Má lögreglustjórinn brjóta lög?

Auglýsing

Per­sónu­vernd hefur kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að Sig­ríður Björk Guð­jóns­dótt­ir, lög­reglu­stjóri höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, hafi brotið lög með miðlun upp­lýs­inga um hæl­is­leit­and­ann Tony Omos og fleiri til Gísla Freys Val­dórs­son­ar, fyrrum aðstoð­ar­manns Hönnu Birna Krist­jáns­dótt­ur, þá inn­an­rík­is­ráð­herra. Nið­ur­staðan er alveg skýr. Sam­kvæmt henni hafi það  „farið í bága við“ við tvær máls­greinar tveggja greina um per­sónu­vernd og með­ferð per­sónu­upp­lýs­inga að miðla gögn­unum með þessum hætti. (1. og 2. mgr. 11. og 12. gr. laga nr. 77/2000)

Það er eng­inn vafi á því að þetta er nið­ur­stað­an. Það má vel vera að þarna sé verið að fjalla um form frekar en efni, en Sig­ríður Björk braut lög að mati Per­sónu­vernd­ar.

Ekki lög­brot ef þú veist ekki að um lög­brot sé að ræða?Sig­ríður Björk mætti í við­tal við RÚV á föstu­dag, eftir að Kjarn­inn hafði birt úrskurð Per­sónu­verndar fyrstur fjöl­miðla. Þar sagð­ist hún ekki telja að hún hefði brotið lög. Í yfir­lýs­ingu sem hún sendi seg­ist hún, sem send­andi upp­lýs­ing­anna, ein­fald­lega hvorki getað „vitað né tryggt“ að miðlun skýrslu­draga um hæl­is­leit­end­urna hafi verið óheim­il.

Þetta er maka­laus mál­flutn­ing­ur. Getur íbúi í rétt­ar­ríki raun­veru­lega borið fyrir sig að hann hafi ekki brotið lög, þegar eft­ir­lits­að­ili hefur kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að hann hafi sann­ar­lega gert það, ein­fald­lega vegna þess að hann hafi ekki vitað að hann hafi verið að brjóta lög? Á lög­brotið þá ekki að hafa neinar afleið­ing­ar? Geta helstu kúnnar þess emb­ættis sem Sig­ríður Björk stýr­ir, lög­regl­unnar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, borið fyrir sig sömu rök? Að síbrot þeirra séu í raun ekki lög­brot vegna þess að þeir vissu ekki að þeir væru að brjóta lög? Eða gilda aðrar reglur og önnur lög um þá en lög­reglu­stjór­ann?

Auglýsing

Geta helstu kúnnar þess emb­ættis sem Sig­ríður Björk stýr­ir, lög­regl­unnar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, borið fyrir sig sömu rök? Að síbrot þeirra séu í raun ekki lög­brot vegna þess að þeir vissu ekki að þeir væru að brjóta lög? Eða gilda aðrar reglur og önnur lög um þá en lögreglustjórann?

Og hvaða skila­boð sendir það út í sam­fé­lagið ef lög­reglu­stjóri langstærsta umdæmis lands­ins má brjóta lög án afleið­inga? Er hún hafin yfir lög? Þarf lög­reglu­stjóri ekki að mæta afleið­ingum gjörða sinna þegar hann brýtur sam­fé­lags­sátt­mál­ann en ætlar samt áfram að útdeila rétt­læti gagn­vart öðrum sem gera það? Það er ekki sér­lega trú­verð­ugt.

Það vantar botn í máliðÞað er margt í úrskurði Per­sónu­verndar sem er afar áhuga­vert. Í minn­is­blað­inu fræga, sem Gísli Freyr hefur verið dæmdur fyrir að leka í fjöl­miðla, var búið að bæta við upp­lýs­ingum um að Omos væri við­rið­inn mansals­mál sem voru ekki í upp­runa­lega minn­is­blað­inu. Gísli Freyr hefur við­ur­kennt að hafa bætt þeim upp­lýs­ingum við minn­is­blað­ið. Hann hefur hins vegar neitað því stað­fast­lega að Sig­ríður Björk hafi sent honum þær upp­lýs­ing­ar. Þeirra skeyta­send­ingar hafi átt sér stað 20. nóv­em­ber 2013, sama dag og fjöl­miðl­arnir birtu fréttir byggðar á minn­is­blað­inu. Sig­ríður Björk hefur haldið hinu sama fram. Greint hefur verið frá því í fjöl­miðlum að Gísli Freyr og Sig­ríður Björk hafi talað saman í síma þennan sama morg­un.

Við rann­sókn sína kall­aði Per­sónu­vernd eftir tölvu­póst­sam­skiptum Gísla Freys og Sig­ríðar Bjark­ar, sem áttu að hafa átt sér stað 20. nóv­em­ber 2013 en eru ekki skráð í mála­skrá­ar­kerfi lög­regl­unn­ar. Gísli Freyr sagð­ist ekki hafa tölvu­póst­sam­skiptin undir höndum og Sig­ríður Björk sendi Per­sónu­vernd útprentun af tölvu­bréfi síns til Gísla Freys, auð­kenndu sem „Trún­að­ar­mál“ í efn­is­línu en með svohljóð­andi texta í meg­in­máli: „Sent skv. umtali. Hefur ekki verið sýnt öðrum í þessu formi.“

Sama dag og þessi gögn bár­ust sendi Sig­ríður Björk Per­sónu­vernd tölvu­bréf sem hafði að geyma skjá­mynd af tengiliða­upp­lýs­ingum fyrir Gísla Frey, þar á meðal net­fang, en af skjá­mynd­inni má sjá að þessar tengiliða­upp­lýs­ingar birt­ast í sam­hengi við fyrr­greint tölvu­bréf til Gísla Freys. Í nið­ur­stöð­unni segir hins veg­ar: „Í tölvu­bréf­inu sjálfu birt­ist ekki sjálft net­fangið heldur aðeins nafn hans, en í tengiliða­upp­lýs­ing­unum kemur fram að tölvu­bréfið hafi verið sent á vinnu­net­fang hans hjá inn­an­rík­is­ráðu­neyt­in­u.“

­Sam­kvæmt þess­ari lýs­ingu er alls ekki hafið yfir allan vafa hvenær Sig­ríður Björk sendi upp­lýs­ing­arnar á Gísla Freyr og þar af leið­andi ekki skýrt hvort að þær upp­lýs­ingar hafi myndað and­lag þess sem hann bætti við lekna minn­is­blað­ið.

Sam­kvæmt þess­ari lýs­ingu er alls ekki hafið yfir allan vafa hvenær Sig­ríður Björk sendi upp­lýs­ing­arnar á Gísla Freyr og þar af leið­andi ekki skýrt hvort að þær upp­lýs­ingar hafi myndað and­lag þess sem hann bætti við lekna minn­is­blað­ið. Per­sónu­vernd fær ein­fald­lega afrit af tölvu­pósti sem Sig­ríður Björk segir að hafi verið sendur 20. nóv­em­ber 2013 til Gísla Freys. Það er kannski ekki Per­sónu­verndar að kanna sann­leiks­gildi þessa bet­ur, en það ætti ein­hver að þurfa að gera það. Botn er ekki kom­inn í það hvort Sig­ríður Björk hafi veitt Gísla Frey umræddar upp­lýs­ing­ar.

Af hverju sagði hún ekki neitt?Og það er ekki sér­lega mikil ástæða til að treysta því að Sig­ríður Björk hafi mik­inn vilja til að upp­lýsa um alla fleti þessa máls. Það er væg­ast sagt, umhugs­un­ar­efni af hverju hún til­kynnti aldrei þeim sem rann­sök­uðu leka­málið um sam­skipti sín við Gísla Frey þessa daga í nóv­em­ber 2013. Mán­uðum saman var verið að rann­saka hver hafði lekið minn­is­blað­inu og Gísli Freyr var sá sem lá helst undir grun. Aug­ljóst var að upp­lýs­ingar um þessi sam­skipti hefðu skipt gríð­ar­lega miklu máli fyrir rann­sókn­ina.

Varla getur leka­málið hafa farið fram­hjá Sig­ríði Björk? Fréttir sem hafa verið sagðar af því hlaupa á hund­ruðum hið minnsta. Um stærsta frétta­mál síð­asta árs er að ræða.

Varla getur leka­málið hafa farið fram­hjá Sig­ríði Björk? Fréttir sem hafa verið sagðar af því hlaupa á hund­ruðum hið minnsta. Um stærsta frétta­mál síð­asta árs er að ræða. Það er því algjör­lega óskilj­an­legt að Sig­ríður Björk, fyrst sem lög­reglu­stjór­inn á Suð­ur­nesjum og síðar sem lög­reglu­stjóri höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins (Hanna Birna skip­aði hana í það starf sum­arið 2014 eftir að Stefán Eiríks­son hafði hætt), hafi aldrei dottið í hug að pikka í kollega sína, og síðar und­ir­menn sína, og láta þá vita af því að Gísli Freyr hefði beðið hana um upp­lýs­ingar um Tony Omos í nóv­em­ber 2013.

Þegar dylgjum og spuna er ýtt til hliðarÞað má vel vera að við ákveðum að taka enn einn þvældan snún­ing á þessu máli í umræð­unni. Það var reynt að gera Gísla Frey að fórn­ar­lambi í leka­mál­inu, þangað til að hann ját­aði og hlaut dóm. Það var reynt að gera Hönnu Birnu að fórn­ar­lambi, þar til að hún sagði af sér og umboðs­maður Alþingis tók hana póli­tískt af lífi með nið­ur­stöðu sinni um vald­níðslu­til­burði gagn­vart Stef­áni Eiríks­syni. Og nú er verið að reyna að gera Sig­ríði Björk að fórn­ar­lambi. Að það séu ein­hverjir af ann­ar­legum hvötum að draga hana nið­ur. Að sam­særi sé í gangi. Að það sé engin ástæða fyrir hana að segja af sér vegna hegð­unar í starfi sem eft­ir­lits­stofnun segir að brjóti í bága við lög.

En þegar dylgj­unum og spunanum er ýtt til hliðar stendur eftir nakin nið­ur­staða: Lög­reglu­stjóri braut lög. Getur hann setið áfram sem slíkur og beitt refs­ingum gagn­vart öðrum borg­urum þegar hann telur sig sjálfan ekki þurfa að búa við sama veru­leika? Auð­vitað ekki. Almenn­ingur þarf að treysta lög­reglu­stjóra.

Það traust er ekki lengur fyrir hendi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None