Pólitísk stjórnsýsla hindrar virkjunarkosti vindorku á samkeppnismarkaði

Skúli Thoroddsen lögfræðingur skrifar að vissulega geymi Ísland stóran hluta óspilltustu víðerna í Evrópu sem þurfi að vernda. „Þar verður að sjálfsögðu ekki virkjuð vindorka nema að ígrunduðu máli. Það þarf samt enga rammaáætlun til.“

Auglýsing

Tæki­færi í auk­inni vist­vænni orku eru aug­ljós, eins og dæmi sanna, einkum þessi miss­erin þegar stríð geisar og orku­skortur ríkir í Evr­ópu. Samt er engin fram­tíð­ar­sýn stjórn­valda um nýt­ingu vind­orku hér á landi, nema ef vera skyldi í þágu Lands­virkj­un­ar?

Um raf­orku gilda sömu lög­mál eins og um hverja aðra vöru á mark­aði. Mun­ur­inn er sá að flutn­ingur raf­orku er háður eft­ir­lits­skyldri starf­semi Lands­nets og dreifi­veitna m.a. um arð­semi þeirra að til­teknu hámarki. Virkj­un­ar­að­ili greiðir tengigjöld sem hækkar ekki álögur til almenn­ings. Um virkj­un­ar­leyfi vind­orku gilda ákvæði raf­orku­laga, m.a. um að fyrir liggi skipu­lag sveit­ar­fé­lags, mat á umhverf­is­á­hrifum og tengi­samn­ingur við Lands­net. Þá þarf fram­kvæmda­leyfi sveit­ar­fé­lags. Flókn­ara er það nú ekki.

Fyrr­ver­andi umhverf­is­ráð­herra VG barð­ist með oddi og egg fyrir þeirri vafasömu laga­túlkun að vind­orka félli undir s.k. ramma­á­ætl­un, að það væri rík­is­ins að ákveða hvar vindur væri virkj­aður og hvar ekki, en ekki sveit­ar­fé­laga eins og stjórn­ar­skráin gerir þó ráð fyr­ir. Ráð­herr­ann taldi vind­inn vera land­svæði þar sem er að finna orku­auð­lind. En vindur er alls stað­ar. Það þarf að vernda víð­ernin var þá sagt. Víð­erni á hálendi Íslands eru að stórum hluta þjóð­­lendur og með þær fer for­­sæt­is­ráð­herra. Aðeins örbrot þessa lands hefur verið frið­­lýst sem víð­erni. Engin stefna er um frið­­lýs­ingu víð­erna á Íslandi frekar en um virkjun vind­orku. Eina frið­­lýsta víð­ernið á Íslandi er land í eigu einka­að­ila, Drangar á Strönd­um. Til sanns vegar má færa að Ísland geymi stóran hluta af óspillt­­ustu víð­ernum vestur Evr­­ópu sem sé mik­il­vægt að vernda. Ég tek undir það. Þar verður að sjálf­sögðu ekki virkjuð vind­orka nema að ígrund­uðu máli. Það þarf samt enga ramma­á­ætlun til. Þjóð­lendum verður ekki haggað án sam­þykkis for­sæt­is­ráð­herra sam­kvæmt þjóð­lendulög­um. Raf­orku­lög­in, afstaða sveit­ar­fé­lags, skipu­lags­lög og lög um mat á umhverf­is­á­hrifum tryggja full­kom­lega það sem ramma­á­ætlun er ætlað að vernda innan sem utan þjóð­lendu. Ekk­ert bendir til að núver­andi umhverf­is­ráð­herra sé að fatta þetta, svo það sé nú sagt, ekki frekar en meiri­hluti umhverfis og sam­göngu­nefndar Alþingis ef marka má nýj­ustu fréttir þaðan um Búr­fellslund í ramma­á­ætlun að til­lögu nefnd­ar­inn­ar, NB í þágu Lands­virkj­un­ar, Búr­fellslundur er innan þjóð­lendu. Póli­tíkin og stjórn­sýslan hindra hins vegar virkjun vind­orku á sam­keppn­is­mark­aði utan þjóð­lendu í stað þess að fara bara að gild­andi lög­um.

Auglýsing

Hin til­finn­inga­ríka afstaða gegn vind­orku­verum hefur tafið upp­bygg­ingu vind­orku­garða í a.m.k. sjö ár, svo ég taki dæmi að und­ir­bún­ingi vind­orku­vers vestur í Döl­um, utan víð­ern­is, fjarri alfara­leið manna og ferðum fugla. Það tók Skipu­lags­stofnun tæp tvö ár að afgreiða mats­á­ætlun vegna mats á umhverf­is­á­hrifum virkj­un­ar­kosts­ins. Átti að taka fjórar vik­ur. Eftir að stofn­unin hafði verið kærð fyrir slóða­skap í máls­með­ferð var mats­á­ætlun loks sam­þykkt á þeim bæ. Næst neit­aði Skipu­lags­stofnun Dala­byggð um stað­fest­ingu á breyt­ingu á aðal­skipu­lagi vegna virkj­un­ar­inn­ar, tafði þar með málið enn frekar í fleiri mán­uði, vegna þess að fyr­ir­huguð virkjun væri ekki í ramma­á­ætlun og vís­aði loks á inn­við­a­ráð­herra, sem tók undir þvæl­una og sökk í fen fárán­leik­ans og neit­aði líka að stað­festa skipu­lag­ið, vegna þess „að virkj­unin er ekki í ramma­á­ætlun að mati Skipu­lags­stofn­un­ar.“ Orku­stofnun var á önd­verðu meiði. Leitað hefur verið álits Umboðs­manns alþingis á þess­ari væg­ast sagt óvenju­legu stjórn­sýslu.

Fyr­ir­sjá­an­legar frek­ari tafir á máls­með­ferð fyrir virkj­un­ar­kost­inn í Döl­unum má ætla 4 til 7 ár, fangi menn ekki skyn­semi sína. Taf­irnar yrðu enn meiri fyrir aðra virkj­un­ar­kosti í vindi utan þjóð­lendu, ætli menn að fella vind­orku­kosti undir vald rík­is­ins í ramma­á­ætl­un, þar sem sveit­ar­fé­lög ættu að ráða för sam­kvæmt stjórn­ar­skrá. Ramma­á­ætlun varðar fyrst og fremst virkj­un­ar­kosti í jarð­varma og vatns­afli og er mik­il­væg þess vegna. Það á ekki við um vind­orku. Það er af og frá. Lands­net hefur líka rugl­ast í rím­inu og neitað að hefja við­ræður um tengi­samn­ing við virkj­un­ar­að­il­ann fyrir vest­an. Ástæðan er óvissa um ramma­á­ætl­un. Sú ákvörðun Lands­nets var kærð til Orku­stofn­unar í júlí í fyrra og er þar enn til skoð­un­ar, skoð­unar sem eðli­lega ætti að taka tvær til þrjár vik­ur. Kannski er nýr Orku­mála­stjóri enn ekki búinn að ná átt­um.

Það er ann­ars alveg maka­laust hvað íslensk stjórn­sýsla er óburðug og bernsk. Hún ræður ekki við ein­föld­ustu verk­efni. Getur ekki tekið afstöðu, dregur lapp­irn­ar, fag­lega ófær um að taka rök­studda kær­an­lega afstöðu sem bera mætti eftir atvikum undir dóm­stóla. En þetta er svo sem ekk­ert eins­dæmi. Því mið­ur.

Höf­undur er lög­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar