Öruggar borgir

unwomen-logo.jpg
Auglýsing

Guðrún Ögmundsdóttir. Formaður Landsnefndar UN Women á Íslandi. Guð­rún Ögmunds­dótt­ir, for­maður Lands­nefndar UN Women á Ísland­i.

Í dag hefst her­ferð UN Women á Íslandi þar sem vakin er athygli á mik­il­vægi þess að tryggja öryggi kvenna og barna í almenn­ings­rým­um. Her­ferðin er liður í alþjóð­legu verk­efni UN Women sem kall­ast Öruggar borgir (e.Safe Cities Global Ini­ti­ative ). Mark­mið verk­efn­is­ins er að skapa konum og börnum öruggt líf í borgum án ótta við ofbeldi.

Borg­ar­yf­ir­völd í 18 borgum um allan heim hafa nú þegar heitið því að gera borg­ina sína örugg­ari og mun Reykja­vík nú bæt­ast í hóp­inn og vinna að bættu öryggi kvenna og barna víðs­vegar um borg­ina.

Auglýsing

Sam­hliða verk­efn­inu „Ör­uggar borgir“ stendur UN Women fyrir fjár­öflun til styrktar sam­bæri­legum verk­efnum í fátæk­ustu ríkjum heims. Aðkoma UN Women að slíkum verk­efnum er m.a. að leiða saman við­eig­andi stjórn­völd, sam­tök kvenna og fleiri aðila og greina hvar ofbeldi á sér stað og við hvaða aðstæð­ur, með það að leið­ar­ljósi að grípa til við­eig­andi aðgerða og úrbóta.

Aðgerð­irnar sem gripið hefur verið til eru af ýmsum toga, s.s. bætt götu­lýs­ing, smá­forrit í síma sem auð­veldar þolendum ofbeldis að kalla eftir hjálp í neyð og notkun greiðslu­korta í stað reiðu­fjár til að koma í veg fyrir að konur ferð­ist með mikið reiðufé á sér. Þessar lausnir hafa reynst árang­urs­ríkar í for­vörnum gegn ofbeldi.

Í lok árs 2012 beindust augu heims­ins að Nýju Delí í kjöl­far hrotta­legrar árásar á unga stúlku í stræt­is­vagni sem leiddi til dauða henn­ar. Því miður var sú árás ekk­ert eins­dæmi en í fram­haldi hennar varð mikil vit­und­ar­vakn­ing hjá almenn­ingi og borg­ar­yf­ir­völd­um. Með lið­sinni UN Women var hrundið af stað verk­efni til að stöðva ofbeldi í Nýju Delí. Haldnir voru sam­ráðs­fundir með konum og ung­mennum í sjö úthverfum borg­ar­innar og lagt á ráð­in. Verk­efnið mark­aði tíma­mót þar sem í fyrsta skipti var litið á kyn­bundið ofbeldi sem hluta af borg­ar­skipu­lags­vanda og í fyrsta skipti fengu raddir kvenna og ákall um bætt og betra umhverfi  hljóm­grunn.

Kröfur kvenn­anna voru skýrar en um leið áhrifa­rík­ar. Þær lutu m.a. að bættri lýs­ingu í almenn­ings­rýmum og á opnum svæð­um, auknu öryggi við almenn­ings­sal­erni og stræt­is­vagna­stöðv­ar, breið­ari gang­stéttum og örugg­ari skóla­leið­um. Krafa var um aukna þjón­ustu fyrir þolendur kyn­ferð­is­of­beldis með neyð­ar­mót­tök­um, og fjölgun síma­klefa. Þessar ein­földu leiðir hafa ásamt öðru leitt til þess að konur upp­lifa sig nú þegar örugg­ari á ferð um borg­ina og bera um leið meira traust til yfir­valda, sem birt­ist m.a. í fleiri  til­kynn­ingum til lög­reglu í kjöl­far árása.

Ofbeldi gegn konum og börnum er hnatt­rænt vanda­mál. Með upp­lýstri umræðu, breyttu hug­ar­fari og aðgerðum sem stuðla að bættu og örugg­ara umhverfi má hins vegar sporna við ofbeldi og árásum á konur og börn.

Leggj­umst á eitt við að auka öryggi kvenna og barna í fátæk­ustu löndum heims og sendum smá­skila­boðin orugg­borg í síma­núm­erið 1900, um leið og við leggjum verk­efn­inu lið með 1.900 kr. fram­lagi.Her­ferð UN Women á Íslandi um Öruggar borgir (e. Safe Cities Global Ini­ti­ati­ve) stendur yfir­ frá 18. til 25. nóv­em­ber. Hluti af her­ferð­inni eru pistla­skrif um öruggar borgir sem birt­ast munu á heima­síðu Kjarn­ans á meðan að her­ferðin stendur yfir. Hægt er að lesa meira um her­ferð­ina og styrkja sam­bæri­leg verk­efni í fátæk­ustu löndum heims á heima­síðu lands­nefndar UN Women á Ísland­i. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hugleikur Dagsson.
Lífið á tímum kórónuveirunnar: Blóðug María daglega og rétti tíminn til að þykjast vera álfur
Listamaðurinn fjölhæfi, Hugleikur Dagsson, ráðleggur fólki að gera eitthvað skapandi og hlusta á kvikmyndatónlist á meðan. Þá verði allt epískara. Hugleikur gefur lesendum Kjarnans nokkur góð ráð til að njóta tilverunnar þessa dagana.
Kjarninn 28. mars 2020
Sema Erla Serdar
Erum við nokkuð að gleyma einhverjum?
Kjarninn 28. mars 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
Vonbrigði með brot á samkomubanni síðasta sólarhring
Staðfest smit eru nú orðin 963 hér á landi en 79 nýir einstaklingar greindust með smit í gær. Enn er ekki um veldisvöxt að ræða sem er mjög jákvætt. Aftur á móti varð yfirlögregluþjónn fyrir vonbrigðum með brot á samkomubanni en það er talið bera árangur.
Kjarninn 28. mars 2020
Logi Einarsson
Styðjum fleiri en þá stóru
Kjarninn 28. mars 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna: Nú gefst tækifæri til að leiðrétta „mistökin“
Formaður Eflingar leggur til að allir þeir milljarðar sem greiddir hafa verið í arð til eigenda fyrirtækja á síðustu árum verði gerðir upptækir af ríkinu og notaðir til að fjármagna íslenskt samfélag.
Kjarninn 28. mars 2020
Telja hagsmuni eldri borgara landsins hunsaða
Stjórn Landssambands eldri borgara skorar á sveitarfélög og ríki að gera betur við eldri borgara landsins í COVID-19 faraldri.
Kjarninn 28. mars 2020
Eiríkur Ragnarsson
Það er karlmannlegt að haga sér eins og kona
Kjarninn 28. mars 2020
Þórður Snær Júlíusson
Skammist ykkar
Kjarninn 28. mars 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None