Má ekki bara sleppa þessu? Um verðlaunaafhendingar á skólaútskriftum

Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, ​telur það óþarft að upphefja suma á kostnað annarra.

Auglýsing

Á síð­ustu dögum hefur sprottið upp umræða vegna verð­launa­af­hend­inga fyrir náms­ár­angur á útskriftum í grunn- og fram­halds­skólum hér á landi. Það sem ýtti umræð­unni af stað var gagn­rýni for­eldra á slíkar verð­launa­af­hend­ingar þar sem í ákveðnum til­vikum voru fleiri nem­endur sem fengu verð­laun heldur en ekki, og sat því ein­ungis minni­hluti nem­enda eftir án verð­launa. Þó dæmin sem komið hafa fram kunni að vera sér­stök, þá eru þau ekki eins­dæmi og eru margir fram­halds­skólar lands­ins til að mynda farnir að verð­launa mjög stóra hópa útskrift­ar­nem­enda sinna. 

Og nú kunna sumir að segja; er ekki bara gott mál að verð­launa ungt fólk sem hefur staðið sig vel í námi, í því skyni að ýta undir metnað þess og veita því frek­ari hvatn­ingu til að leggja sig fram í námi og því sem það kann að taka sér fyrir hendur í fram­tíð­inni? Jú eflaust er mikið til í því. Þeir nem­endur sem fá verð­laun á skóla­út­skriftum eru vænt­an­lega stoltir og ánægðir með sín verð­laun, svo ekki sé talað um for­eldra þeirra. En málið er ekki svo ein­falt. Banda­ríski félags­fræð­ing­ur­inn Howard S. Becker, hefur haldið því fram að til þess að öðl­ast skiln­ing á félags­legum fyr­ir­bærum þá sé mik­il­vægt að skoða and­stæður fyr­ir­bær­is­ins. Með öðrum orð­um, til að skilja verð­launa­af­hend­ingar fyrir náms­ár­angur í skólum þá er ekki nóg að skoða ein­ungis áhrif verð­launa á þá sem fengu verð­laun, heldur ekki síður á þá sem ekki fengu verð­laun. 

Verð­laun á vafasömum for­send­um?

En byrjum á byrj­un­inni, fyrir hvað eru skól­arnir að veita verð­laun? Í flestum til­vikum virð­ist vera verð­launað fyrir náms­ár­angur nem­enda, sem nánar til­tekið er met­inn í formi ein­kunna. Sú lenska hefur þannig við­tek­ist að þau börn og ung­menni sem fá hvað hæstar ein­kunnir fái líka sér­stök verð­laun við skóla­út­skrift­ir. En þar sem nem­endur standa ekki jafn­fætis þegar kemur að námi þá má setja spurn­ing­ar­merki við rétt­mæti slíkra verð­launa. 

Auglýsing
Við vit­um, til að mynda, að nem­endur sem glíma við ein­hvers konar rask­an­ir, til dæmis vegna les­blindu eða athygl­is­brests, eiga erf­ið­ara með að ná tökum á nám­inu en aðrir nem­end­ur. Við vitum einnig að nem­endur sem eru bráð­þroska (til að mynda þeir sem eru fæddir snemma á alm­an­aks­ár­inu) standa sig betur í námi en þeir sem eru seinni til að þroskast. Stelp­ur, sem þroskast gjarnan fyrr en strák­ar, standa sig oft betur í námi, og fá fleiri verð­laun í skólum en strák­ar. Við vitum jafn­framt að nem­endur sem búa að heppi­legri félags­auð heima fyrir (og eiga til dæmis mennt­aða for­eldra) standa sig betur í námi en þeir sem hafa ekki aðgang að slíkum félagsauði heima fyrir (eiga ekki mennt­aða for­eldra) – stétt­ar­staða nem­enda hefur því áhrif á árangur þeirra. Og svo vitum við að bók­nám liggur mis­vel fyrir nem­end­um, þar sem sumir þurfa að hafa mikið fyrir því að læra og fá góðar ein­kunnir á meðan aðrir geta lært náms­efnið án þess að þurfa að leggja sig sér­stak­lega mikið fram við það. 

Sumir nem­endur eru því með fyr­ir­fram­gefið for­skot á aðra þegar kemur að námi og ná því kannski hærri ein­kunnum for­skots­ins vegna, frekar en vegna ein­hverra eft­ir­sókn­ar­verðra eig­in­leika sem þeir hafa til­einkað sér í sjálfu nám­inu. Á meðan sitja aðrir nem­endur aftar í röð­inni og þá mögu­lega vegna hind­r­ana sem þeir fengu óverð­skuldað í fang­ið. 

Nem­end­urnir sjálfir hafa litla sem enga stjórn á þeim þáttum sem taldir eru upp hér að ofan. En þrátt fyrir það þá er frammi­staða þeirra að miklu leiti metin á útkomu sem byggir á ójafnri stöðu þeirra á þessum þátt­um. Auð­vitað hefur við­horf, iðni og ástundun nem­enda líka mikil áhrif á frammi­stöðu þeirra í námi. Sú vinna sem nem­endur leggja í námið er á ábyrgð nem­end­anna sjálfra, og er það vænt­an­lega það atferli sem skól­arnir vilja styrkja og verð­launa með þeim hætti sem nú er gert. 

En vanda­málið er að það er næsta ómögu­legt að sund­ur­greina að hve miklu leiti ein­kunnir hæstu nem­end­anna skýr­ast af utan­að­kom­andi for­skoti þeirra á aðra nem­end­ur, eða af natni þeirra við nám­ið. Að sama skapi er næsta ómögu­legt að sund­ur­greina að hve miklu leiti ein­kunnir þeirra nem­enda sem lægri eru skýr­ast af utan­að­kom­andi hindr­un­um, sam­an­borið við aðra nem­end­ur, eða af skorti á natni þeirra við nám­ið. 

Ein­kunnir eru ávöxtur erf­ið­is­ins hjá hverjum og ein­um. Fyrir nem­anda sem hefur allt til alls er kannski ekk­ert gott að fá ein­kunn upp á 7,5, á meðan á 7,5 getur verið frá­bær ein­kunn fyrir nem­anda sem glímir við ein­hverjar hindr­anir í nám­inu. Að mínu mati þá getur því verið vafa­samt að verð­launa frammi­stöðu nem­enda sér­stak­lega, út frá sam­an­burði á ein­kunnum þeirra, ekki síst þegar um börn og ung­menni er að ræða.

Má ekki bara sleppa þessu?

Að þessu sögðu, mætti ekki bara láta af þessum verð­launa­af­hend­ing­um? Fyrir utan þær vafasömu for­sendur sem liggja að baki slíkum verð­launum (sem stiklað hefur verið á hér að ofan), þá eru aðrir þættir sem einnig má horfa til í þessu sam­hengi. Til dæmis má halda því fram að þeir nem­endur sem fá hæstu ein­kunn­irnar þurfi ekk­ert sér­stak­lega á þeirri ytri umbun að halda sem felst í bóka- og blóma­við­ur­kenn­ingum á tylli­dög­um. Því ytri umbunin sem öllu máli skiptir fyrir nem­endur birt­ist auð­vitað í formi þeirra ein­kunna sem þeir fá á ein­kunna­spjaldið sitt. Ein­kunnir þeirra nem­enda sem hvað hæstar ein­kunnir hafa virka sem gjald­mið­ill inn í fram­tíð­ina. Sterkar ein­kunnir veita þessum nem­endum hvatn­ingu og sjálfs­traust, styrkja sjálfs­mynd þeirra, sem og veita þeim aukið aðgengi að frek­ari menntun og inn­göngu á vinnu­mark­að, umfram þá sem lægri ein­kunnir kunna að hafa. Umbun þeirra sem hæstar ein­kunnir hafa fyrir námsárangur sinn er því nóg fyr­ir. 

Enn fremur má nefna að þegar fleiri fá verð­laun fyrir náms­ár­angur en færri, þá fara verð­launin að virka öfugt á þá sem eftir sitja. Það má jafn­vel líta á það sem opin­bera smánun fyrir nem­anda sem ekki fær verð­laun á slíkri hóp­verð­launa­sam­komu þegar hann þarf að sitja í vitna við­ur­vist undir því þegar hver skóla­fé­lag­inn á fætur öðrum fær við­ur­kenn­ingu fyrir náms­ár­ang­ur, en ekki hann sjálf­ur. Undir slíkum kring­um­stæðum geta efa­semdir um eigið ágæti farið að skjóta upp koll­inum og haft slæm áhrif á sjálfs­mynd þessa unga fólks sem eftir sit­ur, og það á sjálfan útskrift­ar­dag­inn þeirra. Hvað segir það um mig þegar flestir fá verð­laun en ekki ég? Er ég kannski eitt­hvað vit­laus? 

Það er merkur áfangi að útskrif­ast

Það er merkur áfangi fyrir alla nem­endur að ná að útskrif­ast. Það er ekki síður frá­bær árang­ur, og kannski enn meiri árang­ur, fyrir nem­enda sem er að kljást við athygl­is­brest eða les­blindu, slæmar heim­il­is­að­stæður nú eða ein­hvers konar per­sónu­leg áföll að ná að útskrif­ast, þó með lága ein­kunn sé, en fyrir nem­anda sem hefur allt til alls að útskrif­ast með háa ein­kunn. 

Helsti ávinn­ingur náms ætti nefni­lega ekki að vera ein­kunna­spjald­ið, heldur er helsti ávinn­ingur náms sú þekk­ing, færni og víð­sýni sem nem­endur ná að til­einka sér með nám­inu. Þeir nem­endur sem útskrif­ast hafa hver og einn bætt við sig þekk­ingu, aukið færni sína og víð­sýni. Útskriftir ættu því að snú­ast um að fagna árangri alls fjöld­ans sem náði í mark, en ekki að hampa sístækk­andi hópi útval­inna verð­launa­hafa enn frekar á kostnað þeirra sem urðu aðeins aftar í ein­kunna­kapp­hlaup­inu, mögu­lega vegna þess að þeir þurftu að glíma við fleiri hindr­anir á leið­inni.

Ég efast ekki um að skóla­fólkið vilji öllum sínum nem­endum vel, sem gerði það kannski að verkum að þessar verð­launa­af­hend­ingar virð­ast hafa farið úr bönd­unum – þar sem sífellt fleiri nem­endur eru verð­laun­aðir sér­stak­lega. En þegar farið er að verð­launa mjög stóra hópa nem­enda á skóla­út­skriftum – á vafasömum for­sendum – þá geta slíkar fjölda verð­launa­af­hend­ingar sent slæm skila­boð til þeirra nem­enda sem eftir sitja, og jafn­vel að ósekju. Því þegar við ákveðum að ein­hver eigi að fá verð­laun, þá erum við á sama tíma að ákveða að ein­hver annar eigi ekki að fá verð­laun.

Útskrift er merk­is­við­burður í lífi hvers ein­stak­lings. Það er að mínu mati alger óþarfi að upp­hefja suma á kostnað ann­arra á slíkum stund­um. Hvernig væri að gefa frekar öllum útskrif­ar­nemum fal­lega og ilm­andi rauða rós í til­efni þess góða árang­urs að útskrif­ast úr skóla? Eða að segja eitt­hvað fal­legt og upp­byggi­legt um hvern og einn? Allir útskrift­ar­nem­endur eiga nefni­lega við­ur­kenn­ing­una skilið þó sigrar hvers og eins á þeirri leið hafi verið æði mis­mun­andi.

Höf­undur er pró­fessor í félags­fræði við Háskóla Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar