Rammaáætlun – í þágu virkjunar eða verndar?

Snæbjörn Guðmundsson heldur áfram að fjalla um rammaáætlun en greinin er unnin upp úr umsögn greinarhöfundar við 3. áfanga áætlunarinnar, sem liggur nú fyrir Alþingi.

Auglýsing

Ramma­á­ætlun hefur verið hampað sem nauð­syn­legum samn­ingi and­stæðra póla – nátt­úru­verndar og virkj­un­ar; sem stjórn­tækis til að finna mála­miðl­anir í ein­hverjum stærstu og erf­ið­ustu álita­efnum nátt­úru­verndar og auð­linda­nýt­ingar á Íslandi. Vinnan við ramma­á­ætlun er afar yfir­grips­mikil og flók­in. Gögn sem liggja til grund­vallar ákvörðun um röðun virkj­ana­kosts í nýt­ing­ar-, bið- eða vernd­ar­flokk eru óþægi­lega oft mjög tak­mörk­uð. Það er ekki efa­mál að verk­efn­is­stjórn og fag­hópar hafi unnið sína vinnu af heil­ind­um, vand­virkni og fag­mennsku.

Úrelt hugsun

Stærsta vanda­málið við ramma­á­ætlun er hins vegar að hún er byggð á röngum for­send­um. Áætlun um raf­orku­vinnslu þjóð­ar, sem er þegar mesta raf­orku­fram­leiðslu­þjóð heims, er í ramma­á­ætlun lögð að jöfnu við vernd á ein­hverjum mestu, sér­stök­ustu og ósnortn­ustu nátt­úru­minjum jarð­ar. Sem sagt, það þarf á ein­hvern óskilj­an­legan hátt að tryggja jafn­vægi á milli nýt­ing­ar, sem er þegar gríð­ar­lega mik­il, og verndar nátt­úru sem þegar hefur tekið á sig mjög þung högg. Því er haldið fram að þessi aðferð­ar­fræði gefi af sér metn­að­ar­fulla vernd­ar­á­ætl­un. En er það virki­lega svo?

Lítum aðeins til þeirra virkj­ana­kosta sem flokk­aðir hafa verið í vernd í ramma­á­ætl­un. Vatna­svið Jök­ulsár á Fjöllum hefur sem betur fer þegar verið friðað fyrir nýt­ingu í sam­ræmi við fyrri áfanga ramma­á­ætl­un­ar, og mun grein­ar­höf­undur því ekki fjalla um það hér. Þó verður að telja ósenni­legt að Jök­ulsá á Fjöllum hefði í raun verið í hættu í þeim kring­um­stæðum sem nú ríkja í nátt­úru­vernd á Íslandi, þó svo hún hafi verið hluti af virkj­ana­órum síð­ustu ára­tuga. Með þeirri stað­hæf­ingu er ekki verið að draga úr mik­il­vægi frið­unar heldur beina sjónum að því hvað verið sé að leggja í vernd­ar­flokk með 3. áfanga ramma­á­ætl­un­ar.

Auglýsing

Skjálf­anda­fljót og Heng­ils­svæðið skipti­mynt fyrir neðri Þjórsá

Aldeyjarfoss Mynd: Ellert Grétarsson

Margar hug­mynd­anna sem nú er verið að flokka í vernd­ar­flokk eru nefni­lega afgamlar ofur­virkj­ana­hug­myndir frá því um og upp úr miðri síð­ustu öld og eiga sem slíkar ekk­ert erindi í núver­andi umræðu. Dæmi um það eru stór­virkj­anir í Skjálf­anda­fljóti, Fljót­hnjúks­virkjun sem hefði náð lang­leið­ina upp á miðju hálend­is­ins, og Hrafna­bjarg­ar­virkj­un, í allranæsta nágrenni við ein­hverja stór­kost­leg­ustu fossa lands­ins, Ald­eyj­ar­foss, Ingvar­ar­foss og Hrafna­bjarga­foss, og hefði hún raunar þurrkað að mestu leyti upp tvo þá síð­ar­nefndu. Ein­hverra hluta vegna er flokkun þess­ara virkj­un­ar­kosta hampað sem miklum sigri nátt­úru­verndar á Íslandi, en andi sam­fé­lags­ins er ein­fald­lega ekki sá sami og árið 1999 þegar Kára­hnjúka­virkjun var sett af stað og verið var að berj­ast fyrir verndun Þjórs­ár­vera.

Ef við horfum t.d. á virkj­anir í efri hluta Skjálf­anda­fljóts þá fékk Lands­virkjun rann­sókn­ar­leyfi fyrir þeim árið 2013 til fjög­urra ára. Leyfið rann út árið 2017 og hefur ekki verið end­ur­nýj­að. Þessir virkj­ana­kostir voru heldur ekki teknir inn í gild­andi aðal­skipu­lag Þing­eyj­ar­sveitar árið 2011, enda yfir­lýst stefna sveit­ar­fé­lags­ins að virkja ekki Skjálf­anda­fljót. Sem sagt, 3. áfangi ramma­á­ætl­unar sem kom út úr verk­efna­stjórn árið 2016 setur úr sér gengna virkj­ana­kosti í vernd­ar­flokk. Nú árið 2021, nærri 5 árum síð­ar, á loks­ins að sam­þykkja þennan áfanga og þá á nátt­úru­vernd­ar­hreyf­ingin að vera þakk­lát því að þessir tveir úreltu virkj­ana­kostir í Skjálf­anda­fljóti séu komnir í vernd. Afsak­ið, en við erum ber­sýni­lega stödd á kol­röngum stað í daga­tal­inu.

Grændalur í Henglinum Mynd: Ellert Grétarsson

Virkj­ana­hug­myndir á Heng­ils­svæð­inu eru af svip­uðum meiði, gamlir draumar frá útþenslu­stefnu Orku­veitu Reykja­víkur sem fóru afar illa með fyr­ir­tæk­ið. Bjarni Bjarna­son, for­stjóri OR, hefur raunar lýst því yfir að engin ástæða sé til að halda virkj­ana­stefnu for­tíðar áfram.

Það þarf ekki að lesa stíft á milli lína til að átta sig á því að þessir kost­ir, sem nú hafa, að því er virð­ist, verið lagðir af mik­illi rausn í vernd­ar­flokk, eru vart meira en verð­litlar tál­beitur fyrir stóru orku­fyr­ir­tæk­in. Lands­virkjun var t.a.m. í upp­hafi með Skjálf­anda­fljóts­virkj­an­irnar en hefur losað sig við þær nú þeg­ar, þótt það sé ekki látið líta þannig út. En þannig má kannski nota fljótið sem skipti­mynt fyrir aðra miklu væn­legri og verð­mæt­ari kosti, eins og t.d. þrjár virkj­anir í neðri hluta Þjórs­ár.

Hvar er jafn­vægið á milli nýt­ing­ar- og vernd­ar­flokks?

Eins og fyrr seg­ir, virt­ist mark­miðið með ramma­á­ætlun vera að búa til jafn­vægi á milli nýt­ing­ar, sem er þegar gríð­ar­lega mik­il, og verndar nátt­úru sem þegar hefur tekið á sig mjög þung högg. Það er ein­fald­lega ekki rétt gefið í upp­hafi, þar sem virkj­anir sem þegar hafa verið gang­settar eru ekki teknar með í reikn­ing­inn þegar horft er til jafn­vægis á milli virkj­unar og vernd­ar. Á meðan fjöl­margir virkj­ana­kostir hafa verið nýttir nú þegar eru aðeins örfá virkj­ana­svæði sem sett hafa verið til hliðar fyrir raun­veru­lega vernd.

Margar þeirra fórna sem nátt­úran hefur tekið á sig voru vissu­lega færðar á tíma fyrstu stór­virkj­an­anna upp úr miðri síð­ustu öld, sem voru eðli­legar og ekk­ert er við þeim að segja. Það voru dýr­mætar fórnir engu að síð­ur. Síðar hafa margir fal­legir og merkir staðir verið lagðir á alt­ari virkj­ana sem jafn­vel hafa skilað litlu eða verið algjör­lega til óþurft­ar. Hér er stutt yfir­lit yfir þau nátt­úru­verð­mæti sem horfið hafa í virkj­ana­stefnu síð­ustu ára­tuga:

Rof og leirfok á bökkum Hálslóns Mynd: Andrés Skúlason

Fyrst ber að nefna stærstu fórn­ina af þeim öll­um, Kára­hnjúka­virkj­un. Þar var eitt mik­il­væg­asta hálend­is­svæði Íslands lagt undir gríð­ar­stórt virkj­ana­lón, Háls­lón. Vest­ur­ör­æfin voru sam­felldasta gróð­ur­svæði lands­ins sem náði alla leið frá sjó upp að jöklum hálend­is­ins, og mik­il­vægi þeirra fyrir líf­ríkið í sam­ræmi við það; búsvæði plantna, smá­dýra, fugla og hrein­dýra eyðilögð. Ein mestu gljúfur hálend­is­ins voru sprengd og far­vegi Jöklu breytt til fram­búð­ar, líf­ríki Lag­ar­fljóts að miklu leyti eyði­lagt og fram­burður Jöklu til sjávar stöðv­aður með hörmu­legum afleið­ingum fyrir sjáv­ar­líf­ríki Hér­aðs­flóa. Þetta var stærsta fram­kvæmd Íslands­sög­unn­ar, með lang­mestu umhverf­is­á­hrif­in, en hvergi er tekið til­lit til hennar í ramma­á­ætl­un. Líkt og hún sé ekki til í virkj­ana­bók­hald­inu.

Vatnslítill Þjófafoss í Þjórsá Mynd: Matthías Ásgeirsson

Þjórs­ár-Tungna­ár­svæðið hefur einnig tekið þung högg, enda víð­feðm­asta virkj­un­ar­svæði lands­ins. Þar hófst stór­virkj­ana­saga Íslend­inga og leiddi hún til þess að fjöl­margir fal­leg­ustu og vatns­mestu fossar lands­ins eru horfn­ir, hálf­þurrk­aðir upp eða með vatn aðeins örlít­inn hluta árs­ins. Þar má nefna Þjófa­foss, Tröll­konu­hlaup, Ármóta­foss við Sult­ar­tanga, Sig­öldu­foss, Hraun­eyja­foss og ýmsa fossa og flúðir í Köldu­kvísl. Með Kvísla­veitum var vatns­magn Þjórsár neðan Þjórs­ár­vera skert um 40% og eru fossar í efri hluta Þjórsár um helm­ingi vatns­minni en áður, auk þess sem tölu­verðu gróð­ur­lendi Þjórs­ár­vera var sökkt við veitu­gerð­ina. Aðrar vinjar hafa einnig horf­ið, svo sem Þór­istungur ofan Búð­ar­háls­virkj­un­ar. Þór­is­vatn var gert að miðl­un­ar­lóni snemma á átt­unda ára­tugnum og var þá breytt úr heið­bláu og fal­legu fjalla­vatni í gruggugt miðl­un­ar­lón. Um leið var stíflað fyrir útfall þess og lindáin Þórisós þurrkuð upp. Um hana sagði hinn víðkunni vatna­mað­ur, Sig­ur­jón Rist, í bók sinni Vatns er þörf: „Hún var lindá, af ferða­mönnum talin feg­urst áa á hálendi lands­ins.“

Við Reykjanesvirkjun, Gunnuhver til hægri Mynd: Christian Bickel

Jarð­hita­svæði Suð­vest­ur­lands hafa verið nýtt til raf­magns- og heita­vatns­fram­leiðslu og sjá íbúum svæð­is­ins fyrir miklu magni af heitu vatni. Að því leyti eru virkj­an­irnar rétt­læt­an­legar en svæðið er þó gríð­ar­mik­il­vægt sem jarð­fræði- og úti­vist­ar­svæði og vist­kerfi þess mörg æði sér­stök. Sumar virkj­anir svæð­is­ins, eins og Reykja­nes­virkj­un, eru lítið sem ekk­ert nýttar til heita­vatns­fram­leiðslu og margar ganga hratt á orku­forða jarð­hita­gey­manna og eru því alls ekki sjálf­bærar til langs tíma.

Þeistareykjavirkjun, háhitasvæðið til hægri Mynd: Landsvirkjun

Nýjasta jarð­varma­virkjun lands­ins, Þeista­reykja­virkj­un, er eitt sorg­leg­asta dæmið um til­gangs­lausar fórnir virkj­ana­stefn­unn­ar. Þar var eitt sér­stakasta og fal­leg­asta jarð­hita­svæði lands­ins eyði­lagt fyrir brokk­gengt kís­il­ver. Eitt allra­versta dæmið um virkj­un­ar­kost þar sem orkunni var „komið í lóg“ og nátt­úran látin lönd og leið.

Inni í þess­ari upp­taln­ingu eru ekki svæði eins og Sogið og önnur minni sem hafa þó haft sín áhrif. Það sem þessi eiga þó sam­eig­in­legt er að þau eru ekki „með“ í ramma­á­ætl­un. Ef nýt­ing­ar­flokkur inni­héldi alla virkj­ana­kost­ina sem þegar hafa verið settir í nýt­ingu þá væri jafn­vægið á milli virkj­ana og vernd­unar mjög ójafnt. Og vernd­ar­flokk­ur­inn myndi aðal­lega taka til svæða sem væru hvort eð er mjög óað­gengi­leg og óhentug til virkj­un­ar. Þannig má segja að vernd­ar­flokkur sé í raun bara „rusl­flokk­ur“, þar sem óhent­ugum og von­lausum virkj­ana­kostum er hent inn, kannski til að frið­þægja nátt­úru­vernd­ina?

Hagavatn og Farið Mynd: Ellert Grétarsson

Og með ramma­á­ætlun er þessu mynstri við­hald­ið. Í vernd­ar­flokk eru einkum sett svæði eins og Torfa­jök­uls­svæðið (sem er reyndar hvort eð er frið­að), Mark­ar­fljót, Hvítá ofan við Gull­foss og Kerl­ing­ar­fjöll. Meira að segja ómet­an­legar nátt­úruperlur eins og Hvera­vell­ir, Stóra-­Laxá, hluti Torfa­jök­uls­svæð­is­ins, Hrút­hálsar og Fremri­námar í Ódáða­hrauni, Haga­vatn, Hólmsá og neðri hluti Skaftár eru ennþá í spil­inu í bið­flokki, eins og það sé alveg sjálf­sagt að skoða innan örfárra ára hvort það megi ekki einnig koma þessum svæðum í lóg.

Þetta er auð­vitað galin afstaða, en svona virkar ein­fald­lega ramma­á­ætl­un. Þetta kom reyndar fram í almennum athuga­semdum með frum­varp­inu um ramma­á­ætl­un, þegar það var lagt fram, af iðn­að­ar­ráð­herra, 2010. Þar stendur að „frum­varp­inu [sé] ætlað að stuðla að meiri sátt um orku­vinnslu og minnka óvissu orku­fyr­ir­tækja við val á virkj­un­ar­kost­u­m“. Einmitt, „minnka óvissu orku­fyr­ir­tækja“. Á sama stað stendur einnig þetta: „Þá er mik­il­vægt að skapa betri sátt um nýt­ingu þess­ara mik­il­vægu nátt­úru­auð­linda en á und­an­förnum árum hefur and­staða við upp­bygg­ingu virkj­ana auk­ist.“ Ómögu­legt er að lesa úr þessum orðum annað en að ramma­á­ætlun snú­ist fyrst og fremst um virkj­an­ir. Virkj­anir séu mik­il­vægar og þannig beri að nýta nátt­úr­una. And­staðan sé hins vegar óþægi­leg og til ama og sé mótsnúin „upp­bygg­ing­u”. Birt­ist kannski í þessum athuga­semdum und­ir­liggj­andi til­gangur með ramma­á­ætl­un? Það er vart hægt að sjá annað en að henni sé fyrst og fremst ætlað að gefa orku­fyr­ir­tækjum skýrt og skipu­lagt veiði­leyfi á orku­auð­lindir lands­ins.

Andi ramma­á­ætl­unar snýst í grunn­inn um að virkja áfram og reyna þá kannski með skipu­lögðum hætti að velja þá kosti sem valda orku­fyr­ir­tækj­unum minnstum vand­ræð­um. Ramma­á­ætlun er leyfi að ofan til handa virkj­ana­öfl­unum til að virkja, pakkað inn í þannig umbúðir að nátt­úru­verndin verður að kyngja þeim. Nátt­úru­vernd er nefni­lega afgangs­stærð í ramma­á­ætl­un.

Höf­undur er jarð­fræð­ing­­ur, rit­höf­undur og stjórn­­­ar­­maður í Hinu íslenska nátt­úru­fræð­i­­fé­lagi og Hag­þenki.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar