Ómenntaðar konur

Sólveig Anna Jónsdóttir gerir athugasemdir við grein formanns BHM í tilefni af kvennafrídeginum. Hún segir að láglaunakonur eigi ekki að þurfa að bíða eftir því að „háskólamenntaðir reiknimeistarar ákveði að kannski séu þær mögulega dálítið mikilvægar“.

Auglýsing

Snemma í morgun birt­ist grein eftir Frið­rik Jóns­son, for­mann BHM, hér á Kjarn­anum, „Af kynj­uðum kost­u­m“. Í grein­inni full­yrðir Frið­rik að „mýkt“ og „gæska“ kvenna sé aðeins lærð hegð­un, sem sam­fé­lagið legg­ist á eitt um að „þroska“ í konum og stúlkum vegna þess að þessir kostir séu frá­bær­ir, ómet­an­legir og nauð­syn­leg­ir. Frið­rik segir að verð­mæta­mat sam­fé­lags­ins sé aftur á móti „ramm­skakkt“ sem leiði til þess að hefð­bundin kvenna­störf, mjúku störf­in, séu van­greidd, og látið eins og van­greiðslan sé nátt­úru­lög­mál.

Til­efni skrifa for­manns BHM er hinn svo­kall­aði kvenna­frí­dagur og einnig ný skýrsla frá for­sæt­is­ráðu­neyt­inu, „Verð­mæta­mat kvenna­starfa“ en í henni eru reif­aðar til­lögur starfs­hóps for­sæt­is­ráð­herra um end­ur­mat á virði kvenna­starfa.

Ýmsir sér­fræð­ingar voru kall­aðir til af nefnd­inni sem vann skýrsl­una til að útskýra hvers vegna konur í hefð­bundnum kvenna­störfum væru „van­greidd­ar“ og einnig til að koma með til­lögur um aðgerðir til úrbóta. Af ein­hverjum ástæðum var ekki óskað eftir vitn­is­burði eða til­lögum frá Efl­ingu, þrátt fyrir að Efl­ing sé stærstu sam­tök van­greiddra lág­launa­kvenna, og stutt sé síðan að lág­launa­konur félags­ins hjá Reykja­vík­ur­borg og sveit­ar­fé­lög­unum hafi lagt niður störf til að knýja á um „end­ur­mat“ á „sögu­lega van­metnum kvenna­störf­um“ (mjúku stör­f­un­um) með sér­stakri leið­rétt­ingu á þeim launum sem ómissandi konur í umönn­un­ar­störfum fá fyrir sitt vinnu­afl. Með eft­ir­tekt­ar­verðum árangri, alla vega í þeirra eigin röð­um.

Auglýsing

Ég sendi fyrir hönd Efl­ingar í byrjun októ­ber inn umsögn í sam­ráðs­gátt Alþingis vegna fyrr­nefndrar skýrslu. Í umsögn­inni er rakið hvernig konur þjapp­ast í störf á vissum sviðum þar sem lök­ustu laun á vinnu­mark­aði eru greidd. Farið er yfir að vand­inn sem „van­greidd­ar“ konur takast á við sé fyrst og fremst stétta­vandi, en þriðj­ungur starf­andi kvenna er í þjón­ustu og umönn­un­ar­störf­um, sem eru ömur­lega illa borg­uð. Bent er á að mikil vöntun sé í skýrsl­unni á við­ur­kenn­ingu á stétta­skipt­ingu sem áhrifa­miklum þætti í efna­hags­legri kúgun á fjöl­mennum hópi kvenna á íslenskum vinnu­mark­aði.

Einnig er bent á að ein­ungis sé lítið verk­efni eftir til að ná því sem jafn­launa­vottun eigi að geta skil­að, en stétt­bund­inn launa­munur sé mjög raun­veru­legur vandi vegna kynja­skipts vinnu­mark­að­ar; því sé væn­leg­ast til árang­urs að grípa til sér­stakra ráð­staf­ana með því að lyfta sér­lega lágt laun­uðum kvenna­stör­f­unum í launa­stig­an­um. Farið er yfir að til­lögur hóps­ins, leið grein­ing­ar, fræðslu og til­rauna­verk­efna, séu ómark­vissar og sein­farn­ar, nokk­urs konar „með­ferð,“ frekar en raun­veru­lega árang­urs­ríkar aðgerð­ir. Í umsögn­inni er lagt til að fara leið Efl­ingar frá því í kjara­samn­ing­unum á opin­bera mark­aðnum og not­ast við sér­staka leið­rétt­ingu fyrir afger­andi kvenna­stéttir. Ef það yrði gert myndi sam­stundis vera hægt að bæta veru­lega kjör arð­rændasta hóps­ins á íslenskum vinnu­mark­aði, kvenna í „kvenna­störf­um“.

Í grein­inni frá því í morgun lætur for­maður BHM sem hann skilji femínískar full­yrð­ingar um að sam­fé­lags­legar kröfur geri það að verkum að konur sem hópur og „stétt“ verði fyrir nokk­urs­konar sam­fé­lags­legri hæn­ingu svo þær eyði ævinni í að sýna mýkt og gæsku, þá þætti sem eru sam­kvæmt Frið­riki grund­vall­ar­þættir til að sam­fé­lagið okkar virki („Enda eru þetta frá­bærir hæfi­leikar og ómet­an­leg­ir, hvort sem það er innan heim­ilis eða á vinnu­mark­aði. Raunar eru þeir bein­línis nauð­syn­legir til að sinna flestum störfum sam­fé­lags­ins.“). En hann sjálfur vill þó ekki til­einka sér hina kven­legu mildi og mis­kun­semi þegar að því kemur að reikna út virði vinnu­afls allra „mýkstu“ kvenn­anna í sam­fé­lag­inu.

Stað­reyndin er sú að reikni­for­múla for­manns­ins er þannig úr garði gerð að hún tryggir að þær konur sem þurfa allra mest á „leið­rétt­ingu“ að halda, ófag­lærðar verka­kon­ur, arð­rænd­ustu mann­eskjur íslensks vinnu­mark­að­ar, munu alltaf enda á botn­in­um. Vegna þess að þær eru ekki mennt­að­ar, en mik­il­væg­asta við­fangs­efni á íslenskum vinnu­mark­aði er sam­kvæmt Frið­riki að „meta menntun til launa.“ Þó að það skapi ójöfnuð og þrátt fyrir að nú þegar sé tíma­kaup háskóla­mennt­aðra karla 112% hærra en tíma­kaup grunn­skóla­mennt­aðra kvenna og mun­ur­inn á reglu­legum heild­ar­launum full­vinn­andi verka­kvenna og karl­kyns stjórn­enda um 156%.

Sam­kvæmt for­múlu for­manns BHM er aðeins sann­gjarnt að þær ófag­lærðu konur sem gæta barna og aðstoða gam­alt fólk, þessi fjöl­breytti og magn­aði hópur kvenna alls staðar að úr heim­in­um, verði áfram arð­rænd­ar. Þrátt fyrir að þessar konur séu aug­ljós­lega þjóð­fé­lag­inu algjör­lega ómissandi, nauð­syn­leg­astar allra, ekki vegna mýktar og gæsku, heldur vegna þess að án þeirra er það nútíma­sam­fé­lag sem við byggjum og sú verð­mæta­fram­leiðsla sem skapar hag­vöxt­inn ekki mögu­leg. Hvers vegna má áfram arð­ræna þær? Jú, vegna þess að þær eru ómennt­að­ar. Kap­ít­al­ism­inn þarf óþverr­andi upp­sprettu ódýrs kven-vinnu­afls, og til að tryggja að upp­sprettan þorni ekki er not­ast við ýmis „nátt­úru­lög­mál“; eðl­is­læga mildi kvenna sem þurfa ekki annað en gleð­ina yfir því að ann­ast annað fólk sem umbun, eða, þegar það nátt­úru­lög­mál verður sífellt hall­æris­legra, „nátt­úru­lög­mál­ið“ um að arð­rán á ómenntuðum konum sé afsak­an­legt og ekki bara afsak­an­legt heldur í raun sam­fé­lags­lega eft­ir­sókn­ar­vert; hvað annað en hót­unin um lág­launa-líf getur fengið fólk til að mennta sig?

Lág­launa­kon­ur, ómissandi mann­eskjur sam­fé­lags­ins okk­ar, eiga ekki að þurfa að fara í harðar verk­falls­að­gerðir til að ná fram sam­fé­lags­legri við­ur­kenn­ingu á grund­vall­ar­mik­il­vægi síns vinnu­afls. Þær eiga heldur ekki að sætta sig við ómark­vissa „með­ferð“ sem kannski, kannski ekki, skilar þeim nokkrum auka þús­und­köllum í vas­ann.

Lág­launa­konur í umönn­un­ar­störfum eða þjón­ustu­störfum eiga ekki að þurfa að bíða eftir því að háskóla­mennt­aðir reikni­meist­arar ákveði að kannski séu þær mögu­lega dálítið mik­il­væg­ar. Þær eiga ekki að þurfa að bíða eftir því að vit­und­ar­vakn­ingin verði nógu mikil hjá vald­höfum („með­ferð­in“ nógu árang­urs­rík) að þeir skilji að sam­ræmt ofur-arð­rán vinnu­mark­að­ar­ins á ómissandi lág­launa­konum til að kynda ofna félags­legrar end­ur­fram­leiðslu er ein ógeðs­leg­asta sönnun sem hægt er að hugsa sér á feðra­veldi nútím­ans.

Nei, ómissandi og ómennt­aðar lág­launa­konur Íslands eiga skilið að sam­stundis verðir ráð­ist í að bæta kjör þeirra með mark­vissum og rót­tækum aðgerð­um. Menn hafa get­að, og geta enn, falið sig á bak við ýmiss konar „nátt­úru­lög­mál“ til að koma í veg fyrir eða tefja að slíkt verði gert. En þeirra er þá skömm­in, og sig­ur­inn; hann verður okk­ar, hinna ómennt­uðu og ómissandi verka­kvenna.

Höf­undur er for­maður Efl­ing­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar