„Já, ég get staðfest að þetta er tilviljun“

Auglýsing

Eft­ir­far­andi mál voru á dag­skrá rík­is­stjórn­ar­innar í dag: Utan­rík­is­ráð­herra – stað­fest­ing loft­ferða­samn­ings milli Íslands og Rúanda.

Þetta er brot úr dag­skrá rík­is­stjórn­ar­innar sem hélt reglu­bund­inn fund sinn á þriðju­dag. Á fund­inum voru að venju fleiri mál á dag­skrá. Ráð­herr­arnir ræddu meðal ann­ars álag á heil­brigð­is­kerf­ið, frum­varp til sótt­varna­laga og hækkun íbúða­verðs í alþjóð­legum sam­an­burði svo nokkur dæmi séu tek­in. Allt mál sem varða þjóð­ar­hag og við er að búast að rík­is­stjórnin þurfi að ræða.

Sam­band Íslands og Rúanda er hins vegar fáséð á borði henn­ar, hafi það yfir höfuð nokkru sinni fyrr ratað þang­að.

Auglýsing

Og for­vitni blaða­konu var vak­in. „Hvað er þarna á ferð?“ spurði hún í tölvu­pósti til Sveins H. Guð­mars­son­ar, upp­lýs­inga­full­trúa utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins, eftir að hafa kom­ist að því að loft­ferða­samn­ingar fela í sér heim­ildir til flug­ferða milli ríkja sem þá gera með sér – í þessu til­felli þá milli Íslands og Rúanda, lít­ils ríkis við mið­baug í Aust­ur-Afr­íku.

„Á vef Stjórn­ar­ráðs­ins er yfir­lit yfir loft­ferða­samn­inga og sam­komu­lög sem Ísland hefur gert við önnur rík­i,“ svar­aði upp­lýs­inga­full­trú­inn örstuttu síð­ar. „Rú­anda er eitt þeirra ríkja sem gerður hefur verið samn­ingur við og ég myndi ætla (en þarf að kanna bet­ur) að þarna sé ein­fald­lega um upp­færslu á gild­andi samn­ingi að ræða og það hafi verið kynnt í rík­is­stjórn í morg­un.“

Þess var ekki lengi að bíða að Sveinn afl­aði upp­lýs­ing­anna og í ljós kom að ágiskun hans hafði verið rétt: Verið var að full­gilda loft­ferða­samn­ing­inn við Rúanda sem gerður var árið 2018.

„Og er slíkt alltaf gert með því að kynna málið fyrst í rík­is­stjórn?“ spurði þá blaða­kona.

„Já, þjóð­rétt­ar­samn­ingar sem fara til for­seta (og loft­ferða­samn­ingar eru þar á með­al) fara alltaf fyrst í umfjöllun hjá rík­is­stjórn­inn­i,“ svar­aði Sveinn um hæl.

Það er nefni­lega það.

En þá var komið að spurn­ing­unni sem brann mest á blaða­konu Kjarn­ans, ástæð­unni fyrir því að sam­band Íslands og Rúanda skap­aði ákveðin hug­renn­ing­ar­tengsl. „Ég er alveg sann­færð um að mörgum hafi brugðið í brún að sjá þetta á dag­skrá rík­is­stjórn­ar­innar í ljósi umræðu um flótta­menn hér á landi upp á síðkast­ið,” skrif­aði hún til útskýr­ingar á áhuga sínum á loft­ferða­samn­ingi. „Getur þú stað­fest að þessi full­gild­ing samn­ings­ins nú sé til­viljun og teng­ist ekki hæl­is­leit­enda- og flótta­manna­málum á nokkurn hátt?”

Nokkrum mín­útum síðar er svarið frá Sveini komið í hús: „Já, ég get stað­fest að þetta er til­viljun og teng­ist ekki mál­efnum flótta­manna eða hæl­is­leit­enda. Árit­aður samn­ingur hefur verið fyrir hendi frá 2018 og full­gild­ingin hefur því litla þýð­ingu í praxís.“

Þar með er það komið á hreint.

En hvað varð til þess að fram­kalla þessi skýru hug­renn­inga­tengsl?

Þrennt kemur til.

Útvistun vernd­ar­kerfis

Bresk og dönsk stjórn­völd vilja senda flótta­fólk til Rúanda og hafa gert sam­komu­lag við þar­lend yfir­völd. Í Rúanda myndu hæl­is­leit­endur bíða úrlausnar sinna mála, hversu löng sem sú bið yrði. Ein­hverjir gætu vissu­lega að end­ingu fengið hæli í Dan­mörku eða Bret­landi og ekki er svo loku fyrir það skotið að fólkið gæti sest að í Rúanda, að sögn stjórn­valda. Þau bresku hafa meira að segja hvatt fólk sem ætlar sér að leita skjóls í Bret­landi til að sækja frekar um hæli í Rúanda og „byggja upp líf sitt“ þar. Gerður er hins vegar grein­ar­munur á fólki eftir því hvaðan það kem­ur. Ekki stendur til, svo dæmi sé tek­ið, að senda flótta­menn frá Úkra­ínu til Afr­íku.

Þessi útvistun á hluta vernd­ar­kerfis tveggja vest­rænna ríkja hefur verið for­dæmd af ýmsum, m.a. Flótta­manna­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna sem eðli máls­ins sam­kvæmt fylgist betur en flestir með mál­efnum fólks á flótta. Stofn­unin „leggst ein­dreg­ið“ gegn fyr­ir­komu­lag­inu og minnir á að Dan­mörk og Bret­land hafi alþjóð­legum skuld­bind­ingum að gegna er komi að fólki í við­kvæmri stöðu. „Fólk sem er að flýja stríð, átök og ofsóknir á skilið sam­úð. Það á ekki að fara með það eins og vör­ur, flytja það til útlanda til úrvinnslu.“

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hefur einnig gagn­rýnt þessar fyr­ir­ætl­anir og segir þær grafa undan alþjóð­lega vernd­ar­kerf­inu. Eng­inn hæl­is­leit­andi hefur enn verið sendur frá Dan­mörku til Rúanda. Bretar voru við það að ræsa fyrstu flug­vél­ina til að flytja fólk yfir hafið er mál­inu var skotið til dóm­stóla.

Hin umdeildu útlend­inga­lög

Í annan stað hafa mál­efni flótta­fólks verið til mik­illar umræðu hér á landi und­an­far­ið. Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra hefur í því sam­hengi sagt að mót­töku­kerfi okkar fyrir flótta­fólk sé of opið, ástandið sé „stjórn­laust“ og að nauð­syn­legt sé að koma hér upp lok­uðum búðum fyrir hæl­is­leit­endur sem synjað er um hæli. Þá seg­ist honum hugn­ast vel að koma á fót mót­töku­búðum fyrir flótta­fólk þótt hann vilji meina að slíkar búðir yrðu ekki eig­in­legar flótta­manna­búð­ir.

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra er ósam­mála því að ástandið sé stjórn­laust. Vissu­lega ríki for­dæma­laust ástand á heims­vísu og fólki á flótta fjölgi af þeim sök­um. „Og það er ekki nema eðli­legt að við Íslend­ingar finnum fyrir þeim aðstæð­u­m,“ sagði Katrín á Alþingi á dög­un­um.

Auglýsing

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, vara­for­maður VG og félags­mála­ráð­herra, hefur tekið undir með Katrínu og segir ekki standa til að koma upp lok­uðum flótta­manna­búðum á Íslandi. „Nei, það stendur ekki til, er ekki á dag­skránni að gera það og ég lít nú svona á að umræða sem komið hefur fram und­an­farna daga, meðal ann­ars hjá dóms­mála­ráð­herra og ein­hverjum þing­mönnum Sjálf­stæð­is­flokks­ins, þetta eru auð­vitað bara póli­tískar skoð­anir þeirra og þeim er auð­vitað algjör­lega frjálst að hafa þær. En þetta er ekki stefna mín sem ráð­herra sem fer með þjón­ustu við flótta­fólk og þetta er ekki stefna rík­is­stjórn­ar­inn­ar.“

Drög dóms­mála­ráð­herra að frum­varpi til nýrra útlend­inga­laga komu til með­ferðar hjá rík­is­stjórn­ar­flokk­unum í haust og hefur verið afgreitt af bæði VG og Fram­sókn. Sam­kvæmt fréttum gær­dags­ins hefur þing­flokkur Sjálf­stæð­is­flokks­ins hins vegar ekki enn afgreitt það. Drátt­ur­inn skýrist af því að gera þarf „ákveðnar lag­fær­ing­ar“ sem eru að sögn þing­flokks­for­manns­ins taldar nauð­syn­legar „með hlið­sjón af þeim aðstæðum sem hafa skap­ast á und­an­förnum vik­um“.

Hið meinta öryggi Rúanda

Í þriðja og síð­asta lagi þarf að nefna að Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra og nú for­maður Mið­flokks­ins, vill að íslensk stjórn­völd íhugi þann mögu­leika að vísa hæl­is­leit­endum sem synjað er um alþjóð­lega vernd á Íslandi til Rúanda. Hann fór nú í októ­ber á haust­þing Alþjóða­þing­manna­sam­bands­ins sem haldið var í Rúanda og kynnti sér í leið­inni, að því er fram kom í fréttum Rík­is­út­varps­ins, aðstæður flótta­fólks í land­inu.

Boris John­son var for­sæt­is­ráð­herra er bresk stjórn­völd gerðu sam­komu­lag við Rúanda um að taka við hæl­is­leit­end­um. Hann sagði áformin til fyr­ir­myndar og að Rúanda væri „eitt örugg­asta ríki heims“ sem væri þekkt á heims­vísu fyrir að „taka vel á móti og aðlaga hæl­is­leit­end­ur“ að rúönsku sam­fé­lagi.

Þetta var hins vegar ekki kór­rétt full­yrð­ing hjá John­son. Rúanda hefur vissu­lega rétt úr kútnum efna­hags­lega á síð­ustu árum í kjöl­far þjóð­ar­morð­anna árið 1994. Og það hefur tekið við miklum fjölda fólks á flótta. Póli­tískur stöð­ug­leiki virð­ist enn­fremur ríkja þar, að minnsta kosti miðað við mörg nágranna­lönd. En þegar betur er að gáð, að mati banda­rísku mann­rétt­inda­sam­tak­anna Freedom House, kemur í ljós að and­staða við ríkj­andi stjórn­völd er kerf­is­bundið bæld niður og heft með eft­ir­liti, hót­un­um, pynt­ingum og meintum aftök­um. Rúanda getur að mati sam­tak­anna ekki talist „frjál­st“ í orðs­ins fyllstu merk­ingu.

Á síð­ustu árum hafa stjórn­mála­menn, blaða­menn og aðgerða­sinnar verið drepnir eða horfið spor­laust. Mann­rétt­inda­vakt­in, Human Rights Watch, hefur kom­ist að því að stjórn­völd í Rúanda hafa sótt stjórn­ar­and­stæð­inga og blaða­menn til saka fyrir að viðra skoð­anir sínar og gagn­rýna for­set­ann Paul Kagame og rík­is­stjórn hans.

Mann­rétt­inda­vaktin hefur einnig bent á að þrátt fyrir að hinsegin fólk eigi að njóta sömu mann­rétt­inda og aðrir sé það ekki þannig í reynd. Hinsegin fólk seg­ist verða fyrir ofsóknum og for­dómum og sem dæmi þá var hópur þeirra hand­tek­inn á götum úti árið 2021. Sum voru beitt ofbeldi í varð­hald­inu.

Litla landið sem opnar landa­mærin

Rúanda er fal­legt land rétt við mið­baug og því í miðju hita­belt­inu með allri þeirri lit­skrúð­ugu og fjöl­breyttu nátt­úru sem því fylg­ir. Þótt það sé almennt sagt öruggt fyrir ferða­menn og glæpa­tíðni lág hafa átök og órói í nágranna­ríkj­unum Búrúndí og Aust­ur-­Kongó haft til­hneig­ingu til að flæða annað slagið yfir landa­mær­in.

Á sama tíma og vest­ræn ríki eru mörg hver að herða stefnu í útlend­inga­málum hefur litla landið í hita­belt­inu opnað sín landa­mæri – gegn greiðslu, eðli­lega. Stjórn­völd þar vilja með þessu sanna sig á alþjóða vett­vangi. Vilja bjóða það sem þau telja lausn á „flótta­manna­krís­unni“ – „mjög flóknu vanda­máli ríkja alls staðar í heim­in­um“ líkt og Kaga­me, for­seti til að verða þrjá­tíu ára, hefur sagt.

En vill flótta­fólk setj­ast að í Rúanda?

Ekki er það að minnsta kosti meg­in­reglan sam­kvæmt því sem rakið er í nýlegri frétta­skýr­ingu New York Times. „Ég á mér þann draum að kom­ast til Evr­ópu­rík­is,“ segir Abu­bakar Ishaq, 35 ára gam­all karl­maður frá Dar­fúr-hér­aði í Súd­an. „Ég get ekki ein­fald­lega gefið hann upp á bát­inn.“

Ishaq hafði flúið heima­landið og var kom­inn til Líbíu þaðan sem hann ætl­aði yfir Mið­jarð­ar­hafið til Evr­ópu í leit að betra lífi. Í Líbíu var honum hins vegar komið fyrir í lok­uðum flótta­manna­búðum og þaðan send­ur, sam­kvæmt sam­komu­lagi líbískra og rúanskra stjórn­valda, til Rúanda.

Auglýsing

Flutn­ingur hæl­is­leit­enda lík­ist aðferðum nýlendu­herra­þjóð­anna sem fluttu fólk gegn vilja sínum þangað sem það þótti koma að mestu gagni. Það var gert í efna­hags­legum og póli­tískum til­gangi og þannig er það einnig nú, hefur New York Times eftir Parvati Nair, pró­fessor í menn­ing­ar- og far­ands­fræðum við Queen Mar­y-há­skóla í London. „Hið ósagða í þessu máli varðar kyn­þætti og heims­veldi sem vilja meiri völd.“

Mann­rétt­indi

Þegar til stóð að fljúga fyrstu vél­inni með hæl­is­leit­endum frá Bret­landseyjum til Rúanda í sumar reyndu nokkrir þeirra að svipta sig lífi. Er fólkið var komið um borð í vél­ina öskr­aði það og grát­bað um að fá að vera um kyrrt í Bret­landi. Rétt fyrir flug­tak greip mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu inn í og kyrr­setti vél­ina.

Stefna bæði danskra og breskra stjórn­valda er enn sú að senda fólk sem leitar skjóls til Rúanda.

Og til stendur að end­ur­skoða íslensku útlend­inga­lög­gjöf­ina. Skal þá hafa hug­föst ein­kunn­ar­orð Flótta­manna­stofn­unar Sam­ein­uðu þjóð­anna: Að leita hælis undan ofsókn­um, stríði og öðrum hörm­ungum eru grund­vallar mann­rétt­indi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari