menn­ing­ar­heima á milli. Í stað bar­áttu ein­stakra land­bún­að­ar­velda – borg­ríkja í sinni frum­stæð­ustu mynd – um lönd, gæði og vinnu­afl, kom slíkt ofur­vald yfir öllum við­skiptum að leiddi til mynd­unar stór­velda, imper­iums, er lögðu undir sig bæi, borgir og ríki, leggj­andi grunn að æ marg­þætt­ari sam­fé­lög­um; land­bún­að­ur­inn og allra­handa hrá­efna­vinnsla voru þó ávallt meg­in­stoð­irn­ar, og hafa verið á öllum tím­um, ásamt flutn­ingum og öllu því öðru sem hvert og eitt mið­stýrt veldi stór­borg­ara er reist á – og hvort vinnu­aflið fylgir þá ekki ávallt með í kaup­un­um.

Gilti einu þótt ein­stök, smá borg­ríki, héldu að nafn­inu til sjálf­stæði sínu, sama hve þau skorti alhliða sér­hæf­ingu á fjöl­mörgum svið­um, líkt og í nútíma, t.d Lúx­em­borg, Ísland, Bahama­eyjar og Singapúr, sem hafa átt allt sitt undir náð og mis­kunn við­skipta­veld­anna, svo lengi sem þau væru þeim þæg og öruggt skálka­skjól í sínum við­skiptum og við­skipta­stríð­um.

Skattar hafa mótað forsendur siðmenningarinnar frá upphafi vega. Blái ferillinn, framleiðnin, lýtur að bláa kvarðanum til vinstri, en rauðu ferlarnir, skattarnir, að rauða kvarðanum til hægri. Mynd: ÁBH

Fram­leiðni jókst fyrir fram­far­arir í akur­yrkju og búfjár­rækt, fyrir sífellt hag­felld­ari verk­færa- og áhalda­smíð, þá ekki síst fyrir fram­farir í smíði axa, pála, hjóla, sigða og plóga, sem og ekki síður fyrir kyn­bætur jurta og búfjár, þar á meðal vinnu­dýra, og loks fyrir iðn­bylt­ingu og æ staf­rænni hugs­un.

Fram­leiðni mótar for­sendur allrar skatt­lagn­ing­ar, enda verður ekk­ert á neinn lagt sem ekki hefur af neinu að láta. Skattar leggj­ast ávallt á þann arð sem er umfram sjálf­bærni, að öðrum kosti visnar skatt­stofn­inn og ber ekki ávöxt. Þeim mun meiri fram­leiðni – umfram sjálfs­þurft – því meira kann þá að mega deila á meðal þeirra sem hirða skatt­inn, vext­ina og leig­urn­ar, sér til vel­meg­un­ar, líkt og löngum átti við fyrir tíma vel­ferð­ar­þjóð­fé­laga, eða á hinn bóg­inn, líkt og gjarnan er miðað að í nútíma, á meðal þegna allra í heild, þeim til vel­farn­aðar – til mennta­mála, heil­brigð­is­mála, almanna­trygg­inga og almennra sam­gangna, sem og þá jafn­framt til dóms­mála og almennrar stjórn­sýslu.

Frá orku­sóun til orku­nýtni – frá rányrkju til umhverf­is­verndar

Allt að helm­ingur þjóð­ar­tekna tækni­væddra nútíma­sam­fé­laga rennur til opin­berra mál­efna – í formi opin­berra álaga. Tækni­vædd­asti hlut­inn, sá er veldur þó mestu um þá fram­leiðni sem öll skatt­lagn­ing er beint og óbeint reist á, ber engu að síður lægsta skatta og lægstu gjöld. Þeim mun hlut­falls­lega færri hendur sem koma að tækni­væddri fram­leiðslu og þjón­ustu, þar sem fram­leiðni eðli­lega mest nýt­ur, því lægri eru álög­urn­ar, slík er almennt ofurá­herslan á ein­stak­lings­bundna tekju­skatta og launa­tengd trygg­inga­gjöld af ýmsu tagi. Rekstr­ar­tekju­skattar koma svo þeim mun síður til álita sem ágóða af mjög tækni­væddum rekstri er varið til enn öfl­ugri og fram­leiðni­vædd­ari rekstrar – og hvort þá ekki dregur enn frekar úr vægi hinna ein­stak­lings­bundnu tekju­skatta og trygg­inga­gjalda af tækni­rekstr­in­um.

Þeim mun fram­leiðni­vædd­ari sem þjóð­fé­lög eru, þá leggj­ast skattar af meiri ofur­þunga á ein­stak­linga. Hinn opin­beri hluti – með allt að helm­ings vægi þjóð­ar­tekna sam­kvæmt hefð­bundnum þjóð­hags­reikn­ingi – ber þá þar af leið­andi því meiri þunga skatt­lagn­ing­ar­innar sem tækni­væð­ing og hag­vöxtur er meiri, svo lítil tök sem hið opin­bera hefur á að koma við mik­illi fram­leiðni, hvað þá á borð við allan hinn tækni­væddasta, fram­leiðni­væddasta og síst mann­afls­freka rekst­ur.

Svo mikið sem skattar og gjöld vega á meðal tækni­væddra ríkja, eða sem nemur til jafn­aðar um helm­ingi þjóð­ar­tekna, má raunar segja að hinar tækni­vædd­ustu greinar búi við slíkt skatt­frelsi að jafna megi við stór­felldar nið­ur­greiðsl­ur. Má því nokkuð ljóst vera, ann­ars vegar í ljósi ofur­vægi skatt­anna sem hið opin­bera leggur á sjálft sig, á sitt eigið skinn, og raunar á þorra launa­þega – og þar með á allar mann­afls­frekar greinar – og hins vegar í ljósi nið­ur­greiðslna og skatta­legra und­an­þága mjög tækni­væddrar fram­leiðslu og þjón­ustu, að raun­veru­legur hlutur hins opin­bera liggur mun nær því að vera um þriðj­ungur lands­fram­leiðslu frekar en um helm­ingur henn­ar, sem ann­ars mætti ætla sam­kvæmt hefð­bundum þjóð­hags­reikn­ingi hinna tækni­vædd­ustu ríkja, vel­ferð­ar­ríkj­anna.

Stór­felld sóun orku og nátt­úru­gæða, hvað þá stjórn­laus spill­ing loft­hjúps jarðar og hömlu­laus mengun and­rúms­lofts­ins, verður ekki stöðvuð nema með álögum á þá sem hvetja til og við­halda sóun­inni, spill­ing­unni, meng­un­inni. Þá má nokkuð ljóst vera, að hinir háu tekju­skattar orka sem algjör drag­bítur á við­hald alls þess sem fyrir er, með þeim afleið­ingum að flest það sem mann­skepnan fram­leiðir end­ist langtum skemur fyrir vik­ið, er langtum verr nýtt en ella, sem leiðir ein­fald­lega til mun skemmri afskrift­ar­tíma, mun hærri afskrift­ar­kostn­að­ar, en ella væri. Lélegt við­hald, léleg nýt­ing, leiðir því eðli máls sam­kvæmt til fram­leiðslu og orku­só­unar langt umfram raun­veru­legar þarf­ir, hvað þá hinna neyslu­frek­ustu jarð­ar­búa. Svo nið­ur­greidd er flest hin tækni­lega neysla, svo illa er tækn­inni haldið við, svo mjög er vel­ferð­inni sóað öllu jöfnu.

Drýgsti hluti álaga hins opinbera fellur á mannaflið – og á sjálft hið opinbera. Þeim mun meiri er þá ofgnótt gervifjárins og fyrning eigna hraðari, sem og lægra er þá raunvirði VLF og raunvirði velferðargjaldmiðilsins minna. Mynd: ÁBH

Á meðal virk­ustu vel­ferð­ar­ríkja rennur um helm­ingur vergrar lands­fram­leiðslu (VLF) til hins opin­bera – sam­kvæmt hefð­bundnum þjóð­hags­reikn­ingi. Afnám þess tekju­drifna skatt­kerfis sem við­heldur flestum vel­ferð­ar­kerf­um, sbr. skýr­ing­ar­mynd hér að ofan, sam­fara upp­töku orku­drif­ins skatt­kerf­is, sbr. skýr­ing­ar­mynd hér að neð­an, myndi leiða til mun skil­virk­ari nýtni lands­fram­leiðslu og þar með til hærra raun­virðis hennar og lægi raunaf­skrifta. Raun­veru­leg, hrein lands­fram­leiðsla myndi batna sem nemur lægri afskrifta­kostn­aði, sem nemur mun betri nýtni allrar fram­leiðslu og þar af leið­andi minni þarfar fyrir nýja – ein­fald­lega fyrir ábata af mun minni skatt­byrði allrar við­halds­þjón­ustu.

Reikn­ings­legur ábati í heild – fyrir mun skil­virk­ari orku­nýtni og fyrir mun betri end­ingu hlut­anna, auk þess sem nemur mun lægri kostn­aði við flesta almenna þjón­ustu, þá ekki síst vel­ferð­ar­þjón­ustu – kynni að nema um fjórð­ungi eða allt að þriðj­ungi þeirra tekna vel­ferð­ar­ríkj­anna sem hefðin býður ann­ars hag­fræð­ingum að reikna. Slíkt er hið hag­vís­inda­lega við­mið sem í hávegum hefur verið haft, slík er hin reikn­ings­lega kreppa sem leitt hefur af hinum tekju­drifnu skatt­kerf­um. Svo rang­lega hefur gengi vel­ferð­ar­gjald­miðl­anna verið skráð – en gengi gjald­miðla þró­un­ar­ríkja að sama skapi verið van­skráð.

Skatt­kerfi, sem miðar að orku­nýtni og nátt­úru­vernd, er hamlar gegn mengun láðs og lagar og losun koltví­ildis og ígilda þess út í and­rúms­loft­ið, leiðir á hinn bóg­inn til slíkrar spar­neytni að til verður arður langt umfram það sem ella væri. Hreinna loft og óspillt nátt­úra fellur fjöld­anum öllum í skaut, orku­lindir nýt­ast því betur sem orkan er meira met­in, sem og þá ekki síst þjónar orku­frek fram­leiðsla til þeim mun lengri afskrift­ar­tíma, sem menn eiga þess frekar kost að halda hlutum við og nýta þá til hins ýtrasta, einmitt fyrir lága skatta við­halds­þjón­ust­unn­ar. Nátt­úran er þá ekki lengur sjálf­gefin auðs­upp­spretta í krafti harð­vít­ugs eign­ar­rétt­ar, heldur eru afnotin háð mati á umhverf­is­á­hrifum og þá ekki síst fjár­hags­legu – skatta­legu – mati á mög­legri skað­semi.



Lágt hlutfall gervifjár og lítt skattlagt mannafl leiðir til mun betri nýtingar framleiðslu og því til minni framleiðsluþarfar og þar af leiðandi til lægri raunafskrifta og þeim mun hærra raunvirðis VLF og þar með til aukins virðis velferðargjaldmiðilsins

Orku­drifið skatt­kerfi felur í sér gjör­breytt kostn­að­ar­hlut­föll útselds mann­afls og útselds tækni­afls frá því sem tekju­drifið skatt­kerfi felur í sér. Þjón­usta og hand­verk sem nýtur lítil stuðn­ings af orku­frekri tækni lækkar til muna í verði en kostn­aður við tækni sem nýtur lít­ils stuðn­ings af vinnu­afli stendur ýmist í stað eða hækkar í verði, sér í lagi hækkar kostn­aður við orku­freka vinnslu­tækni.

Fram­leiðsla orku og mjög orku­frek fram­leiðsla, þar sem mann­hand­ar­innar nýtur minnst við, myndi eðli máls sam­kvæmt hækka einna mest í verði, og þá sér í lagi fram­leiðsla sem er háð jarð­efna­elds­neyti. Orku­frek fjölda­fram­leiðsla myndi hækka þeim mun frekar í verði sem sjálf­virkni gætir meira en ann­ars því síður sem fram­leiðslan og ekki síst mark­aðs­setn­ing hennar er háð mann­afli. Marg­vís­leg rað­smíði, t.d. flug­véla, sem byggir að veru­legu leyti á vinnu­afli, myndi heldur lækka í verði, en á hinn bóg­inn myndi orkan til að knýja full­búnar vél­arnar hækka í verði – og þó fremur lækka með tím­an­um, einmitt fyrir hvatann er kerfið felur í sér til orku­sparn­aðar og þar með til arð­bærra tækni­lausna, þá lítt sem ekk­ert háðum hamlandi kolefn­is­gjöld­um.

Þeim mun frekar sem við­halds­kostn­aður lækkar – vegna lægri skatta af við­halds­þjón­ustu – leng­ist fyrn­ing­ar­tími fjár­muna­eigna, m.ö.o þá kostar minna að halda eignum við og þær end­ast þar af leið­andi leng­ur. Afskrift fjár­muna­virðis tekur því til lægra hlut­falls af vergri land­fram­leiðslu undir orku­drifnu skatt­kerfi en undir tekju­drifnu kerfi. Hlut­falls­leg lækkun fyrn­ingar fasta­fjár­muna, frá því að vera um 16% af VLF í um 13%, myndi ein og sér svara til um 3% árlegs þjóð­hags­legs sparn­aðar – þá ekki síst fyrir bætt iðn- og hand­verk – auk þess ekki síður sem næmi við­haldi og þar með bættri end­ingu allra­handa lausa­fjár­muna þjóð­fé­lags­þegn­anna, fatn­að­ar, hús­muna og heim­il­is­tækja, sem þjóð­hag­fræð­ingar líta ann­ars ávallt fram­hjá í reikn­ingum sín­um. Hvað þá hvort öll með­ferð mat­væla myndi ekki batna þegar ódýr­ara væri orðið að nýta þau frekar en að henda þeim fyrir ný...

Svo dæmi sé tekið af vergri lands­fram­leiðslu (VLF) á Íslandi þá nemur hún nær 3.000 millj­örðum króna á ári. Þar af nema bein opin­ber umsvif, að með­taldri allri aðkeyptri þjón­ustu einka­að­ila, um 42% af VLF, og umsvif sam­trygg­ing­ar­hluta hins hálf­op­in­bera líf­eyr­is­kerfis (lög­boðin iðgjöld án sér­eign­ar­sparn­aðar) um 8% af VLF. Lög­boðnir skattar og lög­boðin gjöld nema því um 50% af heild, sbr. súlu­ritið yfir TEKJU­DRIFIÐ SKATT­KERFI hér ofar (hið efra), er sýnir hlut­föll vergrar lands­fram­leiðslu dæmi­gerðs vel­ferð­ar­ríkis nú á dögum í allra gróf­ustu mynd.

Þó að lög­boðin líf­eyr­is­ið­gjöld nemi um 15% af launum þá er hlut­fallið engu að síður um 8% af VLF, enda vega laun og launa­tengd gjöld vart meira en rétt rúm­lega helm­ingi VLF (auk þess sem marg­vís­legar almanna­trygg­ingar hins opin­bera telja). Að frá­dregnum sköttum nemur hreint hlut­fall sam­trygg­ing­ar­líf­eyris þó ein­ungis um 6% af VLF til jafn­aðar – gróft á litið – sem væri þá jafn­framt það hlut­fall af VLF sem líf­eyr­is­ið­gjöld myndu nema í ORKU­DRIFNU SKATT­KERFI, að tekju­sköttum nið­ur­felld­um, sbr. súlu­ritið hér að ofan, til sam­svar­andi ráð­stöf­unar líf­eyr­is.

Sam­kvæmt grófum dráttum súlu­rits­ins myndi verg lands­fram­leiðsla lækka um 25% að bók­færðu virði – að aflögðu tekju­drifnu skatt­kerfi, að upp­rættum drýgsta hluta gervi­fjár – frá því að vera um 3.000 ma. kr. í um 2.250 ma. kr. (ma = millj­arð­ar). Opin­ber umsvif – umsvif ríkis og sveit­ar­fé­laga og hálf­op­in­ber umsvif líf­eyr­is­sjóða – myndu lækka frá því að vera um 50% af 3.000 ma. kr. VLF í um 42% af 2.250 ma. kr. VLF, engu að síður að alls óbreyttu raun­virði.

13% virð­is­auka­skattur (= 11,5% af VLF í heild) væri stærsti skatt­stofn­inn en ann­ars væri megnið af tekjum hins opin­bera fólgið í umhverf­is- og orku­gjöld­um, auk hins hálf­op­in­bera hlutar líf­eyr­is­sjóð­anna. Miðað við að umsvifin lægju nær því að vera um 45% af 2.250 ma. kr. VLF, um 1.000 millj­arðar króna, frekar en 42%, um 950 ma. kr. – í ljósi grófra útreikn­inga og vik­marka – þá gætu tekj­urnar skipst þannig að loknum nokk­urra ára aðlög­un­ar­tíma, eftir hálfan til einn ára­tug:

Nokkrir helstu bókhaldslyklar orkudrifins skattkerfis. Sjá nánar, ÁBH: www.brautir.net/orkupakki

Fyrst framan af, meðan eldri orku­sölu­samn­ingar væru að renna sitt skeið, væru almenn orku­gjöld, er alls næmu um 120 ma. kr, til­tölu­lega lág gagn­vart stór­kaup­endum (e.t.v. um 1 til 2 kr. pr. KWst x 15 ma. KWst = 20 ma. kr.), en þeim mun hærri af smá­sölu­orku – heitu vatni, raf­magni og elds­neyti – (e.t.v. um 2 til 6 kr. pr. KWst x 25 ma. KWst = 100 ma. kr.) Að lítt breyttum dreif­ing­ar­kostn­aði myndi end­an­legt smá­sölu­verð til almenn­ings og almenns atvinnu­rekstrar e.t.v. hækka um 30 til 70%, allt eftir nýt­ingu og flokkun á mark­aði.

Íslenskur orku­mark­aður í hnot­skurn – heild­ar­velta nú um stund­ir, í allra gróf­ustu drátt­um, um 250 ma. kr. – með miklum vik­mörk­um: Raf­orka til stór­iðju, stór­kaup­enda: um 50 ma. kr. Heitt vatn og raf­magn til almenn­ings og almenns rekstr­ar: um 80 ma. kr. Elds­neyti til almenn­ings og almenns rekstr­ar: um 120 ma. kr.

Þeim mun frekar sem kolefn­is­gjöld (alls um 60 ma. kr.) leiddu til sam­dráttar í losun myndu ein­inga­verð fara hækk­andi, að órösk­uðum gjald­stofni í heild. Þegar kolefn­islosun væri að miklu leyti yfir­unnin myndu gjöldin verða sam­löguð almennum orku­gjöld­um.

Ný hrein­orku­ver fengju tíma­bund­inn afslátt af almennum orku­gjöldum á aðlög­un­ar­tím­an­um, en ekki af umhverf­is­gjöldum (alls um 30 ma. kr.) – ekki frekar en aðrir umhverf­is­frekir kostir – svo mishá eða lág sem gjöldin jafn­framt væru, allt eftir áhrifum ein­stakra kosta á umhverfi og nátt­úru.

Að afnumdum öllum tekju­skött­um, að trygg­inga­gjaldi með­töldu, myndi skóla­hald, heil­brigð­is­þjón­usta, lög­gæsla, stjórnun og yfir höfuð flest almanna­þjón­usta lækka veru­lega í verði sem og flest vinna við við­gerðir og við­hald – bygg­inga, bif­reiða, skipa, flug­véla og ann­arra hluta og tækja, og þá einnig fatn­að­ar, hús­bún­aðar og marg­vís­legs mann­gerðs umhverf­is. End­ing myndi því batna til muna á flestum sviðum og afskrift­ar­tími þar af leið­andi lengj­ast – sama hvort rólu­völlur ætti í hlut eða álver, þvotta­vél eða sími. Líkt myndi eiga við um marg­vís­lega nýsmíði, fram­leiðslu og þjón­ustu sem ekki væri háð miklum orku­kaupum eða slíkum hrá­efnum sem væru leidd af mjög orku­frekri vinnslu – að kostn­aður myndi lækka, þar á meðal vegna vinnu við nýbygg­ingar af flestu tagi, við marg­vís­lega vél­smíði, við fram­leiðslu mat­væla og við allra­handa afgreiðslu, sölu og þjón­ustu, þ.á.m. við all­flesta sér­fræði­þjónustu, við fjöl­miðl­un, kvik­mynda­gerð, bóka­út­gáfu, íþrótta­starf og list­ir.

Afkoma flestra þess­ara greina myndi batna til muna, á sumum sviðum veru­lega, og þá jafn­framt kaup­máttur gagn­vart þeim, en á hinn bóg­inn myndi m.a. heitt vatn, olía og raf­magn hækka í verði og hin ýmsu hrá­efni og verk sem leidd eru af mjög orku­frekri vinnslu og nátt­úr­u­not­um.

Í stað tekju­skatts kæmu hin ýmsu gjöld fyrir not af nátt­úr­unni. Þeim mun háð­ari sem atvinnu­rekstur væri jarð­ar­gróð­anum og hinum ýmsu tak­mörk­uðu nátt­úru­hlunn­indum og gæð­um, þá bæri rekst­ur­inn hærri gjöld – kolefn­is­gjald, orku­gjald, umhverf­is­gjald, veiði­rétt­ar­gjald, veggjald, fast­eigna­gjöld – allt eftir eðli og áherslum rekstr­ar. Sam­svar­andi gilti í raun um neyt­end­ur, ein­stak­ling­ana, að því háð­ari sem þeir væru vöru og þjón­ustu sem beint og óbeint er leidd af orku­frekri eða meng­andi nátt­úr­u­nýt­ingu, allt eftir þeim lífsmáta sem hver og einn kysi sér, þá bæri hver og einn meiri álögur – beint og óbeint með kaupum sínum og við­skipt­um. Eða á hinn bóg­inn, því fremur sem lífsmáti og neysla mið­aði að orku­nýtni og notum af lággjalda­vöru og lítt skatt­lagðri þjón­ustu, þeim mun lægri væru álög­urn­ar, þeim mun betri væri afkom­an.

Með öðrum hluta þessa greina­flokks, Herra­garð­ur­inn – orkan og almúg­inn, gaf höf­undur til kynna að með þess­ari grein, Herra­garð­ur­inn – óðal aðals eða orkúbú jarð­ar­búa?, mætti vænta loka­hluta greina­flokks­ins. Umfangs efn­is­ins vegna kýs höf­undur þó að deila þeim hluta í tvennt og birta fremur lokin í sér­stakri grein, Herra­garð­ur­inn – orkubú jarð­ar­búa, áður en mjög langt um líð­ur.

Ítar­efni:

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar