Íslensk mjólk er góð, en hún er ekki svona góð

Auglýsing

Við, neyt­endur Íslands, borgum rúm­lega níu millj­örðum krónum meira á ári fyrir mjólk­ur­vör­urnar okkar á ári en við þurfum að gera. Í stað þess að borga 6,5 millj­arða króna fyrir inn­flutta mjólk, að teknu til­liti til flutn­ings­gjalda, þá borgum við 15,5 millj­arða króna á ári fyrir íslenska mjólk. Átta millj­arðar króna af þess­ari við­bót­ar­greiðslu er til­komin vegna þess að íslenska mjólkin er ein­fald­lega miklu dýr­ari í fram­leiðslu í því kerfi sem við erum með en í þeim löndum sem við gætum flutt hana inn frá. Auk þess fram­leiðir mjólk­ur­fram­leiðslu­kerfi Íslands meiri mjólk fyrir inn­an­lands­markað en við þurf­um. Offram­leiðsla á nið­ur­greiddri mjólk­inni kostar neyt­endur og ríkið því millj­arð króna til við­bótar á ári.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hag­fræði­stofn­unar Háskól­ans, sem laumað var hljóð­lega í umferð í hafta­los­un­ar­vik­unni. Skýrslan er einn skýr­asti vitn­is­burður um hversu fjand­sam­legt neyt­endum mjólk­ur­fram­leiðslu­kerfið er sem birtur hefur ver­ið.

Sam­tals greiðir hver Íslend­ing­ur, en við erum um 329 þús­und tals­ins, 27.347 krónur á ári til við­bótar við það sem hann greiðir fyrir mjólk út í búð, fyrir að hún kom­i ekki úr útlenskum kúm.

Auglýsing

Þarf að lækka tolla strax



Skýrslu­höf­undar leggja til að taf­ar­laust verði farið í að lækka suma tolla og afleggja aðra til að gera öðrum mjólk­ur­fram­leiðslu­ríkjum kleift að flytja hingað mjólk­ur­vör­ur, svo hið nið­ur­lægj­andi og óþol­andi okur á neyt­endum hætti.

Í fréttum RÚV í gær sagði Sig­urður Ingi Jóhanns­son land­bún­að­ar­ráð­herra að stjórn­völd væru að leita leiða til að lækka tolla og auka inn­flutn­ing á mat­væl­um. Evr­ópu­sam­bandið hafi hins vegar þrí­vegis frestað fundi til að ræða gagn­kvæma samn­inga um lægri tolla.

Í skýrslu Hag­fræði­stofn­unar kemur hins vegar fram að það sé lítil ágóða­von í því að fram­leiða íslenskra mjólk­ur­vörur til útflutn­ings. Þar ­segir orð­rétt: „Lækkun inn­flutn­ings­tolla er meira hags­muna­mál fyrir Íslend­inga en hagur þeirra af lækkun tolla ann­arra landa á íslenskum vörum, vegna þess að ágóða­von lands­manna af útflutn­ingi á mjólk­ur­vörum er mjög óviss. Því er ekki hægt að rétt­læta langa töf á lækkun tolla hingað til lands með því að ekki hafi samist um lækkun tolla á flutn­ing íslenskra mjólk­ur­vara til ann­arra landa.“

Með öðrum orðum þá skiptir engu máli hvort önnur lönd ­lækki tolla á íslenskar vörur og ástæða Sig­urðar Inga því fyr­ir­slátt­ur. Hann á að lækka tolla núna, ef hann ber hags­muni neyt­enda fyrir brjósti.

Í skýrsl­unni eru lagðar til aðrar leiðir til að styðja við dreifða búsetu en að nið­ur­greiða mjólk­ur­fram­leiðslu. Það væri til dæmis hægt að greiða styrki sem mið­aðir yrðu við fjölda naut­gripa eða hey­feng, að ákveðnu marki, eða hreina búsetu­styrki. Það greiðslu­marks­kerfi sem nú er í gildi verði hins vegar aflagt.

Til ein­föld­unar þá er kvóta­kerfi fyrir mjólk á Íslandi. Mikil sam­þjöppun hefur orðið í grein­inni og þeir sem fram­leiða mjólk hafa margir hverjir skuld­sett sig mjög til að kaupa meiri mjólk­ur­kvóta. Skýrslu­höf­undar segja að stór hluti af þeim stuðn­ingi sem ríkið veitir til mjólk­ur­fram­leiðslu renni nú þegar til fjár­mála­stofn­ana, sem lánað hafa til kaupa á kvóta, eða til þeirra sem áður stund­uðu búskap og hafa selt kvót­ann sinn. Kvóta­greif­arnir eru því víðar en í sjáv­ar­út­vegi.

Lög sem eru fjand­sam­leg neyt­endum



Ein­hverjir gætu auð­vitað rétt­lætt þennan mikla sam­fé­lags­lega kostnað sem við greiðum fyrir mjólk­ur­fram­leiðslu­kerfið ef við fengum eitt­hvað stór­kost­legt í stað­inn. En það erum við neyt­endur ekki að fá. Við fáum ekki mjólk­ur­vöru af hærri gæðum en önnur lönd. Þess í stað fáum við fákeppni, ein­ok­un, mis­notkun á mark­aðs­ráð­andi stöðu gímalda á mark­aði og skert vöru­fram­boð.

Staðan í íslenskum mjólkur­iðn­aði í dag er þannig að Mjólk­ur­sam­salan (MS) og Kaup­fé­lag Skag­firð­inga, sem á hlut í MS, kaupa nán­ast alla mjólk sem bændur á Íslandi selja. Þau fram­leiða síðan vörur úr þeirra mjólk og eru saman í algjörri ein­ok­un­ar­stöðu á íslenskum mark­aði. Ef aðrir aðilar reyna að kom­ast inn á hann þá reyna fyr­ir­tækin að bregða fyrir þá fæti, til dæmis með því að selja þeim hrá­mjólk á miklu hærra verði en fram­leiðslu­fyr­ir­tækjum innan sam­stæð­unn­ar.

Nú eða gera eins og MS gerði þegar litla frum­kvöðla­fyr­ir­tækið Arna, sem fram­leiðir mjólk­ur­vörur fyrir þá sem eru með laktósa­ó­þol og er stað­sett í hinum atvinnu­vega­svelta norð­vest­ur­hluta lands­ins. Jón Von Tetzchner, sem ákvað að fjár­festa í Örnu, lýsti þeim aðförum í nýlegu við­tali við Kjarn­ann. Þar sagði hann: Þegar Arna var að und­ir­búa sinn aðgang að mark­aðnum þá þurfti fyr­ir­tækið að hafa sam­band við MS til að kaupa hrá­mjólk frá þeim, grunn­vör­una sem þeir þurfa. Mér finnst það verð­lag sem sett er á hana er út í hött. Arna þarf nán­ast að borga það sama fyrir vör­una og er sett á hana út í búð. Það er aug­ljós­lega mjög erfið staða. Þar að auki svar­aði MS áður en Arna fór á markað með því að setja laktósa­fríar vörur á mark­að. Af hverju var ekki hægt að hleypa litlu fyr­ir­tæki inn á mark­að­inn? Af hverju þurfti ein­ok­un­arris­inn allt í einu að fara að bjóða upp á sam­bæri­lega vöru og það? Það er ekki þannig að Arna sé að ógna MS og varan er fyrir sér­stakan hóp.“

Íslensk mjólk er góð, en ekki svona góð



Það má ekki van­meta völdin sem MS og Kaup­fé­lag Skag­firð­inga eru með í íslensku sam­fé­lagi. Kaup­fé­lagið er eitt stærsta fyr­ir­tæki lands­ins í land­bún­aði og sjáv­ar­út­vegi, veltir tugum millj­arða króna á ári og hefur hagn­ast um 8,6 millj­arða króna á síð­ustu fjórum árum.

MS ræður því nán­ast hvaða mark­aðs­hlut­deild fyr­ir­tækið er með á mark­aði með mjólk­ur­vörur og hefur oft legið undir ámæli um að mis­beita þeirri stöðu mjög illa til að hrista af sér sam­keppni. MS er líka einn stærsti aug­lýsandi lands­ins og hefur því í hendi sér að umb­una eða refsa fjöl­miðlum fyrir hvernig er fjallað um fyr­ir­tækið í þeim, kjósi það svo.

Þessi staða er ekki ein­hver til­vilj­un. Þvert á móti hefur lögum verið breytt til að styrkja þessa gríð­ar­legu sterku stöðu sem þessir tveir aðil­ar, MS og Kaup­fé­lag Skag­firð­inga, eru með á íslenskum mjólk­ur­mark­aði. Árið 2004 lagði Guðni Ágústs­son, þáver­andi land­bún­að­ar­ráð­herra, fram breyt­ing­ar­til­lögu við búvöru­lög sem lög­festi verð­sam­ráð í mjólk­ur­geir­anum og gerði fyr­ir­tækin sem starfa í honum und­an­þegin sam­keppn­is­eft­ir­liti.

Eftir að Guðni hætti í stjórn­málum nokkrum árum síðar var hann ráð­inn fram­kvæmda­stjóri Sam­taka afurða­stöðva í mjólkur­iðn­aði, sem eru í eigu MS, Kaup­fé­lags Skag­firð­inga og Mjólku, sem er í eigu Kaup­fé­lags Skag­firð­inga. Allar afurða­stöðvar sem taka við mjólk frá fram­leið­endum eru aðilar að sam­tök­un­um.

Ein helsta nið­ur­staða skýrslu Hag­fræði­stofn­unar er sú að breyt­ing­arnar hans Guðna um opin­bert heild­sölu­verð á mjólk verði aflagt og að und­an­þágur mjólk­ur­vinnslu­fyr­ir­tækja frá sam­keppn­is­lögum verði felldar úr gildi.

Þessar breyt­ing­ar, ásamt afnámi og lækkun tolla á mjólk­ur­vör­ur, munu gjör­bylta mjólk­ur­fram­leiðslu­kerf­inu á Íslandi neyt­endum í hag. Og losa um þá ótrú­legu ein­okun sem MS og fylgi­hnettir þess fyr­ir­tækis hefur haft á íslenskum neyt­enda­mark­aði síð­ast­liðna mannsævi eða svo.

Þetta yrði gríð­ar­lega mikið fram­fara­skref fyrir íslenska þjóð ef ráð­ist yrði fum­laust í þær til­lögur sem gerðar eru í skýrsl­unn­i. Svo ekki sé talað um hversu hag­kvæmt það væri fyrir okkur öll að borga ekki níu millj­arða króna á ári fyrir kerfi sem gagn­ast fyrst og síð­ast sjálfu sér. Íslenska mjólkin er góð, en hún er ekki svo góð að fórn­ar­kostn­að­ur­inn fyrir ein­ok­un­ar­stöðu hennar sé þess virði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None