Hin Reykjavík – húsnæðiskreppa, fátækt og ójöfnuður

Sanna Magdalena Mörtudóttir oddviti Sósíalistaflokks Íslands í borgarstjórn Reykjavíkur gerir upp árið 2021.

Auglýsing

Fátæku fólki er mark­visst haldið utan við þátt­töku innan borg­ar­sam­fé­lags­ins. Skila­boð borg­ar­yf­ir­valda um að eng­inn verði skil­inn eftir í kjöl­far efna­hags­legra afleið­inga kór­ónu­veirunnar og að borgin sé fyrir okkur öll hafa engu breytt í þeim efn­um.

Veru­leiki þeirra sem klífa hindr­anir í leit að öruggu hús­næði mætti líkja við það að spila Tetris-­leik í kapp við tím­ann, í leikja­tölvu sem er að verða raf­magns­laus. Þú hefur engan áhuga á að spila leik­inn en verður að klára borðið í von um að kom­ast í öruggt skjól en eng­inn vill gefa þér hleðslu. Ef þú hrópar á hjálp, verður þú vin­sam­leg­ast að bíða því þú ert númer 524 í röð­inni.

524 er fjöldi þeirra sem bíða eftir því að kom­ast í almennt félags­legt leigu­hús­næði hjá Reykja­vík­ur­borg. Slíkt hús­næði er ætlað þeim fjöl­skyldum og ein­stak­lingum sem ekki geta séð sér fyrir hús­næði vegna félags­legra og fjár­hags­legra aðstæðna. Á bak við þann fjölda umsókna eru fjöl­skyldur og börn eða nánar til­tekið 109 barna­fjöl­skyld­ur, þar af 87 ein­hleypir for­eldr­ar.

Auglýsing

Íbúar væru ekki skildir eftir á biðlistum ef borgin væri raun­veru­lega hönnuð fyrir okkur öll. Meðan á bið­inni stend­ur, greiða leigj­endur allt of hátt hlut­fall tekna sinna í leigu. Þegar helm­ingur ráð­stöf­un­ar­tekna, jafn­vel yfir 70% fer í öflun hús­næð­is, þá er lítið eftir til að gera það sem telst eðli­legt sem lif­andi mann­vera. Biðin eftir hús­næði á við­ráð­an­legu verði leiðir til tíðra flutn­inga, að þurfa að búa inni á öðrum og ótryggra hús­næð­is­að­stæðna.

Óleyf­is­í­búðir á land­inu öllu voru áætl­aðar 1.500 - 2.000 í upp­hafi þessa árs. Íbúa­fjöldi þeirra var met­inn 5.000 til 7.000 ein­stak­lingar á land­inu öllu. Hér er um að ræða hús­næði sem er skipu­lagt undir atvinnu­starf­semi en er nýtt til íbúðar fyrir ein­stak­linga. Þar af var áætlað að 3.500 - 4.000 manns á höf­uð­borg­ar­svæð­inu byggju við slíkar aðstæð­ur.

Skortur á leigu­hús­næði og há leiga voru talin veiga­mesta skýr­ingin á því. Um þetta var fjallað í nið­ur­stöðum vinnu­hóps um umbætur á hús­næð­is­mark­aði sem skil­aði skýrslu um óleyf­is­bú­setu og fjölda­skrán­ingar í íbúð­ar­hús­næði. Vand­inn við búsetu í ósam­þykktu hús­næði er marg­vís, t.a.m. er ekki hægt að fá hús­næð­is­bætur og end­ur­speglar þetta flækju­stigið og úrræða­leysið sem leigj­endur búa við.

Búseta í ósam­þykktu hús­næði er afleið­ing þeirrar órétt­látu sam­fé­lags­gerðar sem við búum við. Þar er ekki litið á hús­næði sem heim­ili fólks, sem mann­rétt­indi sem við eigum öll rétt á. Litið er á hús­næð­is­upp­bygg­ingu sem gróða­tæki­færi, fast­eignir fyrir fjár­magns­eig­endur til að græða á. Þegar hús­næð­is­stefna Reykja­vík­ur­borgar gerir ráð fyrir því að ein­ungis 25% nýrra íbúða verði byggðar utan hagn­að­ar­sjón­ar­miða er stefnan sjálf ekki byggð á félags­legum for­send­um. Í slíku kerfi eru alltaf ákveðnir hópar skildir eft­ir.

Grund­vall­ar­breyt­inga á hús­næð­is­kerf­inu og upp­bygg­ingu þess er þörf, þar sem byrjað er á því að vinna út frá þörfum hinna verst settu. Í slíkri borg væri heim­il­is­lausu fólki boðið upp á skjól allan sól­ar­hring­inn, ekki ein­ungis frá fimm á síð­degi til tíu næsta morg­uns. Við hefðum öll aðgengi að hús­næði sem hent­aði þörfum okk­ar. Í borg sem er fyrir okkur öll væru biðlistar Reykja­vík­ur­borgar eftir hús­næði ekki að telja sam­tals 870 umsókn­ir. Hér er um að ræða umsóknir eftir almennu félags­legu leigu­hús­næði sem eru 524, 136 umsóknir eftir hús­næði fyrir fatlað fólk, 72 umsóknir eftir hús­næði fyrir heim­il­is­lausa með miklar og flóknar þjón­ustu­þarfir og 138 umsóknir fyrir þjón­ustu­í­búðir aldr­aðra.

Hlut­irnir ganga áfram eins og vel smurð vél fyrir suma í sam­fé­lag­inu. Laun okkar borg­ar­full­trúa hækka sjálf­krafa tvisvar sinnum á ári út frá hækkun launa­vísi­töl­unnar á meðan grunn­upp­hæð fjár­hags­að­stoðar er 212.694 kr. á mán­uði fyrir skatt. Ef borgin á að vera fyrir okkur öll, þá myndu tekj­urnar duga til þess að fólk gæti borðað alla daga mán­að­ar­ins, á öllum mat­máls­tím­um. Aðstöðu­mun­ur­inn á milli okkar sem taka ákvarð­anir fyrir þau tekju­lægstu í borg­inni er gríð­ar­leg­ur. Ofan á grunn­laun borg­ar­full­trúa sem eru 873.758 leggj­ast síðan auka­greiðslur sem nefn­ast álags­greiðsl­ur.

Álag og streita fylgir því að eiga ekki fyrir reikn­ing­um. Inn­heimta með til­heyr­andi kostn­aði er sú refs­ing sem mætir fátæku fólki fyrir aðstæður sem það ræður alls ekki við. Af öllum útgefnum reikn­ingum vegna grunn­skóla­mál­tíða hjá Reykja­vík­ur­borg fóru að með­al­tali 4,2% þeirra í milli­inn­heimtu Momentum skóla­árið 2020-2021 og 1,5% höfðu ekki verið greiddir í nóv­em­ber 2021. Þó svo að ekki sé lokað á skóla­mál­tíðir vegna van­skila, þá eiga slíkir reikn­ingar alls ekki heima í inn­heimtu. Skólar eru ekki staðir til að ala upp kostn­að­ar­vit­und í svöngum börn­um.

Gjald­taka á ekki að eiga sér stað fyrir skóla­mál­tíðir barna. Brauð­molar til fátæks fólks ein­kennir afstöðu borg­ar­yf­ir­valda í þessum mál­um, það er aldrei fullt efna­hags­legt rétt­læti. Fyrr á þessu kjör­tíma­bili var sam­þykkt að for­eldrar sem eru með tekjur fjár­hags­að­stoðar þyrftu ekki að greiða skóla­mál­tíðir og síð­deg­is­hress­ingu barna sinna, fyrir dvöl barna í leik­skóla eða á frí­stunda­heim­ili. Það er ekki nóg. Sam­kvæmt skýrslu Barna­heilla eiga 12,7% barna á Íslandi á hættu að búa við fátækt og félags­lega ein­angr­un.

Við eigum ekki að rukka börn fyrir þjón­ustu á vegum borg­ar­inn­ar. Við eigum ekki að elt­ast við ógreidda reikn­inga fyrir mat­ar­þjón­ustu innan skól­anna. Við sem störfum með hags­muni borg­ar­búa og borg­ar­innar að leið­ar­ljósi eigum að setja ork­una í það að útsvar verði lagt á fjár­magnstekj­ur. Slíkt kæmi ekki til nema með lögum frá Alþingi en Reykja­vík­ur­borg á að leita til hinna sveit­ar­fé­lag­anna, með það að mark­miði að koma slíkri skatt­lagn­ingu á. Fjár­magnstekjur bera ekki útsvar ólíkt launa­tekjum og því um mikið rétt­læt­is­mál að ræða. Fjár­magns­eig­endur sem hafa tekjur sínar ein­göngu eða að stærstum hluta af fjár­magni eiga að greiða til sveit­ar­fé­lags­ins.

Ríkt fólk á ekki að fá að fara um sam­fé­lagið okkar og nýta allt sem það hefur upp á að bjóða án þess að greiða fyrir það. Hér er um að ræða bóka­söfn, göngu- og hjóla­stíga, sund­laug­ar, leik- og grunn­skóla, sorp­hirðu, lista­söfn og svo miklu, miklu fleira sem ég er viss um að fjár­magns­eig­endur nýti til jafns á við aðra útsvars­greið­andi íbúa.

Auka gjald­taka á sér síðan stað fyrir þau sem passa ekki inn í ákveðna fyr­ir­fram mót­aða staðla. Borg­ar­búar sem treysta á akst­urs­þjón­ustu fatl­aðs fólks eiga ekki kost á því að greiða fyrir afslátt­ar­kort að und­an­skyldum nem­endum í fram­halds­námi. Kostn­að­ur­inn hleypur því á tugum þús­unda á ári og getur farið vel yfir 100 þús­und kr. á ári. Til sam­an­burðar má nefna að almennt árskort í strætó kostar 80.000 krón­ur. Fyr­ir­komu­lag varð­andi akst­urs­þjón­ustu fyrir fatlað fólk er þannig að greitt er fyrir hverja ferð 245 kr. Ef við­kom­andi fer tvær ferð­ir, fimm daga vik­unn­ar, allar vikur árs­ins þá er sam­göngu­kostn­að­ur­inn 127.400 kr. á ári. Það er áætlað að það myndi kosta borg­ina 16. m.kr. árlega að bjóða not­endum akst­urs­þjón­ust­unnar upp á árskort á því verði sem á við um árskort öryrkja í Strætó bs. (24.000 kr.). Borgin er svo sann­ar­lega ekki hugsuð út frá þörfum okkar allra.

Börn þurfa nú að greiða hærra árs­gjald í strætó, þar sem kortið fyrir 12- 17 ára hækkar úr 25.000 krónum í 40.000. Það er oft talað um að börnin séu fram­tíðin og að við þurfum að auka veg almenn­ings­sam­gangna fyrir betri loft­gæði í þeirri fram­tíð. Hækk­anir ganga þvert gegn þeim mark­miðum og bitna verst á þeim sem eru í erf­iðri fjár­hags­legri stöðu.

Strætó bs. er opin­bert þjón­ustu­fyr­ir­tæki í eigu sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og miðað við það er margt öfug­snúið í þeirri starf­semi. Fyrr á árinu vöktu sós­í­alistar athygli á því að grunn­laun hjá vagn­stjórum Kynn­is­ferða sem aka fyrir Strætó bs. eru 360.898 kr. Grunn­laun hjá vagn­stjórum sem eru ráðnir beint inn í gegnum Strætó bs. og eru hjá Sam­eyki eru 398.424 kr. Þetta eru afleið­ingar útvist­unar og hér má sjá skað­semi henn­ar. Fólk sem sinnir sömu vinnu fær ekki greidd sömu laun fyrir sömu störf og þarf að vinna lengur fyrir minna kaup. Ábyrgðin er sveit­ar­fé­laga. Stætó bs. skuldar því vagn­stjórum tæpar 40 þús­und kr. á mán­uði, sam­tals um 450 þús­und á ári.

Stjórn­völd eru oft ekki sam­mála um hver skuli greiða fyrir það sem íbúar eiga rétt á. Dæmi um slíkt eru samn­ingar um not­enda­stýrða per­sónu­lega aðstoð (NPA). Sam­kvæmt núver­andi fyr­ir­komu­lagi bera ríki og hlut­að­eig­andi sveit­ar­fé­lag sam­eig­in­lega ábyrgð á því að fjár­magna slíkt. Fjöldi sam­þykktra umsókna á bið á árinu 2021 eru 34 tals­ins í Reykja­vík. Eng­inn á að þurfa að bíða eftir samn­ingnum sem við­kom­andi á rétt á. Útrýmum bið eftir rétt­indum og þjón­ustu og tryggjum að borgin sé raun­veru­lega fyrir okkur öll.

Höf­undur er odd­viti Sós­í­alista­flokks Íslands í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit