Auglýsing

Stjórn­völd hafa stundum sætt gagn­rýni á und­an­förnum árum fyrir það hvernig þau kjósa að setja fram upp­lýs­ingar um sam­setn­ingu bíla­flot­ans á Íslandi til almenn­ings. Í grein sem Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra rit­aði í Frétta­blaðið í fyrra um árangur stjórn­valda í orku­skipt­unum sagði að „nýorku­bíl­ar“ hefðu verið 45 pró­sent allra bíla sem skráðir voru á göt­una á Íslandi árið 2020.

Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Ísland fundu að þess­ari orð­notkun ráð­herra og bentu á að stór hluti þeirra bíla sem falla í flokk „nýorku­bíla“ eru tengilt­vinn­bíl­ar, sem brenna jarð­efna­elds­neyti. „Nýorku­bíl­arn­ir“ ganga því ekki bara fyrir nýorku – raf­magn­inu – nema að hluta og stundum afar litlum hluta, ef eig­endur bíl­anna nýta ekki raf­hleðslu­mögu­leika þeirra.

„Hið rétta er að 76% nýseldra bíla ganga fyrir meng­andi elds­neyti, þar af 28% að hluta,“ sagði í ályktun Nátt­úru­vernd­ar­sam­tak­anna síð­asta sum­ar.

Ekki er að sjá að stjórn­mála­menn hafi tekið þessa gagn­rýni úr ranni Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands á fram­setn­ingu for­sæt­is­ráð­herra eða aðra sam­bæri­lega mikið til sín. Hið þver­öf­uga virð­ist fremur raun­in, en á síð­ustu dögum hafa tveir ráð­herrar rík­is­stjórn­ar­innar rætt um raf­magns­bíla og tengilt­vinn­bíla sem „um­hverf­is­væna“.

Auglýsing

Í síð­ustu viku var birt á vef Alþingis skrif­legt svar Guð­laugs Þórs Þórð­ar­sonar umhverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra við fyr­ir­spurn Jóhanns Páls Jóhanns­sonar þing­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, en fyr­ir­spurnin laut að því hvað stjórn­völd ætl­uðu að gera til þess að fækka bílum á Íslandi. Þar er farið yfir aðgerðir stjórn­valda til að breyta ferða­venjum og fækka bílum sem brenna jarð­efna­elds­neyti eftir að sala þeirra verður bönn­uð, eins og stefnt er að árið 2030.

Í svar­inu voru „nýorku­bíl­ar“ skyndi­lega orðnir annað og meira en bara bílar sem keyra á raf­orku að ein­hverju leyti. Þeir voru orðnir hvorki meira né minna en „um­hverf­is­vænir fólks­bíl­ar“ í text­anum sem ráðu­neyti umhverf­is­mála lét frá sér í nafni ráð­herra mála­flokks­ins.

„Um nokk­urt skeið hefur hlut­deild umhverf­is­vænna fólks­bíla verið yfir 50%, en á árinu 2021 fór hlut­fallið í 58%. Þegar litið er til fyrstu tveggja mán­aða þessa árs má sjá að hlut­fallið hefur enn auk­ist og er rúm 70%. Þar af er hlut­deild raf­magns­bíla um 40% og tengilt­vinn­bíla um 30%,“ sagði í skrif­legu svari ráð­herr­ans, sem mætti svo í fjöl­miðla­við­töl í vik­unni og tal­aði þar um „vist­væna“ bíla.

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra féll ofan í sömu gryfju og ráð­herra umhverf­is­mála er hann kynnti fjár­laga­frum­varpið í upp­hafi vik­unn­ar. Einna veiga­mestu breyt­ing­arnar í tekju­sókn rík­is­ins á milli ára lúta að því að ná í fleiri krónur í vasa þeirra sem aka um án þess að kaupa bensín og tal­aði Bjarni í því sam­hengi um að fólk þyrfti að búa sig undir aukna gjald­töku á „um­hverf­is­vænum bíl­um“ og átti þar við raf­bíla.

Allir bílar eru slæmir fyrir umhverfið

Notkun tungu­máls­ins skiptir máli, ekki síst í skila­boðum sem stjórn­mála­menn bera á borð til almenn­ings. Það er því þarft að minna á að það eru ekki til neinir umhverf­is­vænir bíl­ar. Bílar eru skað­legir fyrir umhverf­ið, óháð orku­gjafa, vegna þeirra umhverf­is­á­hrifa sem verða til við fram­leiðslu þeirra, notkun og förg­un.

Það eru þó vissu­lega til bílar sem hafa minni umhverf­is­á­hrif en aðrir og losa ekki sjálfir gróð­ur­húsa­loft­teg­undir með beinum hætti. En þar með er bara hálf sagan sögð. Rakel Guð­munds­dóttir rit­aði frétta­skýr­ingu í Kjarn­ann síð­asta sumar sem byggði á meist­ara­rit­gerð hennar í umhverf­is­stjórn­mál­um, þar sem hún rakti vanda­málin við það að treysta á raf­bíla sem lausn lofts­lags­vand­ans.

„Bíl­ar, sama hvaða orku þeir ganga fyr­ir, hafa slæm áhrif á umhverfi, land, lofts­lag og heilsu fólks. Bílar treysta á kolefn­is­freka inn­­viði svo sem vegi, bíla­­stæði og mann­­virki, svo ekki sé talað um fram­­leiðsl­una á bíl­unum sjálf­­um. Þrátt fyrir að engin bein losun stafi af raf­­bíl­um, þá ýta þeir undir losun og umhverf­is­á­hrif ann­­ars staðar í sam­­fé­lag­inu. Raf­­bílar eru vissu­­lega mik­il­vægir en hættan er sú að stjórn­­völd líti fram­hjá ávinn­ingnum sem á sér stað við breyt­ingar á ferða­venjum og neyslu­hegð­un,“ skrif­aði Rakel.

Hún benti einnig á að fjöldi rann­sókna hefði sýnt að til að draga jafn stór­lega úr losun og nauð­syn­legt væri þyrftu ákveðnar kerf­is­breyt­ingar að eiga sér stað. Draga þyrfti úr bæði bíla­­eign- og not­k­un, þétta byggð, minnka ferða­þörf, breyta við­horfi til einka­bíls­ins og ríkj­andi bíla­menn­ing­ar, auk þess sem almenn­ings­­sam­­göngur og virkir ferða­mátar þyrftu að verða megin ferða­mát­i fólks.

„Þessar breyt­ingar þurfa að eiga sér stað sam­hliða nauð­­syn­­legum orku­­skiptum í sam­­göng­­um. Tak­­mörkuð áhersla virð­ist vera lögð á þessa þætti í aðgerða­á­ætlun Íslands í lofts­lags­­mál­um,“ skrif­aði Rakel.

Hænu­skref tekin í að breyta ferða­venjum

Þetta má til sanns vegar færa. Stjórn­völd hafa á und­an­förnum árum lagt ofurá­herslu og hátt í 30 millj­arða króna í það að nið­ur­greiða kaup á nýjum raf­bílum og tengilt­vinn­bílum með skatta­af­sláttum á meðan að tak­mark­aður þungi hefur til þessa verið settur í aðgerðir til þess að breyta ferða­venj­um.

Ísland er fámennt og strjál­býlt land. Í slíku landi verður einka­bíll­inn álit­legur kostur þegar kemur að sam­göngum og því vissu­lega til bóta að þeir bílar sem óhjá­kvæmi­lega þurfa að vera til staðar séu raf­drifnir fremur en olíu­drifn­ir. Vega­sam­göngur voru jú 31 pró­sent allrar los­unar á beina ábyrgð Íslands í fyrra.

En hversu margir þurfa bíl­arnir sem aka um göt­urnar á degi hverjum að vera? Tæki­færin til þess að fækka þeim, sér­stak­lega á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, eru æpandi. Um 65 pró­sent lands­manna búa á sama borg­ar­svæð­inu og það ætti að vera hægt að svala dag­legri ferða­þörf miklu stærri hluta fólks­ins í borg­inni, til og frá skólum og vinnu, með öðrum hætti en að yfir­gnæf­andi meiri­hluti borg­ar­búa aki flestra sinna ferða.

Þegar kemur að raun­veru­legum aðgerðum til að breyta ferða­venjum fólks og bjóða upp á aðra val­kosti en einka­bíl­inn tala stjórn­völd miklu meira en þau fram­kvæma. Langstærsta ein­staka aðgerðin sem á mögu­leika á því að breyta ferða­venjum stórra hópa lands­manna er lagn­ing Borg­ar­línu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Nýlega bár­ust fyr­ir­sjá­an­legar fregnir af því að tíma­lína þess verk­efnis hefði verið færð lengra fram í tím­ann, en það virð­ist ekki valda ráð­herrum rík­is­stjórn­ar­innar telj­andi áhyggj­um, eða kalla á frek­ari fjár­fram­lög svo hægt sé að auka núver­andi þjón­ustu Strætó á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þar til sér­rými undir Borg­ar­línu verður til­bú­ið.

Bíl­arnir sem hrann­ast inn á göt­urnar með ríf­legum íviln­unum rík­is­ins eru jú, „um­hverf­is­væn­ir“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari