Öruggar borgir

unwomen-logo.jpg
Auglýsing

Guðrún Ögmundsdóttir. Formaður Landsnefndar UN Women á Íslandi. Guð­rún Ögmunds­dótt­ir, for­maður Lands­nefndar UN Women á Ísland­i.

Í dag hefst her­ferð UN Women á Íslandi þar sem vakin er athygli á mik­il­vægi þess að tryggja öryggi kvenna og barna í almenn­ings­rým­um. Her­ferðin er liður í alþjóð­legu verk­efni UN Women sem kall­ast Öruggar borgir (e.Safe Cities Global Ini­ti­ative ). Mark­mið verk­efn­is­ins er að skapa konum og börnum öruggt líf í borgum án ótta við ofbeldi.

Borg­ar­yf­ir­völd í 18 borgum um allan heim hafa nú þegar heitið því að gera borg­ina sína örugg­ari og mun Reykja­vík nú bæt­ast í hóp­inn og vinna að bættu öryggi kvenna og barna víðs­vegar um borg­ina.

Auglýsing

Sam­hliða verk­efn­inu „Ör­uggar borgir“ stendur UN Women fyrir fjár­öflun til styrktar sam­bæri­legum verk­efnum í fátæk­ustu ríkjum heims. Aðkoma UN Women að slíkum verk­efnum er m.a. að leiða saman við­eig­andi stjórn­völd, sam­tök kvenna og fleiri aðila og greina hvar ofbeldi á sér stað og við hvaða aðstæð­ur, með það að leið­ar­ljósi að grípa til við­eig­andi aðgerða og úrbóta.

Aðgerð­irnar sem gripið hefur verið til eru af ýmsum toga, s.s. bætt götu­lýs­ing, smá­forrit í síma sem auð­veldar þolendum ofbeldis að kalla eftir hjálp í neyð og notkun greiðslu­korta í stað reiðu­fjár til að koma í veg fyrir að konur ferð­ist með mikið reiðufé á sér. Þessar lausnir hafa reynst árang­urs­ríkar í for­vörnum gegn ofbeldi.

Í lok árs 2012 beindust augu heims­ins að Nýju Delí í kjöl­far hrotta­legrar árásar á unga stúlku í stræt­is­vagni sem leiddi til dauða henn­ar. Því miður var sú árás ekk­ert eins­dæmi en í fram­haldi hennar varð mikil vit­und­ar­vakn­ing hjá almenn­ingi og borg­ar­yf­ir­völd­um. Með lið­sinni UN Women var hrundið af stað verk­efni til að stöðva ofbeldi í Nýju Delí. Haldnir voru sam­ráðs­fundir með konum og ung­mennum í sjö úthverfum borg­ar­innar og lagt á ráð­in. Verk­efnið mark­aði tíma­mót þar sem í fyrsta skipti var litið á kyn­bundið ofbeldi sem hluta af borg­ar­skipu­lags­vanda og í fyrsta skipti fengu raddir kvenna og ákall um bætt og betra umhverfi  hljóm­grunn.

Kröfur kvenn­anna voru skýrar en um leið áhrifa­rík­ar. Þær lutu m.a. að bættri lýs­ingu í almenn­ings­rýmum og á opnum svæð­um, auknu öryggi við almenn­ings­sal­erni og stræt­is­vagna­stöðv­ar, breið­ari gang­stéttum og örugg­ari skóla­leið­um. Krafa var um aukna þjón­ustu fyrir þolendur kyn­ferð­is­of­beldis með neyð­ar­mót­tök­um, og fjölgun síma­klefa. Þessar ein­földu leiðir hafa ásamt öðru leitt til þess að konur upp­lifa sig nú þegar örugg­ari á ferð um borg­ina og bera um leið meira traust til yfir­valda, sem birt­ist m.a. í fleiri  til­kynn­ingum til lög­reglu í kjöl­far árása.

Ofbeldi gegn konum og börnum er hnatt­rænt vanda­mál. Með upp­lýstri umræðu, breyttu hug­ar­fari og aðgerðum sem stuðla að bættu og örugg­ara umhverfi má hins vegar sporna við ofbeldi og árásum á konur og börn.

Leggj­umst á eitt við að auka öryggi kvenna og barna í fátæk­ustu löndum heims og sendum smá­skila­boðin orugg­borg í síma­núm­erið 1900, um leið og við leggjum verk­efn­inu lið með 1.900 kr. fram­lagi.Her­ferð UN Women á Íslandi um Öruggar borgir (e. Safe Cities Global Ini­ti­ati­ve) stendur yfir­ frá 18. til 25. nóv­em­ber. Hluti af her­ferð­inni eru pistla­skrif um öruggar borgir sem birt­ast munu á heima­síðu Kjarn­ans á meðan að her­ferðin stendur yfir. Hægt er að lesa meira um her­ferð­ina og styrkja sam­bæri­leg verk­efni í fátæk­ustu löndum heims á heima­síðu lands­nefndar UN Women á Ísland­i. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný lög eiga að setja upp varnir gegn hagsmunaárekstrum
Frumvarp er komið í samráðsgátt sem fjallar um hvernig megi tryggja betur að hagsmunaárekstrar valdi ekki vandræðum
Kjarninn 18. nóvember 2019
Þorsteinn Már hættir sem stjórnarformaður Síldarvinnslunnar
Þorsteinn Már Baldvinsson er hættur sem stjórnarformaður Síldarvinnslunnar.
Kjarninn 18. nóvember 2019
Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Til skoðunar að stærri óskráð fyrirtæki skili inn rekstrarupplýsingum
Forsætisráðherra segir að til skoðunar sé að gera kröfu til fyrirtækja, sem fara yfir vissa stærð en eru ekki skráð á hlutabréfamarkað, að þau skili einnig inn upplýsingum ársfjórðungslega.
Kjarninn 18. nóvember 2019
Fasteignavelta ekki verið hærri í fjögur ár
Fasteignavelta á höfuðborgarsvæðinu var 50,8 milljarðar í síðasta mánuði en heildarvelta í einum mánuði hefur ekki verið hærri síðan 2015. Tæplega þúsund kaupsamningum var þinglýst í október.
Kjarninn 18. nóvember 2019
Molar
Molar
Molar – Peningaþvætti, Japan og kvótaþak
Kjarninn 18. nóvember 2019
Jón Ólafsson
Spillingarhættur lobbíismans
Kjarninn 18. nóvember 2019
Þorsteinn Már með alla þræði í hendi sér
Sérfræðingar á vegum KPMG í Hollandi unnu úttekt á starfsemi Samherja og sögðu forstjórann nær einráðan í fyrirtækinu, í úttekt sinni. Ef fyrirtæki er með raunverulega framkvæmdastjórn á Íslandi á það að greiða skatta þar.
Kjarninn 18. nóvember 2019
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Ójöfnuður í menntun
Kjarninn 18. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None