Mannorð Sólveigar Önnu Jónsdóttur

Birna Gunnarsdóttir skrifar um fréttaflutning í aðdraganda formanns- og stjórnarkjörs Eflingar.

Auglýsing

Allt frá því að Sól­veig Anna Jóns­dóttir bauð sig fram og sigr­aði í for­manns­kjöri verka­lýðs­fé­lags­ins Efl­ingar hefur hún mátt fyrir sitja undir svo ótrú­legum óhróðri og æru­meið­ingum að annað eins hefur varla sést hér­lendis í ára­tugi.

Á henni hafa dunið sví­virði­legar ásak­anir um alls konar glæpi sem hún á að hafa framið gegn starfs­fólki á skrif­stof­unni sem er eign Efl­ing­ar­fé­laga. Fremst í flokki óhróð­urs­meist­ar­anna voru fyrr­ver­andi stjórn­endur sem áttu greiðan aðgang að fjöl­miðlum og hafa not­fært sér óspart frá því skömmu eftir að hún tók við emb­ætti. Í byrjun októ­ber 2018  þegar Sól­veig hafði verið innan við hálft ár í starfi var blásið af fullum krafti í her­lúðrana með langri „frétta­skýr­ingu“ í Morg­un­blað­inu undir fyr­ir­sögn­inni: „Óvin­veitt yfir­taka á Efl­ingu? - Starfs­menn til ára­tuga sendir í veik­inda­leyfi  - Vildu ekki greiða út háar fúlgur úr sjóðum Efl­ingar án stjórn­ar­sam­þykktar -  For­maður og fram­kvæmda­stjóri létu nýlega til skarar skríða.“  

Á for­síðu blaðs­ins mátti lesa að Sól­veig væri „sögð stjórna með ofríki og hót­un­um“ ásamt því að fara ólög­lega með fjár­muni félags­ins. Þótt nafn­lausum ásök­unum væri svarað var búið að leggja lín­urnar og eft­ir­leik­ur­inn auð­veld­ur; orðin fest­ast og orðin meiða. Jarð­veg­ur­inn fyrir áfram­hald­andi óhróður hefur verið plægð­ur. Fyrr­ver­andi stjórn­endur njóta lið­sinnis Láru V. Júl­í­us­dóttur sem ítrekað lét hafa eftir sér í fjöl­miðlum að rétt­indi hefðu verið brotin á þeim og að mál yrðu höfðuð gegn félag­inu og for­mann­inum Sól­veigu. Það má velta fyrir sér hversu sið­legt það er að lög­maður sæki að fólki í fjöl­miðlum vit­andi vits að ekki sé grund­völlur til máls­höfð­unar – enda hefur mál ekki verið höfðað – en það verður ekki umfjöll­un­ar­efnið hér, heldur skýrslu­gerð og frétta­flutn­ingur sem núver­andi fram­kvæmda­stjóri og for­maður félags­ins standa fyrir þar sem mjög gróf­lega er vegið að æru Sól­veigar Önnu.

Auglýsing

For­manns- og stjórn­ar­kosn­ingar verða í Efl­ingu 9.-15. febr­úar og er Sól­veig Anna í fram­boði. Dag­inn sem frestur til að skila fram­boðs­gögnum til félags­ins rann út fengu fjöl­miðlar sendar upp­lýs­ingar um að kostn­aður „vegna starfs­manna­mála í stjórn­ar­tíð Sól­veigar Önnu“ hafi verið nálægt 130 millj­ónum króna. Einn stjórn­ar­maður – sem einnig er í fram­boði til for­mennsku í félag­inu – hafði beðið um og fengið úttekt á þessum kostn­aði. Óskum ann­arra stjórn­ar­manna sem ítrekað hafa beðið um að fá gögnin í hendur var synjað þar til síðla dags 4.febr­ú­ar.

Sól­veig Anna og nán­asti sam­starfs­maður hennar hafa ekki fengið að sjá þessi gögn og voru ekki beðin um skýr­ingar við vinnslu þeirra, en gera má ráð fyrir að inni í þessum tölum séu m.a. laun á upp­sagn­ar­fresti for­manns­ins sem lét af störfum þegar Sól­veig tók við, auk ann­arra stjórn­enda sem hurfu frá störfum fyrir félagið af ýmsum orsök­um, stundum í kjöl­far langra veik­inda­leyfa. Í sam­hengi við rekstur félags­ins er upp­hæðin smá­munir en sé eitt­hvað athuga­vert við greiðsl­urnar er Sól­veigu gert ómögu­legt að skýra þær eða verja sig á neinn hátt því hún fær ekki sjá gögnin sem fjöl­miðlar og einn stjórn­ar­maður hefur undir hönd­um. Svo mikið kapp er lagt á að mála hana og störf hennar sem dekkstum litum að lág­marks sið­ferði­leg rétt­indi til and­mæla eru ekki virt.

Það er auð­vitað ómögu­legt að verj­ast illa skil­greindum og nafn­lausum ásök­un­um, þau sem setja þær fram vita það og nýta sér. T.d. má velta fyrir sér hvort trún­að­ar­maður starfs­fólks á skrif­stofu Efl­ingar ger­ist sek um að mis­nota vernd sem trún­að­ar­menn njóta með því að setja fram ásak­anir um að Sól­veig stundi kjara­samn­ings­brot, ógn­ar­stjórn og að hún sé með „af­töku­lista“ og að koma þessum ásök­unum í dreif­ingu en neita að standa fyrir máli sínu með dæmum eða rök­um.  Ein alvar­leg­asta aðförin að mann­orði hennar og per­sónu kemur þó fram í vinnslu og birt­ingu upp­lýs­inga úr skýrslu sem stjórn­endur félags­ins fólu sál­fræði­stof­unni Lífi og sál að gera á vinnu­staða­menn­ingu á skrif­stofu félags­ins og Efl­ing kynnti fyrir fjöl­miðlum 3. febr­ú­ar.

Vinna við úttekt­ina mun hafa haf­ist í nóv­em­ber. Þegar Sól­veig fékk fregnir af því seint í des­em­ber að Líf og sál spyrði starfs­fólk skrif­stofu ýmissa spurn­inga um hana, per­sónu­leika hennar og starfs­hætti, sendi hún póst til þess starfs­manns sem bar ábyrgð á úttekt­inni með afriti til for­manns og gerði athuga­semd við að hún væri við­fangs­efni könn­unar án þess að hafa fengið um það til­kynn­ingu né tæki­færi til að tjá sig um sína reynslu.  Svar starfs­manns­ins var að ekki væri spurt út í ein­staka starfs­menn, Sól­veig væri ekki við­fangs­efni og ekki boðið í við­tal þar sem hún starf­aði ekki á skrif­stof­unn­i.  Snemma dags 3. febr­úar kemur Efl­ing hins vegar efni um skýrsl­una til fjöl­miðla þar greini­legt er að Sól­veig og sam­starfs­maður hennar eru aðal­um­fjöll­un­ar­efni.

Fram­kvæmda­stjóri Efl­ingar sagð­ist í við­tali sama dag og skýrslan var birt völdum aðilum „aldrei hafa séð vinnu­staða­grein­ingu þar sem tekin eru við­töl við fólk sem ekki starfi á þeim vinnu­stað sem grein­ingin snýr að.“  Í frétt Stund­ar­innar sama dag segir hins vegar að skýrslan byggi „á við­tölum sem tekin voru við núver­andi og ein­hverja fyrr­ver­andi starfs­menn á skrif­stofu Efl­ing­ar. Við­tölin fóru fram í nóv­em­ber, des­em­ber og jan­úar og sumir fengu fleiri en eitt við­tal hjá skýrslu­höf­undum til að lýsa aðstæðum á vinnu­staðn­um.“

Kjarn­inn greinir frá því að í frétta­til­kynn­ingu frá Efl­ingu segi „meðal ann­ars frá því að sál­fræð­ingar á vegum Lífs og sálar telji „tölu­vert áhyggju­efni hve starfs­mönnum var tíð­rætt um kyn­bundna áreitni, ofbeldi og ein­elti af hálfu fram­kvæmd­ar­stjóra [svo], að því er virð­ist í skjóli for­manns“. Í frétt Vísis er sagt að starfs­fólki hafi orðið tíð­rætt um „kyn­bundna áreitni, ofbeldi og ein­elti“ sam­starfs­manns henn­ar, að kvartað hafi verið yfir honum til Sól­veigar en hún „brugð­ist illa og óljóst við kvört­un­um.“  Allir helstu frétta­miðlar lands­ins voru allan þann dag og hafa síðan verið að fjalla um þau tvö sem ofbeld­is­fólk og er engu til spar­að, sbr. feit­letruð milli­fyr­ir­sögn í frétt á vef Rík­is­út­varps­ins „Áreitni, ofbeldi og ein­elti í skjóli for­manns“

Enn hefur Sól­veig Anna ekki fengið að sjá skýrsl­una né það efni sem sent var fjöl­miðl­u­m.  Henni var ekki gerð grein fyrir að til stæði að gera opin­berar nið­ur­stöður skýrslu þar sem hún væri til rann­sóknar og hefur algjör­lega verið svipt tæki­færum til að bregð­ast við mjög alvar­legum og nafn­lausum ásök­un­um. Um sið­ferð­is­vit­und þeirra sem þannig fara fram þarf ekki að fjöl­yrða.

Fram­koma Efl­ingar er auð­vitað for­kast­an­leg en alls ekki síður sál­fræði­stof­unnar Lífs og sálar sem gerir úttekt­ina án þess að leita á nokkurn hátt eftir áliti þeirra sem eru til umfjöll­un­ar, afla gagna sem hefðu getað varpað ljósi á sögu og stöðu mála né yfir­höfuð til­kynna þeim að þau séu við­fangs­efni úttekt­ar­inn­ar. Þá hefði Lífi og sál mátt vera ljóst að nið­ur­stöður úttekt­ar­innar gætu verið til þess fallnar að hafa áhrif á úrslit kosn­inga í einu stærsta verka­lýðs­fé­lagi lands­ins, sem hlýtur að gera auknar kröfur til vand­aðra og sið­legra vinnu­bragða. Spyrja má hvort skeyt­ing­ar­leysi um þessa þætti, hvort sem það stafar af ásetn­ingi eða ein­feldni, feli í sér brot á siða­reglum sál­fræð­inga.

Sól­veig Anna þarf að búa við enda­lausan straum af nafn­lausum árásum og aðdrótt­unum um glæp­sam­lega hegð­un, almenna mann­vonsku og per­sónu­leika­bresti; hinnar sönnu sakir hennar eru þó þær einar að hafa tekið að sér að veita kjara­bar­áttu lág­launa­fólks for­ystu og vera öfl­ugur tals­maður þeirra sem lifa frá einni launa­greiðslu til ann­arr­ar. Þau sem verka­lýðs­hreyf­ingin hafði ekki ávarpað í ára­tugi  - og voru aldrei annað en lágar tölur í excel-skjali sér­fræð­ing­anna sem semja hverjir við aðra  - hafa í sínu far­sæla sam­starfi við Sól­veigu ekki aðeins fengið raun­veru­legar og miklar kjara­bætur heldur rödd sem heyrð­ist og skil­aði hags­muna­málum strit­andi almenn­ings inn í umræð­una. Ásamt gleð­inni yfir sigrum sem unn­ust í verk­föllum og við samn­inga­borð, og von um áfram­hald­andi bar­áttu og sigra, og jafn­vel á end­anum virð­ingu. Þetta félags­fólk Efl­ingar í lág­launa­störfum – raun­veru­legir eig­endur skrif­stof­unnar – er einskis spurt um reynslu sína af sam­starfi við Sól­veigu.

Sú hneykslun sem krafan um virð­ingu fyrir lág­launa­fólki sann­ar­lega vekur er áhuga­verð. Það er líka áhuga­vert en þó fyrst og fremst óhugn­an­legt að sjá þá óbeisl­uðu heift sem frá upp­hafi hefur verið beint að kon­unni sem tók að sér að rjúfa þögn­ina um óbæri­leg kjör lág­launa­fólks á Íslandi. Það er greini­lega til mik­ils að vinna fyrir þau sem hagn­ast á hinni grimmi­legu aðför að mann­orði og starfs­heiðri Sól­veigar Önnu að losna við hana úr for­ystu­sæti í samn­inga­nefndum lág­launa­fólks. Með síend­ur­teknum árásum von­ast and­stæð­ingar hennar til að beygja hana í duftið og þagga niður í öfl­ug­asta tals­manni þeirra sem búa við kröpp­ustu kjör­in. Það mun þeim ekki takast.

Höf­undur er með meist­ara­próf í stjórn­sýslu menn­ing­arminja frá Uni­versity of York og er systir Sól­veigar Önnu Jóns­dótt­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar