Auglýsing

Á síð­asta ári var mikil talað um að nota þær aðstæður sem skap­ast hafi vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins til að skapa ein­hvers­konar end­ur­bætt sam­fé­lag. Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði í við­tali skömmu eftir að far­ald­ur­inn skall á að við ættum að reyna „að koma út úr þessu saman með Ísland í upp­færslu 2.0.“ 

Hann end­ur­tók þetta svo í eld­hús­dags­um­ræðum í októ­ber í fyrra og sagði að það þyrfti að lita á stöð­una „sem tæki­færi til að upp­færa Íslands. Tækni­vædd­ara, skil­virkara, grænna, sann­gjarn­ara og kraft­meira sam­fé­lag. Það verður Ísland, upp­færsla 2.0.“

Bjarni útskýrði þetta í við­tali við Kjarn­ann þannig að hann sæi mörg tæki­færi til hag­ræð­ingar í opin­bera geir­an­um, að þeim verkum í einka­geir­anum sem gengu ekki upp yrði hætt og að eggj­unum í körf­unni yrði fjölg­að. Til við­bótar hefur Bjarni beitt sér mjög fyrir auk­inni staf­rænni opin­berri þjón­ustu, með eft­ir­tekt­ar­verðum árangri. 

Ef þessi sýn er mátuð við helsta kosn­inga­mál Sjálf­stæð­is­flokks­ins fyrir kosn­ing­arnar 2016, sem voru að standa gegn kerf­is­breyt­ingum og nýrri stjórn­ar­skrá, er ljóst að Bjarni er alls ekki þeirrar skoð­unar að hér sé þörf á nýju stýri­kerfi, heldur upp­færslu á kerfum sam­fé­lags­gerð­ar­innar og efna­hags­lífs­ins sem flokkur hans hefur meira og minna smíðað í gegnum ára­tug­ina. 

Þegar Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn talar um stöð­ug­leika þá er það nákvæm­lega þetta sem hann á við, að kerfin hans verði látin í frið­i. 

Það sem er að

En hvaða kerfi eru þetta? 

Í fyrsta lagi er um að ræða sjáv­ar­út­vegs­kerf­ið. Allar kann­an­ir, um ára­bil, sýna að um það ríkir mikið ósætti. Á meðan hefur púk­inn spik­fitnað á fjós­bit­anum og notað þann ævin­týra­lega auð sem þjóð­ar­auð­lindin hefur fært honum til að herða ítök sín á öðrum sviðum sam­fé­lags­ins. Til er orðin ofur­stétt, valda­el­íta sem þrífst á gráa svæð­inu milli atvinnu­lífs og stjórn­mála og hefur sankað að sér völdum og áhrifum sem færa má góð rök fyrir að séu lýð­ræð­is­lega hættu­leg. Kerfin verja til­vist þess­arar ofur­stétt­ar. 

Auglýsing
Vel borg­aðir og áhrif­arikir hags­muna­verðir benda ítrekað á að kerfið sé sjálf­bært, það sé hið eina í heim­inum sem sé ekki nið­ur­greitt með rík­is­styrkjum og að það skipti svo miklu máli efna­hags­lega fyrir þjóð­ar­búið að ekki megi hrófla við neinu.

Ef farið er í gegnum þessi rök þá má benda á að Haf­rann­sókn­ar­stofnun leggur nú til að næstum 20 pró­sent sam­drátt á veiðum á þorski á tveimur fisk­veiði­árum meðal ann­ars vegna þess að „stofn­stærðin hefur verið ofmetin á und­an­förnum árum.“ Það var engin loðna veidd hér 2019 og 2020 og við tökum virkan þátt í að veiða miklu meira af mak­ríl en ráð­gjöf mælir með. Eitt­hvað virð­ist hafa farið veru­lega úrskeiðis í sjálf­bærni­vernd­inn­i. 

Það að halda því fram að kerfi þar sem afla­heim­ildir eru gefnar í upp­hafi án end­ur­gjalds njóti ekki neinna rík­is­styrkja er svo ein­fald­lega hlægi­legt. Miðað við síð­ustu gerðu við­skipti með kvóta þá er virði afla­heim­ildana 1.200 millj­arðar króna

Þeir sem selja sig út úr þessu kerfi fara þaðan með ótrú­legar fjár­hæð­ir. Það sást til að mynda nýverið þegar undir 30 pró­sent hlutur í Síld­ar­vinnsl­unni var seldur á næstum 30 millj­arða króna. Ofan á þetta hefur þessi hópur í næstum ald­ar­fjórð­ung getað veð­sett þessa þjóð­ar­eign í bönkum til að fá hund­ruð millj­arða króna í lán til að kaupa upp sam­keppn­is­að­ila og breiða úr sér inn í aðra geira.

Fiskur verður enn veiddur og unn­inn og því hæfi­leik­a­ríka fólki sem starfar innan sjáv­ar­út­vegs mun áfram geta unnið að fram­þró­un, virð­is­aukn­ingu og annarri sókn fyrir sjáv­ar­fang með til­heyr­andi verð­mæta­sköpun fyrir efna­hags­kerfið í heild þrátt fyrir að eig­andi auð­lind­ar­innar fái rétt­lát­ari rentu fyrir afnot af henni. Mik­il­vægi grein­ar­innar fyrir þjóð­ar­búið verður því enn óbreytt, og geta hennar til fjár­fest­ingar líka, þótt hand­fylli manna og afkom­endur þeirra taki ekki til sín tugi millj­arða króna til að breiða úr sér ann­ars stað­ar, og utan sjáv­ar­út­vegs­geirans.

Það sem er hægt að gera

Það er hægt að ná sátt í þessum mála­flokki með ýmsum hætti. Til að byrja með má tryggja að afla­heim­ildir verði aft­ur­kall­aðar á ákveðnu tíma­bili og þeim end­ur­út­hlutað gegn gjaldi. Sam­hliða væri hægt að skerpa veru­lega á reglu­verki þannig að fólk sem sann­ar­lega er tengt sé skil­greint þannig í lög­um. Ekk­ert af þessu var gert á yfir­stand­andi kjör­tíma­bili þrátt fyrir vil­yrði þar um.

Næst væri hægt að skikka öll sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki sem halda á t.d. meira en fimm pró­sent afla á skráðan hluta­bréfa­markað þannig að líf­eyr­is­sjóð­ir, í eigu almenn­ings, geta komið að eign­ar­haldi þeirra. 

Til að koma í veg fyrir þá gölnu auð­söfnun sem fylgir útgöngu manna sem hafa kom­ist yfir kvóta væri svo hægt að leggja á sér­stak­an, og helst háan, útgöngu­skatt á við­skipti með félög sem halda á afla­heim­ild­um. 

Ný fram­færslu­kerfi

Í öðru lagi er um að ræða kerfin sem halda fólki í fátækrar­gildr­um. Það þarf að færa skatt­byrði frá þeim sem slig­ast undan henni, og í meira mæli yfir til þeirra sem geta borið hana.

Til að mæta því for­dæma­lausa atvinnu­leysi sem við stöndum frammi fyr­ir, lang­vinni jað­ar­setn­ingu erlendra rík­is­borg­ara, öryrkja, hluta líf­eyr­is­þegar og ann­arra lág­tekju­hópa og þeim áskor­unum sem fylgja sjálf­virkni­væð­ingu fjórðu iðn­bylt­ing­ar­inn­ar, þarf að laga flókin og órétt­lát fram­færslu­kerf­i. 

Ísland er ríkt land með mikið af nátt­úru­auð­lindum og ógrynni mögu­leika. Það þarf að fara að líta á ofan­greint fólk, sem eru tug­þús­undir manns, sem tæki­færi, ekki byrð­i. 

Það þarf ein­fald­lega að skil­greina fólk sem inn­viði og fjár­festa veru­lega í að gefa því betri tæki­færi til að lukk­ast í líf­inu, jafn­vel þótt það sé með aðeins öðru­vísi áferð, áhuga­svið og takt en þeir sem stjórna flestu í þessu landi. Á sama hátt og það er talið skila sér marg­falt til baka til lengri tíma að leggja vegi, grafa göng, byggja brýr og draga ljós­leið­ara inn á hvert heim­ili þá mun frek­ari fjár­fest­ing í fólki gera slíkt hið sama. 

Það þarf að ein­falda fram­færslu­kerfi, afnema skerð­ing­ar, hækka grunn­fram­færslu og inn­leiða frek­ari hvata til virkni. Þetta má kall­ast hvað sem er. Borg­ara­laun. Útgreið­an­legur per­sónu­af­slátt­ur. Íslands­kaup. Það skiptir ekki máli. Lyk­il­at­riðið er að vinda ofan af kerfum sem festa fólk í fátækt, sviptir það tæki­færum og er með inn­byggða nei­kvæða hvata sem letja fólk til virkn­i. 

Mark­mið fram yfir leiðir

Í þriðja lagi er um að ræða breyt­ingar á stjórn­ar­skrá. Í dag er við lýði ein­hvers konar gas­lýs­ing um að algjör þverpóli­tísk sam­staða þurfi að ríkja til að hægt sé að breyta stjórn­ar­skrá. Sam­kvæmt því hefur hver og einn neit­un­ar­vald yfir þeim. Út úr því kófi verðum við að kom­ast.

Það er meiri­hluti hjá þjóð­inni og á meðal kjör­inna full­trúa fyrir því að ráð­ast í nauð­syn­legar breyt­ingar á því plaggi sem myndar und­ir­stöð­una í íslenskri sam­fé­lags­gerð. Þessir hópar verða að hætta að takast á inn­byrðis um leiðir og koma sér saman um sam­eig­in­leg mark­mið. 

Þau gætu verið eft­ir­far­and­i: 

Að í stjórn­ar­skrá verði sett auð­linda­á­kvæði sem segir til um að íslensk þjóð eigi auð­lindir lands­ins og að þeim sé ein­ungis úthlutað til not­enda tíma­bundið gegn réttu gjald­i. 

Að í stjórn­ar­skrá sé kveðið á um að öll atkvæði í þing­kosn­ingum gildi jafnt og að landið verði eitt kjör­dæmi.

Að í stjórn­ar­skrá sé ákvæði sem heim­ili lýð­ræð­is­lega kjörnum full­trúum okkar að fram­selja vald til að geta tekið fullan þátt í alþjóða­sam­starfi, sé fyrir því meiri­hluti.

Auglýsing
Að í stjórn­ar­skrá sé ákvæði um umhverf­is­vernd.

Að breyt­ingar á stjórn­ar­skrá séu sam­þykktar í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu og að ákveðið hátt hlut­fall þjóð­ar­innar geti skotið málum í þjóð­ar­at­kvæði að fyr­ir­fram skil­greindum for­sendum upp­fyllt­u­m. 

Þetta eru stóru mark­mið­in. Miklu fleiri eru hlynntir því að þau verði grund­völlur að stjórn­ar­skrár­breyt­ingum en þeir sem vilja engar breyt­ing­ar. Það þarf að hætta að láta kreddur ráða för í mál­inu og finna brúk­lega lausn sem skilar árangri innan ásætt­an­legs tíma. Ann­ars vinna þeir sem vilja engar breyt­ingar áfram alla slagi, og beita sér­kenni­lega neit­un­ar­vald­inu sem breyt­inga­þyrst fólk færir þeim, þrátt fyrir að ein­ungis rétt um þriðj­ungur þjóð­ar­innar styðji þá flokka.

Eigna­bóla er ekki það sama og efna­hags­fram­farir

Í fjórða lagi þarf að marka ein­hverja skýra stefnu um hvernig umgjörð fjár­mála­kerf­is­ins hér­lendis á að vera. Borin von virð­ist að erlendir bankar kaupi í íslensk­um. 

Síð­ast tók fimm ár að breyta einka­væddu fjár­mála­kerfi í vítís­vél. Næsta, og mik­il­vægasta, skrefið í sölu á Íslands­banka verður tekið eftir kom­andi kosn­ing­ar. Hvert það verður ræðst af því hverjir stýra land­inu. Afar mik­il­vægt er að það skref verði stigið á þjóð­hags­legum for­send­um, ekki for­sendum fjár­magns­eig­enda og fjár­mála­kerf­is­starfs­manna í leit að frek­ari þókn­ana­tekj­um.

Það á ekki að koma neinum á óvart að mikil þátt­taka hafi verið í nýaf­stöðnu hluta­fjár­út­boði Íslands­banka. Hluta­bréfin voru hræó­dýr og verð­lögð langt undir eigin fé bank­ans, aðgerðir vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins hafa ýtt sparn­aði út af inn­láns­reikn­ingum og yfir í áhættu­sam­ari ávöxtun og ódýrir pen­ingar flæða um hinn vest­ræna heim vegna hamlausrar pen­inga­prent­un­ar. Það má þó ekki rugla saman eigna­bólu og efna­hags­fram­för­u­m. 

Enn standa eftir sömu áhyggjur og upp­haf­lega þegar ráð­ist var í sölu á banka að kröfu eins stjórn­ar­flokks. Um þær má lesa hér.

Lyftið lok­inu

Sam­hliða þarf að gera upp þá end­ur­út­deil­ingu gæða sem átti sér stað eftir síð­asta efna­hags­á­fall, og hefur að uppi­stöðu farið fram á bak­við luktar dyr. Sú end­ur­út­deil­ing myndar nefni­lega grunn­inn að stöðu þeirra sem ráða mestu í íslensku atvinnu­lífi í dag. Þeir fengu margir hverjir aðgengi að tæki­færum og bruna­út­sölum á eignum í gegnum kunn­ings­skap eða hags­muna­gæslu sem öðrum stóð ekki til boða. 

Það þarf að skipa rann­sókn­ar­nefnd Alþingis sem fær það hlut­verk að lyfta lok­inu af starf­semi Eigna­safns Seðla­banka Íslands (um 500 millj­arða króna eignir sem voru seldar eða þeim ráð­stafað), Fjár­fest­inga­leið Seðla­banka Íslands (yfir 200 millj­arðar króna sem ferjaðir voru til lands­ins með afslætt­i), starf­semi Lind­ar­hvols (sem kom um 460 millj­arða króna virði af stöð­ug­leika­fram­lögum í verð á skömmum tima) og starf­semi slita­stjórna föllnu bank­anna (sem seldu ógrynni eigna til hinna og þessa en hafa ekki talið sig þurfa með nokkrum hætti að gera grein fyrir þeirri ráð­stöfun gagn­vart öðrum en kröfu­höfum þrátt fyrir að þær hafi leitt af sér miklar sam­fé­lags­legar afleið­ing­ar). 

Slíkt rann­sókn­ar­skýrsla á end­ur­út­deil­ingu gæð­anna gæti farið langt með að græða það svöðu­sár van­trausts sem er til staðar í íslensku sam­fé­lagi vegna eft­ir­mála banka­hruns­ins. Kannski yrði nið­ur­staðan sú að allt var gert með réttum hætti. Og því ættu allir sem að mál­unum komu að fagna. Kannski yrði nið­ur­staðan önn­ur. Og þá þarf að takast á við hana. 

Ekki fest­ast í kreddum

Í fimmta lagi þarf að móta skýra stefnu varð­andi heil­brigð­is­mál á Íslandi til fram­tíð­ar. Þessi mála­flokkur var sá sem flestir kjós­endur töldu þann mik­il­væg­asta fyrir kosn­ing­arnar 2016 og 2017. Birt­ing­ar­mynd þess var meðal ann­ars stærsta und­ir­skrifta­söfnun í sögu lands­ins, þar sem 85 þús­und manns kröfð­ust end­ur­reisnar heil­brigð­is­kerf­is­ins. Nú, fimm árum síð­ar, er staðan sú að neyð­ar­á­stand ríkir á mörgum deildum Land­spít­al­ans, meðal ann­ars bráða­mót­töku, vegna álags og mann­eklu. Geð­heil­brigð­is­mál eru enn í ógöngum og biðlistar eftir við­un­andi þjón­ustu innan þess mála­flokks eru með öllu óboð­legir í sam­fé­lagi sem kennir sig við vel­ferð.

Flest hjúkr­un­ar­heim­ili glíma við mik­inn rekstr­ar­vanda og pláss á þeim eru ekki nægi­lega mörg, með til­heyr­andi við­bót­ar­á­lag á spít­al­ann sem verður þá að halda inni öldruðum sjúk­lingum l lengri tíma en nauð­syn­legt þyk­ir. 

Ofan á allt þetta er íslenska þjóðin að eld­ast hratt og á næstu þremur ára­tugum mun þeim lands­mönnum sem eru yfir 65 ára gamlir fara úr því að vera sjö­undi hver íbúi lands­ins í að vera fjórði hver. 

Auglýsing
Hingað til hefur verið brugð­ist við þessu ástandi með plástrun og umræðan snýst aðal­lega um hvaða rekstr­ar­form eigi að vera á heil­brigð­is­þjón­ustu, ekki hvernig fjár­munir nýt­ist best til að veita sem mesta og áhrifa­rík­asta þjón­ustu. Kreddur eru alls­ráð­and­i. 

Það ættu að vera mikil tæki­færi fyrir hug­aða stjórn­mála­menn að móta skýra stefnu í heil­brigð­is­málum og leggja hana fram sem val­kost við þær kredd­ur. 

Ein­fald­ara Ísland

Í sjötta lagi þarf að ein­falda stjórn­sýslu. Fækka þarf sveit­ar­fé­lögum hratt til að þau ráði við að sinna þeirri þjón­ustu sem þeim er falið og sam­hliða á að færa meiri þjón­ustu í nær­sam­fé­lag­ið. 

Það þarf að auka skil­virkni opin­berrar þjón­ustu. Það felur ein­fald­lega í sér að þeir fjár­munir sem við setjum í hana séu betur nýtt­ir. Að minna sé sóað í óþarfa og meira sé nýtt í að bæta þjón­ustu við íbúa lands­ins, hvort sem um sé að ræða úr hendi ríkis eða sveit­ar­fé­laga. 

Í þessu getur falist frek­ari sam­ein­ing stofn­ana, skil­virk­ari þjón­ustu­samn­ing­ar, skyn­sam­legri inn­kaup og aukið raf­rænt þjón­ustu­fram­boð.

Þetta skilar ein­fald­ara og skil­virkara Íslandi.

Það þarf nýtt stýri­kerfi

Í fyrra var greint frá því að iPhone 5, snjall­sími sem kom á markað árið 2013, myndi ekki lengur ráða við nýjar upp­færsl­ur. Fram­farir í tækni og auknar kröfur neyt­enda gerðu það að verkum að það þarf nýrri útgáfu af sím­anum til þess.

Á sama hátt þarf ný stýri­kerfi í íslenskt sam­fé­lag. Það sem er til staðar er úrelt og þjónar ekki þörfum þorra þjóð­ar­inn­ar. 

Það sem stendur í vegi fyrir þessu er sund­ur­lyndi þeirra stjórn­mála­manna sem þó vilja þessar breyt­ing­ar. Þeir eru flestir miklir eft­ir­bátar varð­manna gild­andi kerfis þegar kemur að stjórn­mála­legri kænsku. Árangur í stjórn­málum ræðst nefni­lega ekki af því hversu margir segj­ast vera fylgj­andi stefnu­málum í skoð­ana­könn­un­um. Þá væri íslenskt sam­fé­lag allt öðru­vísi en raun ber vitni. Þeir sem hafa náð mestum árangri í stjórn­málum á Íslandi á und­an­förnum árum eru stjórn­mála­menn sem ná að halda völdum þrátt fyrir sífellt minna fylgi og miklar per­sónu­legar óvin­sæld­ir. Að vera full­trúar mik­ils minni­hluta þjóð­ar­innar en leggja samt sem áður nær allar línur um innan hvaða marka hún eigi að lifa og starfa. Í nafni stöð­ug­leika. 

Það vita líka stjórn­mála­leið­togar eins og Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra. Í aðdrag­anda kosn­inga árið 2016 úti­lok­aði hún stjórn­ar­sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn á nákvæm­lega þessum for­send­um. Í sam­tali við Kjarn­ann sagði hún: „Hann stimpl­aði sig frá sam­starfi við stjórn­ar­and­stöð­una þegar hann lýsti því yfir að hann muni berj­ast gegn öllum kerf­is­breyt­ing­um.“ Ári síðar hafði henni snú­ist hug­ur. Og síðan hefur engu kerfi verið breytt. Í nafni stöð­ug­leika.

Þess vegna byggjum við enn á kerfum sem leiða af sér sífellt meiri mis­skipt­ingu auðs, tæki­færa, lífs­gæða og valds. Kerfa sem eru að stóru leyti ástæðan fyrir tor­tryggn­inni og sund­ur­lynd­inu sem er í íslensku sam­fé­lagi. Kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn hefur ýkt þessa mis­skipt­ingu til muna, enda sumir sem hagn­ast veru­lega á honum og eigna­bólunni sem hann skap­aði, á meðan að tug þús­undir manna munu drag­ast enn frekar aftur úr í lífs­gæða­kapp­hlaup­inu. Í nafni stöð­ug­leika.

Það er hægt að kjósa um þessi kerfi í haust. Áhuga­vert verður að sjá hvort hinir eilífu tap­arar íslensku stjórn­mála, sem annað hvort ná aldrei inn í rík­is­stjórnir eða fara þangað á for­sendum þeirra sem hafa alltaf ráð­ið, tak­ist loks að finna leið til þess að kom­ast til valda án þess að gefa eftir öll sín helstu grund­vall­ar­mál.

Og að loks­ins tak­ist að inn­leiða íslenskt stýri­kerfi sem virkar fyrir meiri­hluta almenn­ings, en ekki aðal­lega fyrir þrönga sér­hags­muna­hópa. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
Kjarninn 8. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
Kjarninn 8. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Blóðmeraníðið – fjandsamleg yfirhylming MAST og fordæming FEIF – Hluti II
Kjarninn 8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 8. desember 2021
Róbert segist meðal annars ætla að fara aftur í fjallaleiðsögn.
Róbert hættir sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar – „Frelsinu feginn“
Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar mun hætta störfum um áramótin. Hann segist vera þakklátur fyrir dýrmæta reynslu með frábærum vinnufélögum en líka frelsinu feginn.
Kjarninn 8. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Samskiptasaga Kína og Íslands
Kjarninn 8. desember 2021
Stjórnmálaflokkar fá rúmlega 3,6 milljarða króna úr ríkissjóði á fimm árum
Níu stjórnmálaflokkar skipta með sér 728 milljónum krónum úr ríkissjóði árlega. Áætluð framlög voru 442 milljónum krónum lægri í upphafi síðasta kjörtímabils.
Kjarninn 8. desember 2021
Meira úr sama flokkiLeiðari