Nokkur orð frá höfundi varðandi Heimskautsgerðið við Raufarhöfn

Haukur L. Halldórsson, höfundur að Heimskautsgerðinu á Raufarhöfn, tjáir sig í fyrsta sinn um deilur um höfundar- og sæmdarrétt á verkinu í opnu bréfi.

Auglýsing

Nú, í byrjun árs 2022 er ég í ákaf­lega und­ar­legri stöðu gagn­vart hug­mynd minni að Heim­skauts­gerð­inu sem er að rísa við Rauf­ar­höfn. Sú hug­mynd tók á sig mynd þegar ég var að gera líkan að Eddu­heimum í kringum árið 2003.

Líkanið var gert í Straumi þar sem ég var með vinnu­stofu, en við Sverrir Örn Sig­ur­jóns­son vinur minn mynd­uðum saman Vík­inga­hring­inn ehf. á þessum sömu árum.

Líkanið var um 10fm með öllum þeim útskýr­ing­um, nöfnum og teng­ingum milli heima sem ég gat upp­hugsað eftir að hafa lesið skrif Snorra, vit­an­lega hið mikla kvæði Völu­spá og rit ann­arra því tengdu. Þetta er efni­viður sem mér hefur verið hug­leik­inn alla mína starfs­tíð.

Haukur við líkan sem hann gerði af víkingaþorpi frá 2002 (þarna er þessi hugsun með hlið í höfuð áttir, eins og vé. Mynd: Gunnar Halldórsson

Morg­un­blað birti umfjöllun þann 5. des­em­ber s.l. þar sem blaða­maður talar við dóttur mína Gunn­hildi Hauks­dóttur og við Guð­nýju Hrund Karls­dótt­ur, sem veitir félagi um Heim­skaut­gerðið for­mennsku. Þar lætur sú síð­ar­nefnda í veðri vaka þáttur minn sé minni­hátt­ar. Að stjórn hafi ítrekað reynt að leita sátta og hafi þurft að kalla til verk­fræð­inga og aðra hönn­uði svo verkið gæti orðið að veru­leika, og vilja þess vegna ekki sam­þykkja að ég sé höf­undur verks­ins, og virð­ist vilja gera lítið úr hug­verki mínu.

Ég vil árétta að verkið er byggt á lík­ani og teikn­ingum frá mér, er mitt hug­verk og það hefur aldrei staðið á mér að veita ráð­gjöf um verk­ið. Það hefur hins­vegar aldrei verið haft sam­band við mig.

Til­urð Heim­skauts­gerð­is­ins

Lengi hafði vaf­ist fyrir mér hvernig for­feður okkar hugs­uðu hina níu heima, Álf­heima eða Vana­heima, Jöt­un­heima, Dverg­heima eða Svart­álfs­heima, Nifl­heim, Múspells­heim, Hel og Mið­garð.

Auglýsing
Líkanið af Eddu­heimum var til­rauna­vinna þar sem ég reyndi að koma þessu heim og sam­an. Til­raun til að mynd­gera heims­mynd heiðn­innar fyrir sjálfum mér og von­andi öðrum með því að koma níu heimum Edd­unnar saman í heild­stæða mynd. Þannig varð til það sem ég kall­aði Eddu­heima. Fljót­lega við þá vinnu kom í ljós að þarna gæti ég leikið mér og gert úr þessu skemmti­lega og skraut­lega heild­ar­mynd, með til­heyr­andi mann­virkj­um, skúlp­t­úrum og pæl­ing­um.

Í völu­spá eru miklar upp­lýs­ingar og innan Eddu­heima er að finna alla heim­ana sem lýst er í Edd­unni og mann­virki með nöfn­unum úr skrifum Snorra. Það má lengi velta fyrir sér orðum og örnefnum Norð­ur­landa sem vísa í forna tíma, leika sér með merk­ingu þeirra með hlið­sjón af Eddu­kvæðum og nor­ræn­um, og norður evr­ópskum sögum og þjóð­trú. Lengi má leika sér að því að ímynda sér menn­ingu og tíma­tal með vís­anir í forn mann­virki um nor­ræn og kelt­nesk lönd.

Eitt af því sem sér­stak­lega vakti athygli mína í Völu­spá var hið óút­skýrða Dverga­tal. Það skýtur allt í einu upp koll­inum mikil runa af dverga­nöfnum sem mér þótti svo­lítið útúr kú. Ég fór í það að rann­saka betur hvað var þar á seyði og tókst að safna saman sjö­tíu og tveimur dverga­nöfn­um. Þegar betur var að gáð sá ég að þessi nöfn pössuðu ótrú­lega vel inní árið. Einu dverg­arnir sem fengu hlut­verk voru voru Suðri, Norðri, Austri og Vestri, sem voru sagðir halda uppi him­in­hvolf­inu. Norðri við sól­stöður að vetri, Suðri á sól­stöðum að sumri og síðan Vestri og Austri á jafn­dægrum að vori og hausti. Nöfn einsog Svásuðri, Glói og Bjartur eru yfir sum­ar­dverga og nafn einsog Vor­kaldur þarf ekki að útskýra. Síðan eru nöfn eins og Frosti, Fjör­kaldur og Dval­inn, greini­lega vetr­ar­tákn. Þannig varð úr að ég bjó til og útsetti nokkrar útgáfur af dverga­tali þar sem allir dvergar Edd­unnar eiga sinn ákveðna stað í árhringn­um, oft­ast um sex daga tíma­bil fyrir hvern dverg. En þarna er komin hug­myndin að baki Heim­skauts­gerð­is­ins.

Rauf­ar­höfn

Erlingur B. Thorodd­sen heit­inn, þáver­andi hót­el­stjóri á Rauf­ar­höfn kom í heim­sókn að Straumi einmitt þegar ég var um það bil að ljúka við stóra líkanið af Eddu­heim­um. Það fór vel á með okkur og sú heim­sókn varð til þess að hann bauð mér í heim­sókn. Hann vildi að ég kæmi með hug­mynd að mann­virki til að efla ferða­mennsku til Rauf­ar­hafn­ar. Hann hafði reyndar hugsað sér að búa til sólúr úti í höfða þar sem vit­inn stend­ur. Hann taldi vit­ann til­val­inn sem bendi. Hann vildi fá mig til að hugsa upp sól­ar-, eða tíma­hring­inn í kringum vit­ann. Þetta var ágæt­is­hug­mynd útaf fyrir sig en ekki það sem varð úr.

Atriði úr líkani af Edduheimum 2012. Mynd: Ólafur Kr. Ólafsson

Á fundnum okkar bar ég undir hann mann­virki sem ég hafði þegar lagt grunn að í Eddu­heim­um, sem ég kall­aði þá Svart­álfa­hring­inn eða Dverga­hring­inn. Ég riss­aði upp fyrir hann skissu af verk­inu sem síðar varð Heim­skauts­gerð­ið, eða Arctic Henge. Erlingur sá strax hvað ég var að fara og bað mig um líkan af gerð­inu, sem ég útbjó sér­stak­lega, ásamt fjölda teikn­inga, og kom síðar með til Rauf­ar­hafn­ar. Guðný Hrund Karls­dóttir sem þá var sveit­ar­stjóri, var strax jákvæð gagn­vart hug­mynd­inni. Fyrir norðan var svo stofn­aður félags­skapur um Heim­skauts­gerðið árið 2004.

Við Erlingur ákváðum að betri stað­setn­ing fyrir verkið væri uppi á hæð fyrir ofan Rauf­ar­höfn sem Erlingur kall­aði Mel­rakka­ás. Þar sá ég að sjón­deild­ar­hring­ur­inn er hreinn í allar áttir og því auð­velt að leika sér að sól­ar­ljósi, tungl­ferl­inu og norð­ur­ljósa­leik. Erlingur þekkti vel aðstæður á Mel­rakka­heiði og hafði hugsað sér göngu­leiðir um heið­ina. Þannig varð úr að stað­setn­ing fyrir verkið var valin í sam­vinnu okkar á milli.

Að halda sig við og virða hug­verkið

Heim­skauts­gerðið sem er að rísa á Mel­rakka­sléttu fyrir utan Rauf­ar­höfn er aðeins beina­grindin af verk­inu sem upp­runa­lega hug­mynd mín snýst um. Reyndar hef ég gert fleiri en eitt líkan af þessu mann­virki og hef ég lagt mikið í hug­mynda­vinnu um hvern ein­asta stein sem þarna hefur risið og á eftir að rísa ef verkið klár­ast einsog hug­verkið gerir ráð fyr­ir.

Ég hef enn ekki skrifað hér hvað á að koma inn í hring­inn, en ég er búin að hugsa upp öll mann­virki þar inn. T.d. hásæti sólar í suð­austur og hásæti tungls til norð­vest­urs. Svo verður að nefna hinn eig­in­lega Dverga­stein, og vita­skuld hinn eig­in­lega tákn­hring dverga, tíma­talið sjálft, sem er hring­ur­inn um gerðið þar sem hver steinn er til­eink­aður Dverga­nöfnum og árs­tíð­um. Ég er með hug­myndir um Norð­ur­ljósa­stein sem á að end­urukasta norð­ur­ljósum með þar til gerðum stál­speglum og með hug­myndir um frum­efna­tákn fyrir gerð­ið, fyrir vatn, eld loft og jörð. Þetta á ég allt til og upp­teiknað í skissum og fullunnum teikn­ingum og lík­önum og er enn að.

Haukur leiðir hóp af fólki um líkanið af Edduheimum 2012. Mynd: Ólafur Kr. Ólafsson

Verk­efnið fór af stað og Erlingur hafði þar umsjón yfir verk­inu á meðan hann lifði, og fjarri sé það mér að gera lítið úr hans þætti, enda var hann góður drengur og mik­ill hug­sjóna­maður og sann­ar­lega frum­kvöð­ull. Guðný Hrund fékk teikn­ingar mínar og tölu­vert síðar fékk Vík­inga­hring­ur­inn Tækni­þjón­ustu Vest­fjarða til liðs við okkur og liggja teikn­ingar þeirra um burð­ar­virkið fyr­ir.

Í öllu þessu ferli er sorg­legt að aðstand­endur verks­ins fyrir norðan hafi fundið hjá sér þörf til að eigna sér þessa hug­mynd mína og vilja gera sem minnst úr mínu hug­verki. Aðstand­endur hafa hægt og rólega reynt að má út aðkomu mína. Gott dæmi um það er t.a.m. bæk­lingur sem kom út fyrir fáum árum þar sem mín er ekki get­ið. Teikn­ingar mínar eru not­aðar til útskýr­inga um verkið á skilti við veg­inn sem leiðir upp að gerð­inu. En þar er mín hvergi getið sem höf­und­ar. Mín er stundum getið sem eins­konar ráð­gjafa við gerð verks­ins en látið í veðri vaka að það sé Erlingur heit­inn sem sé höf­undur verks­ins, t.a.m. á vef­síðum og í kynn­ing­ar­efni um verk­ið.

Líkanið sem ég afhenti Erlingi er nú til sýnis á Hótel Norð­ur­ljós, á Rauf­ar­höfn, reyndar tölu­vert skemmt og laskað, ég mundi vilja fá það til mín til að gera við það, og þykir miður að hafa það laskað til sýn­is.

Þessi fram­gangur er und­ar­legur og ekki veit ég hvaða hvatar eru þar að baki, hvort það er fjár­hags­legur hvati, að þeim svíði að borga Vík­inga­hringnum höf­und­ar­laun, eða hvort þau vilja breyta verk­inu og þynna út hug­verk­ið. Það er ýmis­legt sem bendir til þess. T.d. létu þau gera göngu­leið upp að verk­inu sem þau vilja kalla Bif­röst, en hafa aldrei borið það undir mig. Bif­röst hefur ekki með tíma­tal dverga að gera og það var gert þegj­andi og hljóð­laust án minnar vit­und­ar.

Vé, gömul skissa frá 1993, af véi, sem sýnir þessa hugsun að hafa hlið í höfuð áttir á mannvirkjum sem Haukur hannar. Mynd: Haukur Halldórsson

Þá gætu verið til­finn­inga­legar ástæður að baki því að vilja eigna Erlingi hug­verk­ið. T.d. mætti nefna að ég hef fengið fregnir að ekkja Erlings hefur tekið sig til og látið gera platta með nafni Erlings heit­ins og látið setja beint á verk­ið. Ég sé sjálfur ekk­ert athuga­vert við að verkið rísi til heið­urs Erlingi, og til til minn­ingar um hann heit­inn, en það er ótækt að klastra platta beint á verk­ið, heldur ætti það þá að vera til hliðar við verk­ið. En stjórn gerð­is­ins hefur ekki séð neitt athuga­vert við þessa aðgerð, enda hentar það þeim lík­lega ágæt­lega sem liður í því að gera sem minnst úr höf­unda­vinnu minni.

Sátta­leiðir

Í áður­nefndri blaða­grein nefnir Guðný Hrund að þau hafi þraut­reynt sátta­leið­ir. Ég ítreka, hefur aldrei verið haft sam­band við mig, hvorki sím­leiðis né skrif­lega og ég kem því af fjöllum þegar hún nefnir að hafa reynt sátta­leið­ir. Stjórn Heim­skauts­gerð­is­ins virð­ist hafa reist um sig þagn­ar­múr, hefur ekki svarað neinu, hvorki þegar lög­fræð­ingar Mynd­stefs hafa reynt að biðja um fundi, né heldur skrifum dóttur minn­ar, en hún hefur ítrekað reynt að hafa sam­band fyrir mína hönd og reynt að fá stjórn til að við­ur­kenna að þetta sé höf­und­ar­verk mitt og reynt að fá þau til að lag­færa merk­ingar og fara eftir höf­und­ar­vinnu minni við áfram­hald­andi gerð verks­ins.

Í grein­inni nefnir Guðný að vart sé hægt að tala um sátta­um­leit­anir þegar sáttin væri að annar aðil­inn, í þessu til­felli höf­undur verks­ins, vill að gert sé sam­kvæmt sínum vilja. Sem er auð­vitað það eina rétta. Það er ekki hægt að kaupa hönnun á höf­und­ar­verki og breyta því svo eftir hent­ug­leika og reyna að má út höf­und­inn. Hún nefnir að hún hafi fengið til liðs við sig aðra verk­fræð­inga og hönn­uði, mér leikur hugur á að vita hvaða fólk það er, ef það eru aðrir og fleiri en Tækni­þjón­usta Vest­fjarða. Það liggur eftir mig urm­ull af teikn­ingum og hug­mynda­vinnu varð­andi verkið sem ég hef deilt og mun halda áfram að deila svo verkið geti risið og orðið að því sem það á að vera.

Rétt er að nefna að það liggur fyrir samn­ingur um kaup á hönnun sem sjálf Guðný Hrund und­ir­rit­ar. Þar er til­tekið að hönn­unin er keypt af mér, hönn­uði og Vík­inga­hringnum ehf. Þar eru til­teknar höf­unda­greiðsl­ur, og allt er það bundið í samn­ing.

Það var vitað þegar lagt var upp með verkið að það yrði flókið og dýrt í fram­kvæmd. En farið var af stað og grindin af verk­inu er komin upp og hefur verið Rauf­ar­höfn og norð­ur­landi til sóma, enda hefur því verið deilt um heim allan á sam­fé­lags­miðlum og fólk gert sér ferð inn á Raufa­höfn til að bera verkið augum og jafn­vel látið gifta sig þar.

Það er mér afar þung­bært að aðstand­endur verks­ins vilji sölsa undir sig hug­mynd mína og gera lítið úr og breyta hug­verki mínu. En það er ótækt að vinna með aðstand­endum þegar svona er farið að.

Það verður að ná sáttum og allra fyrsta skrefið í því er að stjórn heim­skauts­gerð­is­ins við­ur­kenni ský­laust að þarna er um mitt höf­und­ar­verk að ræða og að virða beri höf­unda- og sæmd­ar­rétt minn. Við eigum jú sam­eig­in­legt mark­mið, og það er að verkið rísi full­klárað.

Höf­undur er íslenskur lista­mað­ur, búsettur í Dan­mörku.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar